Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 13
AFP
Lögleysa Callamard gerir grein fyrir
niðurstöðu sinni um víg Soleimani.
Drónaárás Bandaríkjahers á ír-
anska hershöfðingjann Qasem So-
leimani við alþjóðaflugvöllinn í
Baghdad í Írak 3. janúar, sem varð
honum að aldurtila, gekk í berhögg
við alþjóðalög. Þetta segir Agnes
Callamard, sérfræðingur Samein-
uðu þjóðanna í drápum sem hafin
eru yfir lög, eða extrajudical kill-
ings, í skýrslu sinni um atburðinn.
Mótmæla harðlega
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna mótmælir þessari niðurstöðu
harðlega og segir hana hreinlega
gefa hryðjuverkamönnum frjálsar
hendur, en í síðustu viku gáfu
stjórnvöld í Íran út handtökuskipun
á hendur Donald Trump Banda-
ríkjaforseta auk 35 annarra emb-
ættismanna og brigsla þeim þar um
manndráp og hryðjuverk.
Þungum sökum borinn
Soleimani, sem talinn var einn
valdamesti maður Írans, fórst við
tíunda mann í árásinni í janúar og
kallaði Trump Bandaríkjaforseti
hann helsta hryðjuverkamann
heimsins, hvar sem niður væri bor-
ið, auk þess að bera hann þeim sök-
um að hafa síðustu tvo áratugi lagt
á ráðin um árásir á og einnig ráðið
af dögum hundruð amerískra borg-
ara og hermanna.
Veikti ítökin í Írak
Hershöfðinginn féll í árás sem
gerð var á bílalest hans skömmu
eftir að hann lenti á flugvellinum í
Írak árdegis 3. janúar. Meðal ann-
arra fórnarlamba drónaárás-
arinnar var Abu Mahdi al Muhand-
is, æðsti yfirmaður írösku
PMF-hersveitanna, og var dauði
hans talinn veikja ítök Írana í Írak
svo um munaði.
Kveður víg Soleim-
ani lögleysu
ÍRAK
Park Won-soon, borgarstjóri Seoul,
höfuðborgar Suður-Kóreu, fannst
látinn í gær, en hans hafði þá verið
leitað síðan á fimmtudaginn. Lík
Won-soon fannst skammt frá
Bugak-fjalli í norðurhluta landsins
og hefur suðurkóreska lögreglan
ekki enn opinberað dánarorsök
borgarstjórans.
Samstarfskona Won-soon hafði,
skömmu áður en borgarstjórinn
hvarf, sakað hann opinberlega um
kynferðislega áreitni, en suðurkór-
eskir embættismenn þegja þunnu
hljóði um hvort þær ásakanir hafi
eitthvað með andlát borgarstjórans
að gera.
Óvanaleg háttsemi
Tvær grímur tóku að renna á sam-
starfsfólk borgarstjórans í vikunni
sem leið þegar hann mætti ekki til
starfa, sem Kim Ji-hyeong borg-
arfulltrúi tjáði AP-fréttastofunni að
væri ákaflega óvanaleg háttsemi af
hálfu borgarstjórans sem að sögn
fulltrúans yrði sjaldnast misdægurt.
Lee Byeong-seok, sem hefur orð
fyrir lögreglunni í Seoul, sagði Won-
soon hafa komið fyrir sjónir eftirlits-
myndavéla klukkan 10:53 á fimmtu-
dagsmorguninn en eftir það hafi
borgarstjórans hvergi orðið vart
þrátt fyrir að 600 lögreglumenn hafi
leitað hans með aðstoð dróna og
hunda eftir að tilkynnt var um hvarf
hans á fimmtudaginn.
Þekktur að baráttu sinni
Borgarstjórinn látni var lögfræð-
ingur að mennt og fyrstur í embætti
borgarstjóra Seoul til að sitja sitt
þriðja kjörtímabil í röð. Enn fremur
var Won-soon að sögn þeirra er til
þekkja þekktur fyrir baráttu sína í
þágu minnihlutahópa og gegn spill-
ingu, að því er suðurkóreskir fjöl-
miðlar greina frá.
AFP
Fannst látinn Lögreglumenn í Suð-
ur-Kóreu bera lík borgarstjórans.
Borgarstjóri Seoul
fannst látinn í gær
Sakaður um kynferðislega áreitni
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Mallorca línan
komin í sýningasal
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Umsóknum um atvinnuleysisbætur í
Bandaríkjunum fækkaði nokkuð í síð-
ustu viku, miðað við það sem á undan
er gengið, þrátt fyrir að atvinnuleysi í
landinu hafi ekki verið meira síðan í
kreppunni miklu fyrir tæpri öld.
Þriðju viku júnímánaðar voru 32,9
milljónir Bandaríkjamanna í atvinnu-
leit sem ekki er örgrannt um að lítinn
árangur muni bera á næstunni þar
sem atvinnulíf landsins er sem lamað í
greipum kórónuveirunnar.
Látið ekki blekkjast
Hagfræðingar sem Reuters-frétta-
stofan hefur leitað álits hjá taka
greiningaraðilum þó allan vara á að
líta á fækkun umsókna í byrjun júlí
sem tákn um betri tíma, þjóðhátíðar-
dagurinn 4. júlí sé inni í tímabilinu og
þótt hann hafi borið upp á laugardag í
ár sé meginreglan jafnan sú, að valt
sé að treysta tölfræðigögnum kring-
um stórhátíðir.
Eins og Morgunblaðið fjallaði um í
gær glímir fjöldi ríkja í Bandaríkjun-
um nú við stjórnlausa útbreiðslu kór-
ónuveirunnar og náði tala smitaðra í
landinu þremur milljónum á þriðju-
daginn auk þess sem dánartíðnilíkan
Washington-háskólans spáir voveif-
legum tölum þegar til hausts og vetr-
ar er litið.
„Umsóknum um atvinnuleysisbæt-
ur hefur ef til vill fækkað kringum
þjóðhátíðardaginn, en látið ekki
blekkjast, efnahagsvandræðum
landsins er hvergi nærri lokið,“ segir
Chris Rupkey, yfirhagfræðingur Mit-
subishi UFJ Financial Group, eða
MUFG, í New York, í samtali við
Reuters-fréttastofuna. „Heildarfjöldi
þeirra, sem eru án vinnu og neyðast
til að draga fram lífið á atvinnuleys-
isbótum, er sá mesti sem við höfum
séð fram að þessu í faraldrinum.
4,8 milljónir nýrra starfa
Aðrir hagfræðingar, sem Reuters
hefur leitað til, komust að þeirri nið-
urstöðu, að búast hefði mátt við
1.375.000 nýjum bótaumsóknum í síð-
ustu viku. Þær urðu þó ekki fleiri en
1.314.000 sem fræðingar telja þó ekki
gefa tilefni til bjartsýni, frá miðjum
júní til loka þriðju viku þess mánaðar
fjölgaði umsóknum um 1.411.000 og
sé fækkun umsókna kringum þjóðhá-
tíðina því í besta falli dægursveifla.
Í síðustu viku greindu bandarísk
stjórnvöld þó frá því, að 4,8 milljónir
nýrra starfa hefðu litið dagsins ljós í
júní, sem reyndar er besti árangur á
þeim vettvangi síðan tekið var að
halda vinnutölfræði árið 1939. Fyrir-
tæki séu nú að ráða á ný starfsfólk,
sem sagt var upp um miðbik mars-
mánaðar þegar skórinn tók að
kreppa.
AFP
Kyrr kjör Leigubílar án verkefna í stæði í Brooklyn í New York.
Færri umsóknir villuljós
Bótaumsóknum fækkaði í Bandaríkjunum Hagfræðingar segja slíkt vanalegt
við hátíðir Tæpar 33 milljónir án vinnu 4,8 milljónir nýrra starfa urðu til í júní
Ítölsk yfirvöld íhuga nú hvort þau
hyggist fara að dæmi Breta, Frakka
og fleiri vestrænna þjóða og ann-
aðhvort banna eða takmarka að ein-
hverju leyti aðgengi kínverskra
Huawei-farsíma að 5G-netkerfi sínu,
en greint hefur verið frá því síðustu
daga, að í kjölfar nýrra reglna í
Bandaríkjunum, er snúa að við-
skiptum við Huawei, hafi bresk og
frönsk stjórnvöld ákveðið að taka ör-
yggismál gagnvart kínverska tækni-
risanum til endurskoðunar.
Ítölsk stjórnvöld hafa þó ekki tek-
ið ákvörðun í málinu, en sæta, að
sögn Reuters-fréttastofunnar, áköf-
um þrýstingi frá Washington um að
snúast á sveif með stjórnvöldum
vestra og loka alfarið á síma Huawei.
„Málið er til umræðu hjá ítölskum
stjórnvöldum,“ segir ónefndur heim-
ildarmaður Reuters sem þekkir til,
en áður hefur ítalska dagblaðið La
Repubblica greint frá því að Luigi
Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu,
hafi fundað um Huawei-málið í síð-
ustu viku með sendiherra Banda-
ríkjanna í Róm.
Ræddu málin óformlega
„Ítölsk stjórnvöld undirbúa nú
stefnubreytingu eins og sum Evr-
ópuríki önnur,“ skrifar La Repub-
blica og getur þess enn fremur að
Roberto Gualtieri, ráðherra efna-
hagsmála, og Lorenzo Guerini varn-
armálaráðherra hafi rætt málið sín á
milli, óformlega þó.
Tortryggni undirrótin
Dagblaðið greinir einnig frá því að
ítalski stjórnarflokkurinn Fimm-
stjörnuhreyfingin, Movimento 5
Stelle, hafi tekið til skoðunar hvort
til greina komi að loka á Huawei-
farsímana, en undirrót tortryggni
Vesturlanda í garð kínverska fyrir-
tækisins snýr meðal annars að því
hvort hugbúnaður símanna sé búinn
svokölluðum bakdyrum sem geri
Kínverjum kleift að njósna um not-
endur.
Ítalir íhuga einnig útlegð Huawei
Málið til umræðu hjá stjórnvöldum
Ráðherrar stinga saman nefjum
AFP
Umdeilt Fræjum efans er sáð.