Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 24
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimir Björgúlfsson myndlistar- maður, sem býr og starfar í Los Ang- eles, er einn þeirra sem nú sýna í Listasafninu á Akureyri og lýkur sýningu hans 16. ágúst. Sýningin ber titilinn Zzyzx og er í sölum 3 og 4. Heimir komst ekki til Íslands vegna kórónuveirunnar og því verður lista- mannaspjall með honum á lokadegi sýningarinnar, 16. ágúst kl. 15, í gegnum netið. Titilverk sýn- ingarinnar er ljósmynda-klippi- myndasería sem Heimir vann út frá myndum sem hann tók í Zzyzx í Mojave-eyði- mörkinni í Kali- forníu. Hann seg- ir þennan stað í eyðimörkinni hafa verið endurnefndan og gefið þetta furðulega nafn af Curtis Howe Sprin- ger nokkrum árið 1944 sem vildi að staðurinn væri síðastur í stafrófsröð. Heimir segir Springer hafa fengið leyfi fyrir námugreftri á staðnum en hann kom þar á laggirnar heilsulind og hóteli með fríu vinnuafli útigangs- manna. Gekk allt að óskum hjá Sprin- ger þar til hann var dæmdur í fang- elsi árið 1974 fyrir margs konar svindl tengt landareigninni. Heimir segir staðnum síðar hafa verið breytt í háskólamiðstöð í jarðfræði og var nafninu haldið, hinu stórfurðulega Zzyzx. Ómögulegar aðstæður Blaðamaður hafði samband við Heimi og bað hann fyrst að segja að- eins frá sér, námi og störfum og hvers vegna hann hafi endað í Los Angeles. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en fór og lærði í Hollandi við Gerrit Rietveld-listaháskólann og Sandberg-stofnunina í Amsterdam þar sem ég bjó í sjö ár áður en ég flutti fyrir hálfgerða tilviljun til Los Angeles. Mér var upprunalega boðið til Los Angeles í dvöl á listamanna- vinnustofu, „artist in residence“, í þrjá mánuði og mér líkaði svo vel hér að ég flutti alfarið. Ég varð að fara aftur til Amsterdam út af dvalarleyfi og slíku en fyrsta morguninn sem ég vaknaði aftur heima hjá mér voru mér fullkomlega ljós þessi kaflaskipti og að ég ætlaði að flytja til Kaliforn- íu,“ svarar Heimir. –Þú sýnir í safninu ljósmynda- klippimyndaseríu unna úr ljósmynd- um sem eru teknar í Zzyzx í Mojave- eyðimörkinni í Kaliforníu. Hvers vegna varð sá staður, þ.e. eyðimörk- in, fyrir valinu og hvers vegna not- arðu þessa aðferð, klippimyndina? „Öll myndlist sem ég geri er meira eða minna byggð á klippi- myndaaðferðinni, að setja saman ólíka hluti og búa til ómögulegar að- stæður, hvort sem það verða ljós- myndaklippimyndir, málverk eða skúlptúrar. Ég fer oft til Mojave- eyðimerkurinnar til að ljósmynda enda er þetta stór og margbreytileg eyðimörk sem er á köflum ekki svo ólík íslenskri auðn en samt akkúrat andstæðan við hana hvað varðar liti, lykt, flóru og auðvitað hitastig,“ svarar Heimir. „Á þjóðvegi 15 sem liggur til Las Vegas er skilti sem á stendur „Zzyzx Road“. Ég hafði alltaf verið forvitinn um þetta nafn og einn daginn beygði ég þar út af. Það var samt ekki fyrr en ég kynnti mér sögu staðarins sem hugmyndin af verkunum kom til mín og ég fór að fara aftur og aftur til Zzyzx til að ljósmynda staðinn og nágrennið.“ –Curtis Howe Springer nefndi staðinn þessu nafni árið 1944. Teng- ist Springer sýningunni, kemur hann við sögu í verkunum með ein- hverjum hætti? „Curtis Howe Springer er ástæðan fyrir verkunum á sýningunni. Þetta var maður sem - ef svo mætti að orði komast - var ekta gamaldags brask- ari og svindlari. Hann þóttist vera með hinar og þessar gráður frá há- skólum sem voru ekki einu sinni til og var veitt leyfi fyrir námugreftri á stað í Mojave-eyðimörkinni sem hét Soda Springs árið 1944. Hann fór strax að gera allt annað en að stunda námu- gröft. Hann endurnefndi staðinn Zzyzx svo það yrði síðasta orðið í staf- rófinu og dreif sig að byggja upp heilsulind og hótel með vinnuafli sam- ansmalaðra útigangsmanna frá Los Angeles sem fengu ekki greidd laun fyrir verkamannavinnu heldur fæði og húsnæði. Hann auglýsti til sölu ýmiss konar heilsuvörur, holl- ustufæði og náttúrulækningar á fölskum forsendum, vörur unnar úr steinefnum sem væru aðeins til í Zzyzx en hann var ekki með neina námu og notaði engin steinefni. Hann breytti landslaginu með uppbyggðum tjörnum og óviljandi bjargaði hann þannig fiskitegundinni Mojave Tui Chub frá útrýmingu vegna loftslags- breytinga. Hann lét leggja vegi og götur á milli bygginganna með nöfn- um eins og „Boulevard of Dreams“. Gestir gátu baðað sig í heilsuböðum og voru með stórfenglegt útsýni yfir eyðimörkina á milli þess sem þeir fengu svokallaðar heilsumáltíðir og -drykki sem voru, oftar en ekki, kan- ínukjöt og einfaldur gulrótasafi. Þessu hélt hann áfram í 30 ár þangað til yfirvöld stöðvuðu hann. Árið 1974 er hann borinn af landareigninni af alríkislögreglumönnum eftir að hafa neitað brottfararskipun,“ segir Heimir. „Í dag er Zzyzx samansafn af byggingum sem eru nýttar fyrir jarð- fræðirannsóknir af sameiginlegu verkefni háskóla í Kaliforníu og þar standa líka tómar upprunalegu bygg- ingarnar sem Curtis byggði. Þótt inn- blásturinn að verkunum sé byggður á atburðum sem gerðust frá 1944 til 1974 í afskekktri eyðimörk í Kali- forníu á þetta mjög við í dag í al- þjóðlegu samhengi. Í verkunum mín- um á sýningunni vil ég varpa fram spurningum um hvernig við göngum að umhverfinu sem vísu og notfærum okkur það án tillits til þess. Hvernig skammtímagróðasjónarmið gera okkur blind og hvernig við sann- færum okkur um að slík hegðun sé ekki svo slæm. Ég sé í þessari sögu hliðstæður við mannlega hegðun og spyr hvaða gildismat náttúran og um- hverfið hefur.“ Sérkennilegt ástand –Hvernig er ástandið hjá þér í Co- vid-kófinu, hvernig er lífið í Los Angel- es þessa dagana? „Ástandið er sérkennilegt, vægast sagt, en þó er lífið ekki svo slæmt fyrir mig persónulega meðan á þessu stend- ur. Sem betur fer er vinnustofan mín fyrir aftan húsið okkar þannig að ég var með aðgang að henni þegar öllu var lokað og enginn mátti fara eitt né neitt. Það var að vísu mjög erfitt að ná einbeitingu fyrstu tvær vikurnar eftir lokunina, enginn vissi hvað var að ger- ast en svo er mannskepnan svo aðlög- unarhæf að það var eins og maður vendist aðstæðum og ég gat unnið án of mikilla erfiðleika aftur,“ svarar Heimir. „Þetta er engu að síður langþreytt ástand núna, allir hér eru orðnir þreyttir á þessu og þetta hefur orðið mikil áhrif á andann í þjóðfélaginu enda er enginn við stjórn hérna í Bandaríkjunum við að uppræta farald- urinn, hvert ríki á að sjá um sig sjálft sem er engan veginn hægt. Hvernig á eitt ríki að sporna við þegar allt er opið í næsta ríki? Og svo framvegis. Þessu má líkja við sundlaug sem á að vera hrein en samt er eitt horn sem fólk mígur í og heldur svo að það mengi ekki alla laugina. En maður fer bara í gegnum þetta eins og aðrir, ekkert annað í stöðunni hvort eð er. Sem bet- ur fer eru kosningar hér í haust.“ Nýtir tímann í tilraunir – Hvað er fram undan hjá þér, sýningar eða annað? „Ég hef notað einangrunina til ým- issa tilrauna á vinnustofunni enda er ekki alltaf tími sem maður getur gefið sér til þess, öll plön eru upp í loft þangað til þessum vírus verður komið undir einhvers konar stjórn. Ég er að vísu að fara að gera stóra utan- dyraveggmynd fyrir einn safnara hér. Og vonandi næ ég svo sem fyrst að skreppa aðeins upp í sveit í smáfrí með fjölskylduna,“ segir Heimir að lokum og ítrekar að hann muni spjalla af netinu við sýningargesti fyrir norðan, sunnudaginn 16. ágúst klukkan 15. Saga sem á erindi við samtímann Sýningin Yfirlitsmynd af hluta sýningarinnar í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 16. ágúst. Zzyzx VI Eitt af verkum Heimis á sýningunni, klippimynd unnin í fyrra. Heimir Björgúlfsson  Heimir Björgúlfsson sýnir í Listasafninu á Akureyri klippimyndir úr ljósmyndum sem hann tók í Zzyzx í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu  Staður sem á sér merkilega sögu af svindli og braski 24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli Pantaðu á www.matarkjallarinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.