Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Skemmdum og fylltum tönn-um hjá 12 ára börnum hefurfækkað á undanförnum ára-tug, að því er fram kemur í
Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis.
Er þar vísað til gagna Sjúkratrygg-
inga Íslands sem einungis taka til
barna í virku eftirliti, eða sem mætt
höfðu til tannlæknis undanfarin þrjú
ár og töldust því vera í virku eftirliti.
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir,
formaður Tannlæknafélags Íslands,
segir tölurnar sýna fram á þann
árangur sem náðst hefur eftir að
samningar um gjaldfrjálsar tann-
lækningar barna voru undirritaðir
árið 2013.
„Við finnum það alveg hvað
ástandið hefur breyst gífurlega á
undanförnum árum, með tilkomu
barnasamningsins. Það hefur verið
skerpt á forvarnastarfi og börn
mæta frekar í skoðun og þá er hægt
að grípa inn í miklu fyrr. Áður komu
foreldrar ekki með börn reglulega
fyrr en allt var komið í óefni, og þá
þurfti fólk að hafa áhyggjur af kostn-
aði. Áður en þessir samningar komu
höfðu börn ekki jafnan aðgang að
þessari þjónustu,“ segir Jóhanna og
heldur áfram:
„Langsamlega flest börn á Ís-
landi eru með skráðan heimilislækni,
sem sér þá um það að meta hversu
oft barnið á að koma, og þá metum
við í hversu mikilli áhættu börnin
eru,“ segir hún.
Mesta fækkunin eftir 2013
Árið 2005 voru skemmdar tenn-
ur hjá 12 ára börnum í virku eftirliti
að meðaltali 0,55 talsins.
Árið 2013 voru þær 0,50 en árið
2018 fækkaði þeim í 0,29.
Eftir árið 2013 fækkaði
skemmdum tönnum jafnt og þétt;
strax árið 2014 var meðalfjöldinn
farinn úr 0,50 í 0,39.
Barnasamningurinn, milli
Sjúkratrygginga Íslands og Tann-
læknafélags Íslands, var undirrit-
aður og tók gildi 15. maí 2013 til 30.
apríl 2019 og fól í sér greiðsluþátt-
töku SÍ í tannlæknaþjónustu barna
undir 18 ára. Þjónustan varð þá
gjaldfrjáls, að undanskildu árlegu
komugjaldi (2.500 kr.).
Í febrúar síðastliðnum var
samningurinn framlengdur til 31.
janúar 2021, en markmið hans er að
börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega
tannlæknaþjónustu óháð efnahag
foreldra. Þó tók hann einungis til
barna á milli 15 og 17 ára við gild-
istöku, og rýmkaði aldursbilið með
hverju ári; árið 2013 bættust við
þriggja ára börn, árið 2014 tíu og ell-
efu ára börn, 2015 börn átta og níu
ára að aldri, og þannig koll af kolli. Í
lok árs 2017 tók samningurinn gildi
fyrir alla undir lögaldri.
Gerirðu ráð fyrir að samning-
urinn verði aftur framlengdur í jan-
úar 2021?
„Það held ég að hljóti að vera.
Sérstaklega þegar við náum að sýna
fram á árangur hans, það er engin
ástæða til þess að taka þennan
samning af,“ segir hún.
Árið 2019 var meðalfjöldi fylltra
fullorðinstanna hjá 13 ára börnum
mestur á Norðurlandi (2,25) en á
höfuðborgarsvæðinu voru þær 1,36.
Fylltum fullorðinstönnum hjá þess-
um aldurshópi hefur fækkað jafnt og
þétt frá árinu 2005 í öllum heil-
brigðisumdæmum, þótt framan af
hafi heilbrigðisumdæmi Suðurnesja
og Austurlands skorið sig frá lands-
meðaltalinu hvað varðar flestar fyllt-
ar tennur.
Skemmdir færri eftir
að SÍ hóf niðurgreiðslu
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nokkur um-ræða varum
Borgarlínuna hér í
blaðinu í gær, sem
er fagnaðarefni,
enda málið risavax-
ið þó að umræðan hafi verið tak-
mörkuð og mest á yfirborðinu.
Borgarstjóri kom inn á Borgar-
línuna í samtali um borgarmál
og sagðist vona að fyrsti áfangi
yrði að veruleika á árunum
2023-24, en halda þyrfti vel á
spöðunum til að það tækist. Þá
sagðist hann vilja að samgöngu-
verkefnunum, þar með talið
Borgarlínu, „sem eiga að kosta
120 milljarða í heild og vinnast
á fimmtán árum, verði flýtt“.
Umræðan um fjármuni og
Borgarlínu er eitt af því sem
mjög er á reiki og líklega með
vilja gert því að óvíst er að
verkefnið kæmist af stað ef fólk
væri meðvitað um raunveruleg-
an kostnað. Sú upphæð sem
borgarstjóri nefnir sem
heildartölu í samgönguverkefni
er líklega víðs fjarri þegar
Borgarlínan er tekin með í
reikninginn.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
fyrrverandi borgarstjóri, kem-
ur inn á þetta í grein í blaðinu í
gær og segir: „Ekki kæmi á
óvart að Borgarlínuverkefnið
yrði verulega kostnaðarsamara
en nú er gert ráð fyrir. Það mun
líklega draga mjög úr fjárveit-
ingum síðar meir til margra
nauðsynlegra samgöngu-
framkvæmda í
Reykjavík, annarra
en þeirra sem sam-
göngusáttmálinn
gerir ráð fyrir í
dag.“
Ofuráhersla á
Strætó, með tíu milljarða króna
viðbótarframlagi á undan-
förnum árum án þess að það
hafi nokkru skilað í aukinni nýt-
ingu, styður þessa skoðun, enda
þýddi sá fjáraustur minni
gatnaframkvæmdir með þeim
afleiðingum sem almenningur
þekkir á tíðum umferðartöfum.
Annað sem styður þá skoðun
Vilhjálms að Borgarlínan verði
verulega kostnaðarsamari en
áætlað hefur verið er grein hér í
blaðinu í gær eftir Jónas Elías-
son prófessor, sem segir Borg-
arlínuna eiga eftir að kosta á
bilinu 200-600 milljarða króna.
Enginn getur fullyrt nú hver
kostnaðurinn við Borgarlínuna
verður þegar upp er staðið, en
þeir sem knýja á um að ráðist
verði í framkvæmdina, eða sam-
þykkja hana í borgarstjórn eða
á Alþingi, verða að standa sig
mun betur í að láta meta kostn-
aðinn og skoða meðal annars
hvernig sambærileg verkefni,
þar með talin lestarverkefni, í
erlendum borgum hafa farið
langt yfir kostnaðaráætlun. Og
þá er ekki einu sinni byrjað að
ræða áætlaðan rekstrarkostn-
að, sem hefur verið eitt best
varðveitta leyndarmál þessa
vafasama risaverkefnis.
Borgarstjóri vill
hraða Borgarlínu,
aðrir vara við veru-
legum framúrakstri}
200-600 milljarða
Borgarlína?
Þar er merkilegthversu oft má
finna í viðtölum við
frumkvöðla og at-
hafnamenn kafla
þar sem vikið er að
íþyngjandi reglu-
verki.
Á viðskiptasíðu Morgun-
blaðsins í gær er viðtal við Evu
Michelsen, sem vinnur nú að
frágangi deilieldhúss þar sem
boðið verður upp á aðstöðu til
að framleiða og þróa matvæli.
Eins og stendur eru til-
raunaeldhús aðeins rekin af
hinu opinbera.
Eva sér fyrir sér að geta
stutt við matvælafrumkvöðla
við þróun vöru, markaðs-
setningu og dreifingu og með
tíð og tíma verði til öflugt sam-
félag frumkvöðla á þessu sviði.
Í lok viðtals segir hún að
ekki sé vanþörf á að reyna að
létta matvælafrumkvöðlum
róðurinn því oft reki þeir sig á
að regluverkið sé þungt í vöfum
og eyða þurfi tíma, orku og
peningum í að sækja um hvers
kyns leyfi og fullnægja form-
kröfum. „Ef frumkvöðull sem
framleiðir vöru í
vottuðu eldhúsi
með tilheyrandi
starfsleyfi ætlaði
til dæmis að taka
þátt í matarmark-
aði Hörpunnar
myndi hann þurfa að fá sér-
stakt markaðsleyfi til þess, og
sækja um í hvert sinn sem farið
er á nýjan markað,“ segir hún.
Eva bendir á að reglurnar á Ís-
landi gangi lengra en gert sé í
sameiginlegum reglum
ríkjanna á Evrópska efnahags-
svæðinu.
Það er nauðsynlegt að gæta
að hollustu í framleiðslu og sölu
matvæla, en sú hætta er alltaf
fyrir hendi að regluverkið fari
að snúast um sjálft sig eins og í
dæminu sem Eva nefnir. Þegar
svo er komið er rétt að staldra
við. Kerfið má ekki vera svo
íþyngjandi og þungt í vöfum að
það sligi greinina með ómæld-
um kostnaði fyrir skattborg-
ara. Það er kappsmál, ekki síst
í fámennu landi, að regluverk
sé einfalt og skilvirkt þannig að
ekki sé endalaust verið að votta
það sem hefur verið vottað.
Hvað þarf margar
vottanir til að votta
það sem hefur
verið vottað?}
Íþyngjandi regluverk
F
ormaður skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, pírat-
inn Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir skrifaði grein í Morgun-
blaðið í gær. Þar lýsti hún því
að tími freka karlsins væri liðinn. Þar vísaði
formaðurinn til þess að tími framkvæmda á
stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins sem
ætlaðar væru til að liðka fyrir umferð fjöl-
skyldubílsins hefði nú runnið sitt skeið á
enda. Það er víst stefna freka karlsins að
vilja liðka fyrir umferð!?
Formaður skipulags- og samgönguráðs
má eiga það að hún hefur viðurkennt og að
því er virðist beinlínis hreykt sér af því að
ætla að þvinga íbúa höfuðborgarsvæðisins í
borgarlínuna. Það verði meðal annars gert
með því að tryggja „færri bílaakreinar og
færri bílastæði“. Svo virðist sem freka konan sé hálfu
verri en freki karlinn. Vilji og val borgarbúa virðist
ekki skipta borgarfulltrúann nokkru máli. Samfélags-
verkfræðin er allsráðandi og trúin á borgarlínuna virð-
ist trompa öll rök og raunar alla tengingu við raun-
veruleikann.
Það er ólíklegt að viðlíka frekja og yfirgangur hafi
viðgengist á fyrri stigum hvað skipulagsmál höfuð-
borgarinnar varðar. Öll meðul virðast leyfileg þegar
kemur að því að þrengja að fjölskyldubílnum, sem mik-
ill meirihluti borgarbúa hefur þó valið sér sem megin-
ferðamáta.
Lítil virðing formanns skipulags- og samgönguráðs
(og forvera hennar) fyrir sjónarmiðum hins almenna
borgarbúa endurspeglast í fjölmörgum
málum. Grensásvegurinn var þrengdur,
Hofsvallagatan var þrengd, strætóstoppi-
stöð komið fyrir á miðri Geirsgötu, Haga-
torg er ekki lengur hringtorg, battavöllur
fellur af himnum ofan og svona mætti
áfram telja. Framgangan gagnvart flugvell-
inum í Vatnsmýrinni er síðan kapítuli út af
fyrir sig.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Þegar fyrrverandi borgarstjóri henti 70.663
undirskriftum til stuðnings flugvallar-
starfsemi í Vatnsmýri í ruslið, með þeim
orðum að hann hefði nú reiknað með þeim
fleiri, varð breyting á hvernig borgar-
yfirvöld taka tillit til sjónarmiða borgarbúa.
Endalausar fréttir undanfarin ár, þar sem
íbúar kvarta yfir því að ekkert mark sé tek-
ið á umkvörtunum þeirra eða ábendingum, segja sína
sögu.
Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar í Reykjavík,
með öllum sínum varadekkjum, virðist ætla að setja
undir sig hausinn og þvinga íbúa höfuðborgarinnar inn
í svokallaða borgarlínu. Allt gerist þetta nú í boði Við-
reisnar, sem tók að sér að vera nýjasta varadekkið
undir vagni borgarstjóra. Lítil veikluleg varadekk sem
ætluð eru til þess eins að koma bifreið á næsta dekkja-
verkstæði ganga undir ákveðnu nafni. Það kemur á
óvart að flokkur Benedikts Jóhannessonar taki að sér
að vera í því hlutverki. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Freka konan og borgarlínan
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Sjúkratryggingar Íslands greiða
ekki tannlæknakostnað aldraðra
eða þeirra sem hafa náð 67 aldri
en helmingur kostnaðar er niður-
greiddur af SÍ. Sama gildir um ör-
yrkja sem hafa 75% örorkumat hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Til
stendur að endurgreiðslan hækki í
75%, í þrepum, að sögn Jóhönnu.
Aldraðir og öryrkjar sem eru
langsjúkir og dvelja á sjúkra-
húsum, hjúkrunarheimilum eða á
öldrunarstofnunum fá tannlækn-
ingar niðurgreiddar að fullu, en
sérreglur gilda þó um krónur, brýr
og tannplanta.
Andlega þroskahamlaðir lög-
ráða einstaklingar fá tannlækna-
þjónustu á sömu kjörum og aldr-
aðir og öryrkjar en þurfa þó að
sækja sérstaklega um niður-
greiðslu.
SÍ greiða hálft gjald
ALDRAÐIR OG ÖRYRKJAR
Skemmdar og fylltar tennur 12 ára barna
Meðalfjöldi skemmdra og fylltra fullorðinstanna árin 2005-2019*
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Skemmdar tennur Fylltar tennur
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
1,73
1,90
2,17
2,30
2,18
1,99 1,98 1,92 1,97
1,78
1,68
1,48 1,43
1,56
1,1
8
0,
55
1,3
6
0,
54
1,6
1
0,
55
1,8
1
0,
49
1,6
9
0,
48
1,5
6
0,
43
1,5
1
0,
47
1,4
6
0,
47
1,4
7
0,
50
1,4
0
0,
39
1,3
7
0,3
0
1,2
2
0,2
7
1,1
4
0,2
9
1,2
7
0,2
9
*Reiknað út frá tannfyllingarstuðli
(FT) 13 ára barna. Heimild:
Sjúkratryggingar Íslands.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tannheilsa Til stendur að hækka
niðurgreiðslu til öryrkja og aldraðra.