Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr-verandi borgarstjóri, fór yfir
það í grein hér í blaðinu í gær
hvernig núverandi meirihluti
borgarstjórnar hefði farið með
Laugaveginn. Var
sú upptalning lyg-
inni líkust og með
miklum ólíkindum
þar sem hún var
dagsönn.
Vilhjálmur rifjaðiupp hringl-
andaháttinn með lokanir Lauga-
vegarins, hve hátt þær skyldu ná,
og svo öfuga akstursstefnu á
Laugaveginum, sem aldrei hefur
fengist skýring á, hvað þá skyn-
samleg skýring.
Hann minnti á að lokun Lauga-vegar fyrir bílaumferð „hefur
stórskaðað verslun þar og mikill
fjöldi rekstraraðila gamalgróinna
verslana gefist upp og hætt starf-
semi“.
Hann benti á að lítið sem ekkertsamráð hefði verið haft við
verslunareigendur við Laugaveg-
inn um þær miklu breytingar sem
gerðar hefðu verið, og „öllu eðli-
legu samráði við þá hafnað“, sem er
auðvitað mikil ósvífni af hálfu yfir-
valda.
Og Vilhjálmur nefnir að þessivinnubrögð endurspeglist víða
annars staðar í borginni þegar
kemur að skipulagsmálum.
Það er sérkennileg afstaða meiri-hluta í sveitarstjórn að velja
átök við íbúana og atvinnulífið í
stað samráðs.
Hingað til hefur slíkt hvorki þótttil fyrirmyndar né farsældar.
Hefur einhver breyting orðið þar á?
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Þykir valdníðsla til
fyrirmyndar í dag?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Flestir þeirra sem miða áttu á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafa
óskað eftir því að fá endurgreitt. Þá
hafa einhverjir breytt miðunum og
gilda þeir þá á hátíðina að ári. Þetta
segir Hörður Orri Grettisson, for-
maður þjóðhátíðarnefndar ÍBV.
Eins og áður hefur komið fram var
ákveðið að blása Þjóðhátíð af. Hátíðin
hefur árlega farið fram í Herjólfsdal
um verslunarmannahelgina, en nú er
ljóst að að ekkert verður af því. Í kjöl-
farið stóð fólki til boða að fá miðana
endurgreidda, breyta dagsetningu
þeirra eða gefa miðana eftir og
styrkja þannig ÍBV. „Það er stór hluti
búinn að taka afstöðu og hefur lang-
stærstur hluti þess hóps óskað eftir
endurgreiðslu. Síðan er eitthvað um
að fólk sé að styrkja eða færa mið-
ana,“ segir Hörður. Eitthvað hefur
borið á óánægju með að erfitt sé að fá
endurgreitt í gegnum vefsíðu Þjóð-
hátíðar. Þurfa viðskiptavinir að taka
sérstaklega fram að þeir vilji fá end-
urgreitt en ekki styrkja ÍBV og gefa
þannig eftir miðana. Aðspurður segist
Hörður ekki kannast við slíkt. „Það
hafa komið örfáar fyrirspurnir frá
fólki sem hefur misskilið ferlið. Á
ákveðnum stað er hægt að óska eftir
endurgreiðslu að hluta eða fullu. Ég
held að það sé ekki sanngjarnt að
segja að ferlið sé óskýrt.“
Flestir óska eftir endurgreiðslu
Fáir vilja gefa miða á Þjóðhátíð eftir
Til boða stendur að styrkja ÍBV
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Þjóðhátíð Langstærstur hluti miða-
eigenda vill fá endurgreitt.
Léttur og lipur óðinshani tiplaði
aðeins á spegilsléttum vatnsflet-
inum þegar hann brunaði inn til
lendingar.
Óðinshaninn er farfugl og kem-
ur seint á vorin og fer snemma.
Hann flýgur hratt og flöktir gjarn-
an, tyllir sér á vötn og skoppar til
og frá á vatninu um leið og hann
tínir upp fæðu ótt og títt.
Á Fuglavefnum kemur fram að
dægurriti þingeysks óðinshana
hafi sýnt að sá flaug alla leið vest-
ur í Kyrrahaf til vetursetu og
dvaldi þar suðaustur af Galapagos-
eyjum.
Óðinshaninn spegl-
aði sig í vatninu
Ljósmynd/Bogi Þór Arason