Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
✝ Jósep Rósink-arsson fæddist
að Snæfjöllum í
Snæfjallahreppi við
Ísafjarðardjúp 15.
júní 1932. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut
þriðjudaginn 30.
júní 2020.
Foreldrar Jóseps
voru Rósinkar Kol-
beinn Kolbeinsson,
f. 24. júní 1891, d. 5. nóvember
1956, og Jakobína Rósinkara
Gísladóttir, f. 31. maí 1896, d. 24.
apríl 1960. Systkini Jóseps eru
Ólafur, f. 28. september 1917, d.
24. mars 1987, Gestur Oddleifs, f.
23. ágúst 1920, d. 29. júní 1998,
Guðmundur, f. 27. janúar 1924, d.
19. apríl 1989, Kristný Ingigerð-
ur, f. 26. febrúar 1927, d. 30.
janúar 2017, Sigurborg María
Jónný, f. 25. september 1928, d.
1. júlí 2019, Elísabet, f. 26. sept-
ember 1933, d. 24. mars 2020,
Hilmar, f. 2. ágúst 1935, d. 30.
september 1996, Sigríður Mar-
grét, f. 14. nóvember 1937 og
Hafsteinn Þór, f. 22. mars 1941.
Jósep trúlofaðist hinn 15. júní
1958 Helgu Traustadóttur, f. 13.
febrúar 1936, d. 12. september
1971. Foreldrar hennar voru
Trausti Sveinsson og Hólmfríður
Jónsdóttir. Börn Jóseps og Helgu
eru: 1) Hólmfríður Rósa, f. 2. des-
ember 1958, d. 28. febrúar 2013,
og í Unaðsdal við Ísafjarðardjúp.
Hann naut heimagönguskóla á
barnsaldri samanlagt í um 10
mánuði, stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykjanesi einn vet-
ur 1949-50, stundaði nám við
Bændaskólann á Hvanneyri og
lauk þaðan búfræðiprófi 1953.
Hann vann einn vetur á kennslu-
býli í Svíþjóð, stundaði fram-
haldsnám við Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þaðan
búfræðikandídatsprófi 1957.
Jósep vann á Hvanneyrar-
búinu sumarið 1952, vann á jarð-
ýtu á vegum Ræktunarsambands
Borgarfjarðar 1954-55 og starf-
aði sem ráðunautur Stranda-
manna 1957-59. Hann festi kaup
á jörðinni Fjarðarhorni í Bæj-
arhreppi 1959 og stundaði þar
búskap allt til 2001. Meðfram bú-
skapnum vann hann mörg sumur
á jarðýtu á vegum Rækt-
unarsambands sveitanna.
Jósep sat í stjórnum Búnaðar-
félags Bæjarhrepps, Búfjár-
tryggingasjóðs Bæjarhrepps og
Kaupfélags Hrútfirðinga, þá var
hann fulltrúi á aðalfundum
Stéttarsambands bænda og á
Búnaðarþingi.
Að loknum búskap fluttist
Jósep til Reykjavíkur, hann var
jafnframt alla tíð stoð og stytta
dóttur sinni og tengdasyni við
búskapinn á Fjarðarhorni meðan
kraftar hans leyfðu og jafnvel
lengur.
Útför Jóseps fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 10. júlí
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
maki Sigurður Jó-
hann Geirsson, 2)
Gísli Jakob, f. 6.
október 1960, maki
Þórdís Mjöll Reyn-
isdóttir, 3) Ingi-
mundur Þór, f. 26.
apríl 1963, 4) Kol-
beinn Jósepsson, f.
10. október 1964,
maki Harpa Sveins-
dóttir. Uppeldis-
sonur Jóseps og
sonur Helgu, er Sveinn Trausti
Guðmundsson, f. 3. maí 1956,
maki Guðný Aðalbjörg Jóns-
dóttir.
Jósep kvæntist hinn 12. maí
1980 Rósu Petru Jensdóttur, f.
11. maí 1929, d. 21. nóvember
1993. Foreldrar hennar voru
Jens Pétur Eriksen og Sigríður
Amalía Njálsdóttir. Dætur Rósu
Petru eru Ingibjörg, Sigurbjörg
og Svanhildur (d. 10. janúar
2016). Jósep og Rósa slitu sam-
vistir árið 1988.
Barnabörn Jóseps eru, Jósep
Magnússon, Kristján Magnússon,
Andrés Smári Magnússon, Helgi
Pétur Magnússon, Þorbjörg
Helga Sigurðardóttir, Sigur-
björg Rós Sigurðardóttir, Bjarki
Fannar Kolbeinsson, Karen Ósk
Kolbeinsdóttir, Helga Sveins-
dóttir, Karl Sveinsson, Einar
Trausti Sveinsson (d. 2011)og
Eva Lísa Sveinsdóttir.
Jósep ólst upp að Snæfjöllum
Í dag, 10. júlí, kveðjum við
pabba og tengdapabba okkar.
Efst í huga okkar er umhyggja
hans og ást. Aldrei kom hann
tómhentur í heimsókn, ís og
ávextir í dós eða eitthvað annað
góðgæti. Það er okkur ómetan-
legt að hafa hlotnast sá heiður að
eyða síðasta aðfangadegi og ára-
mótum með honum.
Sögurnar frá hans yngri árum
mundi hann fram á síðasta dag
eins og gerst hefðu í gær. Hann
var mikill sögumaður og bjó yfir
miklum fróðleik, hafði alla tíð
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og mikla réttlætis-
kennd, mátti ekkert aumt sjá án
þess að rétta út hjálparhönd.
Við trúum að pabbi hafi ekki
viljað enda sitt æviskeið á annan
veg, að geta verið rólfær fram á
síðasta dag, svífa svo sársauka-
lítið inn í draumalandið í faðmi
ástvina, hann gat ekki hugsað sér
að vera upp á aðra kominn,
kvaddi síðla kvölds, vildi auðvitað
ekki láta okkur hafa fyrir því að
sitja hjá honum fram á nótt.
Elsku pabbi og tengdapabbi,
nú ertu kominn í faðm ástkærrar
konu þinnar Helgu og ykkar ást-
kærrar dóttur, Rósu okkar, dótt-
ur, sem báðar kvöddu allt of
snemma. Minning þín og þeirra
lifir í hjörtum okkar.
Kolbeinn og Harpa.
Elsku afi, nú hefur sól þín sest í
síðasta skipti. Þinn dagur gaf mér
dýrmætar minningar um svo
margt. Skemmtileg samtöl, rök-
ræður, sagnir af samferðarfólki
þínu, gamanmál, vísur af öllum
gerðum, innilegan hlátur og
sanna væntumþykju. Ég er viss
um að nóttin þín verður björt,
eins og sumarnóttin sem bæði tók
á móti þér inn í heiminn og faðm-
aði þig á leiðinni út úr honum.
Ég hef litið upp til þín frá því
ég man eftir mér og reyndar leng-
ur en það. Sem dæmi um þetta
fékk Jósep bróðir minn þann
heiður að heita í höfuðið á þér.
Eftir að þú kvaddir okkur minnti
Jósep bróðir minn mig á að ég
hefði fyrst sagt nafnið hans þegar
þú komst í heimsókn til okkar
þegar ég var mjög lítill. Ég hljóp
þá til þín og tók á móti þér með
því að segja „Jósep afi“ og taka
utan um þig. Þetta var súrsæt
minning fyrir stóra bróður minn,
sem fannst fram hjá sér gengið.
Þú hafðir enda einstakt lag með
börn og ekki er langt síðan börnin
mín tvö léku sér með þér og vildu
sýna þér allt dótið sitt. Þú brostir,
spurðir og hlóst með þeim, sýndir
þeim sannan áhuga. Börn hafa
þann eiginleika að tengja við
væntumþykju og greina snöggt
þegar einhver vill gefa af sér með
því að veita þeim það dýrmætasta
sem þau vita, athygli og tíma.
Ég mun reyna að halda í heiðri
þau lífsgildi sem mér finnst þú
hafa staðið fyrir. Lífsgleði, vinnu-
semi, þrautseigju, þakklætis-
kennd, hreinskilni, einlægni og
kannski smá þrjósku. Þessu
blandaðir þú saman með mikilli
og djúpri samkennd með fólki. Þú
vildir hjálpa, umfram allt til að
gera öðrum gott.
Takk fyrir mig afi, við sjáumst
í sumarnóttinni.
Helgi Pétur Magnússon.
Elsku afi. Það er erfitt að trúa
því að þú sért farinn. Allar þær
stundir sem við áttum saman eru
mér dýrmætar. Minningarnar
sem eru efst í huga mér þessa
dagana eru þegar við systur vor-
um í heimsókn hjá þér í sveitinni
og fengum að fara með þér á
rauða pallbílnum út í Kaupfélagið
á Borðeyri. Í þeim ferðum keyptir
þú alltaf nammi fyrir okkur og
það var oftar en ekki blár ópal.
Einnig eru öll matarboðin okk-
ar síðustu tvö ár okkur ofarlega í
huga. Fyrsta skiptið sem þú
bauðst mér í mat hafðir þú grill-
kjöt í matinn og bauðst mér
grænar baunir með, ég sagði þér
að ég væri meira fyrir maísbaunir
og eftir það hafðir þú alltaf maís-
baunir á boðstólum fyrir mig,
sama hvað var í matinn. Það var
nokkuð oft hjá þér hangikjöt með
kartöflum og uppstúf og svo voru
maísbaunirnar á sínum stað. Ég
fékk það ekki af mér að segja þér
að ég borðaði ekki maísbaunir
með hangikjöti þótt mér þætti
þær mjög góðar, sérstaklega ekki
þar sem ég vissi að þú keyptir
þær alltaf bara fyrir mig og send-
ir mig með afganginn af dósinni
heim því þú borðaðir þær ekki
sjálfur.
Þú bauðst alltaf upp á eftirrétt,
sem ég var mjög ánægð með þar
sem ég er mikill sætindagrís, og
það kom mér því á óvart þegar þú
sagðir mér að þú værir ekki mikið
fyrir sætindi. Sérstaklega þar
sem í hvert einasta skipti sem þú
komst í sveitina eftir að mamma
og pabbi tóku við búskapnum
gafstu okkur systrum eitthvert
nammi og alltaf þegar ég fór í
heimsókn til þín varstu með
nammi í skál á eldhúsborðinu.
Í matarboðum okkar sagðirðu
mér oft sögur frá þínum yngri ár-
um. Ég hefði verið til í að vera
fluga á vegg í öllum þeim ævin-
týrum sem þú lentir í á ævi þinni
en er ánægð að ég fékk allavega
að heyra sögur af einhverjum
þeirra.
Í síðustu heimsókn minni töl-
uðum við um að fara saman á
æskuslóðir þínar á Snæfjalla-
strönd, því miður fengum við ekki
að fara í þá ferð en þegar ég fer í
hana veit ég að þú verður með
mér.
Þú tókst mér alveg eins og ég
er, ég viðurkenni það fúslega að
ég var frekar stressuð yfir að
segja þér frá sambandi okkar
Hönnu þar sem þú tilheyrir þess-
um „gamla skóla“ sem oft er talað
um. En ég þurfti ekki að hafa
neinar áhyggjur, þú sagðir mér
bara að þú skildir ekki allt þetta
fólk sem væri á móti þessu, það
gastu bara engan veginn skilið.
Afi, þú varst engum líkur, þessi
25 ár sem ég fékk að hafa þig í lífi
mínu eru mér ómetanleg. Ég er
fegin að þú varst ekki rúmliggj-
andi og illa haldinn í langan tíma
því þú varst ekki gerður fyrir það
að sitja með hendur í skauti og
mega ekkert gera. Þú hefur alltaf
verið á fullu, allt þitt líf. Alltaf að
hjálpa öllum og gera það sem þú
gast fyrir þá sem þér þótti vænt
um en áttir erfitt með að þiggja
hjálp sjálfur. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig, sama hvað, ég
trúi því að þið mamma séuð núna
uppi á himnum í einhvers konar
fjárragi með tilheyrandi skemmt-
un, syngjandi og dansandi með
viskíið við hönd sem er mögulega
örlítið vatnsblandað. Því í fjárrag-
inu leið ykkur best og þið höfðuð
bæði gaman af söng og dansi.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Sigurbjörg Rós
Sigurðardóttir.
Elsku afi minn, ég trúi því
varla enn þá að þú sért farinn frá
okkur. Minningarnar sem ég á
með þér eru ótalmargar og er ég
fyrir það þakklát. Fyrstar koma í
hugann minningarnar um ferð-
irnar í kaupfélagið á Borðeyri þar
sem okkur systrum tókst yfirleitt
að fá þig til að kaupa smá nammi,
oftar en ekki bláan opal eða smar-
ties og oft áttirðu lager af bláum
opal í sveitinni sem þú laumaðir
að okkur barnabörnunum. Seinna
var það þannig að við systur feng-
um alltaf smá sælgæti þegar þú
fórst úr sveitinni. Ég unni mér
alltaf vel í sveitinni hjá þér og átt
þú eflaust stóran þátt í því að ég
ákvað að gerast bóndi. Þegar
mamma, pabbi, Sibba og ég flutt-
um svo í sveitina var ég komin
heim. Þú varst eina foreldri for-
eldra minna sem ég náði að kynn-
ast, fyrir það er ég þakklát, við
barnabörnin þín og barnabarna-
börnin þín erum heppinn að hafa
fengið að kynnast þér. Ég vildi
aðeins að þú hefðir fengið að hitta
hann Sæmund Hólmar minn áður
en þú fórst, en ég veit þú vakir yf-
ir honum sem og öllum þínum af-
komendum. Takk afi fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Þorbjörg Helga
Sigurðardóttir.
Jósep Rósinkarsson
✝ Benedikt Hall-grímsson fædd-
ist í Glerárþorpi 23.
júní 1940. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
30. júní 2020.
Hann var sonur
hjónanna Hallgríms
Benediktsonar, f.
11.8. 1916, d. 12.4.
1995 og Sveinu
Randíðar Jak-
obsdóttur, f. 5.11. 1911, d. 7.11.
1967. Hálfbróðir Benedikts var
Brynjar Axelsson, f. 6.5. 1931, d.
16.6. 2019.
Benedikt kvæntist 31.12. 1961
Hrafnhildi Sólveigu Þorsteins-
dóttur. Foreldrar Hrafnhildar
voru Þorsteinn Sigurjón Jóns-
son, f. 21.5. 1914, d. 25.7. 1990 og
Steingerður Júlíana Jósavins-
dóttir, f. 6.7. 1919, d. 31.10. 2007
Börn Benedikts og Hrafnhild-
ar eru:
dísar er Halldís Hörn og saman
eiga þau Ólaf Ísar og Jónas Balt-
asar.
5) Steingerður Sveindís, f. 8.6.
1971. Eiginmaður hennar er
Lárus Orri Sigurðsson. Synir
þeirra eru Sigurður Marteinn,
Aron Kristófer og Sveinn Ár-
mann.
6) Hólmdís Ragna, f. 27.10.
1973, maki Ólafur Freyr Hall-
dórsson, sonur Hólmdísar er
Ísak Máni Grant. Börn Ólafs eru
Halldór, Þórarinn og Þórhildur.
Benedikt lauk barnaskóla-
prófi og fór ungur til sjós. Hann
stundaði sjómennsku mest allt
sitt líf, sem háseti á togurum á
Akureyri og nágrenni, og síðar
trilluútgerð. Bótin var honum
hugleikin og átti hann þar ver-
búð og góða vini. Benedikt eign-
aðist gröfu og vann víða við bor-
anir og mokstur um árabil. Síðar
vann hann í Krossanesi og Nóta-
stöðinni svo eitthvað sé nefnt.
Benedikt var listrænn og fór á
efri árum á námskeið til að læra
að mála, og liggja mörg mál-
verkin eftir hann hjá ættingjum
og vinum.
Útför Benedikts fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
1) Hallgrímur
Sveinar f. 27.8.
1961, eiginkona
hans er Kristbjörg
Kolbeinsdóttir,
börn Hallgríms eru
Hulda, Hrafnhildur,
Benedikt Snorri.
Börn Kristbjargar
eru Sandra, Arn-
þór, Björgvin og
Sigríður. Saman
eiga þau soninn
Þormar Þór.
2) Þorsteinn Steinar, f. 31.12.
1964, eiginkona hans er Petrea
Olsen Richards, börn þeirra eru
Benedikt Viktor og Elma Dís.
3) Hafdís Hrönn, f. 30.01.
1967, eiginmaður hennar er
Magnús Magnússon. Sonur Haf-
dísar er Birkir Þór, saman eiga
þau Magnús Breka.
4) Eydís Björk, f. 3.9. 1968,
eiginmaður hennar er Halldór
Ólafur Halldórsson. Dóttir Ey-
Elsku besti pabbi minn, ég trúi
því varla að það sé komið að leið-
arlokum hjá þér og ég þurfi að
kveðja þig í hinsta sín. Mig langar
að þakka þér fyrir svo margt. Þú
vildir allt fyrir alla gera og varst
alltaf til í að rétta hjálparhönd.
Takk fyrir allar útilegurnar og
veiðiferðirnar sem þú og mamma
fóru með okkur, allan skarann.
Þær eru margar góðar minning-
arnar af ferðalögunum sem þið
fóruð með okkur í á Rúbbatjúbba.
Þú og mamma hjálpuðuð mér
mikið meðan ég var í háskólanum,
við mæðginin fengum að búa í
Litla-Hrauni í góðu yfirlæti hjá
ykkur mömmu, fyrir það er ég
ykkur ævinlega þakklát. Þetta
voru góðir og dýrmætir tímar, þú
vildir allt fyrir okkur mæðginin
gera og þér fannst nú ekki leið-
inlegt að fá að hafa „litlakall“ hjá
ykkur. Sækja í leikskólann,
passa, kenna honum að veiða eins
og þú kenndir mér þegar ég var
lítill. Þú varst svo duglegur að
lesa fyrir hann og þær voru ófáar
sögurnar sem þú last fyrir barna-
börnin, það var ekki hægt að lesa
fyrir þau sömu bækurnar því þau
vildu alltaf fá afa útgáfu sem þú
einn vissir hvernig var. Seinna
þegar við Ísak fluttum í Skarðs-
hlíðina áttir þú það til að koma við
hjá mér eftir að þú hafðir skutlað
mömmu í vinnuna og moka snjó-
inn af bílnum mínum áður en ég
færi í vinnuna.
Þú vildir aldrei láta hafa neitt
fyrir þér. Þú gladdist þegar öðr-
um vegnaði vel og þú fylgdist
grannt með stóra hópnum þínum,
börnum og barnabörnum þú
varst stoltur af þínum stóra hópi.
Ég vil þakka þér fyrir alla ást-
úð, hlýjuna og hugulsemi sem þú
sýndir mér og Ísak alla tíð. Ég
gat alltaf leitað til þín ef eitthvað
var að eða mig vantaði ráð og þú
sagðir við mig „ekki hafa áhyggj-
ur af þessu við finnum leið“ það
var svo gott að heyra þessi orð.
Ég var yngsta barnið þitt í
stórum hópi og þó að ég hafi verið
orðin fullorðin og sjálf orðin móð-
ir var ég samt alltaf litla barnið
þitt. Ég kveð þig að sinni, elsku
pabbi minn, með þinni setningu,
Gakkt þú á guðs vegum, elsku
pabbi minn.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín dóttir,
Hólmdís (Hólma).
Benedikt
Hallgrímsson
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulega
einginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS PÉTURSSONAR
tryggingasölumanns,
sem lést þriðjudaginn 31. mars.
Sveinfríður Ólafsdóttir
Björn Þór Þorsteinsson Arna Pétursdóttir
Páll Jökull Þorsteinsson G. Agata Jakobsdóttir
Pétur Ómar Þorsteinsson
Mikael Þór Björnsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir,
dóttir og tengdadóttir,
ERLA DÍS ARNARDÓTTIR
textílkennari, textílhönnuður,
varð bráðkvödd mánudaginn 6. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Reynar Kári Bjarnason
Ísafold Eva Reynarsdóttir
Halldóra Móey Reynarsdóttir
Bjarney Ósk Reynarsdóttir
Lovísa Arnardóttir
Hafdís Arnardóttir
Ólafur Snær Ólafsson
Örn Geir Arnarson
Eygerður Sunna Arnardóttir
Sigríður Ósk Jónsdóttir Ólafur S. Björnsson
Örn Geirsson Steinunn Hreinsdóttir
Bjarni Reynarsson Jóhanna Einarsdóttir
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar