Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 10

Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 10
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stuðlagil á Jökuldal austur á landi skorar hátt um þessar mundir og er vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Áætlað er að í sumar komi allt að 500 manns daglega á þessar slóðir og þá er rennt í hlað á bænum Grund sem er norðanvert í Jökuldalnum. Þaðan eru um 300 metr- ar niður að gilinu, sem háir stuðla- bergshamrar setja sterkan svip á. Þarna er far- vegur Jökulsár á Dal – Jöklu – en leysingavatni sem þarna rann áður er nú stærstan hluta árs safnað upp í Hálslón inn af Kárahnjúkas- tíflu og því svo veitt til Fljótsdals- virkjunar og fram í Lagarfljót. Blátt bergvatn fellur nú fram í gilinu, þar sem yfirborð vatnsins er sjö til átta metrum lægra en var fyrir virkjun. Síðustu daga – nú þegar best læt- ur á sumrinu þegar Íslendingar ferðast innanlands – hafa margir birt myndir af Stuðlagili á Facebook og öðrum sambærilegum miðlum. Lýst töfrum staðarins, sem er heitur reit- ur. Hlutirnir gerast hratt En hvað er eiginlega í gangi? „Fólk streymir á staðinn og fyrir okkur hefur þessi mikla ásókn verið svolítill höfuðverkur. Það er alls ekki svo að við höfum komið niður á gull- æð,“ segir Stefanía Katrín Karls- dóttir viðskiptafræðingur sem er frá Grund og talsmaður landeigenda þar. Hún segir að eðlilega hafi eng- inn vitað af stuðlabergshömrunum í gilinu meðan Jökla streymdi þar fram. Árið 2016 birtust ljósmyndir af staðnum í ferðatímariti WOW air. Því blaði var dreift víða auk þess sem myndir birtust á ýmsum samfélags- miðlum. „Þegar myndir sem á annað borð vekja athygli fara í dreifingu á netinu gerast hlutir hratt,“ útskýrir Stefanía. „Fyrst vissum við Grund- arfólk ekki hvaðan á okkur stóð veðr- ið. Þekktum gilið, en gerðum okkur ekki grein fyrir áhuganum. Ferða- menn fóru í hópum að renna í hlað og banka upp á hjá öldruðum foreldrum mínum sem þarna eru á sumrin. Fólk spurði hvar gilið væri, salernis- aðstaða og fleira, rétt eins og þetta væri þekktur viðkomustaður og öll aðstaða fyrir hendi.“ Fyrst þegar fólk fór að streyma að á Grund var reynt, segir Stefanía, með ýmsu móti að stemma stigu við átroðningi, sem var tilgangslaust. Girðingar reyndust ekki mann- heldar. Tæpast hafi verið annar kost- ur í stöðunni en að bregðast við svo útbúin voru bílastæði og settar upp merkingar og skilti. Miklar framkvæmdir Í sumar verða nærri Stuðlagili settir upp pallar og stigar og salerni. Hafa framkvæmdir notið tilstyrks úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og úr þeim potti komið um 100 millj- ónir króna. Á næsta ári stendur jafn- vel til að útbúa tjaldsvæði á Grund en daglega gistir fólki í bílum eða tjöld- um. Landeigendur hafa lagt 10 hekt- ara tún undir bílastæði, göngustíga og fleira. Ekki veitir af, því miðað við að mest 500 manns komi á svæðið á dag á sjö til átta vikna háönn ferða- mannatímans gerir það með námund stærðfræðinnar um 25 þúsund manns. Í ár eru þetta mest Íslend- ingar og ef erlendum túristum bregður fyrir á næsta ári verður að- sóknin meiri. Ferðafólk streymir í Stuðlagil  Nýr áfangastaður á Austurlandi var óvænt uppgötvun  Falin perla í farvegi Jöklu  Blátt berg- vatn  Átroðningur og landeigendur þurfa að bregðast við  Framkvæmt fyrir 100 milljónir króna 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Úrval mælitækja frá Stuðlabergið í Jökuldal varð fólki sýnilegt árið 2007, í kjölfar þess að Kárahnjúkastíflan var gerð. Fyrst eftir það var talað um stuðlabergið við Grund. Örnefnið Stuðlagil komst ekki í daglegt mál fyrr en ferðamenn fóru að sjást á svæðinu í kjölfar myndbirtinga á netinu sum- arið 2016. Alls er klettagil þetta um 300 metra langt og stuðlabergs- veggirnir þar, beggja vegna ár, 20- 30 metra háir. „Stuðlagil birtist nánast upp úr þurru og varð frægt á einni nóttu. Heimamenn réðu engu um hvort eða hvenær staðurinn varð þekktur meðal almennings. Það leiddi til þess að allt í einu fengu landeig- endur holskeflu ferðamanna yfir sig og land sitt og vissu varla hvað- an á sig stóð veðrið,“ segir í skýrslu um svæðið sem unnin var af Rann- sóknarmiðstöð ferðamála og líf- og umhverfisvísindasviði Háskóla Ís- lands. Er þar lýst margvíslegri ögr- un sem óvæntar vinsældir staðarins hafa leitt af sér. Sjá sumir þær sem ógn en aðrir telja tækifæri vera í stöðunni, svo sem að í dalnum verði komið upp upplýsingamiðstöð, bændagistingu, kaffihúsi, minja- vöruverslun, safni, tjaldstæði og náttúrugripasafni og efnt verði til skipulegra ferða – enda búi Jökul- dalur yfir fleiru áhugaverðu en bara Stuðlagili. sbs@mbl.is Landkönnuðir Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, með börnin sín; Guðrún Katrínu og Árna Elís, á göngu í Stuðlagili. Frægt á einni nóttu Ef fólk ætlar að Stuðlagili er ekið til suðurs af hringveginum rétt innan við Skjöldólfsstaði á Jökuldal, inn á veg númer 923. Þaðan eru um 19 km að Grund. Gönguleið er þaðan að brú sem þarna er yfir Jöklu. Þaðan er ágætt útsýni ofan í gilið, en ekki fært ofan í það. Hin leiðin að Stuðlagili er að aka af hringveginum fram Jökuldalinn að bænum Hákonarstöðum og leggja bíln- um við brúna við Jökulsá. Þaðan er svo gengið eftir slóða um fimm kílómetra að Stuðlagili – og má ætla að þrjá til fjóra tíma taki að fara þessa leið fram og til baka. Ekið fram Jökuldalinn GREIÐ LEIÐ AÐ GILINU Ljósmynd/Helgi Jóhannsson Gil Straumþung Jökla streymdi fram á þessum slóðum um aldir alda. Svo var stíflað við Kárahnjúka, vatninu veitt í Lagarfljót og þá kom í ljós óvænt þessi dýrðarstaður sem nú dregur að tugi þúsunda ferðamanna á ári hverju. Stefanía Katrín Karlsdóttir ■ Klaustursel Grund ■ Stuðlagil Stuðlafoss Jö ku ls á á D al Stuðlagil G ru nn ko rt /L of tm yn di r e hf . 1 923J ö k u ld a ls h e ið i F l j ó t s d a l s h e ið i ■ Skjöldólfsstaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.