Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 16

Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 ✝ Baldvin HróarJónsson fædd- ist 24. apríl 1980 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. júlí 2020. Foreldrar hans eru Guðrún Egils- dóttir, f. 31.5. 1954, og Jón Ingi Baldvinsson, f. 11.2.1952. Systkini Baldvins Hróars eru: 1) Magnea Jónsdóttir Weseloh, f. 1970, gift Fried- helm Weseloh, f. 1967, börn þeirra eru Andri Ingi, f. 1991, og Alexandra, f. 2001. 2) Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, f. 1971, gift Kristni Þór Guð- bjartssyni, f. 1963, börn þeirra eru Dagný Vala, f. 1997, og Gunnlaugur Atli, f. 2000, Kristinn á fyrir soninn Guð- bjart Kristin, f. 1983. 3) Arnar Daníel Jónsson, f. 1982, kvæntur Binný Skagfjörð Ein- arsdóttur, f. 1986, börn þeirra eru Tristan Enok, f. 2004, Daníel Ingi, f. 2015, Emma Berglind, f. 2015, og Einar Valur Skagfjörð, f. 2020. Þann 20.3. 2019 kvæntist Baldvin Hróar eftirlifandi eig- inkonu sinni Viktoríu Ólafs- dóttur, f. 22.4. 1980, og saman Valdimar GK-195. Árin 2001- 2002 vann hann sem aðstoð- armaður rafvirkja hjá Hita- tækni ehf., hann vann sem al- mennur verkamaður hjá Nesbúeggjum ehf., árin 2003- 2005 átti hann og rak fyrir- tækið Bónarinn ehf. ásamt meðeiganda. Árin 2005-2007 vann hann á stjórnstöð Örygg- ismiðstöðvarinnar. Árið 2007 ákvað hann ásamt eiginkonu sinni að fara í frekara nám við Háskólann á Bifröst, þar vann hann með náminu um helgar og á sumrin við öryggiseftirlit og við almennt viðhald með skóla. Árið 2011 kláruðu þau bæði BSc. í viðskiptafræði. Þau fluttu ásamt Jóni Hilmari syni sínum til Danmerkur til að fara í framhaldsnám. Hann kláraði MSc í markaðsfræði frá University of Southern Denmark árið 2013. Eftir að þau komu heim aftur til Ís- lands vann hann eitt ár sem markaðsstjóri hjá Landstólpa. Árið 2015 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni aftur í Sv. Voga og sl. sex ár hefur hann unnið sem markaðsstjóri hjá Nesbúeggjum ehf. Baldvin Hróar var alla tíð mjög virkur félagslega, spilaði í hljómsveit, sat í stjórn UMFÞ í Vogum í 4 ár og þar af tvö ár sem for- maður félagsins, hann sat bæði í skipulagsnefnd og fræðslunefnd fyrir hönd E- listans í Sv. Vogum. Útförin fer fram frá Kálfa- tjarnarkirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 13. eiga þau börnin Jón Hilmar, f. 22.7. 2008, og Ólínu Auði, f. 4.1. 2014. Foreldrar Viktoríu eru Hilda Emilía Hilm- arsdóttir, f. 13.2. 1944, og Ólafur Auðunn Þórðar- son, f. 25.1. 1944. Systkini Viktoríu eru: 1) Kristín Ólafsdóttir, f. 1971, gift Birki Ívari Guðmundssyni, f. 1976, saman eiga þau Adelu Björt, f. 2002, Kristín á fyrir dótturina Sögu Hlíf, f. 1992. 2) Sylvía Björk, f. 1973, sambýlismaður hennar er Ragnar Skúlason, f. 1965. Sylvía Björk á börnin Írenu Eik, f. 1996, Viktor Ísak, f. 1997, og Hrafnhildi Emilíu, f. 2005. Baldvin Hróar var fæddur og uppalinn í Sveitarfélaginu Vogum. Hann flutti 22 ára til Reykjavíkur, þar sem hann kynntist Viktoríu eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann fór eitt ár í Fjölbrautaskóla Suður- nesja í grunndeild rafiðna strax eftir grunnskólapróf en fór því næst að vinna við hin ýmsu störf. Á árunum 1997- 2001 vann hann sem háseti og bátsmaður á línubátnum Elsku ástin mín, ég get ekki lýst því hvað það er sárt að fá ekki að tala við þig aftur, kyssa þig og knúsa. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera án þín. Ég vil trúa því að þú sért kominn á góð- an stað og fylgist með okkur og passir upp á okkur. Við elskum þig svo mikið og söknum þín svo sárt. Þú verður ávallt hjá okkur og við munum alltaf geyma þig í hjartanu. Raunamædd tár renna niður kinnar mínar ég er alein í myrkri sem enginn sér. Loftið þyngist ég get ekki andað ég vil bara hafa þig hjá mér. Í dimmu hjarta og með sorg svarta sé ég birtu bjarta og í henni stendur þú. Hvað geri ég nú? Ég teygi mig til þín og mér birtist sýn. Ég er þar sem sorgin á heima. Þín elskandi eiginkona, Viktoría (Vigga). Kveðja Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku hjartans drengurinn okkar, Guð geymi þig og varð- veiti. Við munum ætíð geyma minningarnar um þig í gullkist- unni í hjarta okkar og halda minningu þinni á lofti. Hugur okkar er nú hjá Viktor- íu, Jóni Hilmari og Ólínu Auði sem fara nú í vegferð án Baldvins Hróars, sem alltaf var kletturinn í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. En andi hans og minning lifir áfram með þeim og hjálpar þeim um ókomin ár. Mamma og pabbi. Kæri bróðir. Það er með sökn- uði og brostnu hjarta sem ég kveð þig minn kæri. Ég væri svo til í að geta fengið gott knús frá stóra bróður núna og látið þig vita hversu mikið þú skiptir mig máli. Þú varst einstakur stóri bróðir sem þótti svo vænt um mig að það sáu það allir í kringum okkur og passaðir þú vel upp á að ég vissi það líka. Alveg frá því við vorum krakkar, jafnvel þó að þér þætti ekkert skemmtilegra en að stríða mér, hef ég alltaf litið upp til þín þótt ég væri orðinn stærri en þú rétt eftir mútur. Umhyggjan og kærleikurinn skein úr andliti þínu þegar þú tókst um öxlina á mér, leist upp til mín og kynntir mig sem litla bróðir þinn. Það skipti ekki máli hversu oft þú sagðir þennan brandara eða hversu þreyttur ég var á honum, hlátur- inn og brosið þitt voru ósvikin. En þú varst ekki bara bróðir minn heldur varstu líka minn besti vin- ur. Það er stórt skarð sem mynd- ast þegar bæði stóri bróðir og besti vinur kveður. Ég hef síðustu daga í gegnum tárin brosað örlít- ið þegar ég rifja upp sprellið og vitleysuna sem við tókum upp á. Það eru ófáar minningar þar sem við sitjum saman, þú með gítarinn og við syngjandi saman. Ég held að það eigi margir sem þig þekktu góða minningu af þér með gítarinn enda fannst þér fátt skemmtilegra en að grípa í hann og nýttir hvert tækifæri til þess. Ég man þegar við vorum, eða ég, ennþá unglingar og falska glamr- ið ómaði á milli herbergjanna okkar þegar þú byrjaðir að kenna sjálfum þér á gítar. Þú varst svo stoltur af þér að ég hafði það ekki í mér svona fyrst um sinn að láta þig vita að falska glamrið ómaði örlítið ennþá. Enda skipti það ekki máli, ég jafnaði þetta bara vel út með falska söngnum mín- um. En ekki leið á löngu þar til þú varst mættur í hljómsveit og far- inn að spila eins og meistari. Ég er þér óendanlega þakklátur fyrir söng þinn til mín og Binnýjar í brúðkaupinu okkar og þakklátur fyrir að geta horft á það hvenær sem ég vil. En þú varst líka einstakur fjöl- skyldufaðir. Það fór ekki fram hjá neinum hvað þú varst stoltur af börnunum þínum og hvað þér þótti vænt um Viktoríu. Þessari hlýju fengu líka börnin mín að kynnast því eins og með allt ann- að hjá þér varstu einstakur með þeim. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla við þau og leika og auð- vitað bættirðu við smá „dassi“ af stríðni enda hefði annað verið eitthvað skrítið. Þeim þótti enda- laust vænt um þig og munu sakna þess að fá ekki Hróa frænda í heimsókn. Hróar, minn besti vinur, ég held að ég muni aldrei jafna mig á því að þig vanti í mitt líf og á ég erfitt með að sjá fyrir mér hvern- ig það er hægt að hafa heiminn án þín. En ég mun alltaf líta upp til þín og mun gera mitt besta til að láta þig vera stoltan af mér. Þú munt alltaf vera mín fyrirmynd og mun ég halda minningu þinni lifandi hjá mínum börnum með því að segja þeim sögur af þér og mér. Þinn litli bróðir og besti vinur að eilífu, Arnar Daníel Jónsson. Nú kveð ég yndislega bróður minn hann Hróar. Hann var gleðigjafi frá því hann fæddist, alltaf glaður og kátur, stríðinn og áræðinn. Hann elskaði fjölskyld- una sína meira en orð fá lýst og öll hans framtíðarplön snerust um hana. Nú sit ég og minnist gam- alla tíma frá því við vorum að alast upp og til dagsins í dag. Hann var níu árum yngri en ég þannig að ég fylltist mikilli ábyrgðartilfinningu þegar hann fæddist og varð eiginlega litla mamma hans. Ég passaði hann að sjálfsögðu mjög mikið þegar hann var lítill og má segja að ég hafi ekki komist alveg út úr þessu hlutverki að vera alltaf að ala hann upp þrátt fyrir að hann væri löngu orðinn fullorðinn, en sem betur fer tók hann mig mátulega alvarlega og hló bara að mér þeg- ar ég var að reyna að segja hon- um eitthvað til. Annars hefðum við sennilega ekki verið eins góðir vinir eins og raunin var. Hann var svo skemmtilegt barn, lærði texta og lög eins og ekkert væri, þannig var hann ævinlega. Hann var næstum alæta á tónlist, hann var þó lítið fyrir óperusöng og sin- fóníur. Hann æfði fótbolta með Ungmennafélaginu Þrótti, fór bæði í dansskóla og tónlistarskóla og lærði á píanó þegar hann var lítill. Þegar hann var orðinn eldri kenndi hann sér sjálfur á gítar og átti ekki í miklum vandræðum með að spila og syngja. Hróar var einstaklega bóngóður og það kom strax fram þegar hann var pínu- lítill því hann snerist í kringum mig til að rétta mér og sækja það sem ég bað um. Hann var jafnvel lagður af stað áður en hann vissi hvað það var sem átti að sækja. Þegar ég var orðin fullorðin og hann unglingur ákváðum við Kiddi að byggja við hliðina á for- eldrum mínum, ég flutti aftur heim með unnustann og yndis- legu bræður mínir sættu sig við að vera saman í herbergi heilan vetur til þess að við gætum búið hjá þeim, sá tími var ómetanleg- ur, að fá þessi nánu kynni aftur. Þær voru margar stundirnar sem hann hjálpaði okkur við að byggja húsið, en þá var hann orðinn 15- 16 ára og var hörkuduglegur í framkvæmdunum. Þegar ég eign- aðist svo sjálf börn voru þau svo heppin að eiga þessa góðu frænd- ur í næsta húsi og voru þeir í miklu uppáhaldi hjá mínum börn- um og hafa þau alltaf litið á Hróar sem miklu meira en bara móður- bróður. Þegar Hróar eignaðist svo sjálfur fjölskyldu var dásam- legt að sjá hversu stoltur hann var af fjölskyldunni sinni og að sjá að allt hans líf snerist um hana. Elsku Hróar, ég er svo þakklát fyrir það að þú varðst litli bróðir minn árið 1980, en hver getur skilið hvers vegna þú varst tekinn svona frá okkur? Þú sem varst með framtíðarplönin og elskaðir lífið, börnin þín og eiginkonuna. Ég mun ætíð sakna þín elsku bróðir. Elsku Viktoría, Jón Hilmar og Ólína Auður, missir ykkar er mik- ill, megi allir heimsins englar gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Erna systir. Það voru sorglegar fréttir sem bárust mér til Hamborgar að- faranótt föstudags þegar mér var tilkynnt að elsku Hróar bróðir væri dáinn. Mikið er lífið stund- um óréttlátt. Þitt ferðalag var alltof stutt. Það er alltaf svo óend- anlega sárt að kveðja en minn- ingin um glaðlyndan, lífsglaðan, ljúfan bróður lifir að eilífu. Mér finnst kveðjan hans Bubba Morthens eiga vel við á þessum erfiðu stundum: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elskulegu Viktoría, Jón Hilm- ar og Ólína Auður, megi guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk og huggun til að takast á við sökn- uðinn og sorgina á þessum erfiðu tímum. Elsku pabbi, Guðrún, Erna, Kiddi, Arnar, Binný og krakkarnir allir, guð gefi ykkur líka styrk og huggun. Ég kveð þið með söknuði elsku bró. Megi ljúf minning lifa í hjört- um okkar allra um ókomna fram- tíð. Þín systir, Magnea. Elsku Hróar, að heyra að þú sért farinn eru sárustu orð sem ég hef á ævi minni heyrt. Sökn- uðurinn er mikill og það er erfitt að trúa því að þetta sé raunveru- leikinn, að fá ekki að sjá þig aftur, fara saman í Skorradalinn, hlæja saman, spila eða spjalla. Þú tókst mér opnum örmum þegar við Arnar byrjuðum saman og faðmurinn þinn var alltaf op- inn þar sem þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Alla tíð hafði ég svo gaman af því að sjá ykkur bræðurna saman, þið áttuð ein- stakt samband og umhyggjan hvors til annars skein af ykkur báðum. Ég datt svo sannarlega í lukku- pottinn þegar ég fékk ykkur Vikt- oríu í kaupbæti með bróður þín- um. Við urðum strax miklir vinir og lið. Það var alltaf svo gaman hjá okkur fjórum saman, mikið glens og grín og mikil væntum- þykja. Mér fannst ég alltaf svo heppin að fá að eiga ykkur að. Ég vildi að árin hefðu verið miklu fleiri. Tárin streyma og maður skilur ekki hvernig þetta gat gerst, heimurinn er svo sann- arlega fátækari án þín. Ég mun passa vel upp á litla bróður þinn sem þér þótti svo vænt um. Ég elska þig kæri vinur og mun geyma minningarnar um þig í hjartanu alla ævi. Takk fyrir samfylgdina og allar góðu stund- irnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Binný Skagfjörð Einarsdóttir Haustið 2007 hóf ég nám við frumgreinadeild Háskólans á Bif- röst. Það var eftirvænting og smá kvíði yfir því að hefja nám eftir svona langt frí sem og að kynnast mörgu nýju fólki. Fyrsta daginn var svokallaður hóphristingur, þ.e. að láta okkur kynnast hvert öðru, og sá Edda Björgvins um þennan dag, sem allur var alveg ógleymanlegur. Við vorum látin byrja á því að segja nafnið okkar að viðbættu viðurnefni svo allir ættu auðveldara með að muna nöfnin og Hróar kynnti sig sem Hróa hött, því gleymir maður auðvitað ekki. Alls kyns leikir og fíflalæti fóru fram þennan dag, hluti af því var að skipta okkur upp í lið og Hróar var í mínu, þennan dag vissi ég strax að þarna var á ferðinni ótrúlega skemmtilegur, frumlegur og heillandi strákur. Vigga konan hans var auðvitað með okkur í náminu og er hún alveg sama yndið og glaðlynda gæðablóðið og Hróar. Fruman, eins og við í þessu námi kölluðum okkur, náði vel saman og í öllu, alls staðar var Hróar hrókur alls fagnaðar. Það var ekki hægt að vera í fýlu eða niðurdreginn þegar hann var ná- lægt. Mikið var um hópavinnu í þessu námi og unnum við Hróar og Siggi, skólabróðir og vinur, mikið saman og þá sérstaklega í stærðfræði (stærðfræðiþríeykið). Þessar stundir hafa verið mér of- arlega í huga síðustu daga, en jafnvel þótt viðfangsefnið hafi ekki verið það skemmtilegasta í bransanum áttum við svo ótrú- lega skemmtilegar stundir. Fífla- lætin og hlátursköstin náðu alltaf að sjá til þess að við hárreyttum ekki hvert annað á þessum tím- um, þótt stundum væri unnið fram á nótt við að leysa misleið- inleg stærðfræðidæmi og öll aukadæmi, allt var gert til að fá toppeinkunn og stóðum við okkur mjög vel. Ég á ekki eina minn- ingu af Hróari sem ekki er skemmtileg, aldrei voru leiðindi. Þau Vigga voru alltaf til staðar, sannir vinir eins og allir í okkar hópi. Alveg sama hvað það var, alltaf var hægt að leita til þeirra Hróars og Viggu, gott dæmi er þegar sonur minn slasaðist seint eitt kvöldið og auðvitað var Hróar tilbúinn til þess að keyra okkur inn í Borgarnes til læknis í hvelli, þó svo að heimavinna fyrir morg- undaginn biði. Ég vissi að alveg sama hvað þá gæti ég alltaf treyst á Hróar, hann var þannig vinur, sannur vinur vina sinna. Sumarið 2009 flutti ég og skipti um háskóla og þá vissi ég að sam- bandið við hópinn á Bifröst myndi breytast, það gerist en lífið er stundum þannig að maður ein- faldlega verður. Maður heldur að maður hafi endalausan tíma til að sinna þeim sem manni þykir vænt um, fara í heimsókn, taka upp tækið, sem maður er alltaf með í höndunum, og hringja. Tíminn týnist. Þegar ég fékk þær fréttir að Hróar væri farinn, síðastliðinn föstudag, þá stóð ég á gati, ég gat ekki skilið að ég hefði ekki tæki- færi til að hafa samband, fara í heimsókn, skipuleggja hitting eða bara eitthvað. Það er alltaf sagt að lífið sé hverfult en maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en eitthvað þessu líkt gerist. Elsku Vigga, Jón Hilmar, Ól- ína Auður, fjölskylda og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Anna Teitsdóttir, samFruma og vinkona. Kæri vinur, það er erfitt að horfast í augu við það að þú sért farinn. Það var mér dýrmætt að kynnast þér eftir að við Inga felldum hugi saman og ég flutti í Vogana. Ég man að ég var áhyggjufullur yfir því að flytja í svo lítið samfélag og kynnast nýju fólki og því hvernig mér yrði tek- ið. Þær áhyggjur reyndust óþarf- ar því ég kynntist þér fljótlega og úr varð vinátta sem entist. Við áttum tónlistina að sameiginlegu áhugamáli og varst þú tíður gest- ur á heimili okkar Ingu þar sem við hlustuðum á tónlist, spiluðum og sungum saman. Við unnum saman á tveimur stöðum og það var gott að vinna með þér. Þó að samgangurinn hafi minnkað með árunum var ávallt gaman að hitta þig á förnum vegi og á hvers kyns viðburðum þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar og var við- mót þitt ávallt glaðlegt og vin- samlegt eins og við hefðum síðast hist deginum áður. Við hjónin eig- um margar góðar minningar um þig sem við munun varðveita og hugsa til þín með hlýhug. Við kveðjum þig með söknuði og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Högni og Inga Sigrún. Baldvin Hróar Jónsson HINSTA KVEÐJA En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl í friði Hróar minn. Tengdaforeldrar. Hilda Emilía Hilm- arsdóttir og Ólafur Auðunn Þórðarson.  Fleiri minningargreinar um Baldvin Hróar Jónsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.