Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020
LÍFSSTÍLL
Jadnía Kasada nefnist hindúa-hátíð þjóðflokks tenggera áeynni Jövu í Indónesíu. Siður-
inn nefnist einnig kesodo og snýst
um að færa guðunum þakkir. Ár
hvert klífa þúsundir heimamanna
hlíðar fjallsins Bromo og varpa
fórnum í rjúkandi gíg hins virka
eldfjalls. Venjulega fylgir þeim
fjöldi ferðamanna, en minna var
um þá þetta árið vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Fólk úr tengger-þjóðflokknum
safnar ávöxtum, grænmeti og
blómum til að henda í gíginn og
jafnvel geitum og kjúklingum.
Aðrir, sem ekki tilheyra tengger-
um, reyna að grípa fórnirnar með
netum og sarongum áður en þær
hverfa ofan í reykjarbólstrana. Þær
aðfarir eru reyndar ekki hluti af
helgisiðnum en þó er hvatt til þess
að láta fórnirnar ekki fara til spill-
is.
Jadnía Kasada stendur yfir í
mánuð og að þessu sinni var gengið
með fórnirnar á Bromo-fjall 7. júlí.
Hátíðina má rekja aftur til sagna af
Majapahit-konungdæminu frá
fimmtándu öld um Roro Anteng
prinsessu og Joko Seger, mann
hennar. Þeim hafði ekki orðið
barna auðið eftir margra ára hjóna-
band og ákölluðu guðina um hjálp.
Þau voru bænheyrð og heitið 25
börnum með því skilyrði að yngsta
barninu yrði fórnað og varpað í
eldfjallið Bromo.
Samkvæmt þjóðsögunni stökk
yngsti sonurinn af fúsum og frjáls-
um vilja ofan í eldgíginn til þess að
tryggja velsæld tenggera. Enn er
siðnum viðhaldið þótt ekki séu
færðar mannfórnir. Í seinni tíð
hafa stjórnvöld vakið athygli á há-
tíðinni til að laða að ferðamenn og
auka atvinnu á svæðinu í kringum
Bromo-fjall.
Hinn 7. júlí hélt fjöldi manns upp hlíðar eldfjallsins Bromo til að færa fórnir á hinni árlegu Jadnía kasada-hátíð.
AFP
Grímuklæddur maður varpar fórn ofan í rjúkandi gíginn.
Fórnarhátíð
á barmi
eldgígs
Tenggeri heldur á fjallið Bromo með geit til fórnar á herðum sér.
Á hverju ári heldur fjöldi manns úr þjóðflokki
tenggera á eynni Jövu upp á fjallið Bromo
til að færa fórnir. Siðurinn mun teygja sig
aftur á fimmtándu öld.
Eldgígurinn blasir við þátttakendum úr röðum tenggera í fórnarathöfninni fyrir neðan barm eldfjallsins Bromo á eynni Java á Indónesíu.