Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 27
fyrstu þremur leikjum og horfa
fram á við. Þetta gerði okkur
kannski gott, ef ég reyni að líta já-
kvætt á þetta ástand.
Liðið hefur oft talað um hvað í
okkur býr og við höfum verið dug-
legar að stilla saman strengina og
bæta okkur sem hóp. Ég er spennt
fyrir komandi leikjum og vonandi er
þetta það sem koma skal hjá okkur.“
Allt öðruvísi umgjörð hjá KR
Sem fyrr segir tók Katrín sér frí
frá fótboltanum í fyrra vegna barn-
eigna en hún spilaði þar áður þrjú
tímabil með Stjörnunni og varð Ís-
landsmeistari með liðinu árið 2016.
Áður spilaði hún með Þór/KA á
Akureyri og fyrstu árin var hún hjá
uppeldisfélaginu KR, þangað sem
hún er nú snúin aftur.
„Þegar ég varð ólétt kúplaði ég
mig alveg út, tók frí frá boltanum og
einbeitti mér að öðru. Það var
dásamlegt og ég hugsaði ekkert sér-
staklega um fótbolta, þótt ég hafi
horft á hann. En ég var ekki búin að
ákveða hvort ég ætlaði yfirhöfuð að
snúa aftur. Svo fundaði ég aðeins
með Stjörnunni þegar ég var farin
að pæla í þessu og síðan fundaði ég
með KR og það verkefni heillaði mig
rosalega,“ sagði Katrín en hún segir
ekki hægt að bera sama umgjörð fé-
lagsins í dag og þegar hún var þar
síðast fyrir níu árum, enda hafa
miklar framfarir átt sér stað.
„Það er allt öðruvísi umgjörð um
KR í dag og betur haldið utan um
allt en þegar ég var þarna síðast
2011. Það stefnir allt í rétta átt í
Vesturbænum og þetta eru spenn-
andi tímar.“
Það stefnir allt í rétta
átt í Vesturbænum
Tvö mörk Katrínar hjálpuðu KR að vinna sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu
Morgunblaðið/Eggert
Endurkoma Katrín Ásbjörnsdóttir er snúin aftur í fótboltann og mörk hennar riðu baggamuninn fyrir KR í vikunni.
6. UMFERÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir
skoraði kærkomin tvö mörk í 3:2-
sigri KR á Stjörnunni í Garða-
bænum á þriðjudaginn í 6. umferð
Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi
Max-deildinni. Mörk Katrínar
dugðu KR-ingum til að vinna sinn
fyrsta leik á mótinu og voru sömu-
leiðis hennar fyrstu í deildinni síðan
2018, eftir að hafa tekið sér frí frá
knattspyrnunni á síðasta ári vegna
barneigna.
Lið Vesturbæinga hefur tekið
miklum breytingum frá því í fyrra
og hefur gengið brösulega að slípa
saman nýtt lið. Ekkert var hægt að
keppa og lítið hægt að æfa um nokk-
urra mánað skeið vegna kórónu-
veirufaraldursins og byrjaði mót
KR-inga eftir því; þrjú töp í fyrstu
þremur leikjunum, gegn Val, Fylki
og Breiðabliki. Þurftu KR-ingar svo
að fara í sóttkví í tvær vikur eftir
leik sinn gegn Blikum 23. júní eftir
að upp komst um smit. „Það var
sætt að fá loksins fyrstu þrjú stigin
og gott að gera það strax eftir
sóttkvíarruglið!“ sagði Katrín í sam-
tali við Morgunblaðið í gær en hún
fékk 2 M fyrir frammistöðu sína
gegn Stjörnunni og er leikmaður
umferðarinnar. „Þetta voru skrítnar
tilfinningar, að skora á móti Stjörn-
unni með KR. En auðvitað kærkom-
ið og mikilvægt mark og sætt að ná
þessum sigri,“ bætti hún við en hún
lék með Stjörnunni um árabil og er
uppalin í KR.
Þurftum meiri tíma
„Við finnum það með hverjum
leiknum að við erum alltaf að bæta
okkur. Í þessum fyrstu þremur
leikjum sem tapast má svo sem al-
veg hafa það í huga að þetta voru
tveir erfiðir útileikir gegn bestu lið-
um deildarinnar en við áttum vissu-
lega að gera betur gegn Fylki
heima,“ sagði Katrín um byrjunina á
Íslandsmótinu en KR er á botni
deildarinnar, hefur að vísu spilað
leik minna en flest liðin fyrir ofan.
Það hefur tekið tíma að slípa saman
nýja leikmenn en ekkert óðagot er í
Vesturbænum.
„Við erum með marga nýja leik-
menn í liðinu og þetta er mjög nýtt
lið sem fékk fáa leiki til að slípa sig
saman. Þetta voru kannski fimm,
sex leikir sem við fengum á undir-
búningstímabilinu og það var ekki
nóg. Við þurftum meiri tíma og það
má segja að þetta kórónuveiru-
tímabil hafi komið á vondum tíma
fyrir okkur hvað það varðar. Eftir
að við fórum í sóttkví náðum við að
núllstilla okkur, gleyma þessum
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
Aðeins efstu fjögur sætin gefa
þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu
á næstu leiktíð og líklegt að annað
þessara liða þurfi að lúta í lægra
haldi. Það sem gerir baráttu þeirra
spennandi er hins vegar að liðin
mætast í lokaumferðinni á heima-
velli Leicester, King Power-
leikvanginum.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síð-
ustu 17 mínúturnar í 1:1-jafntefli
Everton gegn Aston Villa, og South-
ampton og Brighton skildu einnig
jöfn, 1:1.
Manchester United og Leicester eru
jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu
eftir að liðin unnu bæði leiki sína í
36. umferðinni en fjórir leikir fóru
fram í gærkvöldi.
Leicester vann 2:0-heimasigur
gegn Sheffield United, þökk sé
mörkum Ayoze Pérez og Demarais
Grays og situr liðið í 4. sæti á marka-
tölu. Manchester United hafði betur
á útivelli gegn Crystal Palace, 2:0,
þar sem Marcus Rashford og Ant-
hony Martial skoruðu mörkin.
Manchester United og
Leicester berjast til loka
AFP
Hnitmiðað Marcus Rashford kemur Man. United hér yfir í leiknum í gær.
Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki er í þriðja sinn í liði umferðar
Pepsi Max-deildar kvenna hjá Morgunblaðinu en hér fyrir ofan má sjá úr-
valslið 6. umferðar sem lauk í fyrrakvöld þegar Valur og Fylkir skildu jöfn.
Þetta er aðeins fjórða liðið sem er birt á þessu tímabili því bæði 4. og 5. um-
ferð deildarinnar er ólokið vegna frestana.
Elín Metta Jensen úr Val er efst í M-gjöfinni, hefur fengið 8 M í sex leikj-
um Vals. Laura Hughes úr Þrótti og Hlín Eiríksdóttir úr Val koma næstar
með 5 M en þar á eftir koma þrettán leikmenn með 4 M hver. Þar sem liðin
hafa leikið frá fjórum og upp í sex leiki eiga margir leikmenn leiki til góða
til að komast ofar í röðinni. vs@mbl.is
6. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2020
3-4-3
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Sandra Sigurðardóttir
Val
Sólveig Larsen
Fylki
Birta Georgsdóttir
FH
Álfhildur Rósa
Kjartansdóttir
Þrótti
Katrín
Ómarsdóttir
KR
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir
Breiðabliki
Málfríður Anna
Eiríksdóttir
Val
Taylor Sekyra
FH
Katrín Ásbjörnsdóttir
KR
Mary Vignola
Þrótti
3
2
2
2
Alexandra þrisvar – Elín efst
Aron Kristjánsson handboltaþjálf-
ari verður ekki áfram landsliðsþjálfari
karla hjá Asíuríkinu Barein en hann
staðfesti þetta í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Aron átti upprunalega að
stýra liðinu á Ólympíuleikunum í Tók-
ýó í sumar en þeir voru færðir til
næsta árs vegna kórónuveirunnar. Þá
hefur Aron verið ráðinn þjálfari karla-
liðs Hauka á Íslandsmótinu frá og
með næsta tímabili. „Þetta hefur svo
sem legið í loftinu lengi. Þegar ég
samdi við Haukana vildu þeir í Barein
hafa mig fram yfir Ólympíuleikana
sem áttu að vera í sumar. Svo er þeim
frestað til næsta árs og þá er þetta
orðið svolítið öðruvísi dagskrá,“ sagði
Aron í viðtalinu sem lesa má í heild
sinni á mbl.is.
Ísak Bergmann Jóhannesson og
samherjar í Norrköping eru áfram
ósigraðir á toppi sænsku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu eftir 2:0-
heimasigur gegn Örebro í gærkvöldi.
Ísak, sem er aðeins 17 ára, var í byrj-
unarliðinu og spilaði nær allan leikinn
fyrir toppliðið, sem er með sjö stiga
forystu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
mun berjast meðal efstu manna síð-
ustu tvo hringina á opna Euram Bank-
mótinu í Austurríki sem er hluti af
Evrópumótaröð karla í golfi. Annar
hringurinn var spilaður í gær og sá
þriðji og næstsíðasti fer fram í dag.
Guðmundur er í áttunda sæti á sjö
höggum undir pari eftir að hafa leikið
á 66 höggum í gær. Haraldur Franklín
Magnús lék einnig á 66 höggum og
komst líka í gegnum niðurskurð en
hann er í 33. sæti. Andri Þór Björns-
son var einu höggi frá því að fara
áfram eftir að hafa verið í 68. sæti
eftir hring gærdagsins.
Atli Steinar Ingason, leikmaður 4.
deildar liðs Skallagríms í knattspyrnu,
var í gær úrskurðaður í fimm leikja
bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Hann má auk þess ekki koma á völl
félagsins á meðan bannið varir. Þá var
knattspyrnudeild Skallagríms sektuð
um 100 þúsund krónur. Þetta er
vegna kynþáttaníðs í garð leikmanns
Berserkja í viðureign liðanna á Ís-
landsmótinu fyrir skömmu. Fimm
næstu leikir eru frá 21. júlí til 17.
ágúst, bannið varir því í tæpan mánuð
og Atli gæti spilað þrjá síðustu leiki
Borgnesinga í riðlakeppni 4. deildar.
Axel Bóasson úr GK og Ragnhildur
Kristinsdóttir úr GR eiga titla að
verja á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði um
helgina en þar hefst í dag keppni í
Hvaleyrarbikarnum í golfi. Það er
fjórða mótið í stigamótaröð Golf-
sambands Íslands á þessu sumri og
er fyrsti hringurinn af þremur leikinn í
dag. Axel er jafnframt efstur á stiga-
lista GSÍ eftir þrjú fyrstu mótin en
Haraldur Franklín Magnús úr GR er
annar og Aron
Snær Júlíusson
úr GKG þriðji.
Ragn-
hildur er
þriðja í
kvennaflokki á
eftir Ólafíu Þór-
unni Krist-
insdóttur úr GR og
Guðrúnu Brá Björg-
vinsdóttur úr GK.
Eitt
ogannað