Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skarphéðinn Steinarsson ferða- málastjóri segir alla óvissu slæma fyrir ferðaþjónustuna. Hins vegar sé hann vongóður um að gripið verði til ráðstaf- ana til að efla skimun fyrir veir- unni á Kefla- víkurflugvelli. „Allt sem setur ferðalög í upp- nám er vont. Upplýsingar um að mögulega verði ekki af flugi koma sér ekki vel fyrir ferðaþjón- ustuna,“ segir Skarphéðinn um óvissuþáttinn. Tilefnið er að útlit var fyrir að fella þyrfti niður flugferðir til lands- ins vegna þess að Landspítalinn gæti ekki fyllt skarð Íslenskrar erfðagreiningar frá og með deginum í dag. Upp úr hádegi í gær var hins veg- ar greint frá því að samið hefði verið við fyrirtækið um að halda áfram að skima í fimm daga og er stefnt að því að spítalinn geti tekið við keflinu í kjölfar þess. Fleiri ferðamenn en spáð var Þá kom fram í gær að sóttvarna- læknir hefði til skoðunar að fjölga þjóðum sem þurfa ekki að fara í skimun og var m.a. rætt um Norð- menn og Þjóðverja. „Fjöldinn er þegar umfram það sem menn gerðu ráð fyrir í afkasta- getu í skimun í þessum mánuði. Þeir sem eru með puttann á púlsinum í sölu- og markaðsmálum erlendis segja okkur að það sé klár ferðavilji hjá nokkrum þjóðum, sérstaklega, Dönum, Þjóðverjum og Norðmönn- um. Og jafnvel líka Hollendingum. Þannig að það er skýr ferðavilji. Það er útlit fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna í júlí verði tæp 20% af fjöldanum í júlí í fyrrasumar og að hlutfallið hækki í 25% í ágúst,“ segir Skarphéðinn um þróunina. Gæti stuðlað að fjölgun Skarphéðinn rifjar upp að sótt- varnalæknir hafi rætt um að ein- hvern tíma þurfi að hætta skimun hjá ferðamönnum frá einstökum löndum eða svæðum. Með því muni afkastagetan aukast og fleiri ferða- menn geta komið í landið. Skarphéðinn segir mikla óvissu um þróun ferðaviljans hjá ein- stökum þjóðum. Hann sé enda mjög mismunandi milli þjóðlanda. „Ferðaviljinn reyndist meiri í til- teknum löndum en spáð var en það gat svo sem enginn séð fyrir. Sem betur fer er ferðaviljinn meiri hjá þeim þjóðum þar sem sóttvarnamál eru í betra standi en hjá öðrum. Síð- an breytist samsetningin í ágúst. Við vitum enda að Norðurlandabúar og Þjóðverjar eru fyrirferðarmeiri í júlí en í ágúst og að Suður-Evrópu- búarnir koma inn í ágúst. Þá er komin upp ný staða. Ítalir, Spánverjar og Frakkar koma jafnan í ágúst en Þjóðverjar og Norðurlandabúar eru fyrr á ferð- inni,“ segir Skarphéðinn. Samkvæmt talningu á brottförum á Keflavíkurflugvelli fóru 1.182 Þjóðverjar um völlinn í júní og 1.050 Danir. Til samanburðar fóru 16.918 Þjóðverjar um völlinn í júlí í fyrra og 4.366 Danir. Því varð 93% sam- dráttur í komum Þjóðverja og 76% samdráttur í komum Dana. Samtals voru 194.912 brottfarir erlendra ferðamanna frá flugvellin- um í júní í fyrra en 5.943 í júní sl. Það er 97% samdráttur milli ára. Þjóðverjarnir sveigjanlegir Arthúr Björgvin Bollason starfar sem kynningarfulltrúi Icelandair í Þýskalandi samhliða ritstörfum. Hann segir aðspurður upplýsing- ar um mögulegar tafir vegna skim- unar á Keflavíkurflugvelli ekki þurfa að draga úr eftirspurn eftir Íslandsferðum í Þýskalandi. Það sé enda almennt ólestur á fluginu. „Samkvæmt upplýsingum frá bókunardeildinni okkar í Frankfurt er ekki verið að fella niður neinar ferðir beinlínis vegna skimunar- erfiðleika í Keflavík. Hins vegar eru aðstæður skiljanlega mjög erfiðar hjá Icelandair eins og öðrum flug- félögum á þessum kórónutímum þannig að félagið hefur þurft að gera stöku breytingar á flugáætlun sinni, og stundum með skömmum fyrirvara. Farþegar hafa alla jafna tekið þessum röskunum vel, enda öllum ljóst að ferðalög eru þessa dagana ekki jafn auðveld og fólk á að venjast. Ef því er að skipta taka Þjóðverj- arnir öryggið fram yfir óvissuna,“ segir Arthúr Björgvin. Hann segir um 350 manns smitast af veirunni á dag í Þýskalandi. Sá fjöldi hafi verið stöðugur í margar vikur. Farið sé að bera á kæruleysi í smitvörnum. Hröð fjölgun ferðamanna er umfram getu til að skima Fjöldi koma og brottfara á Kefl avíkurfl ugvelli 40 35 30 25 20 15 10 5 0 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. júní 2020 1. 2. 3. 16 14 17 15 18 21 21 20 15 18 15 22 22 27 22 18 26 24 35 3 Heimild: Isavia Komur Brottfarir Sa  Væntingar um að fjöldi ferðamanna í ágúst verði 25% af fjöldanum í fyrrasumar Skarphéðinn Steinarsson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Í aldanna raðir hefur neysla á rauðrófum verið talin geta haft ýmis heilsueflandi áhrif m.a.: 100% náttúrulegt og án allra aukaefna. -2 hylki á dag Nítröt í rauðrófum hafa áhrif á blóðþrýsting. Þeir sem hafa lágan blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt. • Lækk blóðþrýstings • Aukið blóðflæði • Bætt súrefnisupptaka • Aukið úthald, þrek og orka • Minni bólguviðbragða • Heilbrigðara hjarta- og æðakerfi RAUÐRÓFUDUFT í hylkjum Lífrænt 14. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.73 Sterlingspund 177.47 Kanadadalur 103.45 Dönsk króna 21.342 Norsk króna 14.847 Sænsk króna 15.296 Svissn. franki 149.49 Japanskt jen 1.3179 SDR 194.84 Evra 158.97 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.1548 Hrávöruverð Gull 1805.75 ($/únsa) Ál 1639.5 ($/tonn) LME Hráolía 42.36 ($/fatið) Brent ● Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna. Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningunni segir að þannig geti við- skiptavinir Icelandair keypt einn farseð- il frá Íslandi eða Bandaríkjunum til fjölda áfangastaða airBaltic í Eystra- saltsríkjunum og Austur-Evrópu. Á móti geti viðskiptavinir airBaltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til fjölda áfanga- staða Icelandair í Norður-Ameríku. Bogi Nils Bogason, forstjóri Iceland- air segir í tilkynningunni að með því að tengja leiðakerfin saman bjóði Iceland- air viðskiptavinum sínum upp á aukna valmöguleika varðandi tengingar í Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu. Martin Gauss, forstjóri airBaltic, segir í tilkynningunni að það sé félaginu „sönn ánægja að gera samstarfssamning við öflugt félag á borð við Icelandair“. Icelandair og airBaltic gera samstarfssamning Samstarf Möguleikar aukast. STUTT Yfir 70 þúsund hafa skráð sig hjá rafhlaupahjólaleigunum tveimur hér á landi. Hopp hefur um 300 hlaupa- hjól til útleigu og samtals yfir 50 þús- und notendur sem hafa skráð sig en fyrirtækið hóf starfsemi í septem- bermánuði á síðasta ári. Um er að ræða bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. „Notkunin hefur verið sprengifín. Sérstaklega á góðum sumardögum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri hjá Hopp, en fyrirtækið uppfærði flot- ann í apríl síðastliðnum og getur fyrirtækið nú skipt út rafhlöðum á hjólunum á staðnum í stað þess að safna þeim saman og hlaða á einum stað. Og það hefur haft sitt að segja fyrir notkunina. „Við erum komin til tunglsins og búin að fara yfir 400 þúsund kílómetra á hlaupahjólum samanlagt,“ segir Eyþór Máni. Hjá Zolo Reykjavík, appelsínu- gulu hjólunum, er fjöldi skráðra not- enda kominn upp í 22.500 og heildar- vegalengdin 182.000 km að sögn Adams Karls Helgasonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann segir notkunina gríðarlega mikla og því stefni fyrirtækið á að fjölga hjól- um umtalsvert en þau voru 100 þeg- ar fyrirtækið hóf starfsemi á síðasta ári. „Við þurfum augljóslega að panta fleiri hlaupahjól og það eru 200 stykki á leiðinni til landsins. En komu þeirra hefur seinkað vegna Covid-19 og þau koma þess vegna ekki fyrr en í ágúst,“ segir Adam Karl, en að hans sögn verða nýju hjólin með útskiptanlegan rafhlöðum og eru frá sömu framleiðendum og þekktar leigur erlendis á borð við Bird, Voi og Tier notast við. peturh@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fararskjóti Rafmagnshlaupahjólin eru mikið notuð í Reykjavík. Yfir 70 þúsund skráðir notendur  Heildarvega- lengdin nær til tunglsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.