Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 10
LÍFSLOK 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 með lækni, sálfræðingi og félagsráðgjafa. Flókn- ara er það ekki,“ segir Ingvi Hrafn, sem hefur heimildir fyrir því að um 40% slíkra beiðna hljóti samþykki heilbrigðisyfirvalda í Kanada. „Kom- ist menn að þeirri niðurstöðu að þessi ákvörðun sé tekin að yfirvegðu og vandlega hugsuðu ráði er beiðnin að öllu jöfnu samþykkt.“ Spaugaði inn í andlátið Systkinin þrjú sátu í kapellu Landspítalans í Fossvogi kl. 20.00 á uppstigningardag er dán- arathöfnin hófst og fimm mínútum seinna var bróðir þeirra horfinn úr mannheimum. „Hann spaugaði inn í andlátið, sagði Haukur mér, sagði brosandi eftir fyrstu sprautuna: „Hva, ég er ekkert syfjaður“ og þóttist geispa, en leið svo út af,“ skrifar Ingvi Hrafn í minningargreininni. Haukur og Guðrún Mjöll voru viðstödd og héldu í höndina á Jóni Erni þegar hann kvaddi. „Hann þjáðist ekki neitt. Athöfnin var falleg og yfir henni reisn,“ hefur Ingvi Hrafn eftir við- stöddum. Reisn er raunar lykilorð í þessu samhengi öllu, en Ingvi Hrafn dáist að því hvað bróðir hans fór í gegnum allt þetta ferli af mikilli virð- ingu og reisn. „Það er eitt að tala um að vilja láta binda enda á líf sitt meðan allt leikur í lyndi, allt annað þegar á hólminn er kominn. Við fundum hins vegar öll mjög sterkt að þetta var það sem hann vildi og að hann var fullkomlega sáttur við þessar lyktir mála.“ Ingvi Hrafn kveðst hugsa um bróður sinn á hverjum degi. „Það er mjög auðvelt að fá kökk í hálsinn. Þó að hann hafi búið erlendis nær öll sín fullorðinsár, fyrst í Bandaríkjunum og síðan Kanada, vorum við alltaf í góðu sambandi og töl- uðum reglulega saman. Bræðraböndin voru allt- af jafn sterk. Það eru óneitanlega skrýtnar til- finningar sem bærast með manni að leiðarlokum en ég samgleðst bróður mínum fyrir að hafa fengið að kveðja þennan heim með reisn og á sínum forsendum.“ Myndi gera það sama – Myndir þú bregðast eins við stæðir þú í sömu sporum? „Já, það myndi ég gera. Ofvirkur eins og ég hef alla tíð verið þá gæti ég ekki með nokkru móti verið farlama og upp á aðra kominn. Ég fékk heilablóðfall í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir nokkrum árum sem gekk til baka á þrjátíu mínútum. Ástæðan var sú að ég var með stíflaða vinstri slagæð í hálsi og skera þurfti mig upp. Fyrir aðgerðina gerði ég samkomulag við æða- skurðlækninn um að kæmi eitthvað fyrir yrði ég ekki lífgaður við. Ég gat ekki hugsað mér að vakna lamaður eða eitthvað þaðan af verra. Læknirinn féllst á það hætti hjarta mitt að slá. Lengra er ekki hægt að ganga hér á landi, lög- gjöfin býður ekki upp á það.“ – Þarf þá að breyta henni? „Já, það er mín skoðun. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hópur fólks myndi vilja hafa þennan valkost – að fá aðstoð við að binda enda á líf sitt. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hér á landi víkinganna eru alls konar siðferðislegar spurn- ingar í þessu sambandi, auk þess sem við Ís- lendingar höfum löngum verið frekar feimnir við að ræða dauðann. Það er bara ekki hluti af menningu okkar, hvað þá að hlutast til um dauða annarra og fara þannig inn á verksvið Guðs almáttugs.“ – Hefur þessi umræða aldrei átt sér stað að neinu gagni hérlendis? „Það er varla hægt að segja það. Hún hefur í öllu falli aldrei komist upp á yfirborðið enda þótt eitthvað hafi verið skrafað um þetta í hálf- um hljóðum. Það er auðvitað umhugsunarvert að fólk megi ekki deyja með þessum hætti hér heima en geti í staðinn farið til Kanada, Hol- lands eða Sviss. Ég hvet fólk til að kynna sér þessa kanadísku löggjöf og velta fyrir sér hvers vegna hún var sett. Það hlýtur að hafa spunnist um þetta heit umræða í Kanada á sínum tíma og skoðanir verið skiptar. Persónulega þykir mér merkilegt að þetta hafi farið í gegn á vakt Just- ins Trudeaus forsætisráðherra. Það er ekki síð- ur áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna frjálslynd lönd eins og Norðurlandaríkin og Bretland hafi ekki tekið þessa löggjöf upp. Er það vegna þess að þau líta svo á að lífið sé heil- agt og enginn mannlegur máttur sé þess um- kominn að taka þessa ákvörðun? Aðeins Guð al- máttugur.“ Tímabært að umræðan fari fram – Þú hlýtur að vera að beina orðum þínum til stjórnvalda. „Já, ég er að því. Við erum til dæmis með djarfan dómsmálaráðherra sem þrátt fyrir ung- an aldur býr að mikilli lífsreynslu, en hún missti móður sína úr erfiðum veikindum fyrir nokkr- um árum. Hún þekkir því dauðastríðið. Ég er sannfærður um að hún myndi taka þessari um- ræðu með opnum huga. Ég get á hinn bóginn ímyndað mér að biskup Íslands yrði alfarið á móti þessu af trúarlegum ástæðum. Aðalatriðið er hins vegar að umræðan fari fram; það er löngu tímabært og vonandi verða minningargreinin sem ég skrifaði um bróður minn og þetta viðtal í framhaldinu til þess að ýta undir það.“ Ingvi Hrafn kveðst hafa fengið ótrúleg við- brögð við minningargreininni, meðal annars frá fólki sem hann þekkir ekki neitt. „Fólki varð tíðrætt um hugrekki bróður míns og í því felst vísbending um að við séum mögulega tilbúin að hefja þessa umræðu fyrir alvöru.“ Aðgát skal höfð í nærveru sálar og við Ingvi Hrafn veltum því fyrir okkur hvaða orð sé rétt að nota í þessu sambandi; þegar einstaklingur fær aðstoð við að binda enda á líf sitt. Líkn- ardráp hefur verið notað en er líklega úrelt enda hæpið að tala um dráp þegar gjörning- urinn á sér stað að frumkvæði og beiðni þess sem óskað hefur eftir aðstoðinni. Ingvi Hrafn nefnir orðið dánaraðstoð og einnig má velta fyr- ir sér hvort lífsrof sé við hæfi, samanber þung- unarrof. Þjóðin finnur án efa út úr þessu fari umræðan á flug, hvað þá ef til löggjafar kemur. Vill hvíla í Langá Jarðneskar leifar Jóns Arnar Jónssonar voru brenndar í Kanada. Ingvi Hrafn segir hann ekki hafa gefið nein fyrirmæli um það hvað við þær skyldi gera. „Sem stendur er askan í krukku í sjónvarpsherberginu heima hjá syni hans, þar sem hann getur horft á kappleiki og annað gott efni án þjáningar. Seinna meir vilja þau mæðginin mögulega jarðsetja einhvern hluta öskunnar hér heima, eins og stundum er gert við Íslendinga sem lengi hafa búið erlend- is. Minni ösku verður á hinn bóginn dreift í Langá, helst á bökkum Stangarhyls við sum- arbústað minn. Mögulega stangast það á við lög en mér er sama hvað hver segir eða vill. Þar mun ég hvíla.“ „Það er eitt að tala um að vilja láta binda enda á líf sitt meðan allt leikur í lyndi, allt annað þegar á hólminn er kominn. Við fundum hins vegar öll mjög sterkt að þetta var það sem hann vildi og að hann var fullkomlega sáttur við þessar lyktir mála,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson um andlát bróður síns. Morgunblaði/Arnþór Birkisson ’Bræðraspjalli okkar lauk meðþví að ég einfaldlega óskaðihonum góðrar ferðar og bað fyrirkveðjur til foreldra okkar og Óla Tynes, bróður okkar, sem lést 2011, náði að herða upp hugann og halda aftur af tárunum, þar til við lögðum á. Ingvi Hrafn lýsir bróður sínum með þessum orðum í minningargreininni í Morgunblaðinu: „Jón Örn bróðir minn var glæsi- menni og drengur góður og ég upp- lifði það á förnum vegi að konur sneru sér við til að horfa á eftir honum. Að loknu stúdentsprófi fetaði hann í fótspor föður okkar, Jóns Sig- tryggssonar prófessors, og nam lækn- isfræði og lauk fyrsta ári, en var svo fúll yfir að hann skyldi ekki ná ágæt- iseinkunn eftir þrotlausan lestur, að hann hætti og fór til Madison í Wis- consin í hagfræðinám og hefur síðan búið vestan hafs, síðustu 50 árin í Kanada, fyrst sem hagfræðiprófessor og síðan sem háttsettur embætt- ismaður fylkisstjórnarinnar í Saskatc- hewan. Hann sá hins vegar eftir því, sennilega alla ævi, að hafa ekki haldið áfram í læknisfræðinni. Hann kom heim eftir BA-prófið í hagfræði og vildi þá halda áfram læknanáminu, en var tjáð af læknadeild að hann yrði að taka fyrsta árið aftur. Hann hefði í mínum huga orðið frábær læknir og mannvinur.“ Glæsimenni og drengur góður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.