Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020
LÍFSSTÍLL
TAKK LJÓSAVINIR
Nafn: Þröstur Ólafsson
Hvernig myndir þú lýsa
tilfinningunni þegar þú
mætir í Ljósið: Fyrst var
ekki laust við kvíða, en
eftir að hafa kynnst
starfsfólki Ljóssins fór
lundin að léttast hjá
kallinum.
Fyrir það erum við ævinlega þakklát.
Þið veitið krabbameinsgreindum ómetanlegan stuðning ljosid.is
sigursælasta par sögunnar í tvíliða-
leik karla með Bob Lutz. Saman
unnu þeir Opna bandaríska meist-
aramótið fjórum sinnum og
ástralska meistaramótið einu sinni;
samtals fimm risamót, síðast árið
1980.
Smith átti þó eftir að verða
þekktari fyrir skóna sem hann lagði
nafn sitt við heldur en frammistöð-
una á tennisvellinum.
Hættu framleiðslu í þrjú ár
Undir lok 8. áratugarins urðu
skórnir mjög vinsælir meðal tennis-
leikara og lék Smith oft á móti
mönnum í skóm í hans. „Ég varð
mjög pirraður í fyrsta skiptið sem
ég tapaði fyrir gaur sem klæddist
skónum mínum,“ sagði Smith eitt
sinn.
Á 9. áratugnum urðu tennisskór
almennt betri og tæknilegri og því
töpuðu Stan Smith-skórnir vinsæld-
um sem slíkir. Sem götuskór urðu
þeir þó geysivinsælir og 1988 höfðu
um 22 milljónir para selst.
Í upphafi þessarar aldar komu
nýir skór, Stan Smith II, á markað.
Þeir voru mjög líkir þeim fyrri en
höfðu þykkari tungu og enga mynd
af okkar manni á henni. Þá var nafn
hans fjarlægt af hælnum og nú að-
eins gamla merki Adidas þar til
staðar.
2008 gaf Adidas út eftirlíkingu af
upprunalegu Stan Smith-skónum,
Stan Smith 80s, þar sem andlitið og
nafnið voru bæði til staðar. Skórnir
Í upphafi 7. áratugarins hóf Adidas að framleiða tennisskó.Skórnir voru fyrstu tennis-
skórnir gerðir úr leðri en ytri sólinn
var gerður úr gúmmíi og sá innri úr
gerviefni.
Árið 1965 fékk Adidas tennisleik-
arann Robert Halliet til að leggja
nafn sitt við skóinn. Líkt og Adidas
Superstar-körfuboltaskórnir veitti
leðurefnið stuðning og kom í veg
fyrir að íþróttamenn sneru sig á
vellinum.
Ólíkt Superstar-skónum voru
ekki þrjár línur á hlið skónna held-
ur aðeins göt á leðrinu. Þá voru
skórnir grænir efst á hæl þeirra.
1971 lagði Halliet skóna á hilluna
og nýjan mann þurfti til að vekja at-
hygli á skóm Adidas. Ungur tennis-
leikari að nafni Stan Smith var
fenginn í málið árið 1973 og andlit
hans sett á tungu skónna. Nafninu
var hins vegar ekki breytt í Stan
Smith fyrr en 1978 og tók sala
skónna þá kipp. Í fimm ár báru
skórnir því nafn Halliet en andlit
Smith.
Sigursæll í einliða-
og tvíliðaleik
Stan Smith vann Opna bandaríska
meistaramótið árið 1971 og Wimbel-
don mótið ári seinna. Hann náði
efsta sæti á heimslistanum í tennis
árið 1972 og var því talinn sá besti í
heiminum á þeim tíma.
Á næstu árum myndaði hann eitt
urðu sífellt vinsælli og eru nú inn-
grónir í götutísku Vesturlandabúa.
Vandamálið á þessum tíma var
hins vegar að of mikið framboð var
af skónum. Adidas hætti því fram-
leiðslu þeirra árið 2011 og byrjaði
ekki aftur fyrr en 2014. Eftir það
héldu skónir sínu lága verði en
fundust nú í finni búðum í Banda-
ríkjum en ekki lengur á afslætti í
venjulegum íþróttavörubúðum sem
reyndu að koma þeim út.
Þekkja bara nafnið
á skónum
Tónlistarmaðurinn Jay Z rappaði
um skó Smith í lagi sínu Jigga That
Nigga á The Blueprint plötu sinni
sem kom út árið 2001. Kanye West
söng einnig um skóna ári síðar.
Síðan þá hafa skórnir ná fótfestu
í poppmenningu Vesturlandabúa.
Gisele Bündchen auglýsti skóna á
sínum tíma og Pharrell Williams
hannaði útgáfu af skónum með
mynd af fyrirsætunni Kate Moss á
tungunni. Tugir útgáfa af skónum
hafa verið gefnar út í takmörkuðu
upplagi, meðal annar í samstarfi við
hönnuðina Raf Simons og Yohji
Yamamoto.
Stan Smith sjálfur tekur vinsæld-
um skónna af hógværð. „Nafnið
mitt er þarna en í fullri hreinskilni,
ef þú myndir tala við ungt fólk í
dag, myndi margt þeirra ekki kann-
ast við hver ég væri. Það kannast
bara við nafnið á skónum,“ sagði
hann árið 2009.
Skórnir frægari
en hann sjálfur
Stan Smith-skórnir frá Adidas eru meðal sígildustu götuskóm síðari tíma.
Stílhreinir og tímalausir og hægt að klæðast við öll tilefni. Stan Smith sjálfur
var eitt sinn besti tennisleikari sögunnar en er nú þekktur sem skór.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Stan Smith klæðist
að sjálfsögðu
skóm sínum
hvert sem hann fer.
AFP
Hér að ofan má sjá Stan
Smith 80s gerðina, til
hliðar tungumerkið
fræga og svo hælmerk-
inguna, með nafni Smith
og án, fyrir neðan.