Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Side 14
Eftir taugatrekkjandi flugferðþar sem blaðamaður varfenginn til að fljúga fisvél,
bauð Jónas Sturla, formaður Fis-
félags Reykjavíkur, upp á kók og
prins í húsakynnum félagsins á
Hólmsheiði. Jónas vinnur alla jafna
við tölvu- og öryggismál, en er mik-
ill áhugaflugmaður með fjórtán ára
flugreynslu. Vélin sem hann flýgur
flokkast sem fis og er afar lítil og
létt og má aðeins vera 450 kíló með
öllu; bensíni, farangri og tveimur,
helst grannvöxnum, farþegum.
Sextán mínútna stress
Það var sól í heiði daginn sem Jón-
as bauð blaðamanni í flugferð á fis-
vélinni sinni. Eftir að hafa komið
sér inn í afar lítinn flugstjórn-
arklefa keyrði Jónas vélina út á
grasbraut og örskotsstundu síðar
svifum við yfir borgina í átt að firð-
inum kenndan við hvali. Fjörðurinn
var fallegur í sólinni og það glitraði
á sjóinn. Flogið var að hvalstöðinni
og þar lenti Jónas á veginum eins
og ekkert væri og tók svo aftur á
loft.
Vélin er á stærð við lítinn bíl, þó
að vænghafið sé nú mun breiðara
en meðalbíll. Ein lítil skrúfa heldur
vélinni á flugi. Mælaborðið er held-
ur fábrotið og minnir lítið á mæla-
borð þotna. Blaðamaður var þarna
enn pollrólegur og myndaði út um
gluggana það sem fyrir augu bar.
Flogið var yfir sumarbústaða-
byggðina við Meðalfellsvatn og svo
haldið „heim“ á leið.
„Við lendum vélinni og skiptum
um sæti og þú flýgur henni svo,“
segir Jónas og blaðamaður þorði
ekki annað en að kyngja, kinka kolli
og samþykkja það, en innst inni
hugsaði hann hvað í ósköpunum
hann væri búinn að koma sér út í.
Jónas gat sem betur fer gripið í
taumanna ef illa færi í þessum
fyrsta flugtíma blaðamanns sem
hélt ofurfast í stýrið og beygði til
vinstri þegar Jónas sagði hægri. Allt
fór þó vel að lokum og í sameiningu
var vélinni lent heilu og höldnu eftir
sextán langar og stressandi mín-
útur. Jónas var að sjálfsögðu
sallarólegur enda var engin hætta á
ferðum.
Tíu tilraunir að lenda
Á jörðu niðri gátum við svo spjallað
og Jónas byrjar á að segja frá vél-
inni.
„Vélin mín er ítölsk og heitir Sav-
annah S en hér á landi eru núna til
sjö eða átta svona vélar. Við smíð-
uðum hana sjálfir,“ segir Jónas, en
hann á hana í félagi við tvo vini sína.
„Hún kemur í flötum pakka, eins
og IKEA-skápur. Svo fylgir með
handbók og maður byrjar bara á
blaðsíðu eitt,“ segir hann og brosir.
„Þetta tók átta hundruð tíma en
þar af vorum við tvö hundruð tíma
að leita að verkfærunum af því mað-
ur týnir þeim alltaf,“ segir hann og
hlær.
„Svo fara hundrað tímar í að fá
heimsóknir vina sem vilja skoða og
fá kaffi. Það var mjög gaman að
smíða hana og það fylgir allt með í
kassanum nema málningin og tal-
stöðin. Það er búið að skera allt út
og bora öll göt. Handbókin er á ein-
hvers konar ensku en það er Ítali
sem skrifar hana og ekki alltaf sem
við skildum hvað hann var að meina.
En þetta reddaðist allt saman,“ seg-
ir hann kíminn.
„Þetta eru mjög sterkar vélar,
þótt menn segi þær búnar til úr ál-
dósum. Álið er 0,4 millimetrar á
þykkt, aðeins þykkara en kókdós.
En þegar maður er búinn að festa
þetta allt saman þola þær mjög mik-
ið,“ segir hann.
„Vélin er hönnuð fyrir sex hundr-
uð kíló þótt reglugerðin segi 450
kíló. Við erum að vonast til að breyt-
ing á lögum komist í gegnum þing
því það þarf að breyta þessu hjá
okkur. Menn gera sér grein fyrir því
að í dag erum við ekki lengur 70 kíló
og það er engin glóra að tveir geti
verið í vélinni og haldið henni undir
450 kílóum,“ segir Jónas.
Jónas hafði aldrei komið nálægt
„Það er svo mikið frelsi sem fylgir þessu. Það verð-
ur heldur aldrei þreytt að horfa yfir fallega landið
okkar,“ segir Jónas Sturla Sverrisson sem stendur
hér við fisvélina sína sem hann smíðaði sjálfur.
„Þetta á að vera skemmtilegt“
Hjá Fisfélagi Reykjavíkur má finna fólk sem flýgur um loftin blá í fisvélum eða svifvængjum.
Formaðurinn Jónas Sturla Sverrisson veit allt um fisflug og veit fátt skemmtilegra en að svífa yfir sveitir
landsins á heimasmíðaðri vél sinni. Hann bauð blaðamanni með í flugferð og lét hann taka stjórnina um stund.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fisvélar þurfa bara vegarspotta eða
grasbala til að lenda og takast á loft.
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020
VIÐTAL