Morgunblaðið - 17.07.2020, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ ERU MARGIR MILLJARÐAR AF ÞEIM
HÉRNA! TRYGGÐU ÞAÐ AÐ ENGINN ÞEIRRA
KOMIST UM BORÐ Í SKIPIÐ FYRIR FLUGTAK.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hugsa til hennar í
snjókomunni.
ENN EINN
MÁNUDAGURINN …
ÞETTA ÆTTI AÐ
VARÐA VIÐ LÖG
FIMM MÁNUDAGAR Í EINUM
MÁNUÐI ER BARA RANGT!
HVERNIG ÆTTI
ÉG AÐ VITA ÞAÐ?
HEPPNI EDDI, ERTU ALLTAF
VISS Í ÞINNI SÖK Í LÍFINU?
ÉG HEF ALDREI KOMIÐ FYRIR DÓMARA!
„KANNSKI ER FJARVINNAN ORSÖK
ÞESS AÐ ÞÉR FINNST ÞÚ ÚR TENGSLUM
VIÐ HLUTINA.”
Í vetur er ég að fara að leika í sýn-
ingunni Níu líf, en við náðum að
sýna það þrisvar áður en kófið skall
á.“
Áhugamál Björns eru tónlist,
bóklestur, spunaspil og tölvuleikir.
„Ég passa alltaf upp á að geta leikið
mér og er í leikaraspilahóp þar sem
við erum að spila Dungeons and
Dragons og ég viðurkenni bara að
mér finnst geggjað að spila það.“
Björn ætlar að halda veglega upp
á afmælið og býður til rúmlega 100
manna veislu. „Þar verður farið yfir
ferilinn og fullt af hljómsveitum sem
munu spila. Maður verður páfugl í
einn dag og ég hlakka rosalega til.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Íris Dögg
Einarsdóttir, f. 5.1. 1984, ljósmynd-
ari. Foreldrar hennar eru hjónin
Einar Vignir Einarsson, f. 13.12.
1958, skipstjóri, og Sigríður Ólafs-
dóttir, f. 16.9. 1961, sjúkraliði. Þau
eru búsett í Kópavogi.
Börn Björns og Írisar eru Salka,
f. 13.12. 2005; Stormur, f. 4.8. 2011,
og Sóley, f. 25.10. 2019.
Alsystkin Björns eru Jóhann
Stefánsson, f. 9.3. 1969, búsettur í
Reykjanesbæ og Kristín Ebba Stef-
ánsdóttir, f. 26.1. 1976, búsett í Mos-
fellsbæ. Sammæðra bróðir Björns
er Kristinn Lýður Vigfússon, f. 16.9.
1988, búsettur í Reykjavík, og sam-
feðra systir er Jónína Berta Stef-
ánsdóttir, f. 13.6. 1989, búsett í
Keflavík.
Foreldrar Björns: Marta Björns-
dóttir, f. 17.7. 1950, búsett í Mos-
fellsbæ, og Stefán Jóhannsson, f.
11.2. 1946, d. 26.10. 1992, trommu-
leikari Dáta og Sumargleðinnar.
Björn
Stefánsson
Jónína Gunnlaugsdóttir
húsfreyja og vinnukona í Rvík, f. á Stóru-
Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd
Lárus Hansson
verkamaður í Reykjavík, f. á
Steindórsstöðum í Reykholtsdal
Aðalsteinn Lárusson
sjómaður í Reykjavík
Jónína Jónsdóttir
húsmóðir á Siglufirði
Stefán Jóhannsson
tónlistarmaður,
síðast bús. á
Siglufirði
Kristín Margrét Jósefsdóttir
húsfreyja á Sigríðarstöðum og
víðar, f. á Krakavöllum í Fljótum
Stefán Aðalsteinsson
bóndi á Sigríðarstöðum í Fljótum og
verkamaður á Siglufirði, f. á Kambi í Deildardal
Maria Petersen
húsfreyja í Danmörku
Christian Petersen
verkamaður í Danmörku
Gurly Magnusson
verslunarkona í Kastrup, Danmörku
Björn Jónsson
verslunarstjóri í Reykjavík
Sigríður Björnsdóttir
húsfreyja í Rvík, dóttir Björns
Sigfússonar bónda og alþingismanns á
Kornsá í Vatnsdal
Jón Árnason
bankastjóri í Reykjavík, f. í Syðra-Vallholti á Langholti, Skag.
Úr frændgarði Björns Stefánssonar
Marta Björnsdóttir
húsmóðir í
Mosfellsbæ
Ámiðvikudag orti Ingólfur ÓmarÁrmannsson á Boðnarmiði:
Árla morguns upp ég fer
út í tómið gapi.
Sljór og þreyttur oftast er
og ekki í góðu skapi.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
sagði: „Það er nú bara það“:
Ef að morgni upp ég rís
undrun vekur hreina.
Þá er engin vandi vís,
vappa ég milli greina.
Og Stefán Aðalsteinsson bætti við:
Lítið finnst mér vera vit
og viska í mannlífssora.
Úti á svölum einn því sit,
oft í nefið bora.
Skúli Pálsson yrkir „Ítalskt kvöld
(skammhent)“:
Margir hveitilengjur langar
láta maga í;
gott er fyrir sveitir svangar
svonefnt spagettí.
Réttinn á er ráð að velja
rifinn parmaost;
matinn þennan mætti telja
mesta veislukost.
Matar skal í næði neyta,
njóta, hafa frið,
ítalskt eðalvín sér veita
væri tilvalið.
Vigfús M. Vigfússon segir „Ferða-
sögu í fimm línum“:
Á Kirkjubóli er sá kraftur
í kaffinu að fúnasti raftur
sem vöknar af því
vaknar á ný,
lifnar og laufgast svo aftur.
Ármann Þorgrímsson skrifar um
„íslenska ráðamenn“:
„Menn fá stöðuhækkun ef þeir
standa sig vel í starfi en svo stoppar
það. Þess vegna má álíta að í mörg-
um æðstu stjórnunarstöðum þar sem
menn eru búnir að sitja lengi séu
vanhæfir menn. Er þetta ekki kallað
Peters-lögmál?“:
Að venju stilla viti í hóf
virðist skorta á þessum stað
en færu þau í flónskupróf
flest öll myndu standast það.
„Það er ekki björgulegt ástandið,“
segir Tryggvi Jónsson og skal undir
það tekið:
Lífið það er bölvað bras
er bresta gömul kynni.
Ef ég fengið gæti í glas
og gagnast kerlingunni.
Og að lokum eftir Helga Ingólfs-
son::
Stjórnmálamennirnir starfa
við stjórnsýslu flókna og þarfa.
Þeir slétta og greina
og slóttugir reyna
að sleikja upp geðstirða skarfa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Árla morguns er vel ort