Morgunblaðið - 17.07.2020, Síða 19
Við andlát Emmu móðursyst-
ur minnar fara langar minning-
ar á flug og hugsanir um þá
ótrúlegu kempu sem hún var.
Myndarskapurinn og dugnaður-
inn uppmálaður, hverju sem hún
snerti á. Um leið glæsileg stuð-
manneskja sem elskaði að
dansa. Hún var þeirrar gerðar
að geta opnað nýjar veraldir í
samtali. Hún hafði magnaða
gáfu til þess að lýsa ástandi og
hlutum. Hún var klæðskera-
menntuð og það var sérstök un-
un að heyra hana tala um efni,
áferð og liti.
Það var dýrmæt stund síðast
þegar ég hitti Emmu fyrir
nokkrum mánuðum. Þar rifjaði
hún upp kjólana og kápurnar
sem listasaumakonan í sveitinni
hafði búið henni og systrunum,
Veigu og Önnu Margréti,
mömmu minni, þegar þær voru
litlar. Í fínustu smáatriðum, svo
allt lifnaði; litirnir, sniðin og ég
sá þær fyrir mér dugnaðarstelp-
urnar þrjár í þessum sparibún-
aði með bláu stráhattana á bleik-
um búðarskóm, ekki
sauðskinnsskóm.
Nú eru þær gengnar þessir
merkilegu persónuleikar, syst-
urnar frá Eyvík, og systkinin
fjögur þar með öll, en Jóhannes
er einnig látinn, í hárri elli eins
og þær.
Þær voru hver með sínu móti:
Emma, Veiga og Magga, eins og
mamma var kölluð heima hjá
sér. En mér finnst þær allar
hafa verið fyrirmyndir og að
þær hafi komist afar vel frá því
óskiljanlega hlutverki að vera
kvenmaður fæddur um það bil
1920. Emma stýrði búinu í Ey-
vík ásamt Reyni manninum sín-
um þannig að þar var tvo al-
vörubændur að finna. Það er til
marks um töffarann Veigu að
hún lærði á bíl fyrir allar aldir
og fór að skokka löngu áður en
það komst í tísku. Magga tók
upp á því að læra hjúkrun, við
mótbyr ef eitthvað var, og
dreymdi um að komast til Afr-
íku í hjálparstarf.
Bærinn þeirra, Eyvík, er
geymdur í mjög sérstöku lands-
lagi við djúpa dularvatnið,
Hestvatn, hjá furðulega löngu
og aflíðandi Hestfjalli, sem er
lifandi líka, með Snoppu og
Eyru, eins og örnefnin segja.
Og það sést til Heklu, með
meiru.
Saga systranna er að baki, en
afkomendur búa enn á góða
staðnum, í Eyvík. Verksum-
merkin eru áþreifanleg, rækt-
unin, uppbyggingin. Minning-
arnar leika lausum hala um
landmóðurina Emmu, valkyrj-
una sístarfandi.
Steinunn Sigurðardóttir.
Fleiri minningargreinar
um Emmu Kolbeins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
✝ ArngrímurGeirsson fædd-
ist 29. maí 1937 í
Álftagerði í Mý-
vatnssveit. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands Húsa-
vík hinn 6. júlí 2020.
Arngrímur var
sonur Geirs
Kristjánssonar
bónda, f. 8.3. 1905, d.
3.3. 1977 og Freydís-
ar Sigurðardóttur húsfreyju, f.
11.4. 1903, d. 3.3. 1990. Systkini
Arngríms voru Ásmundur, f. 1.3.
1932, d. 24.6. 2019, og Málm-
fríður, f. 14.2. 1934, d. 12.6. 2020.
Arngrímur ólst upp í Álfta-
gerði og gekk í farskóla í Mý-
vatnssveit og Héraðsskólann á
Laugum. Hann útskrifaðist frá
Íþróttakennaraskóla Íslands 1957
og lauk kennaraprófi frá
haldsskólakennari, gift Herði Þór
Benónýssyni. Börn þeirra: 2a)
Arna Benný, maki Jónas Stefáns-
son, sonur þeirra er Benóný Þór.
2b) Gígja Valgerður, maki Atli
Sigurjónsson. 2c) Freyþór Hrafn,
maki Lilja Katrín Gunnarsdóttir.
3) Sigurbjörn Árni skólameistari,
giftur Gunnhildi Hinriksdóttur.
Börn þeirra: Guðmundur Gígjar,
Arney Dagmar og Hinrik Freyr.
4) Sigurður Örn vélfræðingur,
giftur Málmfríði Einarsdóttur.
Börn þeirra: Einar Örn, Kristján
Örn og Álfhildur Ester. 5) Arn-
fríður Gígja aðstoðarsaksóknari,
gift Hallgrími Hallgrímssyni.
Börn þeirra eru: Helga Freydís
Brynjarsdóttir, Benedikt Kári
Brynjarsson og Arndís Anna.
Arngrímur byrjaði að kenna í
farkennslu í Þingeyjarsýslu að
loknu námi í Laugaskóla og
veturinn eftir íþróttakennara-
námið kenndi hann við Lauga-
skóla og ferðaðist einnig um
Suðurland og Vestfirði og kenndi
þjóðdansa, skíðaíþróttir, glímu
o.fl. Eftir kennaraprófið kenndi
hann við Laugarnesskóla í fimm
vetur en fór svo norður í Laugar
og kenndi við skólann til 1973 ut-
an einn vetur sem hann nam við
kennaraháskóla í Kaupmanna-
höfn. Frá 1973 til 2004 kenndi
hann við Skútustaða-
skóla/Reykjahlíðarskóla og við
Framhaldsskólann á Laugum vet-
urinn 1995-1996. Hann tók við búi
föður síns við andlát hans árið
1977 en þau hjónin höfðu unnið
við það öll sumur frá 1961.
Arngrímur var liðtækur í öll-
um þeim íþróttum sem hann próf-
aði og ötull í félagsstörfum alla
tíð. Hann þjálfaði frjálsíþróttir hjá
HSÞ um langt árabil og var lengi í
stjórn sambandsins. Þá sat hann í
stjórn Hestamannafélagsins
Þjálfa og Hrossaræktarfélags
Þingeyinga og Eyfirðinga. Arn-
grímur dæmdi bæði glímu og
knattspyrnu og var margoft sér-
greinastjóri á frjálsíþróttamótum.
Hann hlaut eirmerki FRÍ og
starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín
og var gerður að heiðursfélaga
HSÞ árið 1994.
Útför Arngríms fer fram frá
Skútustaðakirkju í dag, 17. júlí
2020, og hefst athöfnin klukkan
14.
Kennaraskóla Ís-
lands 1960. Þar
kynntist hann núlif-
andi eiginkonu sinni,
Gígju Sigurbjörns-
dóttur, f. 11. júní
1940 á Grófargili í
Skagafirði, og
gengu þau í hjóna-
band 27. desember
1962. Börn þeirra
eru: 1) Þórhallur
Geir verkfræðingur,
giftist Kristínu Gunnarsdóttur.
Þau skildu. Börn þeirra 1a) Birg-
itta Guðmundsdóttir, maki Andri
Björn Úlfarsson, dætur þeirra:
Andrea Eygló og Aría Mist. 1b)
Andrea, maki Ingvar Kári Þor-
leifsson, börn þeirra: Rósa Kristín
og Þorleifur Geir. 1c) Arngrímur,
maki Hinrik Örn Hinriksson. 1d)
Karlotta, maki Simon Bröndum
Andersen. 2) Freydís Anna fram-
Hrjúfar hendur, grásprengt
rautt alskegg sem bæði stakk og
kitlaði og hossast á kné pabba sem
raulaði barnagælur t.d. „Ríðum,
ríðum, hart út á skóginn hallast ég
á hestinum en ríða vil ég þó“. Þann-
ig minnist ég þín m.a. á uppvaxt-
arárum mínum í Mývatnssveit.
Ekki var mikill tími til leiks en
stöku sinnum gafst tími til ljóna-
leiks, þumalfingurstrixið tekið eða
að þú sast nógu lengi þannig að
hægt væri að sitja á pabbakné.
Hins vegar tókst þú og mamma
okkur yfirleitt með í búverkin og
útreiðar þannig að samveru-
stundirnar voru mýmargar og
margt sem ég lærði og kann að
meta nú, sérstaklega á seinni ár-
um. Ég vildi samt að ég hefði tekið
enn betur eftir og ég átti eftir að
spyrja um svo margt, leita ráða eða
segja þér frá – gott að ég hef enn
þá mömmu. Þú sem þekktir hverja
þúfu með nafni og fleira í þeim dúr.
Þú sem allt gast og vissir og varst
alltaf boðinn og búinn að rétta öðr-
um hjálparhönd, hvort heldur sem
var í leik eða starfi. Örlátur á tíma
þinn, ekki síst þegar kom að
kennslu eða félagsstörfum – ég sé
það og finn sérstaklega undanfarið
hve marga þú hefur snortið á lífs-
leið þinni. Þú sem eftirlést mömmu
meira uppeldið á okkur krökkun-
um, en ef þú á annað borð byrstir
þig hafði maður virkilega gert eitt-
hvað af sér.
Þú varst fáorður um tilfinningar
þínar en aldrei hef ég dregið í efa
hvaða hug þú barst til okkar í fjöl-
skyldunni, gjörðir þínar hafa ávallt
sagt meira en hægt er að færa í
orð. Þú varst strangheiðarlegur,
réttsýnn, fróður um menn og mál-
efni og máttir ekkert aumt sjá,
hvorki menn né málleysingja. Þú
varst ekki mikið fyrir að berast á
en steigst fram og tókst af skarið ef
á þurfti að halda þótt það kæmi þér
ekki endilega til góða eða kæmi þér
áfram í metorðastiga þjóðfélagsins.
Gott dæmi um það er stíflu-
sprengingin í Laxá, við Miðkvísl, í
ágúst 1970, „hernaðarverkið“ eins
og þú jafnan kallaðir það. Þér þótti
óþægileg athyglin sem þú fékkst í
tengslum við heimildarmyndina
„Hvellur“ er fjallaði um þennan at-
burð og bentir réttilega á að þar
hefðu margir verið að verki og allir
staðið saman sem einn maður (ekki
séns að þú hefðir eignað þér „heið-
urinn“ einn). Í atvinnuviðtali um
daginn var ég spurð hvort einhver
nákominn mér hefði drýgt ein-
hvern refsiverðan verknað sem
varpað gæti rýrð á mig eða væri
mér til vansa. Ég hugsaði mig
lengi um, datt í hug að nefna stíflu-
sprenginguna, svona í bríaríi, en
þá hefði ég ekki verið að segja satt
og rétt frá. Jú, vissulega var þetta
refsiverður verknaður en hvorki
gæti þetta varpað rýrð á mig né
verið mér til vansa.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skylduna, ættfaðirinn allur, síðast-
ur sinna systkina, en mamma
stendur eftir keik og munum við
Hallgrímur og krakkarnir gera
okkar besta til að styðja hana –
þótt ég reyndar sé ansi hrædd um
að það verði fremur á hinn veginn.
Helga Freydís og Benni Kári
minnast þín með hlýju í hjarta og
við munum hjálpast að við að
halda minningu þinni á lofti þann-
ig að Arndísi Önnu („ljós í húsi“
eins og þú kallaðir hana oft) muni
finnast hún muna eftir þér. Pabbi,
við elskum þig.
Arnfríður Gígja
Arngrímsdóttir.
Arngrímur, okkar yndislegi
kennari, hefur kvatt þessa jarð-
vist. Yfirvegaður, rólegur og jarð-
bundinn, allir báru virðingu fyrir
honum. Stórkostlegur kennari.
Hverfum nú aftur í tímann. Sviðið
er Skútustaðaskóli, það er að
byrja tími, Arngrímur er kennar-
inn. Allir bíða inni í stofunni, mikil
spenna í loftinu því nú á að
hrekkja Arngrím, töflutuskan
komin blaut í kennarastólinn.
Bjallan hringir og inn gengur Arn-
grímur, býður góðan daginn, legg-
ur frá sér bækur og fleira, sest í
stólinn. Urgur fer um bekkinn,
Arngrímur stendur á fætur og
byrjar kennsluna, skrifar eitthvað
á töfluna og við sjáum hvar rass-
inn á buxunum hefur blotnað.
Engin viðbrögð hjá Arngrími,
kennslan gengur eðlilega og bjall-
an hringir út tímann. Þetta var
Arngrímur, æðruleysið og stilling-
in algjör. Ekki minnist ég fleiri
hrekkja gagnvart Arngrími. Hans
verður sárt saknað. Fjölskyldu
hans og ástvinum öllum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð geyma
og blessa minningu Arngríms. Við
kveðjum þennan öðlingskennara
með orðum sem eiga vel við: Þú
varst gull af manni.
Dagný Hallgrímsdóttir og
Herdís Steingrímsdóttir.
Látinn er Arngrímur Geirsson,
kennari og bóndi í Álftagerði í Mý-
vatnssveit. Arngrímur var góður
liðsmaður þjóðaríþróttar Íslend-
inga og við félagar, sem gegndum
formennsku í Glímusambandi Ís-
lands samtals í 16 ár, vildum minn-
ast hans á þeim vettvangi og þakka
samstarfið.
Arngrímur var frækinn íþrótta-
maður, snarpur og fimur í hreyf-
ingum. Sprettharður og góður
kastari og var oftar en einu sinni
stigahæstur frjálsíþróttamanna á
héraðsmótum HSÞ á yngri árum.
Arngrímur tók þátt í glæsilegri
glímusýningu Þingeyinga á Lands-
móti UMFÍ á Akureyri 1955. Eftir
það var glíman í nokkurri lægð
norðanlands en Arngrímur lagði lið
við endurvakningu hennar á sjö-
unda áratug síðustu aldar og var
einn þeirra sem leiðbeindu í Skjól-
brekku á glímuæfingum og lögðu
grunn að góðum árangri Þing-
eyinga á komandi árum. Hann tók
dómarapróf í glímu 1968 og var
lengi einn af virkustu og bestu
glímudómurum Þingeyinga. Það
var gott að starfa með Arngrími á
glímumótum og þar áttum við vini
að mæta.
Arngrímur var jafnan boðinn og
búinn að leggja glímunni lið. Hann
var sérgreinastjóri glímunnar á
landsmótum UMFÍ á Akureyri
1881, í Keflavík 1984 og á Húsavík
1987. Á landsmótinu í Mosfellsbæ
1990 gerði hann sér lítið fyrir og tók
sjálfur þátt í glímukeppninni og
varð þar um miðjan hóp miklu yngri
keppenda, en 38 ára aldursmunur
var á honum og yngsta keppandan-
um. Þá var Arngrímur kominn á
sextugsaldur en sýndist engu hafa
gleymt frá fyrri árum. Hann var
fararstjóri fyrir glæsilegum hópi
átta glímustúlkna sem fóru til Dan-
merkur árið 2001 og sýndu glímu á
unglingalandsmóti ungmennafélaga
þar.
Arngrímur Geirsson var prúð-
menni í framgöngu og hafði hlýlega
nærveru. Hann var einnig
röskleikamaður og fremstur í flokki
þegar Þingeyingar gengu fram fyrir
skjöldu sem náttúruverndarmenn í
Laxárdeilunni og sprengdu stífluna
í Miðkvísl 1970 eins og frægt er orð-
ið. Arngrímur var þá einn þriggja
sprengjumanna og þar sem annars
staðar í fararbroddi. Hann var ein-
staklega fjölhæfur maður og lagði
gjörva hönd á margt, en allt sem
hann fékkst við var til þess hugsað
að bæta mannlífið og umhverfi þess.
Hann var að verðleikum sæmdur
gullmerki GLÍ 2004. Við minnumst
heiðursmannsins Arngríms Geirs-
sonar með virðingu og þökk og
sendum fjölskyldu hans og aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Jón M. Ívarsson og
Rögnvaldur Ólafsson.
Arngrímur
Geirsson
sast á stólnum og brostir breitt,
það gaf okkur mikið að geta
glatt þig með því að gera garð-
inn fínan með sumarblómum.
Það var ávallt notalegt og
hlýtt í kringum þig. Sannarlega
dýrmætt að fá að alast upp við
hlið þér og mun minning þín
lifa að eilífu í hjörtum okkar.
Hlökkum til að hitta þig aft-
ur elsku amma, við elskum þig.
Hannes Ísberg
Gunnarsson og Kristín
Rún Gunnarsdóttir.
Elsku amma mín, nú hefur
þú kvatt okkur í hinsta sinn og
söknuðurinn er mikill. Það var
alltaf gott að koma í heimsókn
til þín enda stóð heimilið þitt
alltaf opið öllum. Þú sem vildir
allt fyrir alla gera og allir voru
jafnir fyrir þér, hvort sem það
voru dýr eða menn. Eitt dæmi
þess er þegar ég átti að fara til
dagmömmu sem lítið barn, þá
fannst þér tilhugsunin ómögu-
leg. Sem varð til þess að ég var
hálfa vikuna hjá dagmömmu og
þú annaðist mig seinni part vik-
unnar. Er ég þér svo óend-
anlega þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum sam-
an sem mótuðu mig alla tíð þó
svo ég væri ung að aldri. Dag-
urinn hjá ömmu var fullur af
skemmtilegum stundum, hvort
sem það var að baka, prjóna
eða hvað sem okkur datt í hug
hverju sinni. Þessar stundir
gerðu okkur nánari fyrir vikið
og tengdu okkur sterkum bönd-
um. Við áttum því einnig margt
sameiginlegt, sérstakan áhuga
höfðum við á hundum og handa-
vinnu, og þegar fram líða
stundir sé ég það alltaf betur
og betur hversu líkar við vor-
um. Það nýjasta er sameigin-
legur áhugi okkar á blómum.
Mun ég aldrei gleyma þeim
stundum þegar við sátum sam-
an við eldhúsborðið og ræddum
saman um allt milli himins og
jarðar. Helsta umræðuefnið var
hundar, enda langaði mig ávallt
að eignast minn eigin. Óskin
rættist og ég eignaðist hund.
Stuttu áður en ég eignaðist
hundinn hringdi ég í ömmu og
bað um að gista enda mjög mik-
ilvægt að taka umræðuna um
hundinn áður en ég fengi hann í
fangið. Það er sárt að hugsa til
þess að stundirnar verða ekki
fleiri að sinni.
Með baráttu þinni sýndir þú
okkur hversu mikill töffari þú
varst og gafst aldrei upp. Þegar
þú varst orðin mikið veik og
við ætluðum að styðja við þig
kipptir þú jafnvel að þér hend-
inni því þú varst enginn aum-
ingi að þinni sögn.
Um jólin tilkynnti ég þér að
þú værir að verða langamma
sem gladdi þig, ekki nóg með
að þú værir að verða
langamma heldur voru einnig
miklar líkur á því að litli kall-
inn gæti komið á sjálfan af-
mælisdaginn þinn. Erfiðast er
að hugsa til þess að þú munir
aldrei hitta litla kallinn okkar
en ég hugga mig við það að þú
vissir að hann væri væntanleg-
ur í heiminn og jafnframt að
þú vissir að þú yrðir langamma
á næstu dögum, enda ekki allir
svo heppnir að ná því að verða
langamma.
Ég mun aldrei gleyma þér
og mun ekki líða sá dagur sem
ég mun ekki hugsa til þín. Með
þakklæti og kærleika í huga
kveð ég þig, elsku hlýja og
hugrakka amma mín.
Þín
Guðrún Ósk Baldursdóttir.
Í dag fer fram útför Rúnu
vinkonu minnar. Við kynnt-
umst gegnum eiginmenn okk-
ar, þá Gunnar og Úlla, sem
voru æskuvinir. Síðan eru liðin
rúm 60 ár.
Ég minnist Rúnu sem vin-
konu sem alltaf var til staðar,
hlý og notaleg.
Rúna var mikill dýravinur
og átti alltaf hunda, hún spurði
mig gjarnan um hundinn minn
hann Trygg.
Fáir áttu fallegri garð, full-
an af blómum, sem hún rækt-
aði gjarnan sjálf. Færði hún
mér alltaf sumarblóm á hverju
vori.
Ég á eftir að sakna vinkonu
minnar og heimsóknanna á hið
notalega heimili þeirra hjóna,
og allra símtalanna okkar á
kvöldin.
Rúna vinkona mín var mjög
stolt af sonum sínum, tengda-
dætrum og barnabörnum, sem
hún naut þess að vera með.
Ég sendi Gunnari eigin-
manni hennar og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Viktoría Valgerður
Ólafsdóttir (Vigga).
Fleiri minningargreinar
um Geirrúnu Marsveins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar og móður,
ELÍNAR EBBU SKAPTADÓTTUR
sem andaðist 2. júní, var jarðsungin frá
Lindakirkju 10. júní og jarðsett í
Kópavogskirkjugarði.
Jóhannes Víðir Haraldsson
Skapti Jóhannesson
Haraldur Jóhannesson
og fjölskyldur
Ástkær móðir mín,
ÞURÍÐUR FREYSDÓTTIR
Rúrý
Sólbrekku 10, Húsavík,
lést þriðjudaginn 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju
miðvikudaginn 22. júlí klukkan 14.
Ágúst Örn Gíslason
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
RAGNHEIÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
Hamravík 16,
lést á Líknardeildinni í Kópavogi
sunnudaginn 5. júlí. Útför hennar fór fram
í kyrrþey miðvikudaginn 15. júlí að ósk hinnar látnu.
Við viljum þakka starfsfólki Líknardeildar Kópavogs og þökkum
einnig auðsýnda samúð.
Ágúst Guðjónsson
Sigurbjörn Ágúst Ágústsson Hjördís Björk Þórarinsdóttir
Jón Viðar Ágústsson Gréta María Grétarsdóttir
Lára Björg Ágústsdóttir
og barnabörn