Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
✝ Júlíníus HeimirKristinsson
fæddist 22. júní
1940 á Dalvík.
Hann lést á heimili
sínu 30. júní 2020.
Heimir var sonur
hjónanna Sigur-
laugar Jónsdóttur
(f. 14. okt 1901, d.
16. júní 1980) og
Kristins Jónssonar
(f. 21. september
1896, d. 20. júní 1973.). Hálf-
bræður hans samfeðra voru
Þorsteinn, Guðjón, Jónatan,
Haukur og Valur. Alsystkini
hans voru Hildigunnur og Níels
Heiðar.
Heimir kvæntist Valborgu
Stefaníu Sigurjónsdóttur frá
Vopnafirði (f. 24.12. 1939, d.
20.6. 1993) árið 1962. Þau
bjuggu lengst af á Dalvík. Þau
eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1)
Sindri Már (f. 18.11. 1964), gift-
ur Sigríði Matthildi Aradóttur.
Þeirra börn eru: 1a) Sindri
Rafn, giftur Elínu Jónsdóttur.
skólastjóra á Húsabakka í
Svarfaðardal árið 1972. Árið
1981 flutti hann ásamt fjölskyld-
unni til Dalvíkur á ný og hóf
kennslu við grunnskólann þar.
Hann stundaði tónlistarnám í
Reykjavík einn vetur. Heimir
vann ýmis störf á sumrin í
kennsluhléum, s.s. til sjós og
sem atvinnubílstjóri. Auk þessa
sinnti hann ökukennslu frá
árinu 1968. Hann var frétta-
maður Sjónvarps í nokkur ár og
fréttaljósmyndari auk þess sem
hann starfaði sem blaðamaður
og ritstjóri hjá Bæjarpóstinum
um tíma. Hann starfaði enn
fremur í Versluninni Sogni á
Dalvík í tvö ár. Heimir var
virkur í alls kyns félagsstarfi og
var m.a. í hreppsnefnd Dalvík-
urhrepps um tíma, sat í stjórn
UMF Svarfdæla, stjórn
Kennarasambands Norðurlands
Eystra og Tónlistarskóla Dal-
víkur. Hann söng um árabil í
Karlakór Dalvíkur. Heimir flutti
á Svalbarðsströnd árið 1999 og
kenndi í nokkur ár við Valsár-
skóla. Heimir bjó á Akureyri frá
árinu 2005 og tók m.a. virkan
þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Útför hans fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 10. júlí
2020, kl. 13.30.
Börn þeirra eru
Matthildur Magda-
lena og Theódór
Rafn. 1b) Dagur og
1c) Valborg Sunna.
2) Sigrún Vilborg
(f. 22.3. 1970), gift
Þórhalli Kristjáns-
syni. Börn þeirra
eru: 2a) Kristján
Máni og 2b) Júlíana
Valborg. 3) Sig-
urlaug Elsa, gift
Sigurjóni Sveinssyni. Börn
þeirra eru: 3a) Bríet, 3b) Þengill
og 3c) Logi. Heimir kvæntist
Gunni Ringsted frá Akureyri (f.
12. febrúar 1947) þann 6. sept-
ember 2008. Þau bjuggu á Akur-
eyri.
Heimir tók landspróf frá
Héraðsskólanum á Núpi árið
1958 og lauk síðan kennaraprófi
frá Kennaraskólanum árið 1962.
Það ár tók hann við skólastjóra-
stöðu í Barnaskólanum í Hrísey.
Ári seinna hóf hann störf sem
kennari við Barnaskólann á Dal-
vík, þar til hann réði sig sem
„Komdu lambið mitt!“, sagði
hann. Og út skottaðist ég með
krullurnar við hlið pabba. Í veiði í
Laxá í Aðaldal, heim til Jóhanns
og Sissu, á Sökku til Olgu og Þor-
gilsar, í byggingavöruverslun, á
botnfrosna Hrísatjörnina að leika
okkur á bílnum, að brasa. Bara
eitthvað. Á unglingsárunum
fækkaði ferðunum og ég hafði
með öllu týnt húmornum fyrir
lambatengingunni. En það leið
hjá!
Fiskibollurnar hans eru best-
ar, enda þriðjungur þeirra lauk-
ur! Hann elskaði íslenskt smér, –
eins og hann hefði sagt það. Svo
mikið að öðrum fannst nóg um.
Saltað, reykt og sigið. Óblönduð
berjasaft, harðfiskur með smjöri
(sem var í raun smjör með harð-
fiski ef horft er til skammta-
stærða), kartöflur í öll mál, lamb
og fiskur. Hvað þarf meira? Alls
ekki kjúkling né pasta. Það var
tæpast matur! Svona fyrstu 70 ár-
in hans í það minnsta.
Tónlist, píanóspil og söngur
einkenndu pabba. Frá því ég man
eftir mér þá höfum við sungið við
undirleik hans. Lögin hans Fúsa
voru þar í miklu uppáhaldi.
Mögulega hafa engir á jarðríki
flutt Litlu fluguna oftar en þeir
félagar pabbi og Jóhann Dan! Þá
voru þeir í essinu sínu, essinu! Ár-
lega förum við stórfjölskyldan
saman austur til Bakkafjarðar og
dveljum þar í rafmagnslausu húsi
lengst inni í dal. Þar sem flugurn-
ar suða, hrossagaukurinn hneggj-
ar og áin niðar. Þar eru fleiri ess!
Svo sem þegar pabbi spilaði á
harmonikkuna og stýrði söng
stórra sem smárra. Fram í heið-
anna ró er eitt af föstu númerum
stundarinnar. Vem kan segla líka.
Undanfarin ár hafa yngri fjöl-
skyldumeðlimir prófað nikkuna
og tekið nokkur lög. Með æfing-
unni næst það hjá þeim að spila
heila kvöldstund eins og afi þeirra
gerði, enda maðurinn í áratuga
þjálfun.
Pabbi var iðinn maður. Alltaf
að dunda eitthvað og dútla. Síð-
ustu ár spilaði hann t.d. í hljóm-
sveit sem lék fyrir gamla fólkið og
fór víða í þeim erindagjörðum,
m.a. í sinn heimabæ Dalvík. Hann
var ákaflega skapandi og sýndi
það á ótal vegu. Eftir hann liggur
stórt myndasafn auk þess sem
hann samdi nokkur lög og sálm.
Þann 7. mars sl. var formleg opn-
un á ljósmyndasýningu með verk-
um pabba í Menningarhúsinu
Bergi á Dalvík. Opnunin hófst á
tónleikum, þar sem lög pabba
voru flutt auk nokkurra annarra
af uppáhaldslögum hans. Þar spil-
aði hann sjálfur eitt lag undir
söng Óskars Péturssonar frá
Álftagerði. Karlakór Dalvíkur
flutti m.a. lagið Mín leið. Seinna
færði pabbi okkur systkinunum
textann á blaði og skrifaði hjá:
„Sko“ – „Líka mín leið.“ Þessi
opnunardagur var töfrum líkast-
ur fyrir okkur öll. Móttökurnar
hjá sveitungum okkar voru ein-
stakar. Þessi dagur skipti pabba
öllu máli. Hann flokkaði daginn
sem einn af þeim stóru í hans lífi.
Ég flokka hann þar líka. Ég fæ
bara læk niður bakið við tilhugs-
unina!
Þakklæti er mér efst í huga.
Fyrir þá óbilandi trú sem pabbi
hafði á okkur systkinum í upp-
vextinum. Þá hvatningu sem við
fengum frá honum. Sjálfstæðið.
Tónlistina. Gleðina. Jákvæðnina.
Sköpunarkraftinn. Allan harð-
fiskinn. Svo ekki sé minnst á fiski-
bollurnar!
Leiðin hans pabba er sam-
tvinnuð minni leið. Áfram gakk!
Hjartansþakkir!
Elsa.
Takk fyrir allt var hvíslað.
Koss á enni. Saman.
Pabbi minn. Þú varst svo
margt. Þú varst hvetjandi og
hafðir trú á okkur. Ég þakka þér
endalaust fyrir það. Þú varst
skapandi, handverksmaður, tón-
skáld, ljóðskáld og ljósmyndari.
Þú varst jákvæður, hrifnæmur,
rómantískur og þú elskaðir okk-
ur, landið þitt og smáfuglana. Þú
áttir tunglið. Það þekktu þig ein-
hvern veginn allir.
Þú tókst hlutina stundum
lengra en aðrir, og í fjölskyldunni
ólust barnabörnin upp við að
heyra „það á enginn svona afa“.
Þú kenndir okkur á lífið, og svo
ótalmörgum öðrum líka. Þú
kenndir okkur gildi vináttu og
gleði!
Við sungum saman fyrir stuttu
eins og svo oft, fjölskyldan þín og
kærir vinir. Við sungum um vin-
áttuna.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Stundin var dýrmæt því svo
vorum við ekki lengur saman.
Við Þórhallur, Kristján Máni
og Júlíana Valborg erum öll ríkari
að hafa fengið að vera samferða
þér.
Takk pabbi minn fyrir allt sem
þú varst okkur.
Sigrún.
Afi Heimir, eða afi skafi eins og
við kölluðum hann, átti alltaf ís.
Alveg sama hvenær við komum til
hans. Honum fannst þó vera einn
galli á ís, hann var svo kaldur.
Helst vildi hann setja sinn ís í ör-
bylgjuofninn og hita hann aðeins
upp!
Afi skafi var alltaf glaður og
sýndi okkur hvað honum þótti
vænt um okkur. Hann var góður
maður. Hann var líka góður tón-
listarmaður. Þegar við hugsum
um afa er hann að spila á píanó
eða á harmonikku og hvetja okk-
ur til að syngja á meðan. Við átt-
um alltaf að syngja hátt og snjallt,
því að afi var ekkert fyrir raul.
Hann vildi heyra almennilega í
okkur!
Minning hans mun lifa áfram
með okkur. Í hvert skipti sem við
munum heyra Litlu fluguna
sungna mun afi koma upp í hug-
ann.
Litla flugan
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðu fót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið
mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
(Sigfús Halldórsson / Sigurður Elías-
son)
Afi skafi var mikill kennari í
sér og hefur alltaf verið það. Þeg-
ar ég (Bríet) hugsa um afa hugsa
ég um það sem hann kenndi mér.
Þegar ég var fimmtán ára reyndi
hann að kenna mér að keyra bein-
skiptan bíl. Sama hvað það gekk
illa og hvað ég drap oft á bílnum
sagði hann mér alltaf hvernig ég
gæti bætt mig og að ég væri að
standa mig vel. Einnig mun ég
alltaf muna sex sinnum töfluna út
af lagi sem hann kenndi mér til að
muna þá töflu. Næst þegar ég
drep á bíl eða þarf að raula lagið
til að muna hvað sex sinnum sjö
er, þá mun hugurinn reika til afa
skafa.
Elsku afi! Takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir okkur og með
okkur. Við munum sakna þín mik-
ið.
Ástarkveðja,
Bríet, Þengill og Logi.
„Sæl frænka, Júlíníus hér!“
Þannig heilsaði Heimir föður-
bróðir minn, hress í bragði þegar
hann hringdi. Það er skrítin til-
hugsun að heyra hvorki í honum
né hitta framar og eiga við hann
gott spjall. Ég á sannarlega eftir
að sakna þess að hlusta á hann
tala tæpitungulaust um ýmis mál-
efni, þar á meðal sjúkdóminn sem
lék hann svo grátt undanfarna
mánuði. Og aldrei var húmorinn
langt undan. Hann gat séð
spaugilegar hliðar á flestum mál-
um, ekki síst því sem sneri að
honum sjálfum. Oftar en ekki var
erindið að fylgjast með hvernig
mér liði, það mat ég mikils og
mun ekki gleyma.
Nú eru þau öll horfin á braut,
börn Kristins afa, systkinin átta
frá Dalvík og með þeim ein kyn-
slóð í föðurfjölskyldunni. Þau ól-
ust ekki öll upp saman og áttu
misjafnt líf, með beinum brautum
og líka brekkum, eins og gengur.
Minnisstæð nú eru orð sem Car-
men heitin frænka okkar lét falla
fyrir mörgum árum á þá leið að
þau systkinin væru öll góðar
manneskjur, af því að þau létu sér
annt um aðra. Það finnst mér lýsa
þeim öllum einkar vel. Minning-
arnar eru margar og ég hugsa til
þeirra allra með hlýhug og sökn-
uði.
Heimi frænda var margt til
lista lagt, hann var mikill
stemningsmaður og kunni að
gleðjast og gleðja aðra, handlag-
inn í betra lagi og hafði næmt
auga fyrir ljósmyndun og gat
fangað dýrmæt augnablik á ein-
stakan hátt. Síðast en ekki síst
var hann mjög tónelskur og
samdi m.a. lög, má þar nefna fal-
legt lag við sálm Valdimars V.
Snævarr, Heilagi Guðssonur.
Eftirfarandi fallegar línur
sendi Heimir okkur Guðjóns-
börnum, með nótum að því lagi,
sem sungið var við útför móður
okkar:
„Sálmurinn hefur m.a. verið
sunginn á seinni árum við andlát
sem gengið hafa nærri mér, sent
syrgjendur til huggunar. HK“
Nú sendum við Magnús elsku
Gunni, Sindra Má, Sigrúnu, Elsu
og þeirra fjölskyldum huggun og
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Júlíníusar
Heimis frænda míns.
Sjúkleikans þungbæru þjáningarspor
eru gengin.
Þrautunum lokið og gröfina hræðast
skal engin.
Dauðinn er líf.
Drottinn vor styrkur og hlíf.
Vissan um framhaldslíf fengin.
(Valdemar V. Snævarr)
Eygló Guðjónsdóttir.
Í dag kveð ég góðan vin.
Það var glaður og skemmtileg-
ur hópur er útskrifaðist frá Núpi
árið 1958, er haldið hefur mjög vel
saman allar götur fram á þennan
dag.
Frá þeim tíma höfum við
Heimir verið vinir, þar sem
traust, umhyggja, hlýja og virð-
ing hvors fyrir öðrum sat í fyr-
irrúmi. Eigi skemmdi það fyrir að
móðir mín var ættuð frá Bakka í
Svarfaðardal og ég var þar í sum-
ardvöl í sex ár. Þú ættaður og
uppalinn á Dalvík; þekktir þar
hvern mann og hverja þúfu. Eins
leigðir þú hjá foreldrum mínum í
eitt ár er þú varst í Kennaraskól-
anum. Þú sagðir mér margar góð-
ar og skemmtilegar sögur af ykk-
ar samskiptum. Oft sagðir þú mér
þessa sögu: Móðir mín kallaði á
karl sinn er var að ryksuga en
tafðist eitthvað við verkið uppi
hjá ykkur leigjendum á laugar-
degi. „Magnús, ertu ekki að verða
búinn?“ „Já, ég er alveg að koma,
Sóla mín.“
Kennsla var þitt ævistarf er þú
stundaðir með miklum sóma. Það
var líka mitt ævistarf. Þetta allt
batt okkur traustari böndum.
Það var þungur harmur er þú
misstir konu þína, Valborgu, frá
þremur börnum. Ég og fjölskylda
mín gistum oft hjá ykkur er við
heimsóttum Dalinn fagra.
Svo myndaðist smá vík milli
vina; heimsóknir urðu strjálli en
samband okkar rofnaði aldrei.
Eftir að þú kynntist seinni konu
þinni Gunni tókum við aftur upp
fyrri þráð.
En 27. júní gleymi ég aldrei
meðan ég lifi. Gunnur hringdi í
mig um tíuleytið um kvöldið og
sagði að Heimir vildi ræða við
mig. Við áttum yndislegt samtal í
þrjátíu mínútur. Ég skynjaði það
að nú væri komið að leiðarlokum
hjá vini mínum Heimi. Hann bað
mig að skila kveðju til allra er
hann þekkti. Þetta var ljúfsár
stund.
Gunnur hringdi og tilkynnti
mér að Heimir hefði látist aðfara-
nótt mánudagsins 29. júní. Þá
kom tár á hvarm.
Heimir var sviphreinn, greind-
ur vel og listhneigður og afar
greiðvikinn. Í fyrra þegar við
Helga vorum í heimsókn hjá þeim
hjónum kom hann gustmikill
heim. Ég spurði hvað hann hefði
verið að „grafla“. Þá sagði hann á
sinn hægláta máta: „Ég var að
spila fyrir gamla fólkið á Hlíð.“
Hann náði því blessaður að
verða áttræður hinn 22. júní sl.
Hann átti góða ævi sáttur við
Guð og menn. Gunnur reyndist
Heimi afar vel í veikindum hans
er eftir var tekið. Hún hlúði að
honum allt til hinstu stundar.
Þökk sé henni.
En nú er ganga þín á þessari
jörð á enda runnin og þú heldur á
vit feðra þinna.
Gunni, þinni elskulegu konu,
börnum og öðrum ástvinum þín-
um sendum við Helga okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson)
Heimir minn, þú átt góða heim-
komu vísa.
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Haustið 1972 hófum við Heimir
Kristinsson störf við Húsabakka-
skóla í Svarfaðardal, hann sem
skólastjóri en undirritaður sem
kennari. Þar með hófst samstarf
okkar, kynni og vinátta.
Heimir hafði nokkra reynslu af
skólastjórnun en hann hafði starf-
að sem slíkur við Grunnskólann í
Hrísey. Húsabakkaskóli var
heimavistarskóli og var að ganga
í gegnum ákveðnar breytingar
sem Heimir leiddi af lipurð. Þetta
haust varð sú breyting á skóla-
málum í Svarfaðardal að nem-
endahópurinn varð fjölbreyttari.
Hafin var kennsla 7 og 8 ára
barna og skyldu þau jafnframt
vera á heimavist eins og aðrir
nemendur skólans. Til þessa hafði
verið litið svo á að aðstæður í
sveitinni væru ekki þannig að
börn gætu hafið skólagöngu svo
ung þrátt fyrir ákvæði laga frá
1946 um skólaskyldu. Þetta ný-
mæli lagði mikla ábyrgð og skyld-
ur á starfsfólk skólans og ekki síst
skólastjórann og gat starfsdagur-
inn því oft verið langur. Auk
skipulags kennslu þurfti að finna
leið til að nýta sem best naumt
skammtað fjármagn til umsjónar
og gæslu barnanna utan kennslu-
tíma. Í litlum sveitaskóla í þá tíð
var starf skólastjórans fjölþætt,
en auk kennsluskyldu, sem nam
liðlega hálfu kennarastarfi, var
skólastjóri leiðtogi í sínum skóla,
hann annaðist samskipti við hags-
munaaðila skólans, hafði með
höndum skipulag skólaaksturs,
umsjón fasteigna og staðarhald.
Öll þessi hlutverk leysti Heimir af
kostgæfni og þurfti oft að ganga í
ólík hlutverk. Skólahúsnæðið var
barn síns tíma og þarfnaðist lag-
færinga við og hóf Heimir fljót-
lega að vinna að úrlausn. Fékk
hann því framgengt að umbætur
voru gerðar á heimavistum og
mötuneyti skólans. Hann var vak-
inn og sofinn yfir því að bæta að-
stæður nemenda og kennara.
Ekki verður um Heimi fjallað
án þess að minnst sé á forgöngu
hans um lagfæringu og endur-
gerð á Sundskála Svarfdæla,
elstu yfirbyggðu sundlaug á land-
inu. Sem skólastjóri vann hann að
endurreisn skálans og rann blóðið
að nokkru til skyldunnar en faðir
hans var aðalforvígismaður að
byggingu skálans á þriðja áratug
síðustu aldar auk þess að starfa
þar um árabil við sundkennslu.
Er Heimir lét af starfi sem
skólastjóri Húsabakkaskóla réðst
hann sem kennari við Dalvíkur-
skóla. Þar hófst samstarf okkar
að nýju og höfðu nú orðið hlut-
verkaskipti okkar á milli. Heimir
var einkar laginn sem almennur
barnakennari en jafnframt hafði
hann lagt sig eftir stærðfræði-
kennslu í yngri og eldri deildum
grunnskóla.
Það var gott að hafa Heimi að
samstarfsmanni, hann var bón-
góður ef leita þurfti aðstoðar við
einhver úrlausnarefni innan skól-
ans og skjótur til ákvarðana,
reyndar svo að stundum varð að
hafa hemil á. Hann var fjölhæfur
og glaðvær að eðlisfari, kunni frá
mörgu spaugilegu að segja, var
músíkalskur og hafði ágæta söng-
rödd.
Við leiðarlok þakka ég Heimi
samstarf og samfylgd. Margs er
að minnast og margs að sakna.
Ég færi börnum hans, eiginkonu
og aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Trausti Þorsteinsson.
Júlíníus Heimir
Kristinsson
HINSTA KVEÐJA
Núna ertu horfinn Heimir,
hegðun þinni enginn gleymir
og því sem löngu liðið er.
Þú varst annars engum líkur,
ákaflega kærleiksríkur,
góður vinur varstu mér.
Fyrir þér margir féllu í stafi,
fögnuði stýrðir dægrin löng,
þú varst svo mikill gleðigjafi,
gladdir aldna með spili og söng.
Nú hefur sál þín á himnum vaknað,
þótt hér sé þín líka ákaft saknað,
friðurinn aldrei frá þér víki,
í faðmi Drottins í himnaríki.
(Bj.Þ.)
Björgúlfur Þorvarðarson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar