Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Lengjudeild kvenna Grótta – Tindastóll ................................... 0:2 Haukar – Víkingur R ............................... 1:3 Keflavík – ÍA............................................. 3:1 Augnablik – Fjölnir.................................. 2:0 Staðan: Keflavík 5 4 1 0 17:2 13 Tindastóll 5 4 1 0 9:2 13 Haukar 5 2 2 1 8:7 8 Grótta 5 2 2 1 5:4 8 ÍA 5 1 3 1 9:7 6 Afturelding 4 1 1 2 3:4 4 Víkingur R. 5 1 1 3 6:10 4 Augnablik 4 1 1 2 3:7 4 Fjölnir 5 1 0 4 3:9 3 Völsungur 3 0 0 3 0:11 0 England Everton – Aston Villa.............................. 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn sem vara- maður hjá Everton á 73. mínútu. Leicester – Sheffield United ................... 2:0 Crystal Palace – Manch.Utd ................... 0:2 Southampton – Brighton ......................... 1:1 Staðan: Liverpool 36 30 3 3 77:29 93 Manch. City 36 24 3 9 93:35 75 Chelsea 36 19 6 11 64:49 63 Leicester 36 18 8 10 67:36 62 Manch. United 36 17 11 8 63:35 62 Wolves 36 14 14 8 49:38 56 Tottenham 36 15 10 11 57:46 55 Sheffield United 36 14 12 10 38:35 54 Arsenal 36 13 14 9 53:45 53 Burnley 36 14 9 13 40:48 51 Everton 36 12 10 14 42:53 46 Southampton 36 13 7 16 46:59 46 Newcastle 36 11 10 15 37:55 43 Crystal Palace 36 11 9 16 30:47 42 Brighton 36 8 13 15 37:53 37 West Ham 35 9 7 19 44:59 34 Watford 35 8 10 17 33:54 34 Bournemouth 36 8 7 21 37:62 31 Aston Villa 36 8 7 21 39:66 31 Norwich 36 5 6 25 26:68 21 B-deild: Leeds – Barnsley...................................... 1:0 Svíþjóð Östersund – Malmö.................................. 1:2  Arnór Ingvi Traustason var ekki í leik- mannahópi Malmö. Kalmar – Hammarby .............................. 1:2  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Hammarby. Norrköping – Örebro.............................. 2:0  Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 88 mín- úturnar með Norrköping. Häcken – Elfsborg................................... 6:0  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. Staða efstu liða: Norrköping 8 6 2 0 20:7 20 Häcken 8 3 4 1 15:7 13 Djurgården 8 4 1 3 13:9 13 Varberg 8 4 1 3 11:7 13 Malmö 8 3 4 1 11:8 13 Mjällby 8 4 1 3 9:8 13 Noregur Start – Rosenborg ................................... 0:0  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Staða efstu liða: Bodø/Glimt 8 8 0 0 32:8 24 Molde 8 7 1 0 24:7 22 Vålerenga 8 4 3 1 11:10 15 Odd 8 4 1 3 13:9 13 Brann 8 4 1 3 12:12 13 Spánn Real Madrid – Villarreal.......................... 2:1 Barcelona – Osasuna................................ 1:2 Efstu lið fyrir lokaumferðina: Real Madrid 37 26 8 3 68:23 86 Barcelona 37 24 7 6 81:38 79 Atlético Madrid 37 18 15 4 50:26 69 Sevilla 37 18 13 6 53:34 67 Villarreal 37 17 6 14 59:49 57  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – HK .............. 20 1. deild karla, Lengjudeildin: Grindavíkurv.: Grindavík – Fram....... 19.15 Eimskipsv.: Þróttur R. – Keflavík ...... 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Afturelding.... 19.15 2. deild karla: Fjarðab.höll: Fjarðab. – Dalv/Rey...... 19.15 Nesfiskvöllur: Víðir – Kári .................. 19.15 Hertz-völlur: ÍR – Njarðvík ................ 19.15 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Haukar........ 19.15 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Selfoss 19.15 3. deild karla: Bessastaðav.: Álftanes – Augnablik ........ 20 Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Reynir S .... 20 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonev.: Völsungur – Afturelding. 19.15 SUND Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug hefst í Laugardalslaug klukkan 17 og fyrsta hluta mótsins lýkur þar um kl. 19.30. GOLF Hvaleyrarbikarinn 2020, sem er fjórða mótið á stigamótaröð GSÍ á árinu, hefst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag en það er fyrsti keppnisdagurinn af þremur. Í KVÖLD! Efstu tvö liðin í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu, Keflavík og Tinda- stóll, héldu uppteknum hætti og unnu leiki sína í kvöld en alls fóru fjórir leikir fram í 5. umferðinni í kvöld. Keflavík er í efsta sæti á markatölu en bæði lið eru með 13 stig eftir fimm leiki, hafa unnið fjóra og gert jafntefli innbyrðis. Tindastóll sótti þrjú stig á Sel- tjarnarnes með því að leggja heima- konur í Gróttu að velli, 2:0, á Vivaldi- vellinum. Aldís María Jóhannsdóttir kom gestunum yfir eftir um hálftíma leik og Jacqueline Altschuld innsigl- aði sigurinn um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Keflavík vann 3:1-sigur á ÍA á heimavelli sínum, Nettóvellinum. María Rún Guðmundsdóttir, Amelía Rún Fjeldsted og Natasha Anasi komu heimakonum í þriggja marka forystu áður en Fríða Halldórsdóttir klóraði í bakkann fyrir Skagakonur. Víkingur úr Reykjavík vann 3:1- útisigur gegn Haukum á Ásvöllum þar sem Stefanía Ásta Tryggvadótt- ir kom gestunum yfir úr vítaspyrnu áður en Nadía Atladóttir tvöfaldaði forystuna og Stefanía bætti við öðru marki. Birna Kristín Eiríksdóttir minnkaði muninn fyrir Hauka sem hafa tapað sínum fyrsta leik. Þá skoruðu Birta Birgisdóttir og Ísafold Þórhallsdóttir mörkin fyrir Augnablik í 2:0-heimasigri á Fjölni á Kópavogsvelli. Haukar og Grótta eru í 3. og 4. sæti með átta stig og Skagakonur koma næstar með sex stig. Augna- blik vann sinn fyrsta sigur í sumar og lyfti sér upp í 8. sætið. Toppliðin eru áfram ósigruð  Tindastóll og Keflavík stinga af Morgunblaðið/Arnþór Fyrirliðarnir Bryndís Rut Haraldsdóttir og Tinna Jónsdóttir berjast um boltann á Vivaldi-vellinum í leik Gróttu og Tindastóls í gær. Real Madríd er spænskur meistari í fótbolta eftir að liðið vann 2:1-sigur á Villarreal á heimavelli í næstsíð- ustu umferð efstu deildarinnar í gærkvöldi. Þetta er fyrsti meistara- titill Madrídinga í þrjú ár. Franski framherjinn Karim Benzema skoraði bæði mörk heima- manna, sem hefðu ekki einu sinni þurft sigur til að fagna þar sem Barcelona mistókst að vinna Osas- una á heimavelli, liðið tapaði 2:1. Real er því með sjö stiga forystu á toppnum fyrir lokaumferðina sem fer fram um helgina. Fyrsti titill Real Madríd í þrjú ár AFP Meistarar Fyrirliðinn Sergio Ramos með bikarinn á lofti í gær. Atvinnumaðurinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee er á meðal keppenda á Íslandsmótinu í sundi í 50 m laug sem hefst í Laugardals- laug í dag. Anton, sem keppir fyrir Toronto Titans í alþjóðlegri deild á komandi vetri, tekur þátt í fjórum greinum á mótinu og sú fyrsta er 100 m bringusund kl. 18.40 í dag en mótið hefst klukkan 17. Um 150 keppendur eru skráðir til leiks, margt af besta sundfólki Íslands en einnig Danirnir Mie Nielsen og Viktor Bromer frá Álaborg og Met- in Aydin frá Tyrklandi. Anton með í fjórum greinum Morgunblaðið/Eggert Íslandsmótið Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í knattspyrnu í stað Ólafs Helga Kristjánssonar sem tek- ur við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Eiður er að þreyta frumraun sína sem þjálfari hjá félagsliði en hann er aðstoðarþjálfari 21-árs landsliðs karla. „Ég var í raun ekkert að hugsa um þetta,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið, spurður hvort hann hefði áður íhugað að taka þetta skref. „Þetta var bara það spennandi að ég gat ekki sagt nei. FH er með bestu aðstöðu landsins og í raun er allt til alls þarna til að einbeita sér alfarið að fótboltanum og reyna að ná árangri,“ bætti hann við en við- talið í heild er að finna á mbl.is. Logi er margreyndur þjálfari á landsvísu, lék með FH á sínum tíma sem leikmaður og þjálfaði liðið árin 2000 og 2001. Hann hefur þjálfað meira og minna frá árinu 1987, síð- ast Víkinga úr Reykjavík sumarið 2018. „Mér þykir mjög vænt um það að félagið hafi leitað til mín og beðið mig að taka þetta að mér,“ sagði Logi Ólafsson í samtali við Morg- unblaðið og bætti því við að hann hefði ekki getað sagt nei við þessu tækifæri þótt hann hefði oft sagst vera hættur. Viðtalið allt má lesa á mbl.is. Ljósmynd/FH FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru nýir þjálfarar FH og stýra liðinu í fyrsta skipti gegn Fjölni í Grafarvoginum á laugardaginn. Eiður og Logi gátu ekki sagt nei  Mæta Fjölni strax á laugardaginn Guðjón Þórðarson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Vík- ingi í Ólafsvík í gær og hann tekur formlega við liðinu eftir leik þess gegn Aftureldingu í 1. deild karla í knatt- spyrnu, Lengjudeildinni, sem fram fer á Ólafsvíkurvelli í kvöld. „Ég hlakka mikið til að takast á við þetta og ég á von á því að þetta verði krefjandi en jafnframt spennandi verkefni. Maður er með fótboltann í blóðinu og ég hef þess vegna alltaf fylgst mjög vel með boltanum hérna heima í gegnum tíðina. Það ætti því ekki að vera margt sem á að koma manni á óvart í þessu starfi,“ sagði Guð- jón við Morgunblaðið í gær en viðtalið í heild sinni má sjá á mbl.is/sport. Guðjón tekur við Víkingum í níunda sæti deildarinnar en þeir eru jafnir Aftureldingu og Leikni frá Fáskrúðsfirði í áttunda til tíunda sæti, sex stig- um fyrir ofan fallsætin þar sem Þróttur úr Reykjavík og Magni sitja. Fyrsti leikurinn þar sem Guðjón verður formlega við stjórnvölinn er útileikur gegn Leikni í Reykjavík á miðvikudaginn kemur. Krefjandi en spennandi Guðjón Þórðarson Ólafur Helgi Kristjánsson er í þriðja sinn tekinn við sem þjálfari í danska fótboltanum en hann var í gær ráðinn þjálfari Esbjerg sem féll úr úrvalsdeildinni þar í landi í sumar. Ólafur þjálfaði áður Nordsjælland á árunum 2014 til 2015 og Randers 2016 til 2017 en í bæði skiptin léku liðin í úrvalsdeildinni. Þá lauk Ólafur ferli sínum sem leikmaður hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni á ár- unum 1997 til 2000. „Ég hef verið 100% niðursokkinn í FH þessi tæpu þrjú ár sem ég hef verið hér og ekki skimað eftir neinu öðru. Það hefur öðru hvoru verið einhver áhugi og þá hef ég skoðað það en núna var hann þess eðlis að ég óskaði eftir því að fá að skoða þetta betur og niðurstaðan er þessi,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið en viðtalið í heild er að finna á mbl.is. Hann tekur við af Troels Bech sem stýrði Esbjerg síðustu vikur tímabils- ins en Lars Olsen, sem var landsliðsþjálfari Færeyinga um árabil, var sagt upp í byrjun júní. Esbjerg hefur leikið 45 tímabil alls í úrvalsdeildinni og fimm sinnum orðið danskur meistari en ekki unnið titilinn frá árinu 1979. Fjórða lið Ólafs í Danmörku Ólafur Helgi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.