Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020
Í forsíðuviðtali helgarinnar er rætt um geðheilbrigðismál. Sá málaflokkurá ekki síður við um „venjulegt“ fólk en þá sem þurfa að leita sér hjálpar ágeðdeild. Eitt að því sem ég held að sé mikilvægt að huga að er stressið.
Lífi nútímamannsins fylgir stöðugt stress; hann þarf að mæta í vinnuna,
borga af lánunum, koma börnunum í skólann, borða ekki of mikið, horfa ekki
of mikið á sjónvarpið og, eins og fólk kynntist í vor, eiga nóg af klósettpappír.
Á síðustu misserum hefur stór stressvaldur, kórónuveiran, bæst í hópinn.
Við fáum því stöðugar fréttir hve margir smituðust í gær og hve margir fóru í
sóttkví út af hinum og þessum.
Fréttirnar eru óteljandi.
Að mínu mati er mikilvægt fyrir
alla að fylgjast með því sem gengur
á í samfélaginu hverju sinni. Fjöl-
miðlar eru ómissandi enda veita þeir
mótvægi við því valdi sem ríkisvaldið
hefur yfir að búa og gefa fólki upp-
lýsingar sem það hefur þörf á. Rann-
sóknir hafa til að mynda sýnt að
kostnaður við framkvæmdir stjórn-
valda í Bandaríkjunum hækkar þeg-
ar dagblöð leggja upp laupana. Þau
veita nauðsynlegt aðhald og koma í
veg fyrir spillingu. En allt gott er
vont í óhófi og það sama má segja
um fréttirnar.
Tökum kórónuveiruna sem dæmi.
Nú þegar fólk er aftur farið að smitast á Íslandi og við fáum af því fréttir
þegar hver og einn smitast verðum við vör um okkur. Það er gott að huga að
hreinlæti en stressið getur verið of mikið. Maður flakkar um fréttasíður, les
frétt eftir frétt, talar við þennan og hinn um að nú sé allt að fara til fjandans
og veiran yfirtekur hugsanagang manns. Þótt þú lesir 10 fréttir um að sjö
hafi smitast þarf ekki að vera að þú sért í neinni raunverulegri hættu. Það er
raunar mjög ólíklegt. Auðvitað getur faraldurinn farið aftur af stað hér á
landi en best er einfaldlega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Þar ræður lög-
um fagfólk sem hingað til hefur tekið fá feilspor.
Hringfarinn, Kristján Gíslason, sagði eitt sinn frá því í hlaðvarpsþætti að
hann væri hættur að lesa fréttir. Hann hafði á ferð sinni um heiminn kynnst
fjölskyldu sem hlustaði á hverjum degi á fréttir af loftárásum við landamæri
óvinaþjóðar þeirra og lifði í stöðugum ótta. Eftir því sem ég best man áttaði
fólkið sig á því að aldrei urðu þau fyrir loftárásum og ekki neinn sem þau
þekktu. Þau tóku því þá ákvörðun að hætta að fylgjast með fréttum og öðl-
uðust ákveðið frelsi við það. Það sama getur átt við um kórónuveiruna.
Ekki lifa í
stöðugum ótta
Pistill
Böðvar Páll
Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
’Fjölmiðlar eru ómiss-andi enda veita þeirmótvægi við því valdisem ríkisvaldið hefur yfir
að búa og gefa fólki upp-
lýsingar sem það hefur
þörf á. En allt gott er vont
í óhófi og það sama má
segja um fréttirnar.
Róska Hjálmarsdóttir
Súkkulaðiís. Hann er bestur.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds-
ísinn þinn?
Jóhann Pétursson
Súkkulaðiís.
Ann-Sofie Gremaud
Auðvitað danskur lakkrís. Ég er
einmitt á leiðinni á Ingólfstorg að
smakka nýja ísinn þar.
Colm O’Herlihy
Einfaldlega vanilluís.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
ÁSGEIR TRAUSTI
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Hveragerði, Hrísey og Hvammstangi í stað Sydney,
Tokyo og New York. Ásgeir Trausti leggur land undir
fót og heldur tónleika víða um land. Miðar fást á tix.is.
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Veislan
á heima
í Hörpu
Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni
Nánar á harpa.is/veislur
Hvað ertu búinn að vera að bardúsa?
Við fórum á túr til Evrópu í febrúar og í byrjun mars til
Ameríku en þurftum að slútta túrnum þegar við vorum
búin með helminginn. Við vorum að fylgja eftir plötunni
sem kom út í febrúar og það var búið að bóka okkur út
árið. En öllu var svo aflýst eða fært fram á næsta ár. Við
ætluðum til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Japans og svo
var annar Evróputúr á dagskrá.
Áttu aðdáendur úti um allan heim?
Já, það er mesta furða. Það er misjafnt eftir löndum hvað
aðdáendahópurinn er stór og á hvernig stöðum við spilum.
En það er fólk að hlusta úti um allar trissur.
Kallarðu þig bara Ásgeir í útlöndum?
Já, það er aðeins einfaldara en Ásgeir Trausti, en þó nokkuð erfitt
fyrir suma að bera fram.
Hvað gerðir þú í Covid?
Ég var með tíu ólíka streymistónleika. Það voru nokkrir erlendir
miðlar sem höfðu samband sem vildu fá streymi sem þeir svo póst-
uðu hjá sér. Svo gerðum við eina streymistónleika í Keflavík. Við
fórum svo að huga að því hvernig best væri að kynna plötuna og
þá kom þessi hugmynd að fara hringinn. Svo hef ég verið að vinna
að nýju efni og hef samið töluvert.
Hvert á að fara?
Við byrjum í Hafnarfirði og förum svo austur og svo áfram
hringinn. Það verða þrettán tónleikar á sextán dögum. Við mun-
um spila bland af öllu.
Á svo að sigra heiminn árið 2021?
Já. Það er stefnan. Alla vega ná að klára að túra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spilum bland
af öllu