Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Verslunarmannahelgi er ein af stærri ferðahelgum ársins. Löng hefð er fyr- ir því að landinn leggi land undir fót og þá sérstaklega yngri kynslóðin, sem slettir jafnan vel úr klaufunum. Í skugga kórónuveirunar hefur flestum af stærri útihátíðum verið aflýst, s.s. Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflugi, Mýr- arbolta og landsmóti UMFÍ. Víða um land má þó finna minni og áhuga- verða viðburði. Morgunblaðið leitaði til löggæslunar, sem gjarnan hefur mikið mætt á þessa helgi. „Ein með frekar litlu“ Í tilkynningu frá Akureyrabæ er sagt að hátíðin „Ein með öllu“ verði ekki haldin með hefðbundnu sniði í ár heldur lögð áhersla á lágstemmda og fjölskylduvæna dagskrá. Þar má finna dagskrárliði eins og „mömmur og möffins“ og kirkjutröppuhlaupið. Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lög- reglustjóra á Norðurlandi eystra, er búist við fjölda gesta og viðbúnaður eftir því. Sérstaklega verði hugað að reglum sóttvarna og sjálfsprottnum hópamyndunum ungmenna. Viðbúnaður í Eyjum Þótt ekki verði af Þjóðhátíð er gert ráð fyrir talsverðum gestafjölda á eyjunni og flestar ferðir Herjólfs þéttbókaðar frá Landeyjahöfn. Að sögn Aldísar Báru Ingimarsdóttur, setts lögreglustjóra í Eyjum, verður aukinn viðbúnaður á öllum vöktum auk þess sem tveir sérsveitarmenn og fíkniefnahundur liðsinna. Þar á bæ er gert ráð fyrir „miklu en dreifðu“ skemmtanahaldi. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins hefur mikill bálköstur verið reistur á Fjósakletti í Herjólfs- dal, en tendrun hans er einn af há- punktum Þjóðhátíðar. Borgarbörnin bregða á leik Spyrja má hvað borgarbörnin ætli til bragðs að taka nú þegar útihátíðir eru engar. Tónlistarhátíðin „Inni- púkinn“ verður haldin í 19. sinn og öldurhús víða opin. Morgunblaðið spurði Huldu Elsu Björgvinsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæð- inu, hvort menn hefðu áhyggjur af hópamyndun í miðborginni. Hún segir að undanfarnar helgar hafi verið einhver brögð að slíku, en það hafi verið skammvinnt og ekki or- sakað sérstök vandræði. Viðbúnaður lögreglu verður með hefðbundnu sniði og brugðist við eftir þörfum. Áhersla verður einnig á umferð- argæslu, en búast má við þungum straumi til og frá borginni. Veður setur strik í reikninginn Veðurfræðingur sem blaðið talaði við sagði útlitið heldur dapurt til úti- legu. Aðfaranótt föstudags er von á óvenju djúpri lægð að landinu, með allhvössum vindi og úrkomu um allt land. Veðrið gæti haft áhrif á akstur suðaustanlands og siglingar Herjólfs til Eyja. Viðburðir um verslunarmannahelgina Ein með öllu á Akureyri Berjadagar á Ólafsfirði FM Belfast á Siglufirði (fös) Emmsjé Gauti á Egilsstöðum (fös) Hátíð á Borgarfirði eystra Sæludagar í Vatnaskógi Ámóti sól á Akranesi (lau) Sigrún á Gljúfrasteini Fjölskylduhátíð á Hótel Selfoss Listahátíð á Listasafni Samúels í Selárdal Innipúkinn í Gamla bíó Reykjavík Live í Garðinum Verslm.helgin á Spot Tónleikar í Sjálandi Komdu að leika í Árbæjarsafni (sun,mán) Þjóðhátíðarpartí Stúdentakjallarans Bríet og Club Dub í Keiluhöllinni Egilshöll (lau) Verslm.h. í Grandi Mathöll Verslm.h. í Petersen Svítunni Garðabær Kópavogur Reykjavík Höfuðborgarsvæðið Óvenjuleg helgi fram undan  Fjölda útihátíða aflýst  Lögregla víða með viðbúnað Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ferðaskrifstofur endurmeta dag- lega stöðuna á vinsælum ferða- mannasvæðum á borð við Tenerife og Alicante. Er fjölgun kórónuveirusmita á Spáni talið áhyggjuefni, enda hætt við því að frekari takmarkanir verði settar haldi þróunin áfram. Talsverður fjöldi Íslendinga hef- ur undanfarna daga haldið út til framangreindra staða. „Við erum alltaf að endurskoða okkar framboð og reyna að miða það út frá eftir- spurninni. Við höfum verið að fara með fullar vélar til Alicante og Ten- erife, en við erum auðvitað alltaf að endurmeta stöðuna,“ segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita, sem kveðst ekki áhyggjufullur yfir ástandinu þótt sýna verði varkárni. Lítið sé um smit á þeim svæðum sem ferðaskrifstofan flýgur nú til. „Ástandið á Tenerife er mjög gott. Í síðustu viku voru tíu virk smit og þau voru öll í höfuðborginni sem er langt frá því svæði sem við erum að fljúga á. Ástandið á Alic- ante er síðan miklu betra en til dæmis í Katalóníu eða í Madríd þar sem fólk býr þéttar,“ segir Þráinn. Nú um helgina greindi utanrík- isráðherra Breta frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að setja á tveggja vikna sóttkví fyrir ferða- langa sem koma frá Spáni. Var talið nauðsynlegt að grípa til aðgerðanna sökum snarprar fjölgunar smita á Spáni. Í kjölfarið hvatti forsætis- ráðherra Spánar stjórnvöld í Bret- landi til að endurskoða ákvörð- unina. Aðspurður segir Þráinn að Íslendingar hafi lítið að hræðast á Spáni. „Flestir sem eru að fara til Alicante eru á leið í íbúð eða hús sem þeir hafa aðgang að. Þeir eru ekki í miklu samneyti við heima- menn frekar en útlendingar hér á landi. Maður skilur ekki alveg ákvörðun stjórnvalda í Bretlandi enda hefur fjöldi Breta sagt að þeir telji sig öruggari á Spáni en í heimalandinu,“ segir Þráinn og bætir við að fréttir sem þessar dragi úr vilja fólks til að ferðast. „Þetta hefur áhrif á fólk og það ákveður kannski að bíða frekar. Það á samt ekki að þurfa að hafa áhyggjur þar sem flestir þekkja svæðið mjög vel. Við finnum samt alveg að fólk er aðeins hikandi. Það er enn talsvert eftir af sætum í ferðir í ágúst, en við endurmetum það bara eftir því sem tíminn líður,“ segir Þráinn. Staðan endurmetin reglulega Svipað er upp á teningnum hjá Úrvali-Útsýn þar sem farnar hafa verið nokkrar ferðir til Tenerife og Alicante. Að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns hjá ferðaskrifstofunni, er þó viðbúið að endurskoða verði ferðir næstu vikna. „Við erum að bíða eftir upp- lýsingum, en auðvitað þarf að end- urmeta stöðuna ef hótel eða lönd fara að lokast aftur. Það er auðvit- að svo að allar slæmar fréttir setja bakslag í sölu hjá okkur,“ segir Ingibjörg, sem sjálf hefur fylgst vel með ástandinu á Spáni. „Eins og staðan er núna er verið að fljúga á Alicante og Tenerife. Við fylgjumst síðan mjög vel með ástandinu enda viljum við vera ábyrg í því sem við gerum.“ Endurmeta Spánarferðir daglega  Viðskiptavinir hika við að bóka ferðir til Alicante og Tenerife í ágústmánuði  Slæmar fréttir draga úr vilja fólks til að ferðast erlendis  Fjöldi Íslendinga hefur haldið til Spánar undanfarnar vikur Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Spánn hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga undanfarin ár. Staðan þar er nú alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.