Morgunblaðið - 10.07.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Atvinnuauglýsingar
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Keflavík, 0,0097% ehl., Vesturbyggð, fnr. 212-3404, þingl. eig.
Melkorka Marsibil Felixdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Norðurlandi vestra, fimmtudaginn 16. júlí nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
8. júlí 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 13:30 - Föstudagsviðburð Sumarhópsins okkar. Þau
bjóða upp á fræðslu um sögu miðbæjarins með honum Stefáni
Pálssyni sagnfræðingi. Frír taxi á staðinn og kaffi á eftir á Vitatorgi.
Mánudaginn 13. júlí verður sumarhátíð hópsins á Aflagranda og hefst
hún kl. 13:30. Allar veitingar í boði hússins og allir velkomnir.
Árskógar Hádegismatur kl. 11:30-13. Kaffisala kl. 14:45-15:30. Allir
velkomnir í Félagsstarfið sími: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8:50.
Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30-11:30. Hádegismatur kl.
11:30-12:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir samfélagssátt-
málanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir
óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13:45-15:15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00.
Gerðuberg 3-5 Kl. 08:30-16:00 opin handavinnustofa, kl. 10:00-12:00
prjónakaffi
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Hreyfiþjálfun
með sjúkraþrjálfara kl. 9:30. Kennsla í notkun snjallsímatækja 10:30-
11:30. Bíósýning á myndinni The Intouchables kl. 13:15.
Korpúlfar Gönguhópar ganga frá Borgum og inni í Egilshöll kl.
10:00. Þórdís Sigurðardóttir verður með hláturjóga klukkan 14:00,
endilega mætið.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag kemur sumarhópurinn til okkar og
við ætlum að spila Kubb (eða Boccia - fer eftir veðri), klukkan 10:30,
og eftir hádegi verður spilaður hinn bráðskemmtilegi teiknileikur
Pictionary. Ekki er gerð krafa um sérstaka teiknihæfileika.
Leiksýningin „Endalausir þræðir" verður sýnd klukkan 17:00 á 2. hæð
á Vitatorgi, aðgangur er ókeypis og allir aldurshópar velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Dagskráin í dag er svona. Kl. 10:30 er kaffispjall í
króknum. Kl. 11:00 er leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 er
samsöngur í salnum á Skólabraut. Kl. 14:00 er spurningargleði og
samvera. Hlökkum til að sjá ykkur og eigið góða helgi.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bíó kl. 13.00 (verður
í boði með auglýsingu í Selinu). Allir velkomnir. Síminn í Selinu er:
568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Toyota Auris til sölu
Nýskr. 11/2007. Ek. 82 þús. km.
Bensín, beinsk., 5 gíra, 4ra dyra,
dökk blár. 4 ný heilsársdekk/vara-
dekk. Næsta skoðun 2021.
Smurbók(/þjónustubók. Reyklaust
ökutæki. Topp eintak.
Verð kr. 690.000.
Upplýsingar í síma 899 2599.
Bílar
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ertu að leita að
STARFS-
FÓLKI?
75 til 90 þúsund
manns, 18 ára og
eldri, lesa blöð
Morgunblaðsins með
atvinnuauglýsingum
í hverri viku*
Þrjár birtingar á verði einnar
Birt í atvinnublaði
Morgunblaðsins í
aldreifingu á fimmtudögum
Birt í atvinnublaði
Morgunblaðsins á laugardegi.
Birt á mbl.is
Sölufulltrúi Richard Richardsson,
atvinna@mbl.is, 569 1391
* samkvæmt Gallup jan.-mars 2019
óskaplega sterkur og hugrakkur.
Lífið er ekki alltaf einfalt og
oft finnst manni það óréttlátt í
misskiptingu sinni. Síðustu árin
var Jóni Skúla skenkt mótlæti í
ýmsum myndum og stóð hann
eins og sönn hetja í þeim ólgu-
sjó. Sérstaklega tók það sárt að
ekki var alltaf hjálp að fá þar
sem hennar var vænst.
Hugsunin um að Jón Skúli
hafi nú kvatt þennan heim er
mér nánast óyfirstíganleg. Að
sama skapi er þakklætið fyrir að
hafa kynnst þessum yndislega
manni svo óendanlega djúpt.
Skarðið sem hann skilur eftir er
komið til að vera og öllum ljóst
sem þekktu hann að enginn
kemur í hans stað. Okkar góðu
samtöl tek ég nú sem veganesti
á leiðinni áfram og næri hjartað
með þeim. Hef góða ástæðu til
að rifja upp, heyra í hugskotum
innilega vinarkveðju og þakka
fyrir að hafa átt slíkan vin. Ég
veit að ég er ekki einn um það
þegar ég segi: Ég mun sakna þín
alla mína daga minn kæri.
Baldur Jóhannesson.
Það var mikið áfall fyrir okk-
ur félagana að heyra af fráfalli
Skúla okkar. Við í samtökunum
minnumst hans með hlýhug og
söknuði. Við sem höfum fylgt
honum erum sammála um að
Skúli hafi verið einstakur kar-
akter með hlýtt hjartalag. Hann
var einstaklega hjálpsamur og
vingjarnlegur, ávallt tilbúinn til
þess að hlusta og vera til staðar
fyrir aðra. Hann var alltaf já-
kvæður og brosið hans var bráð-
smitandi. Ekki var hægt annað
en brosa við að hlusta á Skúla
tala með sitt glaðværa fas.
Gott dæmi um hjálpsemi hans
var þegar hann hélt utan um
barnapössun fyrir kvennafundi
sem haldnir voru á laugardögum
í Gula húsinu. Drifkrafturinn var
mikill hjá Skúla og dró hann
aðra stráka með sér til að að-
stoða stúlkurnar til að þær ættu
auðveldara með að komast á
fundinn. Þetta þótti honum góð
leið til þess að starfa og gefa af
sér. Þeir strákar sem að því
komu lýsa þessum stundum sem
ógleymanlegum og skemmtileg-
um.
Þrátt fyrir að það hafi farið að
halla undan fæti hjá Jóni Skúla á
síðustu árum þá viljum við minn-
ast hans á þann hátt sem hann
snerti við lífi okkar og þeirra
góðu stunda sem við áttum með
honum. Við hugsum til hans með
þakklæti og erum afar sorg-
mædd yfir því að hann hafi farið
svona snögglega frá okkur.
Söknuðurinn er sár en minning-
arnar um góðan dreng lifa um
ókomin ár.
Við viljum minnast hans með
bæn sem hann fór alltaf með
þegar hann leiddi aðra í gegnum
3. sporið:
„Guð. Ég fel mig þér á vald. Svo þú
getir mótað mig og gert við mig það
sem þér þóknast. Leystu mig úr fjötr-
um sjálfshyggjunar svo ég megni bet-
ur að gera vilja þinn. Taktu frá mér
erfiðleikana svo sigurinn yfir þeim geti
orðið þeim sem ég vil hjálpa vitnis-
burður um mátt þinn, kærleika og lífið
með þér. Hjálpaðu mér að fara æv-
inlega að vilja þinum.“
(A.A bókin bls. 60-61)
Við vottum fjölskyldu Skúla
okkar innilegustu samúðarkveð-
ur.
Fyrir hönd félaga Skúla úr
samtökunum,
Illugi Torfason Hjaltalín.
Jón Skúli Traustason
Elsku amma, við
kveðjum nú klett-
inn okkar með
söknuð í hjarta og
þakklæti í huga fyrir alla þá
gleði og hlýju sem þú gafst okk-
ur. Það sem þú hefur náð að
fylla hjörtu okkar systkinanna
með gæsku þinni, ást og óbilandi
þolinmæði í gegnum árin. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur,
hjálpaðir okkur með svo margt
og það er okkur ofarlega í minni
hvað faðmur þinn var mjúkur og
hlýr.
Við eigum ótal ljúfar minn-
ingar af þér sem eru okkur svo
dýrmætar. Það var ávallt eitt-
hvað fyrir stafni og alltaf jafn
gaman að bauka eitthvað með
þér í gegnum tíðina, hvort sem
það var að ferðast um landið
með ykkur afa, kíkja í matjurta-
garðinn á Lindó og ná í smælki
með matnum eða ferskar gul-
rætur til að narta í, fylgjast með
þér í matseldinni eða aðstoða við
baksturinn. Aldrei höfum við
smakkað betri flatkökur eða
kjötbollur í brúnni en þær sem
þú gerðir.
Við fengum aðstoð og leið-
beiningar við hannyrðir sem við
vorum að fást við og máttum svo
búast við því að vera mæld í bak
og fyrir þegar þú varst að
prjóna nýjar lopapeysur á okk-
ur. Það var svo gott að koma til
ykkar í Afahús á Djúpó eða í ró-
legheitin í Tjarnó. Þar stóðuð
þið í dyragættinni og tókuð á
Anna Elín Einars-
dóttir Haukdal
✝ Anna Elín Ein-arsdóttir
Haukdal fæddist
10.7. 1931 Hún lést
8.6. 2020.
Anna Elín var
jarðsett 15. júní
2020 í kyrrþey.
móti okkur með
bros á vör, því
dyrnar stóðu alltaf
opnar og við gátum
komið við hvenær
sem okkur datt í
hug, hvort sem það
var eftir skóla, um
helgar, í næturgist-
ingu eða bara til
þess eins að koma í
bað.
Amma, þú varst
fyrirmynd okkar í öllu því sem
þú tókst þér fyrir hendur. Þú
kenndir okkur ótalmargt sem
verður gott veganesti fyrir okk-
ur út í lífið. Við munum ávallt
minnast þín með hlýjum hug, þú
varst og verður að eilífu einstök.
Þín
Anna Lilja, Gísli,
Dögg og Styrmir.
Kveðja til ömmu
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sæla lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þakklæti, kærleikur og ljúfar
minningar sem munu fylgja okk-
ur um ókomna tíð eru okkur í
sinni og hjarta þegar við kveðj-
um móður og ömmu.
Benedikta, Vilhjálmur
Sigursteinn, Bjarni Einar,
Sigurður Haukur og
Jóhann Auðunn.