Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 LÍFSSTÍLL Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Safntu-Gheorghe. AFP. | Í rúma fjóra áratugi hefur Iosif Acsente farið um ósa Dónár á báti sín- um. Acsente er síðasti ræðarinn í Safntu- Gheorghe, einu af fjölmörgum þorpum á svæðinu þar sem Dóná rennur út í Svartahafið, og hann kveðst gera sér rækilega grein fyrir því að þar eru gamlir lífshættir og náttúran á undanhaldi og nú veldur kórónuveirufaraldurinn áhyggjum. „Ég þekki Dóná svo vel að ef mér væri hent út úr þyrlu myndi ég vita hvar ég væri,“ segir Acsente stoltur. Það hefur hins vegar sína galla að búa í nátt- úrulegu völundarhúsi, sem aðeins er hægt að fara um á báti. Jafnvel þótt svæðið hafi sloppið við kórónuveirufaraldurinn hafa íbúarnir áhyggj- ur af því að læknisþjónusta sé utan seilingar. „Það eru góðar líkur á því að það verði orðið of seint þegar björgunarbáturinn kemur,“ segir Acsente. En þetta er ekki það eina sem ógnar við- kvæmu jafnvægi við ósa Dónár. Svæðið er á heimsminjaskrá Unesco, náttúruparadís, sem nær yfir 5.800 ferkílómetra og hefur að geyma 300 fuglategundir og 45 tegundir ferskvatns- fiska. Þegar allt er með felldu laðar svæðið að fugla- skoðara og aðra ferðamenn á sumrin, en í ár virð- ist þessi mikilvæga tekjulind nánast ætla að þorna upp vegna faraldursins. Hvíld fyrir náttúruna Aurel Bondarencu, varabæjarstjóri í Sfantu Gheorghe, vonar að Rúmenar komi að einhverju leyti í stað erlendu ferðamannanna. Ferðmennskan er þó ekki án vandkvæða. Marius er 51 árs gamall veiðimaður, en hefur einnig tekjur af að vera leiðsögumaður ferða- manna um skurði og tjarnir. Hann fer með þá milli fenja og sýnir þeim gular vatnaliljur og pelikanavörp. Hann viðurkennir að fækkun ferðamanna hafi „gefið náttúrunni hvíld“. Marius hefur áhyggjur af að úr sér gengnir bílar, sem hafa komið í stað hestakerra, muni eyðileggja Sfantu Gheorghe rétt eins og öflugri vélar í bátunum hafi farið illa með ósasvæðið. Hann telur að vaxandi hávaði og mengun séu ekki til góðs fyrir þær milljónir farfugla, sem á hverju ári snúa aftur frá Afríku til að gera sér hreiður á óshólmunum. Að sama skapi verði minna og minna um fisk, sem hefur verið lífsviðurværi margra. Harðir vetur Það er kannski ekki að furða að íbúum fari fækkandi í Sfantu Gheorghe. Fækkað hefur um í kringum 1.500 íbúa frá falli kommúnismans í upphafi tíunda áratugarins og þar búa nú um 500 manns. Börn bæði Bondarencus og Acsent- es fluttu í burtu og slógust í hóp milljóna sam- landa, sem ákveðið hafa að freista gæfunnar vestar í álfunni. „Ég elska allt við þennan stað, en ég myndi ekki vilja að börnin mín settust hér að vegna þess að þau væru einangruð sex mánuði á ári,“ segir Bondarencu. Lífið hefur alltaf verið erfitt við ósana, sér- staklega á köldum og stormasömum vetrum þegar þokan torveldar siglingar og ána leggur hér og þar. Ilie Ignat er 75 ára gamall veiðimaður. Hann man þá daga að hafa verið innilokaður vikum saman á hörðum vetrum. Oft mátti litlu muna að ferðir hans út á Svartahafið enduðu með skelfingu. Hann sýtir þó liðna tíð. „Unga fólkið í dag vill ekkert leggja á sig,“ segir hann með beiskju í röddinni. „Dagar áranna eru liðnir.“ Acsente er meira að segja orðinn tímanna tákn. Þegar haustar ætlar hann að yfirgefa Sfantu Gheorghe og flytja til Tulcea, næstu borgar, til að hafa vetursetu. Ferðin tekur fjóra tíma, vitaskuld á báti. Hópur fólks fylgist með sólinni rísa í þorp- inu Sfantu Gheorghe þar sem Dóná rennur til hafs. Ósar Dónár eru á heimsminjaskrá. Lífshættir breytast við ósa Dónár Iosif Acsente gerir netin klár fyrir veiðiferð á ósum Dónár í júní. Hann er 74 ára og hefur farið á báti sínum um ána í rúma fjóra áratugi. Ósar Dónár eru mörg þúsund ferkílómetra náttúruparadís þar sem finna má fjölbreytt fuglalíf. Þar er farið um á bátum og getur svæðið verið þeim sem ekki eru innvígðir eins og völundarhús. Við ósana eru fyrri lífshættir á undanhaldi. Hvítur hegri virðir spekingslegur fyrir sér umhverfið í sefgresinu. Pelikani hefur sig til flugs skammt frá Sakalíneyju í ósum Dónár. AFP Froskur situr á blaði vatnalilju. Lífríkið í ósum Dónár er fjölbreytt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.