Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR „ÉG FÉKK ÞESSA FYRIR AÐ GRJÓTHALDA KJAFTI.” „MÉR LÍKAR LITURINN EN MUN VATNIÐ EKKI BARA LEKA ÚR ÞVÍ?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna umhyggju. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann RÉTTU MÉR EXINA ÞÍNA! ÉG ÆTLA AÐ FARA MEÐ JÓLATRÉ HEIM! ÉG FRÉTTI AÐ HERTOGINN ÆTTI MJÖG FALLEGAN NORMANNSÞIN! LÍSA ER SVO FALLEG OG ÞÚ ERT ÞAÐ EKKI ÞAÐ ER EKKI DISS EF ÞAÐ ER SATT, VINUR ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ SÉRT AÐ DISSA MIG maður.“ Davíð hefur alltaf haft mikinn áhuga á útivist og ferðalögum á fjöllum. „Fjallgöngur og skíða- mennska er eitt af því skemmtileg- asta sem ég geri og ekki síst með fjölskyldunni. Við höfum verið dug- leg að ferðast um landið og vorum einmitt núna að ljúka einni hring- ferðinni með viðkomu á norðanverðu hálendinu þar sem við fórum í Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverk- fjöll.“ Fjölskylda Eiginkona Davíðs er Eva Rut Guð- mundsdóttir, f. 12.10. 1980, ljósmóðir á Landspítalanum. Foreldrar hennar eru hjónin Guðmundur Rafn Guð- mundsson, f. 13.3. 1960, sjómaður hjá Frosta, og Hafdís Harðardóttir f. 26.4. 1961, starfsmaður hjá Darra. Þau eru búsett á Grenivík Synir Davíðs og Evu eru Guð- mundur Kristinn, f. í Edinborg 12.2. 2006, og Ágúst Þór, f. í Reykjavík 23.8. 2011. Systur Davíðs eru Sólveig Þór- arinsdóttir, hálfsystir sammæðra, f. 3.6. 1974, leikskólakennari, búsett í Reykjavík, og Magnea Kristín Snorradóttir, f. 22.3. 1987, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur, bú- sett í Reykjavík. Foreldrar Davíðs eru hjónin Snorri Sigurður Kristinsson, f. 28.1. 1954, málara- og húsasmíðameistari, og Lísbet Davíðsdóttir; f. 4.8. 1956, sjúkraliði, búsett á Akureyri. Davíð Sigurður Snorrason Lisbet Tryggvadóttir verkakona á Akureyri, f. á Melum í Fnjóskadal Gestur Jóhannesson verkamaður á Akureyri, f. í Vestari-Krókum í Fnjóskadal Ragna Gestsdóttir húsmóðir á Akureyri Davíð Sigurður Kristjánsson bifreiðarstjóri og verslunarmaður á Akureyri Lísbet Davíðsdóttir sjúkraliði á Akureyri Friðrika Jakobína Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Gásum, f. í Hillum á Árskógsströnd Kristján Kristjánsson bóndi á Gásum í Glæsibæjarhreppi, Eyj., f. í Bitru Sverrir Kristinsson fasteignasali Sigríður Ingiríður Stefánsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. á Syðsta-Mói í Fljótum Júlíus Sigurður Hafliðason sjómaður og matsveinn, f. á Akureyri Magnea Júlíusdóttir húsmóðir á Akureyri Kristinn Pálsson verslunarstjóri á Akureyri Ólöf Grímea Þorláksdóttir húsfreyja og listmálari, síðast í Reykjavík, f. á Lambanes- Reykjum í Fljótum Páll Jónsson bóndi og sundkennari á Illugastöðum í Fljótum, síðar sundkennari í Ólafsfirði, f. á Knappsstöðum í Stíflu, Skag. Úr frændgarði Davíðs Sigurðar Snorrasonar Snorri Sigurður Kristinsson málara- og húsasmíða- meistari á Akureyri Þórarinn Eldjárn skrifar á heima-síðu sína og kallar „Tívolíf“: Í ólgandi hringiðu aggsins og kífsins er innri mannsins strengur þaninn. Nýjasta tækið í tívolí lífsins er tilfinningarússíbaninn. Hér kemur svo „Efnagreining“ úr Vísnafýsn (2010) eftir Þórarin: Skilgreini ég skáldastörf skoða og spekúlera, einhverskonar efnahvörf ætla ég þau vera. Krydda ég yrkisefni mín og öllu saman hræri í lesefni á leið til þín, lesandi minn kæri. Indriði á Skjaldfönn skrifaði á Boðnarmjöð að sig vantaði seinni- part: Sumir fyrir skúffur skrifa, skora því ei hátt. Ég sýndi karlinum á Laugaveg- inum þetta, hann skaut höfðinu aft- ur á bak eilítið til vinstri og svaraði: Yrkja vers sem ekki lifa og alltaf fara lágt. Pétur Stefánsson yrkir við ljós- mynd af diski sem er hlaðin kræs- ingum og skrifar: „Er ekki fjarri því að maturinn bragðist betur af nýju matardiskunum sem ég keypti í IKEA á 495 kr. stk., nema mér sé að fara svona fram í eldamennskunni“: Með bros á vör ég borða flest; belju, kjúkling, svín og hest og salat, það er einnig mikils metið. En alltaf finnst mér bragðast best blessað lambaketið. Helgi Ingólfsson yrkir að gefnu tilefni: Brátt hér myndast bófaflokkur. Bara mun í Portland verra: Bandaríkin bjóða okkur byssuglaðan sendiherra. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Svo gamlan með þvermóðsku glott þeir gróf’ann með háð sitt og spott. Þá við grafarans hæla heyrðist hann mæla; Ja, ekki er útsýnið gott. Á Leirnum yrkir Sigmundur Benediktsson og kallar „Óra“: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær, fullyrti náungi, sem ég hitti í gær. Glaðbeittur hugur kemur lífinu í lag, lagði til annar, sem að ég mætti í dag. Skilningslund mín er skrítin og stundum svo treg. Skyldu þeir vita allt, miklu betur en eg? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Blessað lambaketið og tívolí lífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.