Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 Afleiðingar mótmælabylgj- unnar sem fór um Bandaríkin í júní mun ekki aðeins hafa áhrif á nöfn íþróttaliða í Bandaríkj- unum. Að standa er þjóð- söngurinn er leikinn gæti verið álitið yfirlýsing í sjálfu sér. Var Rachel Hill gangrýnd harðlega fyrir að krjúpa ekki á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn fyrir fyrsta leik úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á dögunum. Árið 2016 fór Colin Kaeper- nick, leikstjórnandi San Franc- isco 49ers, að krjúpa á hné er þjóðsöngur Bandaríkj- anna var fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni. Hann vildi með því mótmæla því misrétti sem þeldökkir væru beittir af lögreglu- mönnum í landinu. Margir voru ósáttir við athæfið enda standa Bandaríkja- menn jafnan með hönd sér á brjósti til stuðn- ings Bandaríkjaher við þjóðsönginn. Einhverjir liðs- félagar Kaepernick tóku þátt í mótmælunum með honum en þau náðu ekki útbreiðslu um deildina. Ári seinna, 2017, hófu þó fleiri leikmenn að krjúpa fyr- ir leiki og varð það til þess að NFL-deildin og eigendur liða hennar settu bann við því. Leik- menn áttu annaðhvort að standa eins og menn eða bíða í búningsklefum á meðan þjóð- söngurinn væri leikinn. Í dag er staðan allt önnur. Friðsamleg mótmæli á borð við þau sem Kaepernick hélt uppi eru orðin móðins. Roger Goo- dell, framkvæmdastjóri NFL, sagðist á dögunum hafa gert mistök þegar deildin reyndi að sporna gegn mótmælum leikmanna. Þá hefur Knattspyrnu- samband Bandaríkj- anna dregið til baka reglu sína um að leikmenn verði að standa þegar þjóðsöng- urinn er leikinn. LÖGREGLUOFBELDI MÓTMÆLT Banninu aflétt Kaepernick var á undan sínum tíma. Stytta af George Preston Mars-hall var fjarlægð fyrir utanR.F.K. Stadium, fyrrum leik- vang ruðningsliðsins Washington Redskins, í síðasta mánuði. Skemmdarverk höfðu verið unnin á henni eins og á svo mörgum öðrum styttum sem taldar eru standa fyrir misrétti minnihlutahópa í Banda- ríkjunum, og raunar víðar um heim. Marshall keypti ruðningsliðið Boston Braves árið 1932 ásamt tveimur öðrum. Ári seinna keypti hann hlut hinna og breytti nafni liðs- ins í Redskins, sem á íslensku út- leggst sem rauðskinnar og er af mörgum talið niðrandi orð yfir frum- byggja Ameríku. 1937 flutti Marsh- all liðið til höfuðborgar Bandaríkj- anna, Washington D.C., og hefur það síðan heitið Washington Redskins. Í fyrstu lét Marshall leikmenn liðs síns nota andlitsmálningu og þjálf- arann bera fjaðrir á höfði sér. Þegar svartir leikmenn fóru að leika fyrir atvinnumannalið í ruðningi stóð Marshall á móti straumnum. Red- skins varð árið 1962 síðasta liðið til semja við svartan leikmann en að- eins eftir að stjórnvöld hótuðu að rifta leigusamningi liðsins á leikvelli þess. Marshall var eigandi liðsins þar til hann dó árið 1969. Fyrir rúmum tveimur vikum var ákveðið að fjarlægja nafn Marshall úr Frægðarhringnum á FedEx Field, þar sem Redskins leikur í dag. Þá var nafn hans fjarlægt af sögu- vegg á æfingasvæði liðsins og má nú hvergi finna á vefsíðu þess. Mótmælt frá 7. áratugnum Bandarísk og kanadísk íþróttalið hafa löngum notað heiti yfir frum- byggja Ameríku fyrir nöfn á liðum sínum. Fyrst um sinn voru þetta ein- ungis gælunöfn en með tíð og tíma urðu nöfnin opinber heiti liðanna. Nefna má hafnaboltaliðið Atlanta Braves sem áður hét Boston Braves. Nafnið var fyrirmynd ruðningsliðs- ins sem nefnt var hér í upphafi og er vísun í stríðsmenn frumbyggja. Lukkudýr þessara liða, og þar með merki þeirra, hafa haft sterka skírskotun í menningu frumbyggja. Í mörgum tilfellum setja merkin og lukkudýrin fram staðalímynd sem fer fyrir brjóstið á mörgum. Í upphafi 7. áratugarins tók réttindabaráttufólk að benda á þessa lítillækkun hópsins og hafa mörg lið um gervalla Norður-Ameríku skipt út nöfnum sínum og lukkudýrum í kjölfarið. Umræðan hefur stigmagn- ast í gegnum árin og hefur Braves til að mynda fallið frá lukkudýri sínu sem var frumbyggi í fullum skrúða og er það nú exi téðs minnihluta- hóps. Þá hefur hafnaboltaliðið Cleve- land Indians látið af lukkudýri sínu, að mestu að minnsta kosti. Chief Wahoo, hálfgerð teiknimyndafígúra, var lengi vel að- alsmerki liðsins. Frá og með árinu 2019 sást hann ekki á bún- ingi liðsins og varningur með fígúrunni er ekki til sölu á heimasíðu liðs- ins þótt hægt sé að nálgast hann í verslunum á vellinum og í heimarík- inu, Ohio. Hlusta loks á mótmælendur En nöfnin standa eftir hjá stærstu liðunum. FedEx, aðalstyrkaraðili Redskins, fór opinberlega fram á það á dögunum að liðið skipti um nafn. Í kjölfarið gaf Redskins og eig- andi þess, Dan Snyder, út yfirlýs- ingu þess efnis að nafnið yrði endur- skoðað. Indians gaf út svip- aða tilkynningu nokkrum klukkutímum síðar. Málefnið hefur fengið aukna athygli í kjölfar mót- mæla gegn kerfislægu kyn- þáttamisrétti í Bandaríkjunum og virðist umræðan um nöfn liðanna hafa náð krítískum punkti. Í gegnum tíðina hafa eigendur liða á borð við Redskins og Indians staðfastlega neitað að nöfn liðanna feli í sér kyn- þáttahatur eða séu niðrandi í garð frumbyggja. Liðin hafa fengið stuðn- ing í hljóði frá forsvarsmönnum íþróttadeildanna og risafyrirtækj- unum sem styrkja þau. Liðin hafa bent á rannsóknir sem sýna að meirihluti afkomenda frum- byggja líti ekki á orð eins og rauð- skinni sem niðrandi. Þær rannsóknir hafa þó hlotið talsverða gagnrýni af hendi þeirra sem vilja sjá nöfnin fara. Eins benda margir á að ekki skipti öllu máli hve mörgum finnist nöfn liðanna niðrandi heldur að það sé til minnihlutahópur sem vilji ekki vera gerður að lukkudýri. Í viðtali árið 2013 sagði Snyder staðfastlega að hann myndi aldrei breyta nafni liðs síns. Nafnið heiðr- aði menningu frumbyggja. En eftir kröfu FedEx og að Nike fjarlægði varning Redskins úr verslunum sín- um er annað hljóð komið í strokkinn enda fjárhagurinn þar með í húfi. Líkleg ástæða þess hve langan tíma hefur tekið að koma breyting- unum á er að sama skapi fjárhags- legs eðlis. Redskins-liðið er eitt það verðmætasta í NFL-deildinni og mun að öllum líkindum tapa háum fjárhæðum sé nafni og merki þess breytt umtalsvert. En nú eru fjár- hagsöflin að skerast í leikinn og því er það í þágu eigenda að hlusta á mótmælendur. Rauðskinnar á útleið NFL-liðið Washington Redskins ætlar að endur- skoða nafn sitt sem talið er, auk lukkudýrs þess, niðrandi í garð frumbyggja Ameríku. Mótmæli sem eiga sér langa sögu bera nú loks árangur. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is AFP Chief Wahoo var löngum andlit hafnaboltaliðsins Cleveland Indians. Ekki lengur. Washington Redskins mun að öllum líkindum skipta um nafn á næstu misserum. Loksins, loksins, segja einhverjir. HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.