Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt að heim-
ila fjármála- og áhættustýringar-
sviði Reykjavíkurborgar að auglýsa
fasteignina Bakkastaði 2, Keldu-
skóla/Korpu, til leigu. Það er ekki á
hverjum degi sem heill skóli, 2.816
fermetrar, er auglýstur til leigu.
Meirihlutinn í skóla- og frístunda-
ráði borgarinnar samþykkti í fyrra-
haust að leggja niður skólahald í
Kelduskóla/Korpu og færa bekkjar-
deildir þar í aðra skóla hverfisins.
Foreldrar barna í Staðahverfi mót-
mæltu þessari ákvörðun harðlega.
Skólinn er nýlegur, tók til starfa í
ársbyrjun 2012.
Fram kemur í greinargerð eignar-
skrifstofu að skóla- og frístundasvið
hafi sagt upp leigu húsnæðis að
Bakkastöðum 2 frá og með 1. júlí sl.
Húsnæðið, sem er á einni hæð, geti
hentað undir ýmsa starfsemi en sé
hannað sem skólahúsnæði. Nokkrir
aðilar hafi sýnt áhuga á að fá hús-
næðið á leigu eftir að skóla- og frí-
stundaráð ákvað að sameina starf-
semi grunnskóla í Grafarvogi og
hætta notkun á húsnæðinu. Leigu-
tími yrði ótímabundinn með 12 mán-
aða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, Marta Guðjónsdóttir,
Hildur Björnsdóttir og Egill Þór
Jónsson, bókuðu að þeir samþykktu
að skólinn yrði leigður út með því
skilyrði þar yrði skólahald til að
mynda fyrir sjálfstætt rekna skóla
sem hefðu áhuga á að leigja húsið
fyrir starfsemi sína.
Fari frítt í sjálfstæðan skóla
Borgarráðsfulltrúarnir lögðu á
sama fundi fram tillögu þess efnis að
yrði það raunin að sjálfstætt rekinn
grunnskóli yrði með starfsemi sína í
húsnæðinu legðu þeir til að börn í
Staðahverfi ættu þess kost að ganga
í skólann sér að kostnaðarlausu. Það
væri sanngirnismál að Reykjavíkur-
borg greiddi kostnað vegna þessara
nemenda kysu þeir að ganga í sjálf-
stætt rekinn skóla í hverfinu. Búast
mætti við að margir foreldrar hefðu
áhuga á að börn þeirra gætu sótt
skóla í nærumhverfi sínu, sem sé í
anda eins meginstefja aðalskipulags-
ins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins,
Kolbrún Baldursdóttir, bókaði að
með þessari aðgerð væri endanlega
verið að loka fyrir þann möguleika
að snúa ákvörðun um skólamálin í
norðanverðum Grafarvogi til baka,
þ.e. að hafa starfsstöð Kelduskóla/
Korpu eins og var. „Sameining starf-
semi grunnskóla í Grafarvogi þar
sem hætt var notkun á húsnæðinu
olli reiði og ólgu meðal margra for-
eldra og íbúa í Grafarvogi. Ekki er
komin reynsla á hvernig hið nýja fyr-
irkomulag muni koma út ef horft er
til hagsmuna barnanna. Enda þótt
ekki sé góður kostur að hafa Bakka-
staði 2 ónotað húsnæði er spurning
hvort ekki ætti að hinkra ögn og sjá
hvernig mál þróast í hinu nýja fyrir-
komulagi,“ bókaði Kolbrún.
Morgunblaðið/sisi
Kelduskóli/Korpu Kennslu hefur verið hætt í skólanum og húsgögn fjarlægð. Húsnæðið verður auglýst til leigu.
Hver vill leigja skóla?
Borgin auglýsir Kelduskóla til leigu Húsnæðið er
2.816 fermetrar „og getur hentað undir ýmsa starfsemi“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, hefur
skipað nýtt átta manna kvikmynda-
ráð. Sigurjón Sighvatsson kvik-
myndaframleiðandi er formaður
ráðsins.
Samkvæmt kvikmyndalögum er
kvikmyndaráð stjórnvöldum og
Kvikmyndamiðstöð Íslands til ráð-
gjafar um málefni kvikmynda og
gerir tillögur til ráðherra um stefnu
og markmið opinberra aðgerða á
sviði kvikmyndalistar, segir í til-
kynningu frá ráðuneytinu.
Ráðherra skal skipa átta fulltrúa í
kvikmyndaráð til þriggja ára í senn,
formann án tilnefningar, en hina sjö
samkvæmt tilnefningum.
Auk Sigurjóns eru í ráðinu Mar-
grét Örnólfsdóttir varaformaður,
Anna Þóra Steinþórsdóttir, Lilja
Ósk Snorradóttir, Ragnar Braga-
son, Lilja Ósk Diðriksdóttir, Berg-
steinn Björgúlfsson og Birna Haf-
stein. Varamenn í kvikmyndaráði
eru Auður Edda Jökulsdóttir, Elva
Sara Ingvarsdóttir, Kristinn Þórð-
arson, Ása Helga Hjörleifsdóttir,
Þorvaldur Árnason, Sigríður Rósa
Bjarnadóttir, Hjálmar Hjálmarsson
og Huldar Breiðfjörð.
Nýtt átta manna
kvikmyndaráð
Sigurjón skipaður formaður ráðsins
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Sigurjón Sighvatsson
mun fara fyrir kvikmyndaráði.
Pétur Már Ólafsson, útgefandi
Bjarts & Veraldar, og Ragnar Jónas-
son rithöfundur undirrituðu laug-
ardaginn síðasta, 25. júlí, útgáfu-
samning um nýja bók, sem
væntanleg er á íslenskan markað í
október.
Bókin heitir Vetrarmein, sem er
fengið úr einni bóka afa höfundar,
Þ. Ragnars Jónassonar. Hún gerist á
Siglufirði og Ari Þór Arason lög-
reglumaður er lykilpersóna. Örlitlu
fyrr mun bókin koma út í Frakk-
landi undir heitinu Sigló og í desem-
ber í Bretlandi og Bandaríkjunum
en þar mun hún nefnast Winterkill.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Handsalað Pétur Már og Ragnar skrifuðu undir samninginn á Siglufirði.
Skrifuðu undir
útgáfusamning
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
HJÓLALÁSAR
FRÁ TRELOCK
Sjáðu úrvalið og veldu lásinn
sem hentar þér á www.lykillausnir.is
Í YFIRRÉTTI („HIGH COURT OF JUSTICE“)
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES)
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT (ChD)
VARÐANDI QBE UK LIMITED
og
VARÐANDI QBE EUROPE SA/NV
og
VARÐANDI BRESK LÖG FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI
(e. FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000)
Hérmeð tilkynnist að hinn 1. júlí 2020 lögðu QBE UK Limited (QBEUK) og QBE Europe SA/NV (QBE Europe) (saman nefnd„QBE“)
fram beiðni skv. 107 gr. breskra laga umármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services andMarkets Act 2000)
(„lögin“) hjá dómstólnum High Court of Justice, Business and Property Courts of England and Wales, Companies Court (ChD)
í London, um úrskurð:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna sem heimilar áætlun („áætlunin“) um framsal til QBE Europe á almennum vátryggingum og
endurtryggingum sem veittar hafa verið á grundvelli þjónustufrelsis á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) frá höfuðstöðvum
QBE UK í Bretlandi á tímabilinu frá 1. janúar 1970 til 31. desember 2018 og:
(a) varða eingöngu áhættu sem er staðsett í aðildarríki EES,
(b) varða áhættu sem er staðsett í aðildarríki EES og Bretlandi, eða
(c) varða áhættu sem er staðsett í aðildarríki EES og annarri lögsögu (annarri en Bretlandi), og
(2) semmælir fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum.
Eintak af skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem var samin í samræmi við 109. gr. laganna af óháðum sérfræðingi, („skýrslan
um áætlunina“), yfirlit um skilmála áætlunarinnar, samantekt skýrslunnar um áætlunina og áætlunarskjalið eru fáanleg
endurgjaldslaustmeð því að hafa samband við QBEUK eða QBE Europe gegnumneðangreind símanúmer, heimilisföng eða netföng.
Þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þ.á.m. sýnishorn af samskiptum við vátryggingartaka, eru einnig fáanleg á vefsvæði QBE
(https://qbeeurope.com/). Þetta vefsvæði verður uppfært ef einhverjar mikilvægar breytingar verða á fyrirhuguðu framsali.
Vakni spurningar í tengslum við fyrirhugaða áætlun skal hafa samband við QBE í síma +44 (0)20 3465 3330, með því að senda
tölvupóst á brexit.queries@uk.qbe.com eða senda bréfpóst á heimilisfangið 30 Fenchurch Street, London EC3M 3BD, United
Kingdom.
Sért þú með vátryggingu hjá QBE UK, vinsamlegast tilgreindu þá númer vátryggingarskírteinisins í öllum samskiptum. Þetta
númer er að finna í vátryggingarskjölunum og tengdum bréfaskiptum.
Beiðnin verður tekin fyrir hjá dómstólnum High Court of Justice of England and Wales, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London,
EC4A 1NL, Bretlandi, hinn 21. október 2020. Hverjum þeim sem telur að framkvæmd áætlunarinnar myndi hafa neikvæð áhrif á
sig eða hyggst hreyfa andmælumgegn henni er heimilt að vera viðstaddur dómþingið í eigin persónu eða gegnum fyrirsvarsmann.
Þess er farið á leit að hver sá sem hyggst gera það tilkynni það til QBE gegnum ofangreint heimilisfang, skriflega og svo fljótt sem
auðið er, helst fyrir 14. október 2020, og tilgreini eðli andmæla sinna. Þettamun gera QBE kleift að tilkynna hvers kyns breytingar
í tengslum við dómþingið og, ef unnt er, ráða bót á vandamálum sem tilkynnt er um fyrir dómþingið.
Hver sá sem andmælir áætluninni, eða telur að hann kunni að verða fyrir neikvæðum áhrifum af henni, en hyggst ekki mæta á
dómþingið getur komið sjónarmiðum sínumumáætlunina á framfærimeð því að senda skriflega tilkynningu þar að lútandi til QBE
á ofangreint heimilisfang eða hringja í ofangreind símanúmer, í hverju tilviki eins fljótt og auðið er og helst fyrir 14. október 2020.
QBE mun gera bresku ármálaeftirlitsstofnunum Financial Conduct Authority og Prudential Regulation Authority viðvart um öll
andmæli sem berast fyrir dómþingið, óháð því hvort aðilinn sem hreyfir andmælunum hyggst vera viðstaddur það.
Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, Bretlandi
Lögmenn QBE UK og QBE Europe