Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst er hjá Matarkjallaranum FORDRYKKUR Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Nýtt fyrirkomulag fyrir komu- farþega, sem felur í sér að farþegar frá vissum löndum eru undanþegnir skimun og sóttkví, gekk vel í gær, að sögn Jórlaugar Heimisdóttur, verkefnastjóra skimunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var náttúrlega bara dagur númer eitt og hefur gengið vel hingað til,“ segir hún. 18 farþegavélar með um 2.500 farþegum lentu í Keflavík í gær, þar af 11 frá löndum frá skil- greindum lágáhættusvæðum; Nor- egi, Danmörku, Finnlandi, Þýska- landi, Grænlandi og Færeyjum. Farþegar þaðan voru að vonum ánægðir með að þurfa hvorki að fara í sýnatöku né sóttkví, nema þeir hafi verið staddir utan lágá- hættusvæða síðastliðna 14 daga. Sýnataka úr fyrstu vélinni Þó þurfa allir farþegar, að börn- um fæddum 2005 og síðar undan- skildum, að forskrá sig í gegnum vef covid.is. Í forskráningu koma fram samskiptaupplýsingar, upplýs- ingar um dvalarstaði og heilsufar. Farþegar sem komu með fyrstu vél gærdagsins frá Luton fóru í sýnatöku, þar sem Bretland telst ekki enn öruggt svæði. Gengið í gegn án vandkvæða Morgunblaðið/Árni Sæberg Komufarþegar Talið er að um 2.500 ferðamenn hafi komið til landsins í gær. 18 vélar lentu á Keflavíkurflugvelli.  Farþegar streymdu til landsins í gær Ørjan Aavik kom á Keflavíkurflugvöll með flugi frá Osló klukkan níu í gærmorgun. Þar sem Noregur er á meðal þeirra landa sem falla undir lágáhættusvæði þurfti hann hvorki að fara í sýnatöku né sóttkví, en greiddi þó fyrir sýnatökuna. „Það var smá skrýtið, ég hafði forskráð mig og greitt níu þúsund krónur fyrir sýna- töku, annars hefði ég þurft að greiða auka- gjald. En síðan erum við undanþegin henni. Mér finnst þetta ekkert hræðilegt en hefði kannski viljað sleppa við að greiða þetta,“ segir Ørjan við Morgunblaðið. Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri smit- rakninga á Keflavíkurflugvelli, segir að far- þegar sem lendi í því sama og Ørjan geti með einföldum hætti sótt um endurgreiðslu á covid.is. Hann segist þó feginn að vera kominn til Ís- lands eftir langa bið. „Ég er feginn að þurfa ekki að fara í sóttkví en sýnataka hefði ekki verið neitt mál.“ Hann áformar að ganga Laugaveginn og er vel undirbúinn og í góðu formi. Hefði viljað vita af undanþágunni Ørjan Aavik frá Noregi „Mér finnst ég vera örugg á Íslandi og í raun- inni hvaða Evrópulandi sem er, að Bretlandi undanskildu. Þar er ástandið alveg skelfi- legt,“ segir Gill Bainbridge frá Manchester í Bretlandi en landið hefur farið verr út úr kórónuveirufaraldrinum en mörg nágranna- löndin. Bainbridge kom til landsins með fyrsta flugi gærdagsins, með vél Easyjet frá Luton í London. Hún fór í sýnatöku við komuna þar sem Bretland er ekki á meðal þeirra landa sem sóttvarnayfirvöld telja örugg. Bainbridge hefur þrisvar áður komið til Ís- lands og alltaf hefur verið meira um að vera á Keflavíkurflugvelli en nú. „Það var svo tóm- legt á flugvellinum að það var næstum drungalegt,“ segir hún Þó hafi sýnataka og allt komuferlið gengið vel. „Það er alltaf jafngaman að koma á Keflavíkurflugvöll,“ segir hún og bætir við: „Að minnsta kosti hefur maður öryggi, það er hægt að hvíla sig aðeins, í burtu frá heima- landinu – þetta er enn meira eins og frí af þeim sökum. En auðvitað þurfið þið að gæta að ykkur, þessi veira virðist ekki vera að fara neitt,“ sagði Gill Bainbridge. Gill Bainbridge frá Bretlandi Ástandið slæmt í heimalandinu Alex Blaga er frá Rúmeníu en kom til Íslands með flugi frá London. Upprunalega ætlaði hann að fara á knattspyrnuleik Íslands gegn Rúmeníu, í undankeppni EM, en ætlar í stað- inn að ferðast um Ísland yfir eina helgi. „Ég ætlaði að horfa á leik Íslands gegn Rúmeníu en öllu var frestað svo ég ákvað að koma aftur núna, því þegar ég kem til Eng- lands þarf ég ekki að fara í sóttkví í 14 daga Ég ákvað bara að taka eina helgi í Reykjavík og njóta þess,“ sagði hann. Alex fór í sýnatöku líkt og allir aðrir far- þegar sem koma til landsins, frá öðrum lönd- um en þeim sem teljast lágáhættusvæði. „Þetta var allt saman auðvelt, það var skylda að vera með andlitsgrímu og ég bara svaf eiginlega allt flugið,“ segir hann. Hann setti smitrakningarapp almanna- varna í símann að beiðni sóttvarnayfirvalda. „Svo ég ætti að fá niðurstöður á næstu 12 klukkustundunum. Ég er búinn að bóka Gullna hringinn og ætla að kíkja í Bláa lónið. Á morgun [í dag] verður vonandi allt í lagi,“ segir hann að endingu. Alex Blaga frá Rúmeníu Ætlaði á leikinn við Íslendinga „Ég tók eftir því að það var ekki margt fólk á flugvellinum en kannski er það venjulegt á Ís- landi,“ segir Umar Hayat en hann kom til Ís- lands í gær með Easyjet-vél frá Luton, ásamt vinkonu sinni. „Hún er búin að skipuleggja ferð á Vestfirði og á nokkra aðra staði,“ segir hann. Skylda var að bera grímu í flugi Easyjet en að öðrum kosti áskildi félagið sér rétt til að vísa farþegum á dyr. Hayat segir sýnatökuna, sem allir farþegar frá London þurfa að gangast undir, hafa tekið fljótt af og gengið vel fyrir sig. „Þeir tóku eitt úr hálsi og eitt úr nefinu. Það sem var úr nefinu var óþægilegt, bara í smá- stund samt,“ segir hann. Þegar hann keypti flugmiða til Íslands voru leiðbeiningar stjórnvalda um forskráningu og smitrakningarappið góðar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og ferlið hefur allt gengið mjög vel. Það voru gefnar góðar leiðbeiningar um hvernig við eigum að bera okkur að við komu og okkur skýrt sagt að við eigum að bíða eftir niðurstöðum úr skimun. Ég veit bara að allt verður í lagi ef ég fer eftir öllu og prófið er neikvætt,“ segir hann. Umar Hayat frá London Ætlar að skoða Vestfirðina ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.