Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 26

Morgunblaðið - 14.07.2020, Page 26
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fylkir og KR eru komin á topp úr- valsdeildar karla, Pepsi Max- deildarinnar, eftir sigra á FH og Breiðabliki í gærkvöld. Fylkismenn eru á toppnum þar sem markatala þeirra er betri en Íslandsmeistar- anna úr Vesturbænum, sem hins vegar hafa leikið einum leik minna. KR vann verðskuldaðan sigur á Breiðabliki, 3:1, og Blikarnir töpuðu þar með fyrsta leik sínum á tíma- bilinu. Eftir þrjá sigurleiki í byrjun, þar sem margir töluðu um skyldu- sigra, eru Óskar Hrafn Þorvaldsson og menn hans án sigurs í þremur leikjum gegn sterkari liðum. Þeirra bíður svipuð prófraun gegn Vals- mönnum í næstu umferð. Á meðan hafa KR-ingar náð fram góðum sigrum á sterkari liðum deildarinnar, en þeir hafa unnið Blika, Skagamenn, Val og Víking, einmitt þau lið sem nú skipa þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sætið. Táningurinn nýtti tækifærið „Táningurinn Stefán Árni Geirs- son nýtti tækifærið í byrjunarliðinu eins og á að gera það en hann var besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Skoraði mark og ógnaði stöðugt með mjúkum og skemmtilegum hreyf- ingum sem minna á búlgarska reyk- ingamanninn Dimitar Berbatov. Heilt yfir var þó miðjumaðurinn Pablo Punyed líklega maður leiks- ins. Hann skoraði tvö mörk, barðist eins og ljón á miðjunni og er ótrú- lega mjúkur og góður á boltann. Breiðablik setti stefnuna á Íslands- meistaratitilinn fyrir tímabilið en með spilamennsku eins og liðið sýndi í upphafi leiks geta þeir gleymt slíkum pælingum,“ skrifaði Jóhann Ólafsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Stefán Árni Geirsson skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild þegar hann kom KR yfir á 2. mínútu, í sjötta leik sínum í deildinni. Hafði byrjað 95 leiki í röð  Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR vék fyrir Stefáni Árna og var á meðal varamanna í leiknum við Breiðablik, í fyrsta skipti í leik í deildinni frá haustinu 2015. Óskar hafði verið í byrjunarliði KR í deild- inni í 95 leikjum í röð. Hann kom síðan inn á sem varamaður og spil- aði 104. leik sinn í röð í deildinni.  Kristinn Steindórsson lék 250. deildarleik sinn á ferlinum þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Breiðabliki gegn KR. Þar af eru 116 í efstu deild hér á landi með Breiða- bliki og FH, 113 í Svíþjóð og 21 í Bandaríkjunum. Ragir og ráðalausir FH-ingar Fylkir er í efsta sætinu eftir góð- an sigur á FH í Kaplakrika, 2:1, þó að KR og Stjarnan séu með færri töpuð stig. Þetta er í fyrsta skipti í sextán ár sem Fylkir er á toppi deildarinnar eftir þrjár eða fleiri umferðir, eða frá því að Árbæing- arnir voru með forystu í deildinni frá fjórðu og fram í tíundu umferð- ina sumarið 2004. „FH-ingar voru ragir í kvöld, áttu ótal misheppnaðar sendingar og voru hreinlega ráðalausir gegn ög- uðum og skipulögðum Fylkis- mönnum,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Ísfirðingurinn ungi Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild þegar hann kom Fylki yfir í Kaplakrika, í sjötta leik sínum. Þórður, sem er 18 ára gamall, kom til Fylkis í vetur frá Vestra, þar sem hann skoraði fimm mörk í 22 leikjum fyrir liðið í 2. deildinni á síðasta tímabili.  Daníel Hafsteinsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir FH og jafnaði, en hann er í láni frá Helsingborg í Svíþjóð og hafði áður gert fjögur mörk fyrir KA í deildinni.  Arnór Borg Guðjohnsen kom Fylki yfir á ný með fyrsta marki sínu í efstu deild, í fimmta leik sín- um eftir að hann kom í Árbæinn frá Swansea City. Stjarnan eina taplausa liðið Stjörnumenn eru nú einir ósigr- aðir í deildinni, og hafa tapað fæst- um stigum, en þeir léku aðeins þriðja leik sinn í gærkvöld, nýkomn- ir úr sóttkví. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda og eru með sjö stig eftir þessa þrjá leiki. „Valsmenn sköpuðu sér fullt af færum og komust í góðar stöður, en varnarlína Stjörnunnar stóð vaktina vel og Haraldur Björnsson var í miklu stuði í markinu. Valsmenn hefðu hins vegar átt að gera betur í nokkrum stöðum,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Markaleysi Valsmanna á Hlíðarenda heldur áfram. Þeir hafa aðeins gert eitt mark í fyrstu þrem- ur heimaleikjunum, í 1:4 tapleiknum gegn ÍA. Á meðan hafa þeir gert tólf mörk á útivöllum. Versta byrjun í sögu KA KA og Fjölnir eru áfram einu liðin án sigurs í deildinni eftir jafntefli þeirra á Akureyri í gærkvöld, 1:1. Byrjunin er orðin sú versta hjá KA í sögunni, en liðið hefur aldrei áður verið með aðeins tvö stig að fimm leikjum loknum. KA vann ekki fyrstu fjóra leikina 1978 (2 stig) og 1990 (0 stig) en bætti úr því í bæði skiptin með sigri í fimmta leik. „Spilamennska KA-manna í þess- um leik var vægast sagt ekki góð. Miðjumenn KA komust ekki í takt við leikinn og einkenndist uppspilið af löngum sendingum sem varnar- menn Fjölnis réðu vel við,“ skrifaði Baldvin Kári Magnússon m.a. um leikinn á mbl.is.  Brynjar Ingi Bjarnason skoraði í annað sinn í þremur leikjum fyrir KA þegar hann kom liðinu yfir eftir aðeins 54 sekúndur.  Orri Þórhallsson skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild þegar hann jafnaði fyrir Fjölni, 1:1. Þetta var sjötti leikur hans í deildinni. Sögulegt mark Viktors Að lokum einn fróðleiksmoli frá sunnudeginum. Viktor Jónsson skoraði 2.000. mark ÍA á Íslands- móti þegar hann innsiglaði 4:0 sigur Skagamanna á Gróttu með fjórða markinu í leiknum. Fylkismenn á toppinn eftir sextán ára bið Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Meistaravellir Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR-inga, stangar boltann frá marki sínu í þétt skipuðum vítateig Vesturbæjarliðsins.  Voru síðast í efsta sætinu árið 2004  Sannfærandi sigur KR á Breiðabliki  Haraldur tryggði Stjörnunni stig Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kaplakriki Arnór Gauti Jónsson, miðjumaðurinn ungi í Fylki, hefur betur gegn Jónatan Inga Jónssyni, kantmanni FH-inga, í leiknum í gærkvöld. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla KA – Fjölnir.............................................. 1:1 Valur – Stjarnan....................................... 0:0 KR – Breiðablik........................................ 3:1 FH – Fylkir............................................... 1:2 Staðan: Fylkir 6 4 0 2 11:6 12 KR 5 4 0 1 8:5 12 Breiðablik 6 3 2 1 13:9 11 ÍA 6 3 1 2 15:8 10 Valur 6 3 1 2 13:6 10 Víkingur R. 6 2 2 2 8:9 8 Stjarnan 3 2 1 0 6:2 7 FH 5 2 1 2 10:12 7 HK 6 1 2 3 11:15 5 Grótta 6 1 1 4 7:16 4 KA 5 0 3 2 5:10 3 Fjölnir 6 0 2 4 5:14 2 2. deild kvenna HK – Fram................................................ 5:0 Staðan: HK 5 5 0 0 18:0 15 Grindavík 4 2 0 2 12:6 6 Hamrarnir 3 2 0 1 6:5 6 FHL 3 2 0 1 8:9 6 Álftanes 3 2 0 1 5:8 6 ÍR 4 1 1 2 6:10 4 Hamar 3 1 0 2 5:9 3 Fram 4 0 1 3 7:16 1 Sindri 3 0 0 3 4:8 0 England Manchester United – Southampton ....... 2:1 Staðan: Liverpool 35 30 3 2 76:27 93 Manch. City 35 23 3 9 91:34 72 Chelsea 35 18 6 11 63:49 60 Leicester 35 17 8 10 65:36 59 Manch. United 35 16 11 8 61:35 59 Wolves 35 14 13 8 48:37 55 Sheffield United 35 14 12 9 38:33 54 Tottenham 35 14 10 11 54:45 52 Arsenal 35 12 14 9 51:44 50 Burnley 35 14 8 13 39:47 50 Everton 35 12 9 14 41:52 45 Southampton 35 13 6 16 45:58 45 Newcastle 35 11 10 14 36:52 43 Crystal Palace 35 11 9 15 30:45 42 Brighton 35 8 12 15 36:52 36 West Ham 35 9 7 19 44:59 34 Watford 35 8 10 17 33:54 34 Bournemouth 35 8 7 20 36:60 31 Aston Villa 35 8 6 21 38:65 30 Norwich 35 5 6 24 26:67 21 Svíþjóð Malmö – Norrköping............................... 1:1  Arnór Ingvi Traustason var ekki í leik- mannahópi Malmö.  Ísak B. Jóhannesson lék í 81 mínútu með Norrköping. Tyrkland Yeni Malatyaspor – Besiktas ................. 0:1  Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá Yeni Malatyaspor á 58. mínútu. Danmörk Umspil um sæti í A-deild, fyrri leikur: Hobro – Lyngby....................................... 1:2  Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby í leiknum. Noregur B-deild: Tromsö – Strömmen ............................... 1:0  Adam Örn Arnarson lék fyrstu 85 mín- úturnar með Tromsö. Bandaríkin Áskorendabikar NWSL: Chicago – Utah Royals............................ 1:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Utah Royals. Ítalía Inter Mílanó – Torino .............................. 3:1 Staða efstu liða: Juventus 32 24 4 4 67:32 76 Inter Mílanó 32 20 8 4 68:34 68 Lazio 32 21 5 6 68:35 68 Atalanta 32 20 7 5 87:41 67 Roma 32 16 6 10 59:43 54 Napoli 32 15 7 10 52:43 52 B-deild: Livorno – Spezia ...................................... 0:1  Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leik- inn með Spezia. Spánn Alavés – Getafe......................................... 0:0 Villarreal – Real Sociedad ....................... 1:2 Granada – Real Madrid ........................... 1:2 Staða efstu liða: Real Madrid 36 25 8 3 66:22 83 Barcelona 36 24 7 5 80:36 79 Atlético Madrid 36 17 15 4 48:26 66 Sevilla 36 18 12 6 53:34 66 Villarreal 36 17 6 13 58:47 57 Getafe 36 14 12 10 43:34 54  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – FH ......................... 18 Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik ............ 18 Samsung-völlur: Stjarnan – KR.......... 19.15 Eimskipsv.: Þróttur R. – Selfoss......... 19.15 2. deild kvenna: Höfn: Sindri – Fjarð/Hött/Leiknir .......... 19 Í KVÖLD! KA – FJÖLNIR 1:1 1:0 Brynjar Ingi Bjarnason 1. 1:1 Orri Þórhallsson 22. M Rodrigo Gómez (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Péter Zachán (Fjölni) Örvar Eggertsson (Fjölni) Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölni) Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni) Atli Gunnar Guðmundsson (Fjölni) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8. Áhorfendur: 640. FH – FYLKIR 1:2 0:1 Þórður Gunnar Hafþórsson 30. 1:1 Daníel Hafsteinsson 67. 1:2 Arnór Borg Guðjohnsen 73. M Daníel Hafsteinsson (FH) Logi Tómasson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: 982. KR – BREIÐABLIK 3:1 1:0 Stefán Árni Geirsson 2. 2:0 Pablo Punyed 9. 2:1 Höskuldur Gunnlaugsson 33. 3:1 Pablo Punyed 83. MM Stefán Árni Geirsson (KR) Pablo Punyed (KR) M Atli Sigurjónsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR) Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabl.) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7. Áhorfendur: 2.352. VALUR – STJARNAN 0:0 MM Haraldur Björnsson (Stjörnunni) M Sebastian Hedlund (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Lasse Petry (Val) Aron Bjarnason (Val) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Dómari: Pétur Guðmundsson – 8. Áhorfendur: Um 1.500.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.