Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 21

Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 21
dætur, Söru Rós og Rósu Björk sem Unnur var afar stolt af. Hún naut þess að vera með fjöl- skyldunni og voru þau mikið í sumarbústað þeirra í Útey við Laugarvatn. Unnur og Pétur dvöldu síðustu mánuði hennar í bústaðnum og voru stelpurnar þeirra mikið hjá þeim. Annar uppáhaldsstaður Unnar Leu var á Albír og Altea á Spáni en margar ferðir fóru þau þangað með ættingjum og vinum. Svo mikið er víst að Unnur Lea ætl- aði sér að eiga þar fleiri gæða- stundir en öllu fáum við víst ekki ráðið. Aðalmálið er víst alltaf að muna að lifa lífinu lif- andi á meðan við lifum því, því morgundagurinn er óskrifað blað og ekkert er öruggt. Með þakklæti og söknuði kveðjum við þig elsku vinkona þar til við hittumst allar aftur í sumarlandinu. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku Pétur, Sara Rós, Rósa Björk, Rósa, Palli, Badda, Vikt- or og fjölskyldur. Við vottum ykkur, okkar dýpstu samúð og vonum að guð og allir heimsins englar gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guð blessi og varveiti minn- ingu þína, elsku Unnur Lea okkar. Kærleikskveðja, þínar æsku- vinkonur, Júlía og Hildur. Nú kveðjum við með miklum trega okkar yndislegu Unni sem við söknum svo sárt. Ég hef þekkt Unni næstum allt mitt líf en ég man enn svo vel þegar ég sá þau Pedda kyssast á Beni- dorm fyrir um þrjátíu árum og hljóp svo og kjaftaði í alla sem við þekktum. Stuttu síðar fékk ég að vera brúðarmær í fallega brúðkaupinu þeirra og eftir það losnuðuð þau aldrei við mig. Með Pedda fékk Unnur nefni- lega líka litla frænku sem var alltaf í kringum þau. Ég var svo lánsöm að fá að vera mikið með þeim sem barn og fékk að fara með í ófá frí upp í bústað hvort sem það voru nokkrar vikur í sumarfrí eða bara einstaka helgarfrí. Ég var líka alltaf vel- komin inn á heimilið þeirra og elskaði að koma í heimsókn og dúlla mér með þeim og stelp- unum þeirra. Jafnvel á fullorð- insárum voru þau ávallt til stað- ar fyrir mig. Ég fékk að búa hjá þeim í fleiri mánuði þegar ég var á biðlista eftir stúdentaíbúð þótt það væri í raun ekki pláss hjá þeim en það var sko ekki vandamál og ég boðin velkomin á heimilið eins og alltaf. Unnur var alltaf svo ótrúlega róleg, sterk og skemmtileg kona, og mun ég aldrei gleyma því þegar hún fór með okkur í vélsleðaferð á Svalbarða í –20 gráðum C með bullandi flensu með mjög tæknilegri keyrslu og niður bröttustu brekkuna á svæðinu. Þó svo að flestir hefðu sagt hingað og ekki lengra hélt hún áfram á eftir reyndum leið- sögumanni og sagði okkur svo eftir á, sallaróleg og glottandi, að sér hefði nú ekki litist á blik- una en skellti sér samt niður og við hin fylgdum svo fast á eftir. Unnur var líka svo innilega góð manneskja sem hugsaði svo vel um alla í kringum sig, hún hafði svo mikla ást og umönnun að gefa og verð ég alltaf þakklát fyrir það að hún Alma mín var svo lánsöm að eiga Unni að sem aukaömmu. Unnur hugsaði allt- af svo vel um hana; hvort sem það var í brúðkaupinu mínu í Svíþjóð, í Spánarfríi eða heima hjá þeim Unni og Pedda í Hafn- arfirði var Alma alltaf mátulega dekruð og svo mikið elskuð af Unni. Þó svo að við byggjum ekki í sama landinu náðu þær að tengjast sterkum böndum sem ég veit að hafði mikla þýðingu fyrir þær báðar. Elsku Unnur okkar, við mun- um ávallt geyma þig í hjarta okkar og halda minningu þinni á lofti, við söknum þín og elskum. Anna Stella og fjölskylda. Þegar kveðja þarf elskulega vinkonu og samstarfsfélaga verður manni orða vant. Það er sagt að tár séu perlur minning- anna. Takk elsku Unnur fyrir samstarfið og góða vináttu. Við sendum ykkur elsku Pétur, Rósa og Sara hjartans samúðar- kveðjur. Missir ykkar er mikill. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Guðmunda, Sigrún Alda, Helga, Berglind og Íris. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinkonuhópinn. Elsku Unnur okkar er komin inn í ljósið eilífa, laus við þjáningar krabbameinsins sem yfirtók lík- ama hennar svo skyndilega og allt of hratt. Við ótímabært fráfall Unnar, kærrar vinkonu okkar, látum við hugann reika aftur til upp- hafsára kynna okkar. Við kynnt- umst Unni í gegnum þjónafagið og unnum allar saman á Broad- way og síðar á Hótel Íslandi. Á þessum árum þá myndaðist góð- ur vinskapur og hefur hann haldist þrátt fyrir að við höfum allar farið hver í sína áttina. Við höfum haldið vinskapnum við með því að hittast og fara sam- an út að borða eða hittast í mat- arboðum með mökum og þá var hægt að sitja fram á nótt og ræða hina ýmsu hluti sem við höfum gert saman í gegnum ár- in. Það voru einnig farnar nokkrar ferðir til útlanda á þessum árum þegar við unnum saman og standa ferðirnar upp úr þegar við fórum til Spánar en Unnur elskaði að vera í sól- inni. Unnur var einstök og vildi allt fyrir alla gera, enda vinur vina sinna. Það var ótrúlegt að fylgjast með Unni berjast við sjúkdóm- inn illvíga. Aldrei fundum við fyrir vonleysi eða vorkunn held- ur styrk og baráttu eins og henni var tamt með alla hluti sem hún tók sér fyrir hendur. Það er með miklum söknuði og trega sem við kveðjum góða vinkonu. Minningin um magn- aða og geislandi fallega konu lif- ir áfram í hugum okkar og end- urspeglast í dætrum hennar. Elsku Peddi, Rósa, Sara og aðrir aðstandendur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni sem þið takist á við núna. Minning um einstaka konu mun lifa með okkur öllum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þínar vinkonur, Áslaug, Ólafía, Aðalbjörg og Margrét (Magga). MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 ✝ Sigríður Guð-munda Að- steinsdóttir fæddist 17. janúar 1930 á Látrum í Aðalvík. Hún lést á Hrafn- istu 4. júlí 2020. Hún var dóttir Aðalsteins Guð- mundssonar og Kristínar Jónu Friðriksdóttur. Hún átti eldri syst- ur, Magnúsínu Brynjólfínu Valdimarsdóttur, og eldri bróð- ur Valdimar Kr. Valdimarsson (sammæðra). Hún átti yngri systkini (samfeðra), þau eru; Ragnar Aðalsteinsson, Stefán H. Aðalsteinsson, Bjarnþór Að- alsteinsson og Anna Lóa Að- alsteinsdóttir. Hún flutti ung suður til Keflavíkur. Fyrri mað- ur Sigríðar var Baldur Hjálmtýs- son, f. 14. september 1929, d. 2.5. 2007. Börn hennar með Baldri eru: Bragi M. Baldursson, f. 2.7. 1949, maki Kristina Bergqvist. Hann á þrjú börn, Jóna Kristín Baldursdóttir, f. 1.11. 1951, d. 10.6. 2017. Eftirlifandi maki er Sigþór K. Ágústsson. Börnin eru þrjú. Hjálmtýr R. Baldursson, f. 28.1. 1953. Hann á þrjú börn. Friðrik Baldursson, f. 19.6. 1956. Maki: Njála Laufdal. Þau eiga tvö börn. Seinni eiginmaður Sigríðar er Kristján A. Guðmundsson, f. 29. apríl 1929. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin eru 9. Sigríður flutti til Reykjavíkur um miðjan áttunda áratuginn og bjó þar alla tíð eftir það. Sigríður vann á ýmsum stöð- um um ævina, aðallega skrif- stofustörf eins og hjá Navy Exc- hange, Keflavíkurflugvelli, á Tryggingastofnun ríkisins, í Foldaskóla og á fleiri stöðum. Útförin fer fram í Fossvogs- kapellu í dag, 14. júlí 2020, klukkan 11. Móðir mín Sigríður Guðmunda er látin. Þar er farin merk kona sem ég vil minnast með nokkrum orðum. Mamma fæddist í Aðalvík á Hornströndum á kreppuárun- um. Lífið á þessum slóðum var ekki alltaf dans á rósum. Þetta var harðbýlt svæði og hafið gaf og það tók líka, en mannskaði var tíður þegar róið var á opnum bátum til fiskjar. Ég heyrði mömmu aldrei kvarta yfir uppeldinu eða atlætinu þarna norður frá. Hún þvert á móti minntist þeirra tíma með hlýju og fortíðarþrá. Það lifnaði alltaf yfir henni þegar minnst var á Aðalvík. Einu sinni var dauðinn nærri því að knýja dyra þegar hún fékk skæða sótt og mikinn hita. Læknir var sóttur á Hesteyri (þangað er um fjögurra tíma gangur). Það varð henni til happs að nýbúið var að finna upp sýkla- lyf á þeim tíma. Mamma missti móður sína þegar hún var rúm- lega þriggja ára og var alin upp hjá góðu fólki sem mótaði hana til framtíðar. Hún átti tvö systkini sem voru eldri og fjögur sem voru yngri, þar sem þau eldri voru ekki skyld þeim yngri. Mamma var alltaf mikil mamma, hún hugsaði alltaf vel um sína og var mjög annt um velferð barna sinna. Hún innrætti ákveðin gildi sem hafa mótað mann til lífs- tíðar. Ég á henni mikið að þakka fyrir að hafa verið góð fyrirmynd í lífi mínu. Hennar verður ekki minnst öðruvísi en að minnast á listræna hæfileika hennar, hvort sem það var að sauma, prjóna, sauma í, syngja og spila á gítar eða mála. Hún hafði hæfileika til að mála og málaði margar fallegar myndir, s.s. landslagsmyndir, en hún hafði tekið námskeið í þeirri list. Ég gleymi seint myndinni af Gullfossi sem hún málaði á einn vegginn á æskuheimilinu. Sér- staklega er minnisstætt hversu myndarleg hún var að hanna og sauma alls konar flíkur fyrir fjöl- skyldumeðlimi. Það lék allt í hönd- unum á henni. Það var mikið gæfuspor þegar hún og Kristján (Stjáni) rugluðu saman reytum á níunda áratug síðustu aldar. Bið Guð almáttugan að varð- veita mömmu og gefa henni frið og farsæld í himnaríki föðurins. Birti að lokum vers úr ljóðinu „Lífsreglur“ eftir Guðfinnu Þor- steinsdóttur (Erlu): Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda’ og þraut. Hjálmtýr R. Baldursson. Sigríður G. Aðalsteinsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ELÍASDÓTTIR, Strikinu 8, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 10. júlí. Útför auglýst síðar. Eyþór Árnason Sigurbjörg Einarsdóttir Hafþór Árnason ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, HÓLMGRÍMUR KRISTJÁN HEIÐREKSSON, Skúlagötu 20, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 26. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey föstudaginn 3. júlí. Liudmyla Tyshko Atli Hólmgrímsson Alexandra Cîmpan Kristín Ylfa Hólmgrímsdóttir Einar Kristjánsson Ragnheiður Heiðreksdóttir Kristján Þ. Stephensen Guðmundur Heiðreksson Magga Alda Magnúsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILMUNDUR ÞÓRIR KRISTINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka fimmtudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 18. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sólvelli Eyrarbakka. Kristinn Gunnar Vilmundars. Guðný Grímsdóttir Jón Ólafur Vilmundarson Sigrún Theodórsdóttir Valgeir Vilmundarson Sigríður Inga Ingimarsdóttir Indlaug Cassidy Vilmundard. Daniel Karl Cassidy Þuríður Katrín Vilmundard. Jón Páll Hreinsson Guðný Ósk Vilmundardóttir Guðmundur Valur Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, dóttir og tengdadóttir, ERLA DÍS ARNARDÓTTIR, textílkennari og textílhönnuður, varð bráðkvödd mánudaginn 6. júlí. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. júlí klukkan 13. Reynar Kári Bjarnason Ísafold Eva Reynarsdóttir Halldóra Móey Reynarsdóttir Bjarney Ósk Reynarsdóttir Lovísa Arnardóttir Hafdís Arnardóttir Ólafur Snær Ólafsson Örn Geir Arnarson Eygerður Sunna Arnardóttir Sigríður Ósk Jónsdóttir Ólafur S. Björnsson Örn Geirsson Steinunn Hreinsdóttir Bjarni Reynarsson Jóhanna Einarsdóttir Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn, og dregur andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Það getur varla talist und- arlegt að þessi hugljúfu vísuorð Davíðs Stefánssonar komi mér í hug er ég minnist góðs vinar. Tryggð Helga á Snældu var við brugðið. Og það var einhvern veginn eins og hann rétti alltaf hjálparhönd áður en maður bar fram ósk um aðstoð. Æ nálæg- ur án þess að vera með átroðn- ing, og flest lék í höndum hans. Sá ætíð bestu lausnina á hverj- um tíma, í hverri þraut. Og það var eins og honum og Ragnhildi hans hafi verið ætlað að spegla vináttuna dalinn á enda, hún frá Giljum í Hálsasveit og hann Snældubeinsstöðum yst í Reyk- holtsdal. Rætur beggja stóðu djúpt, hvors þeirra með sínum hætti og þó samofnar og sam- rýndar. Virtu og mátu og auðg- uðu þann veg hvort annað. Ófá eru þau atvik er ég minnist hjálpsemi Helga í störfum hans við Kleppjárnsreykjaskóla. Sem starfsmaður skólans var hann gegn og vann skólanum af heil- indum allt er hann megnaði. Helgi gat verið fastur fyrir en á móti kom að prúðmennska hans, góðvild og kímni urðu til þess að hann var hvers manns hugljúfi. Engan vissi ég óvild- armann hans í gegnum tíðina og aldrei man ég Helga halla orði um nokkurn mann. Helgi Magnússon ✝ Helgi Magn-ússon fæddist 4. febrúar 1929. Hann lést 25. júní 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Það er til marks um tryggð hans og vináttu, að þegar ég lenti í slysi fyrir nokkrum árum kom Helgi til að aðgæta hvernig ég hefði það. Fyrir þá tryggð verð ég honum æ þakklát- ur. Gleði hans var jafnan mest er hann gat orðið öðr- um að liði. Í hugann kemur saga af honum frá því að raf- magn var lagt hér um sveitina. Hann fór þá á vörubíl suður í Hafnarfjörð að sækja Rafhaeldavélar á þá bæi er eigi höfðu eignast slíka kostagripi. Geislandi af gleði lýsti Helgi ánægju fólksins á bæjunum er hann bar að garði undir jól með þessi nýju undratæki. Sagan lýsir honum vel. Er Ragnhildur missti heils- una birtist tryggð og góðvild Helga í hjálpsemi við hana og meira átti hann eftir að reyna er vinur hans Ragna á Hvann- eyri veiktist og dó eftir erfiðan tíma. Þrátt fyrir þessa erfið- leika hélst lífsviljinn og Helgi var áfram duglegur að hitta vini og rækta, gefa af sér og þiggja í samveru, allt til hins síðasta. Á skilnaðarstundu þakka ég og fjölskylda mín Helga sam- fylgdina og bið honum, börnum hans og afkomendum Guðs blessunar með þessari kveðju: Hver veit hvort hinst kvöld vort er nær eða fjær. Lofum því líðandi stund hvern ljúflingsfund vinur kær. (G.Ó.) Þinn einlægur vinur, Guðlaugur Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.