Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Skúli Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 26. apríl 1941. Hann lést á Land- spítalanum 17. júlí 2020. Foreldrar hans voru Guð- mundur Gíslason, f. 23. júlí 1903, d. 24. júní 1993, og Hólm- fríður Magn- úsdóttir, f. 9. sept- ember 1899, d. 24. júní 1991. Fjóla, f. 27. september 1936; Þóra Sigrún, f. 20. febrúar 1939, Guðmundur, f. 28. nóvember 1942, d. 16. október 1986; Jens Guðjón, f. 4. desember 1946. Eftirlifandi maki Skúla er Björg Guðnadóttir en þau gift- ust í Reykjavík árið 1964. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 13. apríl 1958, d. 21. september 2000. 2) Álfheiður, f. 5. júní 1960. 3) Guðni Þór, f. 13. janúar 1965. 4) Ragnheiður Linda, f. 23. janúar 1970. Skúli bjó í Reykjavík og síðar í Mosfellsbæ. Hann byrjaði ung- ur að vinna og vann margs kon- ar störf til lands og sjós. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 29. júlí 2020, klukk- an 13. Systkini Skúla: Magnús, f. 15. júní 1925, d. 7. apríl 2010; Gísli, f. 11. september 1926, d. 4. júlí 2008; Axel Þórður, f. 26. sept- ember 1929, d. 23. apríl 1994; Ingi- björg Ólafía, f. 11. ágúst 1931, d. 11. desember 2009; Ástþór, f. 26. októ- ber 1934, d. 22. september 2005; Elsku hjartans pabbi minn. Þá er komið að kveðjustund í bili. Þegar ég lít til baka er einfalt að sjá að það var mín gæfa í lífinu að eiga þig sem pabba. Og mömmu og þið hvort annað. Þú gafst mér allt sem hægt er að óska sér; skil- yrðislausa ást, umhyggju, tíma og kannski það mikilvægasta: fyrirmynd að sannri og góðri manneskju. Þú varst heilsteyptur og fordómalaus. Þú tókst öllum á þeirra forsendum og það með gleði og góðmennsku. Það er ekki annað hægt en að brosa um leið og ég skrifa þessar línur því þú varst svo glaðvær og spaugsam- ur, brandararnir þínir voru margir og oft endurteknir! Lífið gerðist og margs er að minnast. Hvað þú varst góður við mig, við dóttur mína og hreinlega alla og vildir allt fyrir alla gera. Það eina sem gekk ekki eftir var að byggja þennan kofa sem þú lofaðir mér þegar ég var lítil stelpa. Við vor- um einmitt að grínast með það um daginn hvenær þú ætlaðir að fara að drífa í kofanum! En nóg annað byggðir þú nú víst samt. Undir lokin voru veikindi þín mikil og erfið og það léttir í sorg- inni að vita að þú þjáist ekki meira. Rétt fyrir andlát þitt dreymdi mig svo fallegan draum um þig. Þú varst við tæra og breiða á og þar var stór og fal- legur fiskur. Bláfiskur hét hann víst. Ég horfði á þig fara inn með ánni léttan í spori til þess að ná í fiskinn. Enda vissir þú fátt betra en að veiða og þetta var falleg kveðjustund. Ég geymi allar minningarnar um þig í hjarta mínu og þakka þér fyrir allt. Ég hugsa vel um mömmu fyrir þig eins og við töluðum um. Litla telpan þín, Ragnheiður Linda Skúladóttir. Skúli Guðmundsson ✝ Sigrún ErlaHelgadóttir fæddist 4. júní 1937. Hún lést 11. júlí 2020. Móðir hennar var Valgerður Kristín Guðmunds- dóttir, f. 29.6. 1916, d. 1.6. 1991. Faðir hennar var Helgi Magnússon, f. 16.3. 1910, d. 31.3. 1962. Valgerður og Helgi slitu sam- vistum. Seinni maður Valgerðar og stjúpfaðir Sigrúnar Erlu var Rafn Símonarson, f. 11.2. 1903, 1942; Alfreð Steinar Rafnsson, f. 14.3. 1944; Hörður Sólberg Rafnsson, f. 3.11. 1945, d. 15.7. 2017; Símon Georg Rafnsson, f. 30.6. 1947; Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir, f. 15.11. 1953; Guð- mundur Konráð Rafnsson, f. 8.10. 1960. Eiginmaður Sigrúnar Erlu er Ragnar Birkir Jónsson, f. 21.1. 1934. Foreldrar hans voru Jón Einar Bjarnason, f. 26.6. 1910, d. 30.11. 1981, og Kristín Þórð- ardóttir, f. 21.9. 1912, d. 27.3. 1988. Börn Sigrúnar Erlu og Ragnars Birkis eru: 1) Björk Að- alheiður, f. 8.10. 1956, d. 19.2. 1998. 2) Guðmundur Konráð, f. 17.8. 1958. 3) Andvana stúlku- barn, f. 25.1. 1963. 4) Valgerður Hrefna, f. 7.11. 1964. 5) Helga Magnea, f. 5.1. 1966. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 29. júlí 2020, klukkan 13. d. 27.6. 1991. Seinni kona Helga var Guð- björg Magnús- dóttir, f. 2.6. 1914, d. 2.11. 1995. Þeirra börn eru: María Sjöfn, f. 31.1. 1946; Magnús Jó- hann, f. 28.9. 1947; Erlendsína Guð- laug, f. 4.11. 1948. Systkini Sigrún- ar Erlu sammæðra: Þórarinn Óskar Helgason, f. 14.6. 1935, d. 29.6. 1974; Pétur Valberg Helgason, f. 6.7. 1939; óskírð stúlka, f. 19.2. 1942, d. 13.4. Það sem einkenndi mömmu var jákvæðni, kærleikur, dugnaður og hjálpsemi. Ekki má gleyma því að hún var alltaf glöð, það sést á öllum myndunum sem við höfum farið í gegnum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt foreldra sem elskuðu hvort annað og virðing þeirra hvors fyrir öðru var áþreifanleg. Pabbi sagði alltaf að hann hefði fengið stærsta happdrættisvinninginn og það væri mamma. Mamma var listamaður hvort sem það var að sauma í eða mála keramik og postulín, ekki má gleyma öllum glerlistaverkunum sem hún hefur gefið fólkinu sínu og öllum flíkunum sem hún hefur saumað, þar á meðal þjóðbúningn- um sem hún notaði við sem flest til- efni. Það má segja að það að ég sé í veitingarekstri í dag sé henni að þakka, ég var bara krakki þegar hún leyfði mér að baka og elda allt sem mér datt í hug. Hún varð aldrei pirruð þó allt færi á hvolf. Hún elsk- aði að ferðast hvort sem var í hjól- hýsið á Flúðum, fara utan og/eða koma vestur til okkar systra, það sem hún hefur hjálpað okkur er ómetanlegt. Mamma lést 11. júlí síðastliðinn eftir stutt veikindi sem hún tókst á við af æðruleysi og trúin á Guð gerði hana svo sterka. Hún vissi að hún var að fara á sama stað og dætur hennar og barnabarn. Ég kveð mömmu með söknuði, það verður erfitt að geta ekki faðmað hana aftur. Ég elska þig svo mkið elsku mamma, þú varst svo góð amma og langamma. Æðruleysi, dugnaður og gleði lýsa þér best, nú hefur þú í æðsta stólinn á himnum sest. Þar sem þú fylgist með pabba og okkur hinum, þið pabbi áttuð svo fullt af góðum vinum. Takk fyrir allt elsku fallega móðir mín, ég er svo stolt að vera duglega dóttir þín. (H.M.B.) Helga Magnea Birkisdóttir. Elsku systir mín! Mér datt í hug að senda þér smá bréf, við höfum ekki sent hvor ann- arri bréf svo lengi. Þú sendir mér fyrsta sendibréfið sem ég fékk. Það var fyrir eins árs afmælið mitt, þú varst 17 ára og varst á Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli 1954, ég hef geymt þetta bréf eins og gullmola eftir að mamma taldi mig hafa aldur til að varðveita það. Manstu þegar þú hélst upp á 60 ára afmælið þitt, þá datt mér í hug að lesa þetta bréf fyrir þig og gesti þína og auðvitað vakti þetta mikla kátínu og þú varst alveg hissa að ég skyldi eiga þetta enn þá. Við tókum ákvörðun þá um að við yrð- um nú að senda hvor annarri bréf aftur svona í gríni og auðvitað gerðum við það. Þær voru nokkrar rabarbar- aferðirnar sem við Siggi fórum með þér og Birki og var oft glatt á hjalla, þú hafðir svo skemmtilegan húmor og varst með svo létta lund sem seint gleymist. Það eru örugglega ekki margir sem fengu titilinn „sultudrottning- in“ en ég sló þessu svona fram í gríni, þið voruð svo dugleg, þú og Birkir, að gera sultu úr þessu. Eins voru ferðirnar austur fyrir fjall á sumrin ánægjulegar, en það varð að stoppa á Selfossi og fá sér að borða, fyrr væri ferðin ekki byrjuð. Þú varst mjög handlagin og virtist allt leika í höndunum á þér, þau eru mörg listaverkin eftir þig sem prýða heimili okkar Sigga. Og ekki má nú gleyma bakkels- inu þegar komið var í heimsókn til ykkar Birkis. Erla mín, þú varst yndisleg systir og alltaf reiðubúin að að- stoða mig og mína ef þurfti og er- um við þakklát þér fyrir það. Þú skipaðir stóran sess hjá mér og minni fjölskyldu. Það var mikið reiðarslag þegar þú veiktist og ekkert var hægt að gera. Sorgin er sár og tilhugsunin um að sjá þig ekki framar er erfið. Þú sýndir mikið æðruleysi í veikindum þín- um og var húmorinn aldrei langt undan og var það okkur hinum huggun. Erla mín, ég veit að fjöl- menn móttökunefnd hefur tekið á móti þér í sumarlandinu góða, nú ert þú komin í þann stóra hóp sem tekur á móti okkur þegar okkar tími kemur. Það er mikill harmur kveðinn að Birki við fráfall þitt, þið voruð svo samtaka í öllu; þegar annað var nefnt fylgdi hitt vana- lega með. Elsku Birkir, Gummi, Hrefna, Helga og fjölskyldur. Við Siggi og fjölskylda okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Elsku Erla mín, það er komið að síðasta sendibréfinu að sinni. Ég kveð þig með miklum sökn- uði eða þangað til við hittumst að nýju og bið Guð að vera með þér. Þegar þetta bréf ég sendi þá blikar tár á minni kinn. En í vörn ég á það bendi öll víst hljótum þennan endi. Undankomuleið ei finn. Um sumarlandið þú svífur nú skoðar himna gullnu brú. Þar mun sólin alltaf skína, aldrei sorg og engin pína. Við knúsumst þegar sá tími kemur. Hvíl í friði Erla mín. (S.K.) Þín systir Bidda, Hrafnhildur Bryndís. Ég heyrði fyrst af heiðurshjón- unum Erlu og Birki eitt sinn er Gísli minn og hinir bridgefélagarn- ir voru á leið í flott boð hjá þeim á heimili þeirra i Eyjabyggðinni. Erla ætlaði að halda veislu þeim öllum til heiðurs og tilhlökkunin var mikil. Dýrðarljómi sveif alltaf yfir frásögnunum af þessum elsku- legu hjónum er nöfn þeirra bar á góma. Þessar frásagnir höfðu ekki verið ýktar, það fékk ég svo að reyna þegar þau fluttu á Vallar- braut 6, í næsta nágrenni við okk- ur Gísla. Þau tóku mér opnum örmum og kærleikur þeirra hjóna hefur fylgt kynslóðunum í minni ætt. Þegar mamma flutti suður í kringum aldamótin 2000 var hún svo lánsöm að flytja sömu blokk og Erla og Birkir bjuggu í. Það var ekki auð- velt fyrir konu á mömmu aldri að taka sig upp og flytja í ókunnugt umhverfi, en Erla og Birkir, ásamt góðum íbúum hússins, sáu svo um að hún væri boðin velkomin í nýjar aðstæður. Erla kom ósjaldan upp til mömmu og stytti henni stundir með glaðlegu spjalli. Þegar Gísli minn dó má segja að elskan sem hann hafði verið aðnjótandi af þeirra hálfu færðist yfir á okkur Torfa. Þau sýndu okkur alltaf ein- staka velvild, nú síðast með því að hlúa að litlu ömmustrákunum mín- um með dýrindis prjónaskap. Ég er og verð þeim hjónum alltaf þakklát fyrir elskulegheitin við mig og mína alla tíð. Þau hjón eignuðust fimm börn. Kærleiksríkt uppeldi barnanna þeirra hefur svo sannarlega sýnt sig á undanförnum dögum og vik- um, þarna fer fjölskylda sem stendur saman. Erla kletturinn sem tók örlögum sínum af æðru- leysi og afkomendurnir og Birkir sem mynduðu skjaldborg um ætt- móðurina. En sorgin gleymir eng- um og voru þau hjón þar engin undantekning. Erla fæddi and- vana dóttur 1961 og svo misstu þau Björk dóttur sína í blóma lífsins 1998. Við lát Bjarkar hrundi tilver- an hjá elskulegum vinum mínum, þau bognuðu en brotnuðu ekki, þau báru harm sinn í hljóði og héldu áfram. Það var ekki í eðli Erlu að sitja aðgerðalaus. Prjónaskapur og öll handavinna lék í höndum hennar og var margt handverkið sett í jólapakka og stílað á mig. Hand- bragðið einkenndist af kærleika ásamt því að gjöfinni fylgdu ávallt falleg, elskuleg og innihaldsrík orð. Í síðustu Kanaríeyjaferð þeirra hjóna varð Erla veik og gat því miður ekki notið ferðarinnar sem skyldi. Heldur dró af henni þegar líða tók á árið. Hún fékk vondar fréttir sem hún tók af ótrúlegu æðruleysi. Hún trúði á Guð sinn og mátt bænarinnar. Hún beitti kímnigáfunni óspart þegar ein- hver ætlaði að fara að vola yfir hlutskipti hennar. Hennar áhyggj- ur snerust um að allt yrði í lagi með Birki. Ég bið almáttugan Guð að leiða Erlu mína í sumarlandið inn á grænar grundir eilífðarinnar þar sem ég trúi að hún muni hitta fyrir litlu stúlkuna sína og Björkina sína. Elsku Birkir minn. Ættboginn þinn er stór, fallegur og blómlegur og ber áfram birtuna sem ein- kenndi hugarþel ykkar Erlu. Guð gefi þér, börnunum ykkar, barna- börnum og barnabarnabörnunum styrk í sorginni. Kærleikskveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Sumarrós (Rósa). Sigrún Erla Helgadóttir Þeir falla í valinn hver af öðrum höfð- ingjarnir í Hjalta- dalnum sem settu svip sinn á sam- félagið þar nyrðra 1981 þegar við Ingibjörg fluttum að Hólum í Hjaltadal til að taka þar við skóla- stjórn. Þeir Trausti á Laufskál- um, Þorvaldur á Sleitustöðum, Sigurður á Skúfstöðum og Pálmi í Garðakoti hafa nú fallið frá á stuttu tímabili – svo nokkrir val- inkunnir menn séu nefndir. Og nú verður borinn til grafar Jón Sig- urðsson á Sleitustöðum. Þau hjónin, Jón og Alda Laufey, voru tryggir vinir okkar Ingibjargar og áttu reyndar líka börn á svip- uðu reki. Þannig að leiðir lágu víð- ar saman. Jóni kynntist ég fyrst um 1970 þegar hann þeyttist um landið með ýtuna sína og kílplóg- inn. Á búskaparárum okkar í Bjarnarhöfn kom hann og kíl- ræsti nánast allar mýrar í Bjarn- arhöfn. Þeim var síðan breytt í grösug tún. Mér er minnisstætt hve kvikur Jón var, hlýr og glað- beittur. Á Hólum held ég að hann hafi hafi verið einn sá fyrsti sem kom sérstaklega og bauð okkur og fjölskylduna velkomna í Dal- inn. „Þú veist það nafni að ég verð alltaf reiðubúinn ef þú þarft akst- ur eða flutning á fólki fyrir skól- ann. Og reyndar hvað annað – sem ég og mín fjölskylda getum orðið þér og Hólum að liði.“ Jón á Sleitustöðum stóð við orð sín. Það er mikill sjónarsviptir að honum í Hjaltadal. Jón var frumkvöðull í fólks- flutningum í héraðinu. Siglufjörð- ur hraðferð var rútan sem gekk milli Siglufjarðar og Reykjavíkur öll síldarárin og margir muna eft- ir með hlýhug. Síðar stofnaði hann rútufyrirtækið Suðurleiðir sem fjölskyldan á og rekur enn. Hvert sem héraðsmenn þurftu að fara var Jón til staðar til að flytja þá heiman og heim. Jón var kvik- ur og bóngóður maður. „Ekkert mál, ég kem eins og skot“ var við- kvæði hans þegar hann var beð- inn um greiða eða að flytja fólk eða hópa. Á Sleitustöðum byggð- ist upp lítið þéttbýli með bensín- afgreiðslu og sjoppu, með öflugu bílaverkstæði og ýtum og rútu- bílaþjónustu. Vatnsaflsvirkjun þeirra frænda í Kolbeinsá við tún- fótinn á Sleitustöðum var afrek á sínum tíma. Við fráfall Jóns verða ákveðin kaflaskil í atvinnu- og menning- arsögu þjóðarinnar. Jón á Sleitu- stöðum var ágætur fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem ruddi þjóðinni braut frá fátækt til bjargálna með frumkvæði og áræði – og leiddi land sitt og þjóð áfram til einnar mestu velmegunar sem þekkist í heiminum. Slíkt hefði ekki gerst nema fyrir viljastyrk, hugsjónir og baráttu manna eins og Jóns Sigurðssonar á Sleitustöðum. Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðssonfæddist 24. apríl 1929. Hann lést 13. júlí 2020. Jón Sigurðsson var jarðsunginn 24. júlí 2020. Jón átti því láni að fagna að hafa góða heilsu fram á síðasta dag. Vinátta og tryggð Jóns og fjölskyldu hans var okkur ómetanlegur styrk- ur og fyrir starfið allt á Hólum, skól- ann og samfélagið í héraðinu á þeim tíma. Fyrir hönd Hólastaðar eru Jóni og Öldu færðar alúðarþakkir fyrir tryggð og góðan stuðning í gegnum árin. Við Ingibjörg þökkum Jóni á Sleitustöðum samfylgdina: Guð gefi landi voru marga slíka. Við sendum fjölskyldu Jóns einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Kveðja frá Bridgefélagi Sauðárkróks Í dag kveðjum við Jón Sigurðs- son, heiðursfélaga Bridgefélags Sauðárkróks. Jóns verður sér- staklega minnst fyrir að vera hvatamaður og skipuleggjandi tveggja hópferða bridgespilara af Norður- og Vesturlandi til Fær- eyja. Var hann þegar byrjaður að leggja drög að þriðju ferðinni til Færeyja, en hana sá Jón fyrir sér að farin yrði næsta vor. Þeir sem fóru ferðirnar með honum til Færeyja verða ævarandi þakklát- ir fyrir frumkvæðið. Jón var mikill keppnismaður og áhugamaður um bridge. Hann hafði einstaklega gaman af spilinu. Hann hafði sérstakt yndi af að spila á kjördæmamótum Bridgesambandsins og tók þátt í mörgum þeirra. Minnisstætt er þegar honum og liðsfélögum hans var stillt upp á móti þáverandi heimsmeisturum í bridge á fyrsta borði. Ekki voru margir á því að feitum hesti yrði riðið frá þeirri viðureign en sigurinn var aldrei í hættu og stóðu Jón og liðsfélagar hans sigurreifir upp frá þeirri setu. Jón setti það ekki fyrir sig að spila við og liðsinna byrjendum eða spila við lengra komna í íþróttinni. Hann hafði unun af bridge og spilaði gjarnan oft í viku. Hann var einkar duglegur að taka með sér nýja makkera á spilakvöld til að kynna þeim keppnisbridge og félagsskapinn. Ófá skipti lagði hann til farartæki til að fara í lengri og skemmri ferðir, innan héraðs og utan, til að spila. Með Jóni er genginn góður fé- lagi og velunnari bridge í Skaga- firði og á Sauðárkróki. Hans verð- ur sárlega saknað við spilaborðið en minningarnar lifa um góðan fé- laga. Bridgefélag Sauðárkróks sendir fjölskyldu og aðstandend- um Jóns hugheilar samúðar- kveðjur. F.h. Bridgefélags Sauðár- króks, Ásgrímur S. Sigurbjörnsson, Guðni Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.