Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 29
ars Arnar voru misjafnlega vel heppnaðir. Þeir gengust upp í hall- æri og fimmaurabröndurum og tóku sig greinilega mátulega alvarlega. Sumt af þessu spaugi er raunar svo vont að það verður gott. Þið skiljið hvað ég er að fara! Annað er betra og á köflum prýðilega heppnað. Eins og ítrekaðar tilraunir þeirra félaga til að rista brauð í ám og vötnum þessa lands, þrátt fyrir skýr skila- boð, á þar til gerðum skiltum, um að það væri stranglega bannað. Ég var unglingur á þessum tíma og man vel eftir Poppkorni með þeim Gísla Snæ og Ævari Erni en hef haft miklu meira yndi af þátt- unum nú en nokkurn tíma fyrir 34 árum. Á þeim tíma hefur maður ugg- laust verið að pæla meira í tónlist- inni en þessum undarlegu uppá- tækjum stjórnendanna. Eigi að síður mundi ég eftir sumum kynningunum og sketsunum; eins og þegar örvar hæfðu þá félaga í hjartastað strax í upphafi fyrsta þáttarins. Ætli þeir hafi þá verið framliðnir allar götur eftir það? Ég mundi líka eftir því að Bjarni Felixson íþróttafréttamaður var fenginn til að kynna næsta lag yfir líflausum skrokkum umsjónar- mannanna, grafalvarlegur. Bjarni alltaf til í gott grín. Ég mundi eftir einni og einni kynningu eftir það en mest var þetta þó nýtt fyrir mér. Maður hefur áreiðanlega misst af einhverjum þáttum enda lítið um endursýningar á þessum árum og Sarpurinn hug- mynd úr fjarlægri framtíð. Sæi mað- ur ekki þátt var hann manni bara glataður – nema þá að hent væri í endursýningu 34 árum síðar. Við því var raunar alltaf að búast enda hefur þjónusta núverandi dagskrárstjóra RÚV við okkur tónlistaráhugamenn verið stórkostleg á umliðnum árum. Nægir þar að nefna vandað heim- ildarefni sem gjarnan ratar inn á dagskrána á mánudagskvöldum. Gísli Snær og Ævar Örn brugðu sér í allra kvikinda líki í Poppkorni og bjuggu til ýmsa eftirminnilega karaktera. Eðli málsins samkvæmt held ég mest upp á málmhausinn Rilla tilla, sem Ævar Örn lék af ísmeygilegri kímni. Það kom þannig til að félagarnir fengu skömm í hattinn snemma í seríunni fyrir þær sakir að þeir sýndu aldrei þungarokk í þættinum. Hafa þær skammir ugglaust borist með sniglapósti, nema þá að loð- höfðar þessa lands hafi hringt froðu- fellandi niður á RÚV. Báru stjórn- endurnir því við að þeim þætti þungarokk alveg drepleiðinlegt. En í anda ungmennafélaganna og meist- ara Ozzys Osbournes ákváðu þeir að brjóta odd af oflæti sínu og henda í eina og eina málmsmíð; harðkjarna graðahestarokk á borð við Saxon og Blue Oyster Cult! Það var iðulega téður Rilli tilli sem kynnti þau lög með sínu nefi. Illvígur með hár niður á rass og leðraður frá hvirfli til ilja. Rilli hefur líklega verið eini þunga- rokkarinn með slétt hár árið 1986. Hann og Cliff Burton. Þvílík gósen- tíð fyrir hárgreiðslufólk; hver einasti tónlistarmaður krullaður í drasl og blásinn fyrir allan peninginn. Meira að segja Phil Collins var með huggu- lega liði í möllettinu. 34 árum of seint Þegar Poppkorn var orðið að helgi- stund á sveitasetri mínu í sumar skunduðu Gísli Snær og Ævar Örn óvænt inn á skrifstofu hjá Hrafni Gunnlaugssyni, þáverandi dagskrár- stjóra RÚV, og tilkynntu að þeir vildu hætta með þáttinn. Tók Hrafn því að vonum illa en féllst með sem- ingi á uppsögnina. Heima í stofu voru fyrstu viðbrögð mín að hringja beint á RÚV og lýsa óánægju minni. Þá áttaði ég mig á því að ég væri 34 árum of seinn ... Þorsteinn Bachmann, sem við þekkjum best sem leikara í seinni tíð, tók við keflinu. Hann var hóf- stilltari og hefðbundnari til orðs og æðis en átti þó góða spretti inni á milli, eins og þegar hann „málaði“ mynd af skallapopparanum Howard Jones og þegar hann fann Kool & the Gang í ísskápnum hjá sér. Svalt grín þar á ferð. Bæði Gísli Snær og Ævar Örn hafa spjarað sig prýðilega eftir Poppkorn. Sá fyrrnefndi er kvik- myndaleikstjóri og skólastjóri Lond- on Film School og Ævar Örn hefur unnið við dagskrárgerð og sem fréttamaður í útvarpi, auk þess að skrifa útvarpsleikrit, glæpasögur og fleiri bækur. Engum sögum fer hins vegar af Rilla tilla. 12.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Reykjavíkurborg efnir til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð á suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Væntingar eru til þess að hönnun skólans og fjölskyldumiðstöðvarinnar marki nýja sýn og hugsun í hönnun byggingarinnar hvað varðar vellíðan, virkni og heilbrigði þeirra sem þar eru við leik og störf. Keppendur þurfa að skrá sig inn á útboðsvef Reykjavíkurborgar til þátttöku. Upplýsingar um skráningu, keppnislýsingu og önnur samkeppnisgögn er að finna á reykjavik.is/honnunarsamkeppni-um-nyjan-midborgarleikskola-og-fjolskyldumidstod. Þá er opin hugmyndagátt fyrir sjónarmið bæði almennings og fagfólks og verða þau höfð til hliðsjónar í ferli samkeppninnar. Tillögum skal skilað fyrir kl. 24, 7. október 2020. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson MÁLMUR Fjörutíu árum eftir að honum var vikið úr Iron Maiden er gamla gítarbrýnið Dennis Stratton enn í fullu fjöri og í lok þessa mán- aðar sendir hljómsveit hans, Lionheart, frá sér nýja breiðskífu, The Reality Of Miracles. Þetta er aðeins þriðja breiðskífa Lionheart sem stofnuð var árið 1980. Þess ber þó að geta að sveitin fór í hýði milli 1986 og 2016. Í millitíðinni starfaði Stratton, sem orðinn er 67 ára, meðal annars með öðrum gömlum maideníta, Paul Di’Anno söngvara. Enn slær Ljónshjartað Dennis Stratton hress að vanda. Wikipedia.org BÓKSALA 1.-7. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 2 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 3 Þerapistinn Helene Flood 4 Pabbastrákur Emelie Schepp 5 Tíbrá Ármann Jakobsson 6 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides 7 Risasyrpa – frægð og frami Walt Disney 8 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 9 Ættarfylgjan Nina Waha 10 X leiðir til að deyja Stefan Ahnhem 1 Urðarköttur Ármann Jakobsson 2 Útlagamorðin Ármann Jakobsson 3 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir 4 Delluferðin Sigrún Pálsdóttir 5 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 6 HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson 7 Hrauney Karólína Pétursdóttir 8 Úr landsuðri og fleiri kvæði Jón Helgason 9 Barn náttúrunnar Halldór Laxness 10 Sæluhrollur 1 Vittorio Giardino Allar bækur Innbundin skáldverk Þetta dásamlega sumar hefur nýst mér vel í lestur. Einmitt núna er ég djúpt sokkinn í snilldarlega þýð- ingu Kristjáns Árnasonar á meist- araverki Óvíds, Ummyndunum. Óvíd er dýrðleg- ur. Kallinn skrifar þetta í Róm kringum Krists- burð. Grísk- rómversk goða- fræði og hættu- lega athyglisverðar sögur af uppruna heimsins og þess háttar. Veisla fyrir mann eins og mig sem liggur stundum andvaka og bölvar þeim örlögum að hafa ekki fengið að fæðast sem forngrikki. Þessi lestur er lógískt framhald af öðr- um dásamlegum doðranti, Rann- sóknum eftir Heródótus, föður sagnfræðinnar. Ég las hana meira og minna í baði á kvöldin núna í vor. Kveikti á kertum. Borðaði vín- ber (súkkulaðirúsínur frá Góu reyndar). Ímyndaði mér mig með mosaþykkt skegg í sandölum á götuhorni í Aþenu. Kosturinn við að lesa í baði er að það er voða lít- ið sem truflar mann (nema sím- inn). En Heródótus var reyndar talsverð áskorun í baðkarinu því hann er 700 síður í harðspjaldi. Þetta var eins og að halda á sterk- byggðu barni yfir vatnsyfirborð- inu. Í sóttkví í vor las ég verðlauna- bókina Seltu eftir Sölva Björn Sig- urðsson. Brilljant verk. Sölvi hlýt- ur að vera einn af okkar allra bestu stílistum. Snemma í júní fann ég í Kolaportinu Bræðurna Karamazov eftir Fjodor Dostoj- evskí í margfrægri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Þetta eru fágæt eintök. Fjodor var svakaleg- ur höfundur sem ég dáist mikið að. Hugrekkið! Siðferðilega alvar- an! Upphrópunarmerkin! … Óstöðvandi babblari samt. Blaðr- ið hreinlega fossar úr penna Fjodors. Ég er búinn að vera að endur- lesa, eða endurblaða öllu heldur, í Bluets eftir Mag- gie Nelson. Það stígur dimmblátt mistur upp af síð- unum. Með eftir- minnilegri bókum sem ég hef lesið síðustu ár. Bókakaffið var nýlega opnað í Ár- múla. Ekki á hverjum degi sem ný bókabúð er opnuð. Ég þangað. Átti líka erindi á pósthúsið í Síðu- múla. Þar beið mín pakki með Shakespeare-þýðingum Helga Hálfa sem ég keypti af höfðingja í Skagafirði gegnum Facebook. Hann hafði pakkað þeim svo ræki- lega inn í Extratyggjóumbúðir að ég var hálftíma að opna þær. Bæk- urnar hefðu þolað ferðalag út fyrir sólkerfið án þess að bíða tjón. Allavega. Síðumúli skot & mark. Þaðan í Ármúlann. Geng út með Pétur Gunnars, Oddnýju Eiri, Hall- grím Helga og Gretti sterka. Lít mikið upp til Péturs. Myndmálið í Punktinum svo eftirminnilegt og skáldlegt. Örugglega í þriðja skipti sem ég kaupi Jarðnæði Oddnýjar. Lána svo vini eða vinkonu og sé bókina ekki aftur. Konan við 1000 gráður er „tour de force“. Hall- grímur getur gert lygilega hluti við íslenskuna. Og Grettir … Hann er eins og hann er. HALLDÓR ARMAND ER AÐ LESA Áskorun í baðkarinu Halldór Armand Ásgeirsson er rithöfundur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.