Morgunblaðið - 12.08.2020, Page 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
„ÉG ER EKKI REIÐUR ÚT Í ÞIG FYRIR
AÐ ÞYKJAST HENDA SPÝTUNNI – ÉG ER
REIÐUR ÚT Í SJÁLFAN MIG FYRIR AÐ
RJÚKA AF STAÐ Á EFTIR HENNI.”
„ÉG SAGÐI ÞÉR FYRIR VIKU AÐ ÉG ÞYRFTI
AÐ VINNA FRAM EFTIR Í KVÖLD!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem við finnum
hvort til annars.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MÉR ER
KALT
Æ, LÁTTU EKKI
SVONA, JÓN!
HERTU
ÞIG!
ÉG ÞOLI EKKI AÐ HLUSTA
Á FÓLK TYGGJA!
SULL Í MORGUNMAT! SULL Í HÁDEGINU! SULL Í KVÖLDMAT!
HVAÐ ER Í GANGI?
2006; 3) Dagný Ósk, f. 31.10. 1983, fé-
lagsfræðingur, býr í Mosfellsbæ. Maki:
Heiðar Logi Jónsson rafeindavirkja-
meistari. Þeirra börn eru Símon Logi,
f. 30.8. 2010, Mikael Logi, f. 25.11. 2012
og Hilmir Logi, f. 8.6. 2017.
Símon á 11 systkini og 6 eldri hálf-
systkini: 1) Guðrún Fanney, f. 28.10.
1943, býr á Dalvík; 2) Pálína Sumarrós,
f. 18.12. 1944, býr á Gili í Skagafirði; 3)
Þuríður, f. 12.3. 1946, býr á Álftanesi; 4)
Stefán Jón, f. 28.3. 1947, býr á Sauðár-
króki; 5) Sóley Anna, f. 15.6. 1949, býr í
Tröð í Skagafirði; 6) Elísabet, f. 9.9.
1951, býr á Hóli í Eyjafjarðarsveit; 7)
Alda J., f. 17.9. 1952, býr á Akureyri; 8)
Sigurbjörn, f. 28.9. 1955, d. 18.7. 2019,
bjó á Sauðárkróki; 9) Sigurjóna, f. 19.5.
1957, býr á Sauðárkróki; 10) Hafdís, f.
5.4. 1960, býr á Sauðárkróki; 11)
Sveinn, f. 25.8. 1962, d. 27.7. 2019, bjó á
Akureyri.
Hálfsystkini samfeðra: 1) Ásbjörn, f.
3.4. 1934, d. 1.1. 1994, bjó á Sauðár-
króki; 2) Páll Ágúst, f. 10.5. 1935, d. 2.1.
1954, bjó í Reykjavík; 3) Gunnar Þór, f.
23.8. 1936, d. 26.8. 1969, bjó í Hafnar-
firði; 4) Sigríður Kristín, f. 27.11. 1937,
býr í Hafnarfirði; 5) Halla Sigríður, f.
26.12. 1939, býr í Garðabæ; 6) Hjálmar
Steinar, f. 11.3. 1941, býr á Sauðár-
króki.
Foreldrar Símonar voru hjónin
Skarphéðinn Pálsson, f. 5.9. 1906, d.
8.12. 1978, húsasmíðameistari, bóndi
og útgerðarmaður, og Þórleif Elísabet
Stefánsdóttir, f. 27.3. 1918, d. 10.6.
2016, húsmóðir og síðari ár verkakona.
Þau bjuggu á Gili í Skagafirði og síðar
á Sauárkróki.
Símon Baldur
Skarphéðinsson
Anna Símonardóttir
húsfreyja í Háagerði og ráðskona í Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði
Sveinn Stefánsson
bóndi í Háagerði á
Höfðaströnd
Arnfríður Guðrún Sveinsdóttir
húsfreyja á Skuggabjörgum
Stefán Jón Sigurjónsson
bóndi á Skuggabjörgum í
Deildardal
Elísabet Stefánsdóttir
húsfreyja á Gili í Skagafirði
og á Sauðárkróki
Bóthildur Þorleifsdóttir
húsfreyja á Skuggabjörgum
og í Grafargerði
Sigurjón Jónasson
bóndi á Skuggabjörgum, og í
Grafargerði á Höfðaströnd, Skag.
Skarphéðinn
Ásbjörnsson
rafvirkjam. og
hagyrðingur
Sóley
Skarphéðins-
dóttir bóndi í
Tröð, Skag.
Ásbjörn
Skarp-
héðinsson
rafvirkja-
meistari
Gunnar Þór
Gestsson
hugbúnaðar-
sérfræðingur
Ægir
Ásbjörnsson
kennari
lagasmiður
og leikstjóri
Ómar Björn
Jensson
bóndi á Gili
Pálína
Skarhéðins-
dóttir fv.
bóndi á Gili Þuríður Bjarnadóttirhúsfreyja á Auðnum,
Burstabrekku og á Efri-Bakka
Páll Jónsson
bóndi á Auðnum,
Burstabrekku og Efri-
Bakka í Ólafsfirði
Pálína Sumarrós Pálsdóttir
húsfreyja á Siglunesi í Siglufirði
Páll Ágúst Þorgilsson
bóndi á Stafni í Deildardal og Brúarlandi í Skagafirði
Steinunn Árnadóttir
húsfreyja á Stafni og
Kambi
Þorgils Þórðarson
bóndi á Stafni og Kambi í Deildardal í Skagafirði
Úr frændgarði Símonar Skarphéðinssonar
Skarphéðinn
Pálsson
húsasmiður og
bílstjóri á Siglufirði,
húsasmíðameistari
og b. á Gili, síðast
bús. á Sauðárkróki
Pétur Stefánsson segir á feisbók:„Fékk þessar fínu grímur, 50
stk. í pakka, á 2.800. Nú er ég til í
meiri nánd við fólk“:
Andlitsgríman glæst og spes
er góð á munn og vanga.
Hyl ég glaður fagurt fés
og fer svo út að ganga.
Þetta er lífsins gangur eins og
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir á
Boðnarmiði:
Mannsævin er misjafnleg
margir um villu hnjóta.
Aðrir ganga auðnuveg
ólán síður hljóta.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson hefur sína
sögu að segja:
Hljótt hann fór og hægt með gát
í heimasveit.
Einn af þeim sem urðu mát
á upphafsreit.
Anton Helgi Jónsson yrkir við
fallega mynd af sjávarkambi:
Enn geislar um gamla daga
þar gerast jú kraftaverk:
Þann bátinn sem ber frá landi
til baka fær trúin sterk.
Vart geta þótt kröftug kæling
mín kaldhæðnu svölu orð
ef hnettinum ógnar hlýnun
og hækkandi sjávarborð.
Það reynist oft flókið ferli
að finna við gátu svar.
Á kaf sökkva Kolbeinseyjar
í Kyrrahafsöldurnar.
Á laugardag skrifaði Sigmundur
Benediktsson í leirinn:
Suma daga sólskin ekkert hreppi,
súldar úði dreifist til og frá.
Öxlum fjalla ofið þokuteppi,
unir þar og skyggir dagsins brá.
Ólafur Stefánsson svaraði um
hæl:
Hér kemur hallærisbaga
um hagyrðing uppi á Skaga.
Hann yrkir um blóm,
og álíka hjóm,
og rétt eins um rigningardaga.
Heiðrekur Guðmundsson yrkir
og segir: „Ekki er öll nótt úti enn“:
Upp til skýja orðstír minn
óðar mundi hafinn
yrði ég í annað sinn
eða þriðja - grafinn.
Heiðrekur orti þegar góðglaður
maður söng í samkvæmi:
Ég vil sjá þig syngja meira
samt er eitt:
að ég þurfi ekki að heyra
í þér neitt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af andlitsgrímum og
hækkandi sjávarborði