Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod Gisting í superior herbergi 3ja rétta kvöldverður á HVER Restaurant Morgunverðarhlaðborð 19.900 kr. fyrir tvo á virkum dögum 29.900 kr. fyrir tvo um helgar 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.05 Mæja býfluga 09.20 Adda klóka 09.40 Mia og ég 10.05 Lína langsokkur 10.30 Latibær 10.50 Lukku láki 11.15 Ævintýri Tinna 11.40 Friends 12.00 Nágrannar 12.25 Nágrannar 12.45 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.30 Nágrannar 13.50 Friends 14.20 Katy Keene 15.05 Nei hættu nú alveg 15.50 Foster 17.40 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Sportpakkinn 19.00 Samkoma 19.30 Nostalgía 20.00 Vitsmunaverur 20.35 Rebecka Martinsson 21.20 Pennyworth 22.20 Music of Silence 00.10 The Nest ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Uppskrift að góðum degi í Grímsey 20.30 Eitt og annað af Suður- landi 20.30 Að austan 21.00 Uppskrift að góðum degi í Grímsey 21.30 Eitt og annað af Suður- landi 14.00 Omega 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 20.00 Mannamál (e) 20.30 Eldhugar: Sería 1 (e) 21.00 21 – Úrval (e) 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 10.10 The Voice US 11.40 The Voice US 12.25 Bachelor in Paradise 13.50 Bachelor in Paradise 15.15 Carol’s Second Act 15.45 Survivor 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Madam Secretary 22.10 Godfather of Harlem 23.10 City on a Hill 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Tónlist í straujárni. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta frá Njarð- víkurprestakalli. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Bítlatíminn. 15.00 Úti að húkka bíla. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Ástarsögur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Komdu með mér og ég skal sýna þér sólina setjast fyrir fullt og allt. 20.40 Gestaboð. 21.35 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Tulipop 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.46 Hrúturinn Hreinn 07.53 Bréfabær 08.04 Lalli 08.11 Stuðboltarnir 08.23 Nellý og Nóra 08.30 Robbi og Skrímsli 08.52 Hæ Sámur 08.59 Unnar og vinur 09.21 Ronja ræningjadóttir 09.45 Sammi brunavörður 09.55 Þvegill og skrúbbur 10.00 Herra Bean 10.25 Fólkið í blokkinni 10.50 Leitin að framúrskar- andi vinkonu 11.45 Innlit til arkitekta 12.15 Átta raddir 12.55 Unga Ísland 13.25 Norskir tónar 14.15 Hvað er svona merkilegt við það? 15.30 Veröld sem var 16.00 Diddú 16.40 Pricebræður bjóða til veislu 17.15 Draugagangur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Í fremstu röð 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Sumarlandinn 20.15 Löwander-fjölskyldan 21.15 Íslenskt bíósumar: Hver er… 22.50 Persóna 00.10 Hljóðrás: Tónmál tím- ans – Morðið á Martin Luther King 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Bandaríski leikarinn Zac Efron ferðast um Ísland í fyrsta þætti í nýju heimildaþátta- röðinni Down To Earth sem kom út á Netflix föstudaginn, 10. júlí sl. Þar er hægt að fylgjast með ferðalagi um landið og reynir hann meðal annars að til- einka sér súkkulaðigerðarlist í súkkulaðiverksmiðj- unni Omnom. Óskar Þórðarson, einn af stofnendum Omnom, seg- ir þáttinn hafa verið tekinn upp í heimsókn Zac Efron árið 2018 en Omnom mátti ekki greina frá þátttöku sinni í þættinum fyrr en nú þegar hann er loks kominn í loftið. Nánar er fjallað um málið á K100.is. Zac Efron á Íslandi í nýjum Netflix-þáttum Ringo Starr hélt upp á áttræðis-afmæli sitt á þriðjudag meðþví að fá aðstoð frá nokkrum frægum vinum og halda tónleika til styrktar ýmsum málefnum, þar á meðal hreyfingunni Svört líf skipta máli. Ekki varð þó úr endurfundum í netheimum milli hans og Pauls McCartneys, félaga hans úr Bítl- unum. Uppákomunni lauk með því að leikin var gömul upptaka með þeim að flytja lagið Helter Skelter. Ringo hefur undanfarnar 11 vikur að mestu haldið sig heima við í Los Angeles og setið af sér kórónu- veirufaraldurinn, lítið spilað, en varið tímanum í að mála. Hann hefur þó örugglega átt erfitt með að hemja sig því fyrir þremur árum þegar hann hugðist komast að því hvernig það væri að setjast í helgan stein hélt hann það aðeins út í tvær vikur. Þá þurfti hann að komast á svið á ný og dreif sig í tónleikaferðalag. Richard Starkey fæddist í Liver- pool 7. júlí 1940. Ýmsir sjúkdómar hrjáðu hann í æsku, þar á meðal botnlangabólga og sykursýki, og oft var hann lagður á sjúkrahús. Í eitt skiptið fékk hann að spila á trommur í sjúkrahúshljómsveit og eftir það átti trommuleikurinn hug hans allan. Stjúpfaðir hans gaf honum fyrsta trommusettið jólin 1957 og brátt var hann farinn að spila með ýmsum hljómsveitum. Hann vakti fyrst at- hygli með hljómsveitinni Rory Storm and the Hurricanes. Hann sagði upp vinnu í verksmiðju og fjölskyldan hélt hann væri genginn af göflunum, en hann efaðist ekki. 1960 hélt hann með Rory Storm til Hamborgar. Þar kynntist hann Bítl- unum. Hann leysti Pete Best af í hljómsveitinni þegar sá síðarnefndi gat ekki spilað. Þar kom að Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna, hringdi í hann og bauð honum starf. Fyrstu tónleikana sem opinber bítill lék hann með þeim 18. ágúst 1962. Ringo gaf félögum sínum í Bítl- unum frá upphafi ekkert eftir í vin- sældum. Hann var trúðurinn í hljóm- sveitinni og alltaf létt yfir honum. Hann átti þó lítið í þá í laga- smíðum. Sagt er að þegar John Len- non, McCartney og George Harrison sátu yfir lögum í hljóðverinu hafi Ringo setið og spilað á spil við rót- arana. Hann söng hins vegar eitt lag á nánast hverri plötu og má þar nefna Yellow Submarine og With a Little Help From My Friends. Hinn síkáti bítill gat létt andrúmsloftið þegar þungt var yfir hljómsveitinni og þrýstingurinn að utan varð yfir- þyrmandi. Ekki þó alltaf. Eitt sinn þegar Bítlarnir voru að gera Hvíta albúmið var Ringo nóg boðið og hann fór í fússi til Sardiníu. Félagar hans grátbáðu hann um að snúa aftur og hann lét undan. Þegar hann sneri til baka hafði Harrison skreytt trommusettið með blómum. Eftir að Bítlarnir leystust upp hóf Ringo sólóferil og sló í gegn með lög- um á borð við It Don’t Come Easy og Photograph. Lennon átti víst ekki orð yfir því að um tíma seldi Ringo fleiri plötur en hann. Ringo hefur gefið út einar 20 sóló- plötur eftir að Bítlarnir hættu. Hann hefur einnig spilað á plötum ýmissa tónlistarmanna og reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Þar má nefna Son Drakúlu frá 1973 og Hellisbúann frá 1981. Við gerð hinnar síðarnefndu kynntist hann Barböru Bach og hafa þau nú verið gift í tæp 40 ár. Hún kom með honum til Atlavíkur árið 1984 þegar hann tók lagið með Stuð- mönnum og sagði í Morgunblaðinu að hann hefði iðað af kátínu. Hann kom hingað einnig 2007 til að vígja Friðarsúluna í Viðey í minningu Len- nons og aftur 2010 til að minnast þess að þá hefði Lennon orðið sjötugur. Ringo Starr við styttu sína „Ást og friður“ í Beverly Hills áttræðisafmælinu. AFP RINGO STARR ÁTTRÆÐUR Bítillinn síkáti Bítillinn Ringo Starr og kona hans Barbara Bach á Íslandi 1984. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.