Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
✝ Ingi BjörnBogason fædd-
ist í Reykjavík 26.
júní 1989. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 14. júlí 2020.
Foreldrar hans
eru Bogi Bald-
ursson og Steinunn
Jónsdóttir. Systkini
hans eru María
Erla, f. 11.4. 1984,
og Jón Baldur, f. 29.10. 1986.
Eftirlifandi maki
Inga Björns er
Magdalena V. Mic-
helsen, f. 9.5. 1990.
Þau gengu í hjóna-
band 22.12. 2019.
Ingi Björn starf-
aði lengst af hjá
Bílaumboðinu
Öskju ehf.
Útförin fer fram
frá Digraneskirkju
í dag, 29. júlí 2020,
klukkan 13.
Það er sárara en hægt er að
lýsa með orðum að kveðja þig,
sonur sæll, í dag. Hvers vegna
varst þú valinn til að ganga þessa
þrautagöngu sem nú er á enda
komin? Við erum fegin að hafa
fengið þig inn í líf okkar og
tveggja eldri systkina sem
kveðja þig í dag. Það er rétt
rúmt 31 ár síðan þú komst í
heiminn og mjög fljótt fórstu að
marka þín þrjóskuspor en um
leið varstu blíður og besti vinur
vina þinna. Bíladella ykkar
bræðra var ótrúleg og mikið rætt
og skoðað og keypt. Þú varst á
áttunda ári þegar þú leist „ást-
ina“ fyrst augum hjá Alec í Birm-
ingham og lagðir inn beiðni um
að fá að kaupa hann; MG Midget,
og var það bundið fastmælum.
Allnokkrum árum síðar kom að
þeim degi að þér bauðst að kaupa
hann og úr varð að við feðgarnir
fórum og sóttum hann og fluttum
hann í skip í Immingham. Þetta
er bíll sem vekur hvarvetna at-
hygli; lítill og nettur auk þess að
vera með stýrið hægra megin og
þú naust hverrar mínútu við
aksturinn.
Margar voru ferðirnar innan-
lands sem utan sem farnar voru.
Þær minningar verða lengi í
minnum hafðar og munu fram-
kalla gleðibros. Þú kynntist eft-
irlifandi konu þinni, henni
Maggý, 2009 og um ári síðar
kemur fyrsta áfallið er þú grein-
ist með heilakrabbamein og ferð
í stóra aðgerð á 50 ára afmælis-
degi móður þinnar. Eitt það
markverðasta frá þessum tíma
er að þú varst búinn að lofa syst-
ur þinni að vera bílstjóri brúðar-
bílsins á væntanlegum brúð-
kaupsdegi þeirra, 10. júlí. Þegar
þú komst til rænu var ljóst að
þetta loforð virkaði sem gulrót á
þig að klára dæmið og varstu
mættur í hlutverkið á réttum
tíma og fórst þér það verk frá-
bærlega úr hendi. Við tók erfiður
tími í geisla- og lyfjameðferð.
Um átta árum síðar varstu út-
skrifaður úr eftirliti og lífið átti
að blasa fallega við ykkur en ekki
varstu lengi í paradís; þú greind-
ist aftur og þurftir að gangast
undir skurðaðgerð og lyfjameð-
ferð, svo ekki löngu síðar aftur.
Oft hefur maður spurt: Hversu
mikið er hægt að leggja á einn
einstakling? Alltaf tókstu þessu
af æðruleysi og sagan var ekki
kláruð þarna en til að gera langa
sögu stutta þá kom áfallið í jan-
úar síðastliðnum; krabbinn væri
ekki hættur, hann væri farinn á
rúntinn eins og þú hefðir sagt og
ekki var þér gefinn langur frest-
ur, vikur eða mánuðir. Þú tókst
þessum fréttum af mikilli ró en
við hin vorum í sjokki. Þau voru
þung sporin sem við stigum frá
spítalanum. Þarna kom þín mikla
þrjóska í ljós; þú ætlaðir ekki að
leggja árar í bát heldur nota þinn
svo til óþolandi frasa „þetta
reddast!“ Í hönd fóru ansi skrítn-
ir tímar Covid-19 og þið Maggý
settuð ykkur í sjálfskipaða nær
þriggja mánaða einangrun. Sá
tími var okkur hjónunum erfiður,
að hafa bara samband símleiðis
eða á fésinu, en um síðir létti til
og þegar þið komuð aftur út í líf-
ið fengum við nærri tvo yndis-
lega mánuði sem margt var
brallað og minningabankinn
fylltur rækilega. Mörgu fleiru
vildi maður koma niður á blað en
þetta verður að nægja, elsku
besti sonur okkar, hvíl í friði.
Maggý, við þökkum þér fyrir að
hafa verið kletturinn í lífi hans og
stöndum í ævarandi þakkarskuld
við þig.
Kveðja,
Pabbi og mamma.
Í gömlum ævintýrum er sagt
frá hugdjörfum riddurum sem
börðust við grimma óvini og
höfðu oftar en ekki betur betur í
þeim hildarleik. Þeir eignuðust
jafnvel prinsessu og heilu kon-
ungsríkin með manni og mús. En
þetta er ekkert ævintýri heldur
blákaldur og sár veruleiki í sínu
verstu mynd.
Hetjan okkar er Ingi Björn.
Hann er þessi sami berserkur og
stóð á miðri Stamford-brú í Eng-
landi árið 1066. Einn stóð hann á
miðri brúnni og varnaði óvinum
sínum yfirferðar. Hann felldi yfir
40 þeirra með öxi sinni einni
saman áður en hann var felldur.
Þetta dugði þó til að koma sam-
herjum hans undan.
Þessi hugrekki stríðsmaður
hefur verið mér hugleikinn und-
anfarna mánuði. Okkar berserk-
ur, hann Ingi, hefur staðið sem
klettur ag varnað sínum óvin yf-
irferðar en eins og berserkurinn
forðum hlaut eitthvað að gefa
eftir á endanum.
Inga Birni kynntumst við
fyrst fyrir rúmum áratug þegar
hún Maggý okkar kom heim með
þennan geðþekka og hægláta
dreng. Auðséð var hversu hrifin
þau voru hvort af öðru. Okkur
líkaði strax ákaflega vel við hann
og þó sýnu mest honum Kol-
grími, yngri bróður Maggýjar.
Ást þeirra óx og dafnaði eftir
því sem leið á. Fljótlega voru þau
farin að leggja drög að framtíð-
inni og augljóst var að plönin
voru stór.
En svo fóru hlutirnir að
versna. Ingi greindist með æxli í
höfði og við tók skurðaðgerð og
svo strembin geisla- og lyfjameð-
ferð í kjölfarið. Allt leit út fyrir
að meðferðin hefði tekist vel og
aftur brosti framtíðin við þeim.
Þau keyptu sér íbúð þar sem þau
komu sér notalega fyrir. Þau
ferðuðust mikið um, innanlands
sem utan, Ingi smellti sér í
mótorhjólaprófið og á döfinni var
að fá sér mótorhjól og fara að
hjóla með tengdapabba. En önn-
ur og svo þriðja árás þessa slæga
óvinar kom, sem svo að á lokum
vann á honum. Mikill var máttur
vinafólks þessara ungu hjóna en
það stóð sem klettur að baki
þeim.
Að hafa fengið að kynnast
þessum dásemdardreng eru for-
réttindi. Æðruleysi hans og
styrkur hafa verið til eftir-
breytni.
Við hér sem hérna megin er-
um eigum eftir að sakna hans af-
skaplega. Eiginkonu, foreldrum,
systkinum, vinum og öðrum að-
standendum vottum við hina
dýpstu samúð og megi guð ykkar
veita ykkur styrk.
Hlynur J. Michelsen, Val-
entina H. Michelsen og
Kolgrímur H. Michelsen.
Jæja, þetta er nú skrítna stað-
an sem við erum búnir að koma
okkur í Ingi minn! Ég var nú
nokkuð viss um að þetta yrði öf-
ugt, að þú myndir skrifa svona
grein um mig, en svona er lífið
stundum.
Við áttum nú góða tíma og
slæma eins og hver önnur systk-
ini, rifumst um matchbox-bílana
og bílabrautina en þegar við urð-
um eldri náðum við saman í
gegnum bíla í fullri stærð.
Við hefðum átt að gera miklu
meira saman, en ef það er eitt-
hvað sem þessi veikindi hafa
kennt mér er það að maður á
ekki að bíða með að gera hluti
sem mann langar til!
Lífið bíður ekki eftir neinum!
Ég kannski sagði þetta ekki
nógu oft en mér þykir hrikalega
vænt um þig og ég mun alltaf
spyrja í matarboðum og afmæl-
um: „Hvenær kemur Ingi eigin-
lega?“
P.s. Þú mátt líka alveg koma
og vera ærsladraugur hjá mér
við tækifæri!
Jón Baldur Bogason.
Elsku Ingi Björn minn, „litli
en samt stærri en ég bróðir
minn“. Ég var fimm ára þegar þú
fæddist og mikið ofboðslega er
ég þakklát fyrir þig. Ég man
hversu mikill mömmustrákur þú
varst og þrjóskur varstu og ekki
breyttist það með aldrinum.
Árið 2010 greinist þú með
krabbamein í litla heila og ferð í
tvær aðgerðir. Ég íhugaði að
fresta brúðkaupi okkar Hjalta en
nei, þú sagðir „lífið má ekki
stoppa“. Svo eins og planað mæt-
ir þú spariklæddur og fínn og ert
bílstjórinn okkar á brúðkaups-
daginn eins og ekkert væri eðli-
legra, mánuði eftir áfallið. Svo
tekur við lyfjameðferð og geislar,
samhliða því gerir þú þér lítið
fyrir og tekur meiraprófið.
Krabbameinið hverfur og við
taka átta góð ár, þar sem þú lifir
lífinu lifandi og ert til í miklu
meira knús en áður. Einnig mæt-
ir þú til Svíþjóðar þegar mig
vantar bílstjóra vegna flutninga.
Lífið gengur sinn vanagang, þú
vinnur á daginn í Öskju og
stundum um helgar sem leigubíl-
stjóri, mikið þótti mér gaman að
hlusta á bransasögur úr leigu-
bílaakstrinum. Einnig varstu
alltaf til í að fíflast með krökk-
unum okkar Hjalta. Ég spurði
þau um daginn hvað þeim þótti
skemmtilegast við þig og fékk
svörin „þegar Ingi er að stríða
mér“ og „þegar Ingi er að leika
með mér“.
Svo eins og þruma úr heið-
skíru lofti er meinið komið aftur,
eins og áður tekur við uppskurð-
ur og lyfjameðferð. Svo í maí
2019 bankar meinið upp á í þriðja
sinn. Þú hringir í mig, í hádeginu
sama dag og við fjölskyldan er-
um á leið í langt frí erlendis. Á
þessum tímapunkti langaði mig
að sleppa fríinu en nei þú segir
aftur „lífið má ekki stoppa“. Svo
við rétt náum að knúsa þig áður
en við förum. Enn og aftur var
það uppskurður og lyf. Svo
seinna í janúar 2020, þá var það
geislaskammturinn sem búið var
að spara. Hann fór það vel í þig
(reyndar eftir smá
byrjunarörðugleika sem kallaði á
aðra aðgerð) að þú spurðir lækn-
inn hvort þú gætir ekki bara
haldið lengur áfram í geislunum,
eftir að þeir voru búnir. En nei,
læknirinn sagði að þá væri hætta
á heiladrepi og þá yrðu þú og
hann ekki lengur vinir.
Það sem einkenndi þig, elsku
kallinn minn, var hversu mikið
hörkutól þú varst, mjög hjarta-
hlýr, hnyttinn og hversu góða
vini þú áttir. Ég er mjög þakklát
fyrir vini þína sem komu til þín á
líknardeildina, þar sem þú lást
með lokuð augu en hjartað sló
eins og sterk vél. Þú sýndir okk-
ur að þú heyrðir í okkur tala með
því að kreista hendur okkar.
Nú er vika síðan þú kvaddir
okkur og ég sit á tjaldsvæði á
Akureyri og rifja upp systkina–
og makaferðina okkar hingað
fyrir akkúrat fimm vikum. Þegar
við gátum setið á kvöldin og
spjallað og spilað, en þú sagðir
alltaf já ef einhver vildi spila með
þér. Það var svo gaman að upp-
lifa bíladaga með ykkur Maggý,
þótt þeir hafi verið í smækkaðri
mynd þetta árið og ég ekki jafn
hrifin af bílum og þið. Borða á
pítsustaðnum ykkar, hlusta á
minningar ykkar frá fyrri bíla-
dagaferðum, kyssast á rauðu
hjartaljósunum og heimsækja
ömmu. En já það er rétt, Ingi
Björn minn, „lífið má ekki
stoppa“ og mun minningin um
þig ávallt lifa í hjarta mér.
María Erla Bogadóttir.
Í dag kveðjum við góðan
dreng, hann Inga Björn Boga-
son. Við Steinunn mamma hans
erum bræðrabörn, svokallaðir
Fribbarar með ættir að rekja
vestur á firði. Afi Inga Björns
ólst upp hjá afa sínum og ömmu
á Höfða á Höfðaströnd og fékk
annars konar uppeldi en allir
hinir bræður hans á Sútarabúð-
um í Grunnavík. Ég er ekki frá
því að Ingi Björn hafi verið líkur
afa sínum á margan hátt, vand-
virkur, stundvís, hjálpsamur,
geðþekkur og hæglátur svo eitt-
hvað sé nefnt. Við Ingi Björn
unnum saman hjá Bílaumboðinu
Öskju svo ég gat fylgst með ung-
um frænda vaxa og dafna í starfi
og þar stóð hann sig afar vel í
öllu því sem hann tók að sér.
Ekkert gat haggað ró hans við
hin ýmsu störf, jafnaðargeð hans
var einstakt, bara rétt eins og afi
hans. Létu báðir verkin tala,
eyddu ekki orðum í óþarfa,
hjartahreinir og vildu öllum vel.
Við öll fylgdumst vel með
veikindum Inga Björns síðustu
árin og dáðumst að hetjulegri
baráttu hans við heilaæxli.
Skurðaðgerðir, geislameðferðir
og lyfjagjafir, allt þetta reynir
afar mikið á menn, sama hve
hraustir þeir eru. Kappinn stóð
þó nokkrum sinnum upp á ný eft-
ir slíkar aðgerðir, sýndi þar
þrjósku, dug og kraft svo eftir
var tekið, en að lokum varð hann
að játa sig sigraðan, hann mætti
ofjarli sínum. Lífið getur stund-
um verið afar ósanngjarnt er svo
ungt fólk fellur frá í blóma lífs-
ins.
Elsku Magdalena, Bogi, Stein-
unn, Jón Baldur, María, Erla og
stórfjölskyldan öll. Við Kristín
og fjölskylda sendum ykkur öll-
um okkar bestu samúðarkveðjur,
góður drengur er genginn á vit
forfeðra sinna.
Páll Halldór Halldórsson.
Elsku vinur minn. Nú ertu
farinn úr þessum heimi og kom-
inn á betri stað
þar sem meinið náði að yfir-
buga þig. Erfitt er að þurfa að
kveðja einn af sínum bestu vin-
um alltof snemma.
Það sem mun alltaf lifa með
manni eru minningarnar; ótal
bústaðarferðir, bíltúrarnir, bíó-
kvöldin, spilakvöldin og ekki má
gleyma Búlgaríuferðinni frægu
árið 2017.
Já, við gerðum margt og mikið
saman í þau ár sem við þekkt-
umst og maður á eftir að sakna
þess að heyra í þér og eins að fá
hinar víðfrægu pönnukökur sem
þú bakaðir.
Þú varst góðhjartaður dreng-
ur og vildir öllum vel, barngóður,
lést mann brosa þegar manni leið
ekki vel, snillingur í bílamálum
og með bíladelluna á hreinu.
Hafðir líka voða litlar áhyggjur
af hlutunum, varst alltaf með
frasann „þetta reddast“ svo hlut-
irnir gengu alltaf upp eftir að þú
sagðir þetta og ekki má gleyma
jákvæðninni sem ljómaði af þér.
Ég mun alltaf geyma minning-
arnar um þig í hjarta mér og
verða þær mér ævinlega ómet-
anlegar.
Elsku vinur, hér skil ég eftir
smá texta til þín og kveð þig með
gleði og sorg í hjarta. Þú munt
ávallt fylgja mér í hjartanu.
Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið
bjarta.
Lífið hefur öðlast tilgang með þér.
Þú átt sömu þrána í þínu hjarta.
Þrána sem um eilífð mun fylgja þér.
(Jóhanna Erlingsdóttir)
Þín vinkona,
Hildur María.
Elsku Ingi Björn. Þótt þú sért
farinn lifa minningarnar áfram
og þær eru margar, enda var
margt gert á þessum 11 árum
sem við þekktumst eins og ótal
margar sumarbústaðarferðir, ut-
anlandsferðir, bílarúntar, spila-
kvöld og fleira sem ég mun sakna
en alltaf geyma í minningunni.
Þú gast alltaf látið mig brosa
þegar mér leið ekki vel, enda
alltaf í góðu skapi og með húm-
orinn í lagi.
Þér tókst alltaf að láta mig fá
fáránlega fyndin lög á heilann í
hvert sinn sem við hittumst.
Ég lít upp til þín fyrir allan
styrk þinn og hugrekki sem þú
sýndir á erfiðustu tímum.
Þú kenndir mér að vera alltaf
jákvæður, sama hvað.
Þú varst frábær manneskja,
góðviljaður, hlýr, jákvæður,
fyndinn og ótrúlega klár bílakall.
Það hefur verið mér mikill
heiður að eiga þig sem vin. Ég
veit að þú ert kominn á betri stað
núna. Þín er sárt saknað. Hvíldu
í friði elsku vinur.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson)
Alexander Þórir K.
Guðmundsson.
Ingi Björn
Bogason
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð, vinsemd og hlýju við fráfall og útför
okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNHEIÐAR ÁRNADÓTTUR,
Hraunbæ 103,
áður Glæsibæ 1.
Theódór Óskarsson
Guðrún Theódórsdóttir Kristján Georg Björnsson
Óskar Theódórsson Katla Sveinbjörnsdóttir
Bryndís Theódórsdóttir Gísli Kristján Birgisson
Guðni G. og Arna María Kristjánsbörn
Theódór, Arnheiður Rós, Pétur og Pálmi Óskarsbörn
Hildur Sif, Theódóra og Hinrik Hjaltabörn
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langlangamma,
GUÐRÚN HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dúnna,
frá Kirkjulæk í Fljótshlíð,
sem lést á Grund sunnudaginn 19. júlí,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn
31. júlí klukkan 13.
Sigurbjörg Lundholm Þórir Ólafsson
Ísidór Hermannsson Ingibjörg Júlíusdóttir
Steinn Lundholm Erla Elva Möller
og afkomendur
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
ÞÓRÓLFUR SVEINBJÖRN
SIGURGEIRSSON (KRISTJÁNSSON)
lést sunnudaginn 19. júlí.
Útför fer fram frá Hannesarholti
þriðjudaginn 4. ágúst klukkan 13.
P. Valgerður Kristjánsdóttir
Ingibjörg Hulda T. Markhus Trygve André Jenssen
Halldór Fannar
Kristján Ragnar
Ágúst Páll
Erling Óskar Maria Patochkin
Ástrós Erla Markhus Viðarsdóttir