Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 21

Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020 ✝ Jón SkúliTraustason fæddist í Reykja- vík 25. apríl 1980. Hann lést 24. júní 2020. Jón Skúli var fyrsta barn for- eldra sinna, móðir hans er Ragnheið- ur Helga Jóns- dóttir, f. 21.7. 1962, og faðir hans var Trausti Rúnar Traustason, f. 23.12. 1960, d. 11.8. 2015. Systir Jóns Skúla móður- megin er Helga Guðmunds- dóttir, f. 7.7. 1990. Systkini Jóns Skúla föðurmegin eru stundafræðum frá Háskóla Ís- lands 2014. Hann lauk diplóm- anámi í áfengis- og vímuefnamálum og stundaði meistaranám við háskólann. Jón Skúli vann ýmis störf, m.a. verslunar- og þjónustustörf. Hann var um tíma þingvörður á Alþingi, vann á auglýs- ingadeild Ríkisútvarpsins og starfaði við jafningjafræðslu og forvarnarstarf. Lengstan starfsferil átti Jón Skúli hins vegar í velferðarþjónustu sem stuðningsaðili við fatlað fólk og ungt fólk með fíknivanda. Jón Skúli starfaði um langt árabil að félagsmálum og sinnti m.a. forvörnum með ungu fólki. Hann var íþrótta- maður og þjálfaði blandaðar bardagalistir, eða MMA, í Mjölni um nokkurt skeið. Jón Skúli verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. júlí 2020, klukkan 15.30. Ragna Bergmann, f. 27.11. 1988, Ingi Hrafn, f. 10.10. 1991, og Lóa Rut, f. 25.12. 1995. Sonur Jóns Skúla er Ingvar Breki, f. 24.8. 2001. Móðir hans er Ása Jónsdóttir. Fyrrverandi sam- býliskona Jóns Skúla til margra ára er Kolbrún Rósa Vals- dóttir. Jón Skúli ólst upp í Hafn- arfirði, hann lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum í Kópavogi árið 2003 og BA- prófi í íþrótta- og tóm- Elsku góðhjartaði og yndislegi Skúli minn. Ég trúi því varla að það sé að renna upp kveðjustund en mér finnst ég ekki tilbúin til að kveðja þig strax. Lífið spyr víst ekki hvort að við séum tilbú- in fyrir þær þolraunir sem verða á vegi okkar eða hvort að við treystum okkur til að takast á við þær heldur koma þær bara hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið öll þessi ár með þér og all- ar þær stundir og öll þau samtöl sem við áttum saman. Þú varst frábær fyrirmynd fyrir okkur yngri systkini þín og litum við ávallt upp til þín. Hjálpsamur, fordómalaus, lærdómsfús, þolin- móður, rólegur, hlýr, fallegur, hreinskilinn, tilfinningaríkur, skilningsríkur, ástríkur eru eig- inleikar sem þú ert þekktur fyrir og hversu magnað er að vera gæddur öllum þessum eiginleik- um. Ég mun muna eftir þér þannig. Þú hræddist ekki sam- ræður um erfið málefni og sam- þykktir alla eins og þeir eru. Á unglingsárum mínum var svo gott að fá að vera alls konar í þinni návist, ég fékk að tala um allt milli himins og jarðar og þú sagðir mér frá þér og þínu lífs- hlaupi sem mér fannst ótrúlega magnað. Mér fannst líka svo frá- bært að það mátti tala um allt við þig, það var ekkert tabú. Á há- skólaárum okkar fann ég líka fyrir ákveðnu öryggi að vita af þér á sömu slóðum og ég. Ég man eftir ófáum kaffibollunum sem við drukkum saman í Þjóð- arbókhlöðunni og spjölluðum um námið okkar og það skein svo í gegn að þú hafðir brennandi áhuga á því sem þú varst að læra og málefnin skiptu þig verulegu máli. Það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú mjög vel. Við systkinin hittumst öll hjá þér fyrr á þessu ári og var sú stund mér ómetanleg. Tilviljun réði því að við mættum öll á sama tíma í heimsókn til þín og var eins og heimurinn væri markvisst að koma okkur öllum saman undir sama þak. Hversu dýrmætt. Ég trúi því að þú sért nú kom- inn til pabba okkar, með frið í sálinni. Ég fæ mikinn styrk úr því að trúa að þið séuð báðir allt- af hjá mér og ég vona að ég geti að einhverju leyti endurspeglað ykkar bestu kosti. Elska þig að eilífu Skúli minn. Ragna Aðalbjörg Bergmann Traustadóttir. Systur Hún er hlý, vermir, kætir mig. Stend á engi, horfi til himins, loka augum, lyfti höndum, lófarnir upp, sný mér í hringi, meðan blómin brosa. Hún blæs mér innblástur í brjóst, ég sit með blað og penna við hönd, setningar falla saman, tilfinningar á blaði, teikna myndir með orðum, stend upp og syng, meðan systir mín dansar. Þær eru lífið, gefa því merkingu. Þær eru alltaf. (Jón Skúli Traustason) Elsku Skúli bróðir, elska þig svo óendanlega mikið og vona að ég sé að tengjast vilja þínum eins vel og ég óska. Þú ert eitt falleg- asta mannsbarn sem þessi heim- ur hefur átt. Óeigingjarnari mann er ekki hægt að finna. Traust þitt, fegurð þín og yndi eru virkilega fágæt. Þakklæti mitt er eilíft, að eiga þig að og fallegu minningarnar okkar styrkja mig, gera mig að betri manneskju. Vil að fólk viti að það var ég sem vann í lottóinu um besta stóra bróðurinn og er því vinningurinn minn. Þú verður alltaf stór hluti af mínu hjarta og ég held áfram að segja við þig að ég elski þig á hverjum degi og ég veit að þú gerir slíkt hið sama. Takk fyrir að kenna mér svona margt, takk fyrir að leiða litlu systur þína í gegnum lífið, takk fyrir að vera besti og traustasti vinur sem nokkur get- ur hugsað sér. Þú hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd, ég mun aldrei gleyma þér, aldrei. Þú ert eins og náttúran og litir hennar fölna aldrei, fegurðin verður alltaf til staðar. Tilvist þín var gjöf sem mun aldrei hætta að gefa. Þín systir, Helga. Elsku Jón Skúli minn. Við vorum alltaf dugleg ad hittast þegar ég kom til landsins. Við töluðum um allt og ekkert og þú varst alltaf svo góður í að hlusta og vera til staðar. Mér hefur alltaf liðið ofboðslega vel í kringum þig og og þó að það gat liðið langur tími á milli samveru- stunda okkar, þá leið mér alltaf eins og við höfðum sést í gær. Ein minning sem er mér mjög kær er þegar við vorum hjá mömmu í Tokyo. Við vorum stundum tvö ein saman á flandri, borðandi McDonald’s við hvert tækifæri. Stundum stálumst við líka í Pachinko-spilasal sem var kolólöglegt fyrir okkur ung- lingana og ég gleymi því ekki þegar við unnum í eitt skiptið og vorum leidd aftur fyrir hús í hálf- skuggalega götu þar sem við fengum spilapeningunum skipt fyrir dýrmæt yen. Við vorum ung og vitlaus en mikið höfum við hlegið að þessari minningu. Ég elska þig elsku Jón Skúli minn, þú hefur alltaf átt mjög sérstakan stað í hjarta mínu og ég sakna þín hrikalega mikið. Þín Sunna. Þú komst sem sólargeisli inn í líf fjölskyldunnar á fallegum apr- íldegi fyrir fjörutíu árum. Fyrsta barn stoltra foreldra. Þú varst velkominn og elskaður frá fyrsta degi. Ég var föðursystirin og þú snertir djúpan streng í mínu hjarta og sá strengur var órofinn alla tíð. Ég fékk að njóta þeirra forréttinda að fá að fylgjast með þér vaxa úr grasi, þroskast og mótast. Ég fékk líka tækifæri til að taka þátt í uppeldi þínu. Litla yndislega barn, sem öllum þótti vænt um. Ég eignaðist Rögnvald minn þegar þú varst á fimmta ári og milli ykkar tveggja myndaðist einstakt bræðra- og vinasam- band sem hélst út lífið. Árin liðu og minningarnar hrannast upp. Fallegu tengslin þín við ömmu Rúnu, þú í fanginu á Trausta afa. Mamma þín að kenna þér að teikna og mála, pabbinn með þig á háhesti, í úti- legu. Allar sumarbústaðaferðirn- ar, þú og Rögnvaldur að drull- umalla, í ævintýraleikjum, drekka kakó hjá ömmu. Þú varst ungur þegar þú eign- aðist drenginn þinn, Ingvar Breka, sem frá fæðingu var stolt þitt og yndi. Ingvar Breki er, eins og þú, sólargeisli sem hlýjar þeim sem hann umgengst. Þú naust þess líka að Ingvar Breki á dásamlega mömmu og eignaðist síðar jafn dásamlegan stjúpföð- ur. Það er alltaf gott að vita af barninu sínu í bestu mögulegu aðstæðum og það kunnir þú að meta. Samband ykkar feðga var fallegt og það var gott að taka á móti ykkur á pabbahelgum en þá komuð þið í Suðurhvamminn og gistuð enda ykkar annað heimili. Seinna meir, allar samveru- stundirnar með Ingvari Breka, drengnum þínum og Bergdísi, ömmustelpunni minni. Amma Rúna var kletturinn ykkar Rögnvalds, kona sem um- vafði allt og alla ástúð og hlýju og mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til síðustu ferð- arinnar hennar á æskuslóðirnar á Vestfjörðum. Þið Rögnvaldur slóguð skjaldborg um ömmuna sem var ykkur svo dýrmæt, hún lítil og veikburða, þið stórir og sterkir hvor við sína hlið hennar. Barnæskan, unglingsárin, full- orðinsárin, allt það sem mótaði þig og veitti þér innsýn í lífið og allar þær myndir sem lífið getur tekið á sig gerði þig að þeim manni sem ég vil minnast alla tíð. Manni sem rétti ávallt fram hjálparhönd, manni sem gaf af sér, manni sem var gott að vera í návistum við, góðum manni. En lífið er ekki alltaf gleði- ganga og þú upplifðir áföll sem mörkuðu djúp spor í líf þitt. Föð- urmissirinn og í kjölfarið heilsu- brestur gerði að verkum að síð- ustu ár lífs þín voru mörkuð djúpri sorg. Þú, þessi fallega sál, sem snertir okkur öll með ein- stökum hætti, veiktist og barðist við alvarlegan sjúkdóm. Sjúk- dóm sem að lokum dró þig að velli. Elsku Jón Skúli, þú munt ávallt lifa í hjarta okkar og minn- ingarnar um þig veita okkur styrk til að takast á við missinn. Þú ert falleg sál sem ég trúi að hvíli nú í faðmi ömmu Rúnu, Trausta afa, pabba þíns og allra þeirra sem við höfum þurft að horfa á eftir. Minningin um góða og fallega Jón Skúla lifir. Ég votta elsku Ingvari Breka, Ragnheiði, systkinum Jóns Skúla, Rögnvaldi mínum og öðr- um ástvinum mína innilegustu samúð. Aðalbjörg Traustadóttir. Hann Jón Skúli, elsku Skúli minn, er dáinn. Ég sakna hans svo mig verkjar í hjartað. En ég finn birtu og kærleik og ég veit að honum líður vel. Þegar við Skúli kynntumst var hann bara 23 ára og ég nokkrum árum eldri. Hann var stóri frændi Rögga míns og einn mesti töffari sem ég hafði séð. Við urðum strax góðir vinir og mjög náin. Við áttum börn á sama aldri, Breka og Bergdísi, sem urðu miklir perluvinir og léku sér saman löngum stundum í Suð- urhvamminum hjá Öllu tengda- móður minni, ömmu Öllu, þar sem gott var að vera og gaman var að spjalla við Skúla um lífið og tilveruna og hlæja saman við eldhúsborðið að öllu mögulegu sem okkur fannst fyndið og skemmtilegt. Skúli las mikið og við ræddum oft um hinar ýmsu bækur sem hann hafði áhuga á og var að lesa þá stundina. Aldr- ei urðum við uppiskroppa með umræðuefni. Skúli hafði alltaf tíma til að hlusta og hann setti sig í spor annarra. Það var hægt að treysta honum fyrir sínum dýpstu tilfinningum og hugleið- ingum. Hann hafði hlýjan faðm og sterka nærveru, fulla af kær- leik. Við ferðuðumst saman, fór- um á ættarmót og í tjaldferðir og sumarbústaðaferðir með fjöl- skyldunni, lentum í ævintýrum þegar við Röggi gengum Fimm- vörðuhálsinn ásamt honum og Kollu og þvældumst um Þórs- mörkina í nokkra daga. Skúli fullur af gleði og spenningi og áhugasamur um að taka myndir af allri náttúrufegurðinni enda listrænn og flinkur ljósmyndari. Röggi og Skúli voru alla tíð eins og bræður, alveg frá því að þeir voru börn. Það var yndislegt að fá að kynnast þeirra djúpu vin- áttu, fylgjast með ævintýra- strákum sem höfðu gaman af því að hlaupa upp á fjöll, fara í fót- bolta, leika sér með börnunum sínum og spjalla um allt mögu- legt, hvort sem það var heim- speki, fantasíubækur, bíómyndir, hjartans mál eða bara hvað sem er. Stelpurnar okkar Rögga elsk- uðu hann og litu upp til hans. Hann var stóri frændi, skemmti- legi frændi og hlýi frændi. Uppá- haldsfrændi. Ég vildi að við Skúli hefðum talað meira saman síð- asta árið, en það var alltaf hlýtt og kærleiksríkt á milli okkar. Hann mun ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég votta Ingvari Breka og öllum sem elskuðu Jón Skúla mína dýpstu samúð. Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Yndislegi systursonur minn og einstakur vinur er farinn frá okkur. Fyrsta minningin er af honum í vöggunni á Suðurgöt- unni, ég 12 ára með lítinn bíl handa honum, Ragga systir og Trausti svo ung og falleg, algjör- lega uppnumin yfir þessum litla dreng. Síðan eru liðin 40 dásam- leg ár í návist þess einstaka ein- staklings sem Jón Skúli var, margs að minnast og þakka. Ógleymanlegur fermingarmán- uður í Tókýó er dýrmæt minning sem við Sunna munum alltaf eiga og minnast með hlýju og brosi á vör. Jón Skúli fór alltaf beint í hjartastöðina í hverju samtali, var djúpvitur, kærleiksríkur og skemmtilegur. Mikið á ég eftir að sakna hans og fyllist þakklæti fyrir þessi 40 ár sem ég og mínir áttum með honum, reynum að þakka þau frekar en syrgja þau 40 sem hann átti ekki. Elsku Ingvar Breki, Ragga, Helga, Ragna, Ingi Hrafn, Lóa, Alla, Röggi og aðstandendur allir, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Berglind og Rikharð. Hann Jón Skúli frændi okkar var ljúflingur. Blíður, hlýr og hugulsamur. Hann var óvenju- lega elskuleg manneskja. Það er ólýsanlegur missir að hann skuli vera fallinn frá svona ungur. Jón Skúli kom í heiminn fyrir 40 árum og ólst upp í Hafnar- firði. Hann átti athvarf í stórfjöl- skyldunni þar sem, auk foreldr- anna, afi og amma, frændur og frænkur tengdust honum sterk- um böndum frá upphafi. Jón Skúli laðaði að sér fólk strax sem ungt barn vegna þess hversu skemmtilegur hann var og góður félagsskapur. Það var gott og gaman að vera í návist hans. Það er því stór hópur sem á nú um sárt að binda vegna fráfalls hans. Eins og Trausti Rúnar faðir hans og Trausti afi, var Jón Skúli mikill náttúrunnandi og útivist- armaður. Eins og þeir var hann líka frábær ljósmyndari. List- rænt auga hafði hann frá Ragn- heiði móður sinni og það voru ekki síst náttúrumyndir hans sem voru einstakar og sumar þeirra unnu til verðlauna. Starfsvettvangur Jóns Skúla var fjölbreyttur. Hann starfaði við verslun og þjónustu af ýms- um toga framan af. Hans helsti starfsvettvangur var hins vegar með fötluðu fólki þar sem mennt- un hans, lífreynsla, virðing fyrir fólki og sterk réttlætiskennd naut sín. Jón Skúli stundaði nám við Háskóla Íslands í greinum sem styrktu hann enn frekar til starfa á þessum sviðum en auðn- aðist ekki aldur til að sjá að fullu afrakstur þess sem hann hafði þegar lagt grunninn að. Það sem einkenndi samskipti Jóns Skúla við aðra var blíðleg og styðjandi hugulsemi. Hann hlúði að öðru fólk, ekki bara sínu nánasta fólki, heldur tók hann um langt skeið virkan þátt í fé- lagasamtökum sem styðja fólk í kjölfar áfalla og veikinda. Jón Skúli vann mikið og óeigingjarnt verk á þessu sviði, meðal annars fornvarnarstarf og jafningja- fræðslu fyrir ungmenni. Jón Skúli stundaði íþróttir af kappi meðan heilsan leyfði en íþrótta- meiðsl, arfgengir sjúkdómar og alvarleg áföll í lífi hans, eins og sviplegur föðurmissir, leiddu til heilsubrests sem að lokum varð honum að aldurtila. Elsku Jón Skúli, við biðjum þig að knúsa ömmu Rúnu, Trausta afa, pabba þinn, Bjarna og Ödda frænda og alla hina sem taka á móti þér í Sumarlandinu. Við sjáumst aftur þegar okkar tími kemur. Við vottum syni Jóns Skúla, móður hans, systk- inum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Rannveig og Guðrún Ágústa (Rúna). Jón Skúli Traustason er allur. Harmur er að okkur kveðinn. Það var á að giska fyrir tíu, fimmtán árum að þessi ungi maður kom til mín í dálítið sér- stæðum erindagerðum. Hann bað mig að lesa yfir skáldskap sinn. Þetta kom flatt upp á mig. Þessu hafði ég ekki búist við. Ég þekkti nefnilega þennan unga mann. Hann var bróðursonur konunnar minnar og á svipuðu reki og sonur minn. Hann var bjartur, fallegur ungur maður – en ég vissi ekki til þess að hann hefði áhuga á neinum þeim and- ans málum sem ungt fólk á okkar tímum leiðir helst fram hjá sér. En ég hafði rangt fyrir mér. Og mikið kom það mér á óvart. Þetta voru auðvitað ekki fullgerð meistaraverk – en þetta var heldur ekki neitt léttmeti. Hér var á ferðinni maður sem skrif- aði texta sem fól í sér raunveru- leg fyrirheit; maður sem sá í heimana tvo; maður sem sá undir slétt og fellt yfirborð tilverunn- ar. Enda fór það svo að fljótlega urðu aðrir líka til þess að koma auga á gáfur þessa unga skálds og brátt kom að því að hann fengi að sjá verk eftir sig – stutta skáldsögu – á prenti. Á næstu árum kom hann af og til með eitthvað til mín: langar smásögur eða kannski öllu held- ur stuttar skáldsögur og ein- staka ljóð. Það sem kom mér kannski mest á óvart var hvernig hann af meðfæddum gáfum kunni þá mikilvægu list að segja nóg, en samt ekki að kæfa yrk- isefnið með því að segja of mikið. Eða þá hitt: hvaðan kom þessum unga manni skilningur á því hvernig ætti að forma og byggja upp ljóð? Því fer fjarri að hann hafi ver- ið sjálfmiðaður í skrifum sínum; frásögnin aldrei í neinu „ég-um- mig-formi“. Yrkisefnið var hins vegar alltaf hið sama. Hann fjallaði um örvæntingu – þá hyl- djúpu angist sem hrjáir ungt fólk á okkar tímum. Hann undirstrik- aði alltaf að hann vildi tjá raunsæi; raunverulegt raunsæi. Og vissulega voru textar hans á köflum napurlega raunsæir. En það var annað og meira í þessu. Oft fannst mér skrif hans í takt við tilvistarspeki síðustu aldar. Og stundum þegar ég var að lesa þetta frá honum varð ég hugsi og ég spurði sjálfan mig hvaðan þessi tilvistarkreppa – þessi hyl- djúpa angist ungs fólks – væri tilkomin. Getur verið að okkar forríka neyslusamfélag sinni ekki því mikilvægasta í uppeldi barna okkar og ungmenna; þ.e. að veita andlegri næringu inn í tilvist þessa fólks þannig að það öðlist markmið og tilgang með lífinu. Þór Rögnvaldsson. Jón Skúli var einhver sá besti vinur sem nokkur gæti óskað sér í þessum heimi og það er sárara en orð fá lýst að hann sé ekki meðal okkar lengur. Að reyna að lýsa hans björtu nærveru og stóra hjarta í nokkrum máls- greinum er vitanlega ógerlegt en ég mun þó reyna hvað ég get. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við, þá bara strákhvolpar, fetuðum okkar fyrstu skref í átt að betra lífi. Í þá rúmu tvo ára- tugi sem við þekktum hvor ann- an óx vináttan með hverju sam- talinu og hverju því skipti sem við hittumst. Það átti svo að heita að ég væri hans trúnaðar- maður en í sannleika vorum við trúnaðarvinir. Á þeirri göngu lánuðum við ósjaldan hvor öðrum dómgreind. Jón Skúli hafði hæfi- leikann til að sjá flókna hluti sem einfalda og gera erfiða reynslu bærilega. Það var aldrei annað hægt en að þykja vænt um þenn- an góða dreng, góður í gegn sem hann var. Eins og allar íhugular sálir hafði Jón Skúli þörf fyrir einveru og rólegheit. Hann var bókaorm- ur og gat gleymt sér í tímavís við lestur. Hann hafði skarpt og list- rænt auga sem endurspeglast best í ljósmyndunum hans. Hann var gjafmildur á tíma sinn og at- hygli og hjálpaði fjölmörgum að finna fótfestu í þessum heimi. Hann hafði hæfileikann til að horfa fram hjá yfirborðskennd- um hlutum og sjá heldur mann- eskjuna sem býr í hverju og einu okkar. Þetta endurspeglast í hans breiða vinahópi og veit ég að þar hefur hver og einn vinur einhverja fallega minningu um þennan góða mann til að ylja sér við. Ein af uppáhaldsmyndunum mínum af Jóni Skúla er þar sem hann með glettnisglampa í aug- um drekkur kaffi úr bolla sem á stendur: Warm & Strong. Þessi orð lýsa honum svo óendanlega vel: hlýr og sterkur. Hvernig hann var, hvað hann sagði og hvernig hægt er að vera í senn svo ljúfur og blíður, samtímis svo Jón Skúli Traustason SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.