Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.07.2020, Qupperneq 32
Í dag verður opnuð í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu sýningin Ný aðföng. Á sýningunni má sjá úrval verka sem gefin hafa verið í safneign síðustu þrjú ár, verk eft- ir Bjarka Bragason, Claudiu Hausfeld, G.Erlu, Hildi Há- konardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Kolbrúnu Ýri Ein- arsdóttur, Ragnheiði Ragnarsdóttur og Rúnu Þorkels- dóttur. Elstu verkin á sýningunni eru frá sjöunda áratug síðustu aldar og þau nýjustu eru aðeins nokkurra ára gömul. Á sýningunni eru textílverk, skúlptúrar, ljós- myndir og innsetningar. Ný og fjölbreytileg aðföng á sumarsýningu Nýlistasafnsins Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lífið er eins og kvikmynd og bestar eru þær þegar söguþráðurinn tekur óvænta stefnu, svo spenna mynd- ast,“ segir Kristján Bergsteinsson hjá Bíóhúsinu á Selfossi. Þeir Mar- inó Lilliendahl standa að rekstri Bíó- hússins þar í bæ, sem opnað var aft- ur sl. föstudag eftir rekstrarstopp síðan í lok marsmánaðar. Þá varð að gera hlé á sýningum vegna kórónu- veirufaraldursins en slakann sem þá myndaðist notuðu eigendurnir til þess að endurnýja sæti og sitthvað fleira í bíósölunum tveimur. Netverslun og danshljómsveit Til slíks hafði Kristján rúman tíma; hann hefur síðastliðin þrjú ár verið flugmaður hjá Icelandair en var eins og mörgum öðrum þar sagt upp störfum nú á útmánuðum. „Þegar aðstæður breytast leitar maður nýrra tækifæra. Meðfram fluginu hef ég alltaf verið með mörg járn í eldinum en samhliða bíó- rekstrinum rek ég netverslunina godkaup.is sem sett var á laggirnar í apríl. Marinó sér um daglegan rekstur Bíóhússins ásamt því að vera forsprakki einnar vinsælustu danshljómsveitar landsins, Stuðla- bandsins.“ Von á góðu frá Bandaríkjunum Bíóhúsið er í góðu samstarfi við ís- lensku dreifingarfyrirtækin Mynd- form, Samfilm og Senu og koma því allar nýjustu myndirnar í sýningu á Selfossi á sama tíma og á höfuðborg- arsvæðinu. Og í júlí eru bíódagar. Aðsókn að kvikmyndahúsum á þeim tíma er yfirleitt góð, sú hefur að minnsta kosti verið raunin á Sel- fossi. Teiknimyndirnar hafa rúllað á hvíta tjaldinu og í kvöld verður sýnd bíómyndin Amma Hófí. „Útgáfa nýrra mynda á næstunni og sýning þeirra hér veltur svolítið á ástandinu í heiminum og þá sérstak- lega Bandaríkjunum. Þegar þær byrja að detta inn er von á góðu, því mörgum stórmyndum var slegið á frest vegna Covid-19,“ segir Krist- ján, sem getur þess að íslenskum myndum sé stundum brugðið á tjaldið í Bíóhúsinu, á sérsýningum og eftir óskum sem berast. Bestar eftir hlé Bíóhúsið er undir sama þaki og Hótel Selfoss – en reyndar er marg- vísleg starfsemi önnur í húsnæðinu. Bíósalirnir taka 118 og 52 gesti í sæti og veitir ekkert af. „Við vinnum mikið með hótelinu og starfsfólki þar. Hér er fín ráð- stefnuaðstaða, en kvikmyndasýn- ingar auðvitað í aðalhlutverki. Í ára- raðir var ekkert bíóhús hér á Selfossi og þá töldu bæjarbúar lífs- gæði sín verulega skert. Svo var bætt úr og við Marinó tókum við keflinu fyrir tveimur árum og nú eft- ir nokkurra mánaða hlé höldum við áfram. Bíómyndir eru líka yfirleitt bestar eftir hlé – og sumar sýningar eru endalausar,“ segir Kristján Bergsteinsson að síðustu. Morgunblaðið/Eggert Bíómenn Marinó Lilliendahl til vinstri og Kristján Bergsteinsson í splunkunýjum og mjúkum sætum í sýningarsal. Bíódagarnir eru í júlí  Bíóhúsið á Selfossi verður með allar bestu myndirnar ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Fylkismenn eru á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta í fyrsta skipti í sextán ár eftir óvæntan sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöld, 2:1. Árbæjarliðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. KR-ingar skutu Breiðablik af toppnum með sannfærandi sigri í Vesturbænum, 3:1, þar sem Stefán Árni Geirsson færði þeim sannkallaða óskabyrjun. Stjörnumenn léku loksins eftir hálfs mán- aðar sóttkví og héldu markalausu jafntefli gegn Val og botnliðin KA og Fjölnir skildu jöfn á Akureyri. »26 Efstir í fyrsta skipti í 16 ár ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.