Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Raðauglýsingar 569 1100 Tilboð/útboð Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið: Dalbraut 4 – innanhússfrágangur 2020 Verkið felst í innanhússfrágangi á Þjónustumiðstöð á 1. hæð hússins, sem alls er um 1200 m2. Um er að ræða fullnaðar- frágang innanhúss á veggjum, loftum, gólfum, innréttingum, rafkerfum, lagna- og loftræsikerfum. Helstu magntölur eru: • Innveggir 1000 m2 • Kerfisloft 1150 m2 • Gólfefni 1.200 m2 • Hurðir 43 stk • Lampar 290 stk • Strengir 6000 m • Rofar og tenglar 210 stk • Hita- og neysluvatnslagnir 700 m • Kantaðir stokkar 2500 kg • Sívalir stokkar 260 m • Beygjur, tengistykki, dreifarar 340 stk Verklok eru 1. júní 2021 Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 27.07.2020. Senda skal beiðni um útboðsgögn á netfangið jon.vidar.gudjonsson@efla.is og gefa upp nafn bjóðanda, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang. Tilboðum skal skila til Eflu hf., Lynghálsi 4, 110 Reykjavík, fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 27.08.2020 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun. Haukadalur lóð F7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að auglýsa breytingu á tillögu að deili- skipulagi fyrir svæðið dags. 19.2.2009 þar sem suður- og vesturmörk núverandi byggingareits verði færð og byggingareitur stækkaður skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu, dags. 15.7.2020. Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. september 2020 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is ------------------------------ Har. Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9:30-12:30, nóg pláss. Hæfi sjúkra- þjálfun kl. 10:30, góðar æfingar sem henta öllum, ókeypis. Samvera og spjall, heitt á könnunni kl. 13:30-14:30. Kaffi kl. 14:30-15:15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Félagsfundur / Menningarklúbbur kl. 11. Hádegismatur kl. 11:30–13. Bíó e.h. Kaffisala kl. 14:45–15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Dansleik- fimi kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum áfram eftir samfélags- sáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna, við þá sem það vilja. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýs- ingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshúsi,félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8:30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13:45-15:15. Skrifstofa Félags eldri borgara er lokuð í júlí. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Gerðuberg 3-5 Kl. 8:30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður, kl. 11-11:30 leikfimi Helgu Ben, kl. 12:30-15 Döff félag heyrnalausra, kl. 13-16 útskurður, kl. 13 ganga um hverfið. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8, billjard kl. 8, bingó kl. 13, spjall- hópur / handavinna kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Útvarps- leikfimi kl. 9:45. Dansleikfimi kl. 10:30. Framhaldssaga kl. 13:30. Korpúlfar Gönguhópar ganga frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10. Minnum á skráningu í dagsferðina á Suðurströndina miðvikudaginn 12. ágúst, hámarksfjöldi 40 manns, þátttökuskráning liggur frammi í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn snemma og verður hreyfiþjálfun á vegum sjúkraþjálfara hjá stofunni Hæfi sem hefst kl. 9:30. Eftir hádegi, kl. 13:30, ætlum við að hittast í handverks- stofu og hlusta saman á hlaðvarpsþátt Veru Illugadóttur, Í ljósi sögunnar. Í þættinum er fjallað um það þegar 20 mánaða gömlum syni bandaríska flugkappans Charles Lindbergh var rænt af heimili þeirra í New Jersey. Samfélagshúsið Vitatorgi Í næstu viku, þriðjudaginn 4. ágúst og fimmtudaginn 6. ágúst verður haldið framhaldsnámskeið í tæknilæsi þar sem haldið verður áfram kennslu á spjaldtölvur. Kennsla á And- roid-stýrikerfi verður frá kl. 9-12 og kennsla á Apple-stýrikerfi frá kl. 13-16. Skráning er nauðsynleg, og fer fram í síma 665-7641, en frítt er á námskeiðið. Seltjarnarnes Dagskráin í dag miðvikudaginn 29. júlí: Kl. 10:30 er kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 13:30 botsía í salnum á Skóla- braut. Kl. 18:30 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is 200 mílur Vantar þig fagmann? FINNA.is✝ Bjarni Gíslasonvar fæddur á Patreksfirði 6. júní 1937. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eiri í Reykja- vík þann 17. júlí 2020. Foreldrar Bjarna voru Gísli Bjarna- son, f. 24. nóvember 1900, d. 8. ágúst 1974, og Nanna Guðmundsdóttir, f. 2. september 1913, d. 20. desember 1996. Systkini Bjarna eru: 1) Anna, f. 15.mars 1936. 2) Guðrún, f. 29.mars 1943. Uppeldissystir Bjarna og dóttir Önnu er Nanna Sjöfn Pétursdóttir, f. 18. júlí 1955. Þann 5. nóvember 1960 giftist Bjarni Þóreyju Jarþrúði Jóns- dóttur, f. 14. júní 1940, en hún lést 30. mars 2013. Börn Þór- eyjar og Bjarna eru: 1) Hólm- fríður, f. 25. júní 1960, maki Nor- bert Birnböck. Synir Hólmfríðar og Hilmars Arnar Agnarssonar eru Georg Kári, f. 8. janúar 1982, Andri Freyr, f. 14. júlí 1987, og Gabríel Daði, f. 30. júní 1997. 2) Gísli, f. 20. júlí 1963, maki Mar- grét L. Laxdal, synir þeirra eru Bjarni Þór, f. 6. september 1994, Pétur Geir, f. 27. júlí 1998, og Oddur Freyr, f. 6. desember 2005. Sonur Gísla og Ólafíu Andrésdóttur er Árni Theodór, f. 25. nóvember 1985. 3) Heimir, f. 17. desember 1970, maki Sædís Guðmundsdóttir, synir þeirra eru Aron, f. 2. september 2001, og Axel, f. 9. nóv- ember 2006. Bjarni Gíslason, eða Bobbý eins og hann var kallaður af fjölskyldu sinni fyrir vestan, var fæddur í Urðargötu 6 á Patreksfirði og ólst hann þar upp ásamt tveimur systrum sínum og einni uppeld- issystur. Bjarni stundaði nám við Iðnskólann á Patreksfirði og fór þaðan til Akureyrar þar sem hann lauk iðnaðarprófi í rafvirkj- un og fór í framhaldinu á samn- ing þar. Á Akureyri kynnist hann eiginkonu sinni, Þóreyju Jar- þrúði Jónsdóttur, og giftu þau sig þann 5. nóvember 1960. Þau fluttu til Reykjavíkur þar sem hjónin stofnuðu sitt fyrsta heimili og eignuðust þau þrjú börn. Bjarni starfaði alla tíð sem raf- virki og lengst af á sínum starfs- ferli hjá Kassagerð Reykjavíkur. Bjarni var mikið fyrir útivist og hafði mikinn áhuga á stangveiði á sínum yngri árum en seinna, eftir að hann kynntist golfinu, átti það hug hans allan. Hann var félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og var m.a. í öldungalandsliði Ís- lands í golfi um tíma. Hann var alla tíð virkur félagi í Kíwanis- klúbbnum Eldey í Kópavogi og sat þar sem formaður klúbbsins á árunum 1986-1987. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 29. júlí 2020, klukkan 13. Við fráfall stóra bróður míns Bjarna leita margar kærar minn- ingar á hugann frá langri sam- leið, ekki síst frá æskuárum á Patró. Ég sex árum yngri, hann unglingur vann í frystihúsinu og líka í vegavinnu á sumrin. Hann farinn að stunda bíó og böll og vildi vera fínn, ég lukkuleg að fá túkall fyrir að bursta skóna hans og jafnvel að pressa buxurnar líka. Snemma fór hann að heim- an, fyrst á Héraðsskólann á Núpi og fljótlega til Akureyrar að læra rafvirkjun þaðan sem hann kom aðeins heim í fríum. Alltaf leit ég upp til hans, svo flinkur á skaut- um og á tunnustöfum, Hólstúnið sem umkringdi heimili okkar hentaði sérlega vel fyrir þá íþrótt, sem fáir þekkja í dag, trúi ég. Og ekki má gleyma „tjútti“, dansinum sem hann kenndi mér og Dísu vinkonu á stofugólfinu í Urðargötu 6. Á Akureyri kynntist hann lífs- förunaut sínum, henni Þrúðu, sem kvaddi 2013. Hennar hefur hann saknað sárt og trúði á endurfundi. Þau fluttu til Reykja- víkur frá Akureyri um svipað leyti og ég með foreldrum okkar frá Patreksfirði. Þá höfðu þau eignast Hólmfríði, sem fæddist á Patreksfirði, svo kom Gísli og eft- ir sjö ára hlé kom Heimir, rúmum níu mánuðum eftir að þau tóku Óttar u.þ.b. mánaðar gamlan til sín, þegar ég hafði hryggbrotnað í lok einnar bunu á snjóþotu í Hólsfjölskyldu skíða–/sleðaferð. Hann lét mig strax vita að ég yrði rukkuð um meðlag. Heimir og fjölskylda hafa reynst bróður mínum sú stoð og stytta sem hann þurfti á að halda síðustu misserin þar sem eldri börnin eru búsett fjarri, Gísli og fjölskylda á Dalvík og Hófý í Þýskalandi. Auðvitað naut hann Gísla meðan hann enn heimsótti Norðurland og hefur margsinnis notið þess að ferðast með Hófý vítt og breitt um Þýskaland og Suður–Evrópu. Hann reyndist okkur Andreasi hjálparhella þegar kom að raf- magnsvinnu og lagði t.d. allt raf- magn í húsið okkar á Álftanesinu og tengdi ljós og tæki þegar á þurfti að halda. Veit ég að margir vinir og stórfjölskyldan nutu greiðvikni hans með slíkt og var það alltaf gert utan langs vinnu- tíma í Kassagerðinni þar sem hann var í áraraðir fastráðinn rafvirkjameistari. Í kringum 40 ára aldurinn byrjaði hann að spila golf og má segja að sú íþrótt hafi tekið hug hans allan. Fljótt varð hann með- al þeirra bestu í sínum aldurs- flokki og Íslandsmeistari oftar en einu sinni. En þetta þýddi líka að minna varð um samskipti, við í hestamennsku og hann í golfi, það fór ekki saman, en auðvitað hittumst við á hátíðis- og tyllidög- um og þá var alltaf gaman. Síðustu árin fengum við Andr- eas hann stundum í mat til okkar og nutum við þess að spjalla og spyrja. Síðast um miðjan febrúar. Svo kom Covid. Næst áttum við systur yndislega samveru á heimili hans afmælidaginn 6. júní og aftur 14. júní í Fríkirkjunni við fermingu yngsta barnabarns hans en þá var okkur brugðið. Stuttu síðar fékk hann vist á Eir í notalegu herbergi með útsýni yf- ir sundin blá, sem við „sjávar- þorpskrakkar“ elskum. En dvölin þar varð ekki löng. Mér finnst þetta hafa gerst ótrúlega hratt og sakna stóra bróður, en ég tel að hann hafi farið sáttur og trúað á endurfundi við Þrúðu sína. Guðrún Gísladóttir Bergmann. Þannig ber að þreyja. Þessu stefnt er að. elska, iðja, deyja. allt er fullkomnað. (Steingrímur Thorsteinsson) Bjarni Gíslason Kiwanisfélagi í Eldey er látinn. Bjarni gekk í klúbbinn hinn 4. apríl 1977, hann var virkur félagi og hafði sterkar skoðanir á því hvernig starfið í klúbbnum ætti að vera. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta leiðsagnar hans þegar ég var val- inn forseti klúbbsins 2018. Hann benti mér á hvernig hlutirnir gætu farið betur, en aldrei sagði hann mér að ég ætti að gera svona eða svona. Við félagarnir í klúbbnum eigum eftir að sakna Bjarna. Við minnumst hans með virðingu og hlýju. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Bjarna og biðjum Guð að styrkja ykkur. Páll Svavarsson, forseti Kiwanisklúbbsins Eldeyjar. Bjarni Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.