Morgunblaðið - 14.07.2020, Side 6
Landsvirkjun hyggst láta gera
göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, ofan
við Þjófafoss, í haust og vetur.
Auglýst hefur verið útboð fyrir
framkvæmdina sem áætlað er að
kosti 250-300 milljónir kr.
Tilgangur framkvæmdarinnar er
að bæta aðgengi að Búrfellsskógi
en hann hefur losnað aðeins úr
tengslum við umhverfið eftir fram-
kvæmdir við Búrfellsstöð 2. Þá
mun brúin tengja saman kerfi
reiðvega og göngustíga sem eru
fyrir beggja vegna Þjórsár, það er
að segja í sveitarfélögunum Rang-
árþingi ytra að austan og Skeiða-
og Gnúpverjahreppi að vestan-
verðu.
Verkið sem Landsvirkjun hefur
auglýst felst í byggingu 102 metra
langrar stálbitabrúar með timbur-
dekki. Verktími er skilgreindur frá
1. september og er áætlað að
meginþungi framkvæmda verði í
haust. Skila á verkinu fyrir 31. maí
á næsta ári. helgi@mbl.is
Tölvuteikning/Landsvirkjun
Þjórsá Nýja brúin er yfir hinn gamla farveg Þjórsár, ofan við Þjófafoss og á
milli Bjarnalóns og Búrfellsstöðvar. Opnast betra aðgengi að Búrfellsskógi.
Bættur aðgangur
að Búrfellsskógi
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
TISSOT seastar 1000
chronograph.
WATER RESISTANCE UP TO 30 BAR
(300 M / 1000 FT).
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Dettifoss, nýjasta skip Eimskips,
kom til hafnar í Reykjavík í gær
eftir 68 daga siglingu frá Kína þar
sem skipið var smíðað. Sextán
manna áhöfn skipsins var að vonum
vel tekið þegar skipið lagði að
bryggju í Skarfahöfn, en fjöl-
skyldur skipverja og forsvarsmenn
Eimskips biðu á bakkanum. Á leið
sinni til landsins hafði skipið við-
komu í Singapúr og Srí Lanka,
sigldi gegnum Súesskurðinn og
þaðan inn á Miðjarðarhaf.
Skipið er það stærsta sem ís-
lenskt skipafélag hefur átt, er
26.500 brúttótonn og getur tekið
2.150 gámaeiningar. Síðar á árinu
mun fyrirtækið taka í notkun annað
jafnstórt skip, Brúarfoss, en skipin
tvö koma í stað tveggja annarra,
Laxfoss og Goðafoss, sem seld voru
í fyrra.
Edda Rut Björnsdóttir, markaðs-
stjóri Eimskips, segir að koma nýja
skipsins hafi gríðarmikla þýðingu
fyrir fyrirtækið enda séu þau
stærri og öflugri, og meðal um-
hverfisvænstu skipa þessarar
stærðar sem völ er á.
Stoppið í Reykjavík var þó stutt
því nokkrum klukkutímum var
haldið til Nuuk í Grænlandi.
Fostjóri Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, var stoltur þegar Dettifoss kom. Áhöfn Skipverjar á bryggju. Þeir sem héldu áfram til Nuuk komu ekki í land af sóttvarnaástæðum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Dettifoss Skipið getur tekið 2.150 gámaeiningar og er flutningsgetan mun meiri en fyrirrennarans.
Mannfjöldi Aðstandendur áhafnarinnar biðu spenntir eftir því að skipverjar kæmu í land og skein eftirvænting úr augum barnanna enda mánaða sigling að baki alla leið frá Kína.
Komu stærsta
skipsins fagnað