Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 15
Blaðamaður fékk að fljúga vélinni og var skelfingu lostinn í sextán mínútur. Sem betur fer var Jónas líka við stýrið og hjálpaði hræddum „flugmanni“. flugi áður en hann keypti hálfan hlut í vél árið 2006. „Mig langaði alltaf. Sá sem átti vélina með mér kenndi mér að fljúga. Ég fékk níu klukkutíma hjá honum til að læra og svo sleppti hann mér í sóló. Hann fór svo bara heim og ég þurfti um tíu tilraunir til að lenda. Ég hætti alltaf við og fór aftur upp, en ég var alltaf á of mikl- um hraða við lendingu,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi verið stressaður. „Flestir þurfa fimmtán, tuttugu tíma til að ná þessu. Þetta er ekkert flókið en reyndar þarf maður að nota báðar hendur og báðar fætur,“ segir Jónas og segist bara fljúga í góðu veðri, því annars hossast vélin of mikið og það er ekkert skemmti- legt að hans sögn. „Þetta á að vera skemmtilegt.“ Á kafi í skýjum Hefurðu lent í einhverju óþægilegu atviki? „Já, og það er gott að tala um það. Ég var að fara frá Vestmannaeyjum en þar á flugvellinum er maður í smá bala. Ég sá bara heiðbláan him- in og heyrði það úr flugturninum að brautin væri auð og ég mætti taka af stað. Ég fer af stað og upp og um leið og ég kem upp og sé yfir hæðina sé ég að Heimaklettur er að hverfa í skýjabakka. En ég sé að það er heiðskírt uppi á meginlandi,“ segir hann. „Þá tók ég verstu ákvörðun sem flugmenn geta tekið, að fara til að vera ekki veðurtepptur. Ég hefði átt að lenda og bíða af mér veðrið en ég hugsaði að ég vildi komast heim. Ég hugsaði að ég færi hraðar en skýja- bakkinn og myndi ekki lenda í hon- um. En á mjög stuttum tíma var ég kominn á kafi í skýin. Þá sér maður ekkert og það er ekkert viðmið til að sýna hvernig vélin snýr. Það voru engir mælar í vélinni aðrir en þeir sem sýna hraða og hæð. Ég var ekki með eins og ég er með í þessari nýju vél tæki sem sýnir gervisjóndeild- arhring, en þá sér maður hvernig vélin hallar. Ég var með pínulítið GPS-tæki á mér og hafði stillt inn á það flugvöllinn á Bakka. Ég var þarna staddur í skýjunum og það er hávaðarigning og rok og læti. Ég sá ekki neitt og maður hefur enga til- finningu fyrir því hvernig maður snýr. Það hverfur öll þannig tilfinn- ing,“ segir hann og bætir við að hann hefði þess vegna geta verið að fljúga á hvolfi eða á hlið, hann hefði ekki fundið það. „Þegar sjónin hverfur þá missir maður alla tilfinningu fyrir öðru. Ég gríp í GPS-tækið og átta mig á því að ég er ekki að fara í rétta átt og hef þá farið í hring. Maður getur farið í hringi án þess að finna það, því þegar það er 1G-þrýstingur á manni þá missir maður tilfinningu fyrir hvað snýr upp og hvað niður. Maður trúir því ekki hvernig maður missir alla tilfinningu.“ Jónas ákvað þá að sleppa stýrinu til þess að vélin myndi sjálf rétta sig af, en þessi gerð af vél gerir það þótt það sé ekki endilega reglan með allar vélar. „Hún gerði það og ég flaug svo eftir GPS-tækinu. Ég var í tæpar átta mínútur inni í skýinu. Ég þorði ekki að fara niður því ég vissi ekki hvað ég væri nálægt sjónum. Þegar ég kom heim og fór að skoða leiðina sem ég hafði farið sá ég að ég hafði verið kominn í spíral og vélin hafði farið í þrjá hringi, án þess að ég hefði hugmynd um það,“ segir hann en Jónas lenti heilu á höldnu á velli félagsins við Úlfarsfell, náfölur en reynslunni ríkari. „Þetta voru mistök; röng ákvarð- anataka. Ég hef notað þessa sögu hér á fundum til að segja mönnum hvað getur gerst, af því þetta er al- gengasta ástæða fyrir dauðaslysum í almannaflugi. Ég veit ekki hvernig hefði farið ef ég hefði ekki verið með þetta GPS-tæki. Það var eiginlega mesta sjokkið að skoða leiðina eftir á.“ Útilega á flugi Í Fisfélagi Reykjavíkur eru 250 manns en nýlega var haldið þar námskeið og bættust þá 24 í hópinn. „Þetta er orðið langstærsta áhugaflugmannafélagið á landinu. Það skiptist til helminga hér, svif- vængir og vélflug. Félagið hét áður Svifdrekafélag Reykjavíkur og var stofnað 1978 en þá voru hér bara svifdrekar. Síðan urðu menn latir og fengu sér mótor á svifdrekann og þá er það hálfgert baðkar sem maður situr í,“ segir Jónas og brosir. „Við erum enn með nokkra sem eru á svoleiðis tækjum en þetta er ungra manna sport. Svo komu svif- vængirnir til sögunnar og fleiri vél- ar, eins og fisvélin sem við vorum að fljúga. Nafninu var því breytt yfir í Fisfélag Reykjavíkur en allt sem flokkast sem fis fellur undir okkar starfsemi,“ segir hann og nefnir að tveir liðsmenn félagsins keppa er- lendis í svifvængjaflugi og eru með- al þeirra hundrað bestu í heiminum. Flogið í sumarfríið Jónas er á leiðinni í sumarfrí og hvað er þá betra en að nota vélina til að komast á milli staða? „Þetta er árleg sumarferð klúbbs- ins og er alltaf á þessum tíma en í framhaldi af þessari ferð er svo flughátíð á Hellu sem Flugmála- félagið heldur og við mætum þar. Við förum alltaf eina helgi og það fer eftir veðri hvert við förum. Í fyrra fórum við sautján vélar saman og fórum þá lengst upp í Land- mannalaugar því veðrið var ekki svo gott,“ segir Jónas og segir þetta í raun vera útilegur sem farnar eru á flugvélum. „Við stefnum núna á Vestfirði. Það verða alla vega tíu vélar saman, en við reynum að vera í halarófu, þótt það reynist oft erfitt. Þetta get- ur verið mjög skemmtilegt en líka svolítið stressandi. Við erum allir með talstöðvar og getum talað sam- an; annað væri ekki hægt. Stundum ákveðum við með stuttum fyrirvara að lenda einhvers staðar. Við þurf- um bara veg eða smá grasbala til að lenda.“ Spurður um hvað fólk þarf að gera til að komast í klúbbinn svarar Jónas: „Það eru námskeið á vorin í svifvængjunum og þá fá menn lán- aða vængi en síðan kaupa menn sér vængi ef þeir vilja halda áfram. Það hefur verið erfiðara í mótorfluginu því fólk þurfti að eiga hlut í vél. En núna í vor hefur fólk geta komið og lært á vél sem við leigðum. Það er að breyta miklu greinilega og þetta spyrst út. Ef þú kannt ekkert að fljúga er þetta kostnaður upp á þrjú til fjögur hundruð þúsund, með öllu. Að taka tíma, leigja vélina og fá prófið. Þá geturðu séð hvort þér finnst þetta gaman og mögulega keypt þá hlut í vél. Okkur finnst það mjög skrítið ef þér finnst þetta ekki gaman,“ segir Jónas og brosir. „Það er svo mikið frelsi sem fylgir þessu. Það verður heldur aldrei þreytt að horfa yfir fallega landið okkar.“ Jónas hefur flogið físvélum í fjórtán ár og veit fátt skemmtilegra. Hér er hann einbeittur á svip. Jónas segist aldrei þreytast á því að horfa yfir fallega landið okkar. Mælaborðið er frekar fábrotið í fisvélinni hans Jónasar en hefur allt sem þarf. ’Ég var í tæpar áttamínútur inni í skýinu.Ég þorði ekki að fara nið-ur því ég vissi ekki hvað ég væri nálægt sjónum. Þegar ég kom heim og fór að skoða leiðina sem ég hafði farið sá ég að ég hafði verið kominn í spí- ral og vélin hafði farið í þrjá hringi, án þess að ég hafði hugmynd um það. 12.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.