Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 12
LÍFSHLAUP 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 S tuttu eftir að hafa fest sig í sessi sem heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, með tveimur sigrum gegn Sonny Liston og öðrum gegn Floyd Patterson, fékk Muhammad Ali slæmar fréttir. Hann hafði skráð sig á lista fyrir herinn á 18 ára afmæli sínu, 1960, vegna herskyldu í Bandaríkjunum. Tveimur árum seinna var hann flokkaður 1-A sem þýddi að hann gæti þurft að gegna herskyldu. 1964, rétt fyrir fyrsta bardaga hans gegn Sonny Liston um heimsmeitaratitilinn, tók hann skriflegt próf fyrir herinn og gekk svo illa að hann féll á prófinu og var skráður með 78 í greindarvísitölu. Ali sagðist eftir prófið hvorki hafa skilið spurningarnar né vitað hvernig ætti að nálgast þær. „Ég sagði að ég væri bestur,“ sagði hann. „Ekki gáfaðastur.“ Ali var flokkaður á ný, nú sem 1-Y; ógjald- gengur í herinn. Í byrjun árs 1966 hafði stríðsrekstur Bandaríkjahers í Víetnam orðið þungbærari og því var ákveðið að prófseinkunn Ali væri nógu góð til að hann yrði sendur í stríð. Hann var aftur flokkaður sem 1-A. Sama dag hringdi sími Alis án láts. Ali hafði lítið vit á stríðinu í Víetnam en svaraði samt sem áður snilldarlega þegar einn blaðamaður- inn hringdi. „Veistu, ég á ekki í neinum deilum við þessa Víet-Kong.“ Farið með þá eins og hunda Viðbrögð Ali vöktu mikla reiði meðal landa hans en stríðsreksturinn var á þessum tíma studdur af flestum innan Bandaríkjanna. Ali fékk þó stuðning víðsvegar að, meðal annars frá breska heimspekingnum Bertrand Russell. Vegabréfið var tekið af Ali og hann hóf þá að fara á milli háskóla í Bandaríkjunum og tala gegn stríðinu í Víetnam. Hann hafði kynnt sér stríðið og sagðist ekki ætla að drepa víetnamskt fólk fyrir hönd ríkisvalds sem virðir ekki einu sinni mannréttindi síns eigin fólks. Bakhjarlar Ali vildu hjálpa honum að sinna herskyldu sinni án þess að berjast á vígvell- inum, t.d. með sýningarbardögum í hnefa- leikum. Ali tók það ekki í mál og stóð á sínu. „Af hverju ættu þeir að biðja mig að klæðast bún- ingi, fara 10 þúsund mílur frá heimili mínu, sleppa sprengjum og byssukúlum á brúnt fólk í Víetnam á meðan farið er með svokallaða negra í Louisville eins og hunda?“ sagði hann við Sports Illustrated. 28. apríl 1967 átti að taka Muhammad Ali í herinn. Hann mætti á svæðið en steig ekki fram þegar fyrrverandi nafn hans, Cassius Clay, var kallað. Honum var tjáð að hann gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. En honum stóð á sama og steig ekki fram. „Getum ekki afgreitt þig“ Cassius Marcellus Clay yngri fæddist 17. jan- úar 1942. Hann ólst upp í Louisville, Kentucky, og átti fimm systkini. Hann var nefndur í höfuð föður síns, Cassius Clay eldri, sem var nefndur eftir stjórnmálamanni sem var upp á 19. öld og barðist fyrir afnámi þrælahalds. Aðskilnaðarlög Jim Crow voru í gildi á upp- vaxtarárum Clay og máttu svartir á svæðinu þola mikið misrétti enda Kentucky eitt af suðurríkjum Bandaríkjanna. Það voru svartar og hvítar búðir, svartir og hvítir almennings- garðar, svört og hvít hótel og þar fram eftir göt- unum. Sumarið 1955 var 14 ára drengur, Emmett Till, myrtur í Mississippi fyrir það eitt að tala við hvíta gifta konu. Varð atvikið eitt af því sem hratt af stað réttindabyltingunni og hafði mikil áhrif á Cassius Clay. Það sýndi honum að þegar hann fullorðnaðist færi hann út í heim þar sem yrði lítillækkaður og jafnvel hataður vegna hör- undslitar síns. 12 ára gamall rambaði Clay inn í æfingasal fyrir hnefaleika. Hann hitti þar fyrir lögreglu- manninn Joe Martin sem þjálfaði hann fyrst um sinn. Clay sýndi fljótlega hæfni sína í hringnum. Bardagakappar missa oft sjónar af því hvað þeir eiga að gera þegar þeir verða þreyttir eða illa gengur í bardögum. Þeir taka ákvarðanir sem þeir tækju ekki undir venjulegum kring- umstæðum. „Cassius vissi hvað hann átti að gera þegar hann lenti í vandræðum,“ sagði Martin eitt sinn. „Hann varð ekki hræddur eða gleymdi hverju ég kenndi honum. Þegar hann fékk á sig högg varð hann ekki reiður og hentist af stað, eins og margir gera.“ Clay var sigursæll á áhugamannaferli sínum. Hann var þá strax farinn að tala í rímum, upp- hefja sjálfan sig og tala niður til andstæðinga sinna eins og varð aðalsmerki Muhammad Ali síðar meir. Hann vann Ólympíugull á leikunum í Róm árið 1960 og var á þeim tíma fullviss um að hann yrði heimsmeistari í þungavigt innan skamms. „Ég verð sá besti í sögunni,“ sagði hann fyrir leikana. Í Róm var hann hrókur alls fagnaðar, öllum líkaði vel við hann. Hann gekk um Ólympíu- þorpið og sagði öllum sem vildu hlusta hve frá- bær hann yrði og spáði fyrir um framtíð sína sem hnefaleikakappa. Er Clay kom heim til Louisville frá Róm fékk hann ekki afgreiðslu á hádegisverðarstað þegar hann pantaði sér djúsglas. „Getum ekki afgreitt þig,“ sagði yfirmaðurinn. „Það kemur einn svona á öld“ Muhammad Ali var einn besti hnefaleikamaður sögunnar og alveg örugglega sá frægasti. Hann var ekki feiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. Ali neitaði að fara í stríð til Víetnam á meðan illa var farið með hörundsdökka heima fyrir, sama þótt það myndi kosta hann ferilinn. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Muhammad Ali stendur yfir Sonny Liston eftir að hafa rotað hann með „vofuhöggi“ í fyrstu lotu árið 1965. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.