Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 28
Í sumar býður fjöldi safna og
sýningarstaða í miðbænum upp
á lengdan afgreiðslutíma síð-
asta fimmtudagskvöld hvers
mánaðar, þ.e. í júní, júlí og
ágúst, og auk þess er enginn að-
gangseyrir að sýningum. Fólk
getur þá kynnt sér listsýningar,
kíkt inn á vinnustofur lista-
manna og heimsótt listamanna-
rekin rými, gallerí og söfn. Á
morgun verður fjölbreytt dag-
skrá í boði og opið til kl. 22 á 14 sýningarstöðum. Má
nefna að í Kling & Bang í Marshallhúsinu verður opnað
kl. 20.30 með gjörningi Arnars Alexanders Ámundasonar
og á vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur „Shoplifter“, í
Ingólfsstræti 6, verður hægt að upplifa verk hennar
„Chromo Sapiens“ í sýndarveruleika. Núllið gallerý opn-
ar sýningu eftir Sölku Rósinkranz og Tótu Kolbeinsdóttur
og Listasafn Íslands býður upp á listgöngu um sunnan-
vert Skólavörðuholt. Dagskrá má finna á facebook-
viðburðasíðu fimmtudagsins langa.
Opið til kl. 22 og aðgangur ókeypis
förnu – í kjölfar veirutímans – hefur
hann verið þétt bókaður og nóg að
gera. Þar má nefna að síðastliðinn
föstudag var hann að spila og syngja
á Hvammstanga síðdegis og kom svo
fram á tveimur stöðum í Reykjavík
um kvöldið. Á laugardeginum voru
fjögur gigg á Suðurlandi.
Orka í útiveru
„Núna er ég kominn á þann stað
sem tónlistarmaður að mér finnst
nauðsynlegt að stokka spilin og end-
urskipuleggja ferilinn. Skemmtan-
irnar þar sem ég hef spilað síðustu
árin hafa stundum verið 25-30 í
hverjum mánuði, sem er of mikið.
Það má ekki gerast að maður þreyt-
ist eða verði leiður; gleðin er mikil-
væg í þessum bransa. Ég er líka með
ýmislegt nýtt og spennandi á prjón-
unum og er alls ekki að hætta í tón-
listinni,“ segir Ingó, sem var í gær
staddur í Vestmannaeyjum með
föður sínum og ýmsum úr fjölskyld-
unni að spila golf.
„Völlurinn hér í Eyjum er frábær.
Þetta er gaman og frábært líka að
sækja sér orku í útiveru í stórbrotnu
umhverfinu hér,“ segir söngvarinn
góði, sem er með 16 í forgjöf í golf-
inu, svo það sé fært til bókar.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íslendingum finnst gaman að
syngja,“ segir Ingólfur Þórarinsson
söngvari, best þekktur sem Ingó
veðurguð. „Texta að sumum vinsæl-
um lögum kunna bókstaflega allir og
geta tekið undir, að minnsta kosti í
viðlaginu. Að vera andspænis fullum
sal eða jafnvel brekku af fólki þegar
þannig stendur á er skemmtilegt.“
Lauflétt og grípandi
Þótt engin sé Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum þetta árið bregst ekki
brekkusöngurinn sem Ingó hefur
verið með nokkur undanfarin ár.
Skemmtunin verður að þessu sinni í
Sjónvarpi Símans næstkomandi
sunnudagskvöld auk þess sem henni
verður útvarpað á mbl.is og K100.
Þar verður meðal annars flutt
þjóðhátíðarlagið Takk fyrir mig, en
það flytja Ingó og Guðmundur, bróð-
ir hans, sem í föðurætt eru úr Vest-
mannaeyjum og hafa dvalið þar
mikið, en eru frá Selfossi.
Lengi hefur staðið til hjá Síman-
um að sjónvarpa tónleikum með
Ingó, enda fellur tónlist hans vel að
því sem vinsælt hefur verið að
undanförnu. Þættirnir Heima með
Helga slógu í gegn en þar voru ís-
lensk lög, lauflétt og grípandi, í aðal-
hlutverki.
Bahama og Bíddu pabbi
„Íslensk lög eins og við þekkjum
úr partíum, afmælum og útilegum
eru alltaf það vinsælasta þótt slík
músík njóti ekki alltaf mikillar viður-
kenningar eða sé mikið spiluð í út-
varpi. En þetta er að breytast,“ segir
Ingó sem hefur lifað og hrærst í tón-
list í fjöldamörg ár. Mörg lög hans
hafa flogið hátt svo sem til dæmis
Sumargleðin, Í kvöld er gigg, Valli
Reynis, Bahama og Gestalistinn. –
Af lögum annarra sem Ingó spilar
gjarnan má nefna Vegbúann sem
KK, Kristján Kristjánsson, samdi og
flutti og Bíddu pabbi, erlent lag við
texta Iðunnar Steinsdóttur sem Vil-
hjálmur Vilhjálmsson söng og gerði
ódauðlegt fyrir tæplega hálfri öld.
„Síðustu ár í tónlistinni hafa verið
ótrúlega skemmtileg og aldrei dauð-
ur punktur,“ segir Ingó. Að undan-
Ingó á tímamótum
Brekkusöngur og ævintýri Veðurguð í Vestmanna-
eyjum Þjóðhátíðarlagið Breytingar eru fram undan
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Söngvarinn Ingólfur í Vestmannaeyjum í gær, þar sem hann naut lífsins og
spilaði golf með fjölskyldunni. Hann ætlar nú að stokka spilin í eigin lífi.
PURUSNAKK
Lág
kolvetna
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta er orðið skárra hjá mér, ég er alveg sammála
því, en ég get enn þá bætt mig og vil alltaf meira,“ seg-
ir Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Fylkis, meðal
annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Blaðið varpar
kastljósinu á Valdimar í uppgjöri á 9. umferð Pepsí
Max-deildarinnar í knattspyrnu en Valdimar skoraði
fyrir Fylki og lagði upp tvö í 3:2-sigri á HK í Árbænum.
Þrátt fyrir að vera einungis 21 árs er Valdimar orðinn
lykilmaður hjá Fylki og er nú í liði umferðarinnar í þriðja
sinn á keppnistímabilinu. »22
Fylkismaðurinn ungi gerir ekki mik-
ið úr eigin frammistöðu í sumar
ÍÞRÓTTIR MENNING