Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntókupróf í læknisfræði 15 ágúst nk online. Umsóknarfrestur er til 17 júlí. Uppl. kaldasel@íslandia.is og s. 5444333 Bílar Nýir 2020 Mitsubishi Outlander Hybrid. Flottasta typa með öllum búnaði. Listaverð 6.690.000,- Okkar verð er 800.000 lægra eða 5.890.000,- Til sýnis á staðnum í nokkrum litum. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera    Raðauglýsingar Nauðungarsala UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Austurvegur 7, Ísafjarðarbæ, fnr. 2119169, þingl. eig. Áslaug Jóhanna Jensdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, þriðjudaginn 21. júlí nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 15 júlí 2020 Tilkynningar Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008–2028 Vegagerðin undirbýr jarðgangagerð undir Fjarðar- heiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Seyðisfjarðar og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi, auka umferðar- öryggi og bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi. Í tengslum við framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga hefur Vegagerðin jafnframt skoðað að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum. Vegagerðin kynnti framkvæmdir vegna Fjarðarheið- arganga og áætlað umhverfismat þeirra í drögum að tillögu að matsáætlun í lok júní 2020. Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að hefja undirbúning aðalskipulagsbreytingar þar sem mörkuð verður stefna um staðsetningu ganganna, gangnamunna og vegtengingar. Jarðgöng frá Héraði yfir á Seyðisfjörð eru í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs en lega þeirra, áætlaður jarðgangamunni og veglínur vegtengingar Héraðsmegin er ekki í samræmi við núverandi áform Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs er jákvæð fyrir breyttri legu ganganna, að gangnamunninn verði við Dalhús í stað Miðhúsa og að Hringvegur 1 verði færður nær Eyvindará vegna umferðaröryggis og hyggst breyta aðalskipulagi til samræmis við það. Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu og umhverfismati hennar og er lýsingin aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efni hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 10. ágúst 2020. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í tölvupósti á netfangið dandy@egilsstadir.is eða í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi, þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulags- laga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Mánudaginn næsta 20. júlí er sumarhópurinn okkar með viðburði. kl. 12 byrjum við á að fara í hamborgara í Hagavagni- num hjá vesturbæjarlauginni og svo eftir hádegi kl. 14.30 er ís og stuð í boði sumarhópsins. Allir velkomnir! Árskógar Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Félagsstarfið lókað eftir kl 13. Allir velkomnir í Félagsstarfið sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Leiksýning, Endalausir þræðir kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 15. ATHUGIÐ AÐEINS Í DAG. Við vinnum eftir samfélagssáttmálanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45 -15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Bingó í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Föstudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl. 10-12. Prjónakaffi Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl.9.30. Kennsla í notkun snjallsímatækja 10.30 - 11.30. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9. í dag og gönguhópar leggja af stað frá Borgum kl. 10. í dag, mismunandi styrkleikar. Opið í Borgum frá 8. til 16. frjálst opið félagsstarf. Dans- leikfimi kl. 14. í Borgum í dag. Hádegisverður hefst kl. 11.30 og kaffihúsið opnar kl. 14.30 en heitt á könnunni alla daga. Hjartanlega velkomin í Borgir, þar sem gleðin býr. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hressandi dansleikfimi klukkan 9.30 í setustofu. Um tíuleytið hittist vikulegur spjallhópur í handverksstofu í morgunkaffi. Eftir hádegi verður bingóið á sínum stað í matsalnum (spjaldið kostar 250 kr.) og vöfflukaffi í framhaldi af því. Einnig verðum við með boccia í setus- tofu klukkan 13.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg. Samfélagshúsið Vitatorgi Í næstu viku verður haldið námskeið á spjaldtölvur á Vitatorgi; mánudag, miðvikudag og föstudag. Fyrir hádegi, kl. 9-12, verður kennt á Android stýrikerfi og eftir hádegi, kl.13-16, Apple stýrikerfi. Námskeiðið er að kostnaðarlausu en skráning nauðsynleg. Takmörkuð pláss. Hafið samband í síma 665- 7641 fyrir skráningu. Seltjarnarnes Dagskráin í dag föstudaginn 17.júlí. Kl. 10.30 er kaf- fispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11:00 er leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 er samsöngur í salnum á Skólabraut. Kl. 14. er menning og skemmtun á Skólabraut. Hlökkum til að sjá ykkur, Sléttuvegur 11-13 Föstudagur Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bíó kl. 13. (verður í boði með auglýsingu í Selinu). Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. með morgun- 200 mílur ✝ Sveinn ÓliJónsson fædd- ist á Akureyri 10. nóvember 1935. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 8. júlí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Jón Stefánsson, rit- stjóri og kaup- maður á Akureyri, f. 17. janúar 1881, d. 1. júní 1945, og Gerda Stefánsson, hús- freyja og útsölustjóri ÁTVR á Akureyri, f. 24. júlí 1906, d. 9. nóvember 1985. Systkini Sveins Óla eru Stefán, f. 1934, d. 2013, og Gerða Ásrún, f. 1936. Eiginkona Sveins Óla er Anna Lilja Kvaran, f. 28. októ- ber 1935, þau gengu í hjóna- band 15. ágúst 1961. Dóttir Sveins Óla og Önnu Lilju er Anna Katrín, f. 24. ágúst 1971, eiginmaður hennar er Guðni Jónsson, fæddur 7. maí 1971. Börn þeirra eru Sveinn Óli, f. 7. júlí 2000, Kol- brún Elsa, f. 24. febrúar 2005, og Jón Atli, f. 21. apríl 2008. Fyrir átti Guðni Hafdísi Rún, f. 14. desember 1992. Sveinn Óli ólst upp á Akur- eyri en fór reglulega til Dan- merkur að heimsækja móð- urfólkið sitt. Þegar hann var 12 ára dvaldi hann í Dan- mörku í rúmt ár, þegar hann kom aftur heim til Akureyrar talaði hann nánast ein- göngu dönsku og upp frá því var hann kallaður Óli danski, það við- urnefni hélst við hann til æviloka. Eftir grunnskólann hóf hann nám í Menntaskólanum á Akur- eyri, sú skólaganga var ekki löng því hugurinn leitaði ann- að. Tónlistin skipaði stóran sess í lífi Sveins Óla. Hann spilaði á trommur með ýmsum hljóm- sveitum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hann spilaði meðal annars með Chet Baker þegar hann kom til Íslands og hélt tónleika hér. Seinni árin tók píanóspil við af trommuleik, hann spilaði dinnertónlist í mörg ár á Hótel Lofteiðum, Hótel Örk og í Perlunni. Sveinn Óli starfaði lengst af í Vöruafgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 17. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 11. Það er ákaflega erfitt að setj- ast niður og skrifa minningar- grein um elsku pabba minn, mér finnst enn svo óraunveru- legt að ég hitti hann ekki aftur. Samband okkar var einstakt, við náðum mjög vel saman og oft voru orð óþörf í okkar sam- skiptum, við skildum hvort ann- að svo vel. Ég held að ég hafi fengið allra stærsta vinninginn í pabbalottóinu. Ég held að flest- ir ef ekki allir sem þekktu hann pabba minn séu sammála mér að hann hafi verið einn sá ljúf- asti maður sem til er. Ég man ekki eftir því að hann hafi talað illa um neinn, hann sá allt það góða í öllum. Hann tók ávallt virkan þátt í því sem ég tók mér fyrir hendur og voru hann og mamma oft einu foreldrarnir sem mættu og horfðu á handboltaliðið mitt keppa. Í þá daga var það und- antekning að foreldrar mættu á leiki hjá börnum sínum, en þau létu sig ekki vanta. Pabbi var líka mjög duglegur að skutla í leiki og sækja okkur og stund- um setti hann einhverjar stelp- ur í skottið á „station“-bílnum sínum því ekki vildi hann skilja neinn eftir. Þegar hann var ekki að ferja okkur stelpurnar þá var trommusettið hans í skott- inu. Ég var svo heppin að vera aðalrótarinn hans, ég fór með honum á marga staði þar sem hann var að spila og hjálpaði honum með settið, að bera það inn og stilla því upp. Pabbi var tónlistarmaður af guðs náð, trommur og píanó voru hans að- alhljóðfæri en hann gat spilað á fleiri. Hann fór aldrei í tónlist- arnám og lærði ekki að lesa nót- ur, hann spilaði ávallt eftir eyr- anu. Pabbi minn var einn allra besti afi sem um getur, fyrsta barnabarnið var skírt í höfuðið á honum og var hann ákaflega stoltur af því. Hann hafði alltaf tíma fyrir barnabörnin, þegar þau voru lítil kom hann oft í óvæntar heimsóknir. „Ég átti bara leið hjá,“ sagði hann ávallt þegar hann mætti á svæðið. Þegar þau byrjuðu að stunda sínar íþróttir var pabbi ávallt á hliðarlínunni ásamt mömmu, þau slepptu varla leik. Hann var mjög duglegur að aðstoða okkur að skutla þeim á æfingar og oft horfði hann á þær líka. Börnin voru mjög glöð með þessar stundir með afa sínum og ekki skemmdi það fyrir að hann fór stundum með þau í bakarí og keypti snúð eða kom við í ísbúð á leið á æfingu svo þau yrðu ekki svöng, kannski ekki það besta fyrir æfingu en afi var einstakur. Pabbi veiktist í byrjun árs, hann var búinn að vera eitthvað slappur um jólin en ekki vildi hann fara til læknis því hann vildi að heilbrigðisstarfsfólkið fengi frí um jólin. Hann stóð sig ótrúlega vel í veikindunum, kvartaði aldrei. Hann gat sem betur fer verið mikið heima þar sem mamma var hans stoð og stytta. Síðustu vikurnar var hann á líknardeildinni í Kópa- vogi, þar leið honum vel. Starfs- fólkið sem þar vinnur hugsaði vel um hann og sinnti honum af mikilli hlýju og umhyggju, fyrir það erum við litla fjölskyldan hans ævinlega þakklát. Í veikindunum nýttum við fjölskyldan góðu dagana hans vel, við áttum yndislegar stund- ir með honum, grétum saman og hlógum mikið. Ég kveð elsku pabba minn með hans kveðjuorðum: Hitt- umst heil. Anna Katrín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson) Elsku afi Óli. Þú varst svo alltaf svo góður við okkur og varst alltaf til staðar. Takk fyrir að leyfa okkur að gista hjá þér og ömmu. Takk fyrir allar ísferðirnar. Takk fyr- ir að skutla okkur hvenær sem var og hvert sem var. Takk fyr- ir að styðja okkur í boltanum, við eigum eftir að sakna þín á hliðarlínunni. Þú varst svo mikill húmor- isti, við eigum eftir að sakna þess að hlæja með þér. Takk fyrir allt, við elskum þig og söknum þín. Þín afabörn, Sveinn Óli, Kolbrún Elsa og Jón Atli. Sveinn Óli Jónsson  Fleiri minningargreinar um Svein Óla Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.