Morgunblaðið - 14.07.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Nýtt markaðsátak Air Iceland Conn-
ect hefur farið vel af stað. Ber átakið
yfirskriftina „Kynnumst upp á nýtt“
og miðar að því að markaðssetja
ferðalög innanlands. Þannig stendur
Íslendingum til boða að kaupa flug-
ferð og bíl eða flugferð og hótel á sér-
kjörum í allt sumar.
Að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur,
framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu-
sviðs hjá Icelandair, hefur verkefnið
gefist vel. Þá hefur nýting um borð í
vélum Air Iceland Connect aukist
jafn og þétt síðustu mánuði. „Nýting-
in frá því að samkomubanni lauk hef-
ur verið mjög góð. Við höfum þurft að
stækka vélar á ákveðnum leiðum til
að bregðast við eftirspurn. Þetta hef-
ur því gengið mjög vel,“ segir Birna,
sem ráðgerir að nýtingin síðustu þrjá
mánuði sé rétt um 70% af því sem hún
var á sama tímabili í fyrra. Þar muni
um erlenda ferðamenn sem áður voru
20% allra farþega Air Iceland
Connect.
Aðspurð segir Birna að ákveðið
hafi verið að ráðast í markaðs-
herferðina til að vekja athygli á öllu
því sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Þannig hafi félagið viljað leggja sitt af
mörkum til ferðaþjónustunnar í land-
inu. „Þetta er okkar þáttur í því að
gera Ísland að spennandi áfangastað.
Við sjáum að pakkarnir okkar hafa já-
kvæð áhrif á hótel og bílaleigur á
ýmsum stöðum; sums staðar hafa hót-
el og bílar verið að klárast,“ segir
Birna og bætir við að sameining Ice-
landair og Air Iceland Connect hafi
falið í sér ákveðin tækifæri. „Við vor-
um að sameina félög og sáum tæki-
færi til að búa til flotta vöru fyrir Ís-
lendinga þegar ljóst var að ferðalögin
í sumar yrðu innanlands. Við vildum
til dæmis bjóða þeim, sem fram til
þessa hafa valið helgarferðir út, að
gera eitthvað hér heima,“ segir Birna.
Vekur athygli á landsbyggðinni
Ljóst er að Icelandair hefur orðið
fyrir gríðarlegu fjárhagslegu höggi í
kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
Innanlandsflug er einungis brot af
tekjum samsteypunnar og því hefur
aukin eftirspurn hér heima lítil áhrif á
tekjustreymið. Að sögn Birnu hefur
markaðsátakið þó haft jákvæð áhrif á
fjölmarga aðila víða um land. „Fólk
streymir þangað sem góða veðrið er
og þeir sem hafa verið heppnir með
veður fá mikla umferð. Okkar mark-
mið er að vekja athygli á ferðaþjón-
ustuaðilum og við erum ánægð með
hvernig til hefur tekist.“
Markaðsátak hefur farið vel af stað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Markaðsátak Air Iceland Connect hefur farið af stað með miklum krafti. Tilboðin njóta talsverðra vinsælda.
Air Iceland Connect býður Íslendingum sérkjör á pakkaferðum innanlands Gríðarleg eftirspurn
eftir hótelum og bifreiðum á ákveðnum svæðum Vilja leggja sitt af mörkum til ferðaþjónustunnar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er enn verið að senda upp fjóra
veðurathugunarbelgi á dag frá Kefla-
vík,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir,
hópstjóri veðurþjónustu hjá Veður-
stofu Íslands. Belgjasendingum var
fjölgað þegar farþegaflug lagðist af
vegna kórónuveirufaraldursins í
vetur.
Upplýsingar um veður frá flug-
vélum hafa verið notaðar við gerð
veðurspáa. Þegar flug lagðist af
hættu upplýsingarnar að berast.
Ákveðið var að halda áfram að senda
fleiri belgi á loft dag hvern þar til al-
þjóðlegt farþegaflug nær sér aftur á
strik, að sögn Elínar Bjarkar.
Hún sagði að gögn frá Evrópu-
reiknimiðstöðinni sýndu að niður-
felling farþegaflugs hefði haft minni
áhrif á spágildi veðurlíkana en veður-
fræðingar höfðu óttast. Mögulega
mætti rekja það að hluta til þess að
mjög víða var farið að senda upp fleiri
veðurathugunarbelgi en áður. Það á
t.d. bæði við um Keflavík og Fær-
eyjar. Þessar veðurathuganir eru
hluti af E-PROFILE-verkefninu hjá
Eumetnet sem er evrópskur sam-
starfsvettvangur um veðurrann-
sóknir. Belgirnir gefa mjög góðar
upplýsingar um veðrið.
Einnig hjálpaði það til að veðurfar
í vor og sumar hefur yfirleitt verið til
friðs og lítið um miklar sviptingar.
„Það hefði verið verra ef flug hefði
lagst af til dæmis í desember,“ sagði
Elín Björk. Ekki
eru tök á að senda
upp loftbelgi til
veðurathugana
ótt og títt t.d.
langt úti á hafi.
Hún sagði að mik-
ið af gögnum um
veðurfar þar bær-
ist frá gervitungl-
um.
„Við fáum meiri
upplýsingar frá gervitunglunum eftir
því sem dagsbirtu nýtur lengur á
hverjum degi,“ sagði Elín Björk.
„Það berast meiri upplýsingar um
veður á Norður-Atlantshafi frá því í
mars og fram á haust en ella og má
því segja að árstíminn hafi unnið með
okkur.“
Hundadagar byrjuðu í gær
Hundadagar byrjuðu í gær. Áður
trúði fólk því að ef það rigndi eða
væri blautt um þann dag yrði blautt
það sem eftir lifði sumars. Elín Björk
sagði að vissulega væri spáð vætu
fram undan og lægðagangi. Veðrið
yrði þó ekki eins og það var í gær
langt fram eftir mánuðinum.
Hún sagði að veðurfar á Íslandi
væri með stöðugasta móti á þessum
árstíma og það hefði haldist fremur
stöðugt framan af sumri. „Nú erum
við komin í lægðabraut þannig að það
er alls konar veður fram undan,“
sagði Elín Björk. Hún sagði að reikna
mætti með því að það yrði þó alltaf
gott veður einhvers staðar í sumar!
Ljósmynd/Veðurstofa Íslands
Keflavík Fjórir loftbelgir á dag eru sendir á loft frá þessum skúr.
Loftbelgir leystu
flugvélar af hólmi
Fleiri veðurathugunarbelgir á loft
Elín Björk
Jónasdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin hefur auglýst fyrsta út-
boð á umdeildum kafla á Vestfjarða-
vegi sem oft er kenndur við Teigs-
skóg. Kaflinn sem nú verður lagður
er samtals 6,6 km. Aðeins 1,2 km
verða hluti af hinum nýja Vestfjarða-
vegi en hinn hlutinn nýtist sem vega-
bætur þar til firðirnir verða þveraðir
og betri vegur verður kominn í gegn-
um Teigsskóg.
Umræddur kafli liggur frá slit-
lagsenda Vestfjarðavegar á Skála-
nesi og að Gufudalsá í Gufudal.
Fyrsti hluti vegarins, kaflinn frá
Skálanesi að Melanesi, sem er um
1,2 km að lengd, verður lagður í fullri
breidd og styrk enda verður hann
hluti af nýjum Vestfjarðavegi. Sá
kafli sem liggur fyrir innan væntan-
lega þverun Gufufjarðar verður end-
urbyggður og breikkaður og lagt á
hann bundið slitlag. Hann verður þó
ekki í sömu breidd og hinn kaflinn.
Ástæðan er sú að hann er fyrst og
fremst hugsaður sem tenging Gufu-
dalsbæja við þjóðveginn eftir að nýr
Vestfjarðavegur verður kominn í
gagnið. Er þetta 5,4 km langur kafli,
frá Melanesi að Gufudalsá í botni
fjarðarins. Sigurþór Guðmundsson,
deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir
að þessi kafli muni nýtast almennri
umferð um Vestfjarðaveg þar til
stóru framkvæmdinni við nýjan
Vestfjarðaveg verði lokið. Vegfar-
endur fái kafla með bundnu slitlagi
fyrr en ella.
Reykhólahreppur hefur afgreitt
skipulag fyrir nýjan Vestfjarðaveg á
þverunum yfir Gufufjörð og Djúpa-
fjörð og í gegnum Teigsskóg, og hef-
ur Vegagerðin fengið framkvæmda-
leyfi fyrir lagningu hans. Leyfið var
hins vegar kært til úrskurðar-
nefndar. Þá hafa ekki náðst samn-
ingar við alla landeigendur, meðal
annars ekki við eigendur Grafar og
Hallsteinsness við Teigsskóg.
Ætlunin er að framkvæmdir við
þennan kafla hefjist strax í sumar
enda á henni að vera lokið um miðjan
júlí á næsta ári.
Sigurþór segir að hugmyndin sé
að taka næst fyrir hinn enda um-
deilda kaflans, veginn um Þorska-
fjörð. Það skapar 10 km styttingu.
Hugað verður að útboði hans í haust.
Hænufet á nýjum vegi
Fyrsti áfangi umdeilds Vestfjarðavegar boðinn út