Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Side 13
kasta yfir fólk hveiti eða setja post-it-miða á alla bílana,“ segir hún og bætir við að í Reykjadal mæti allir með nóg af aukafötum, bæði gestir og starfsfólk. „Við erum alltaf að henda hvert öðru í sundlaugina. Við hent- um leynigestinum Haffa Haff í laugina um daginn, en það er hefð hjá okkur að henda leynigestum í laugina. Svo förum við bara öll í fatasund með þeim. Það er mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Gestirnir elska að koma hingað og bíða jafnvel eftir því allt árið. Þetta er svo gott sumarfrí fyrir ungmennin, en þau eru oft í miklu prógrammi allan daginn, eins og skóla, talþjálfun, íþrótt- um, frístund og sjúkraþjálfun. En hérna eru engar reglur og þau fá bara að gera það sem þau vilja.“ Þóttumst prumpa í kodda Vinkonurnar Anna Rósa, Úlfhildur og Katrín Erla eru allar bún- ar að koma í Reykjadal síðan þær voru litlar. Finnst ykkur gaman hér? „Já, fyrir mér er Reykjadalur í rauninni besti staður í öllum heiminum,“ segir Úlfhildur. „Það er mjög gaman hérna og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt, eins og þú sást hérna áðan. Í dag vorum við hrekkjalómar og vorum að stríða smá. Við fórum í staffahúsið og þóttumst prumpa í koddana og tókum myndir fyrir B-vaktina sem er að koma á morgun. Svo settum við líka pítsu og brauð- stangir undir rúm hjá starfsfólkinu,“ segir hún og þær skelli- hlæja. „Þetta var nú skemmtilegasti hrekkur sem við höfum gert,“ segir Anna Rósa. „Það sem gerir Reykjadal að svona skemmtilegum og góðum stað er að hér fáum við að hitta nýja krakka og kynnast fólki. Og við höfum eignast fullt af nýjum vinum. Það finnst öllum gaman hérna,“ segir Úlfhildur að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Begga, Ágúst og Kári sprella á pallinum. Í Reykjadal er enginn verri þótt hann vökni. Eygerður Sunna og Emma Lilja slaka á á trampólíninu. Kristjana Líf nýtur þess að fara í laugina, sem er mikið notuð í Reykjadal. María Rós er ánægð að geta rólað en rólan er sérhönnuð fyrir hjólastóla. 5.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.