Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
Brjósthaldarar 8.990 kr.
Boxer 3.990 kr.
Strengur 3.650 kr.
OFFBEAT
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í
loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
FULL BÚÐ AF NÝJUM
OG FALLEGUM VÖRUM
5.990 kr.
Túnika
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur
ákveðið að bjóða út alla dúntekju í
landi sveitarfélagsins. Ákvörðunin
var tekin vegna þess að maður sem
byggt hefur upp æðvarvarp á Leiru-
tanga í Siglufirði var hættur að geta
sinnt varpinu og bað annan Siglfirð-
ing að annast það. Fleiri hafa sýnt því
áhuga um hríð að taka við æðarvarp-
inu, meðal annars æðarbóndi í Fljót-
um.
Tveir menn hafa annast æðarvarp-
ið á Leirutanga, í landi Steypustöðv-
arinnar, fyrir eigin reikning og ekki
greitt endurgjald til sveitarfélagsins.
Þeir hafa byggt það upp svo nú eru
þar um 900 hreiður. Annar maðurinn
er látinn og hinn treystir sér ekki
lengur til að sinna varpinu.
Árni Rúnar Örvarsson, æðarbóndi
á Hraunum í Fljótum, hefur frá því á
síðasta ári boðið fram aðstoð sína við
að hirða um æðarvarpið og sérstak-
lega að þurrka dúninn við góðar að-
stæður sem hann hefur, til að geta
komið honum í betra verð. Hefur
hann verið í sambandi við gamla
æðarbóndann og Fjallabyggð vegna
þess.
Í maí bauð fullorðni æðarbóndinn
Örlygi Kristfinnssyni að annast dún-
tekjuna en Örlygur hefur unnið að því
að byggja upp og hlú að æðarvarpi á
Granda og Áróslóni austan fjarðar.
Báðir sækjast eftir því við Fjalla-
byggð að annast æðarvarpið á Leiru-
tanga og hafa skrifað bæjarráði bréf
þess efnis. Í bréfi Örlygs segir að
þetta mikla varp, bæði æðarfugls og
annarra tegunda, innan skipulagðra
kaupstaðarmarka sé einstakt á Ís-
landi og hluti af gríðarmiklu fuglalífi
staðarins.
Litið til fleiri þátta en tekna
Erindi Árna og Örlygs voru tekin
fyrir á fundi bæjarráðs Fjallabyggð-
ar 7. júlí og ákveðið að bjóða út alla
dúntekju í landi Fjallabyggðar, ekki
aðeins á Leirutanga. Rætt var um að
samið yrði um að girða svæðin af,
halda vargi frá varplandi og annast
umhirðu þeirra.
Elías Pétursson, bæjarstjóri
Fjallabyggðar, segir að við þau tíma-
mót sem nú séu varðandi umhirðu
æðarvarpsins á Leirutanga hafi
bæjarráð talið rétt að auglýsa æðar-
varp og gefa áhugafólki kost á að fá
þau til umráða. Allir sitji við sama
borð þegar þessum gæðum verði út-
hlutað. Hann tekur fram að leigu-
gjald sem hugsanlega verði boðið
fram verði aðeins einn af þeim þátt-
um sem litið verði til við úthlutunina.
Tekur hann fram að ekki sé búið að
móta reglurnar en þær muni koma
fram í auglýsingu.
Í bréfi Örlygs er vakin athygli á
rusli á tanganum sem þyrfti að
hreinsa og einnig væri æskilegt að
koma upp göngustígum og aðstöðu til
fuglaskoðunar. Elías segir að unnið
sé að hreinsun og að bæta ímynd
svæðisins.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Æðarvarp er á Leirutanga við Siglufjörð. Sveitarfélagið ætlar
að bjóða túntekju þar út sem og á öðrum svæðum innan Fjallabyggðar.
Æðarvarpið
í Fjallabyggð
verður boðið út
Tveir menn vildu taka við Leirutanga
Skráð hegningarlagabrot á höfuð-
borgarsvæðinu í júnímánuði voru
706 talsins. Þetta kemur fram í
mánaðarskýrslu lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu.
Að því er fram kemur í skýrsl-
unni má sjá fjölgun í flokki minni-
háttar skemmdarverka og umferð-
arlagabrota. Þá varð mikil fækkun
í nytjastuldi ökutækja og fíkni-
efnabrotum borið saman við síð-
ustu 12 mánuði. Að öðru leyti voru
þeir brotaflokkar sem teknir voru
fyrir í skýrslunni innan útreikn-
aðra marka.
Tilkynningum um þjófnaði fækk-
aði á milli mánaða og var þar helst
að sjá færri reiðhjólaþjófnaði. Til-
kynningum um innbrot fjölgaði
hins vegar á milli mánaða og fóru
úr 44 í maí upp í 76 í júní. Vert er
þó að taka fram að um 10% færri
tillynningar hafa borist um innbrot
það sem af er ári samanborið við
síðastliðin þrjú ár. Skráðum of-
beldisbrotum fjölgaði hins vegar
milli mánaða en mest munaði þar
um minniháttar líkamsárásir. Aft-
ur á móti fækkaði tilvikum þar
sem lögreglumaður var beittur of-
beldi. Tilkynningar um heimilis-
ofbeldi héldust nær óbreyttar milli
mánaða.
Að því er fram kemur undir lok
skýrslunnar fækkaði skráðum
fíkniefnabrotum talsvert milli
mánaða auk þess sem ölvun undir
stýri var ekki algeng.
aronthordur@mbl.is
706 afbrot í júnímánuði
Tilkynningum um innbrot fjölgaði talsvert milli mánaða