Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ístak hf. í Mosfellsbæ bauð lægst í
breikkun hringvegar á Kjalarnesi,
frá Varmhólum að Vallá, en tilboð
voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.
Ístak bauðst til að vinna verkið
fyrir rúma 2,3 milljarða króna. Eitt
annað tilboð barst í verkið, sameig-
inlegt boð Suðurverks hf. og Loft-
orku ehf. Það var tæpir 2,6 milljarð-
ar. Áætlaður verktakakostnaður var
rúmir 2,2 milljarðar.
Seinni áfangi boðinn út í haust
Um er að ræða breikkun á 4,13 km
löngum kafla hringvegar. Breikka á
núverandi tveggja akreina veg í
2+1-veg með aðskildum akbrautum.
Í verkinu eru hringtorg, tvenn und-
irgöng úr stálplötum, áningarstaður,
hliðarvegir og stígar. Fergja á veg-
stæði og framtíðarstæði stíga með-
fram hliðarvegum. Verkinu tilheyra
ræsi, regnvatnslagnir, veglýsing,
lagnir fyrir upplýsingakerfi Vega-
gerðarinnar og breytingar á lögnum
veitufyrirtækja. Verkinu skal að
fullu lokið fyrir júní 2023.
Verkið í heild felur í sér breikkun
vegarins á um níu kílómetra kafla
milli Varmhóla í Kollafirði og vega-
móta Hvalfjarðarvegar. Seinni
áfanginn, Vallá-Hvalfjörður, verður
boðinn út í haust en verklok eru
einnig áætluð 2023. sisi@mbl.is
Ístak bauð lægst
í Vesturlandsveg
Vilja vinna verkið fyrir 2,3 milljarða
25 gráðu hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli síðdegis í gær en
um er að ræða mesta hita sem mælst hefur á landinu í allt
sumar. Af því tilefni stukku Héraðsbúar að sjálfsögðu í Ey-
vindará eins og vinsælt er. Næstmesti hiti sem mælst hefur í
sumar var einnig á Egilsstöðum, 12. júlí, en þá mældist hitinn
24,8 stig. Hlýtt var á öllu austanverðu landinu í gær, til að
mynda á Vopnafirði þar sem þær Linda og Aldís kældu sig
niður með ís . Áfram er útlit fyrir bjartviðri á Austurlandi en
hiti gæti farið aftur yfir 20 stig þar á fimmtudag.
Hitamet slegið á Egilsstöðum
Ljósmynd/Benedikt Warén Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Allt var gert til að útvega Landspít-
alanum nauðsynleg tæki til sýna-
töku sem fyrst. Þetta segir Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir.
Í grein sem birtist í fyrradag seg-
ir Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, að strax í
mars hafi verið ljóst að heilbrigðis-
kerfið hafi verið vanbúið til þess að
skima fyrir kórónuveirunni. Ekkert
hafi hins vegar verið gert til að efla
getu á því sviði. „Það [heilbrigðis-
kerfið] pantaði til dæmis ekki þau
tæki sem voru fáanleg þá og hefðu
getað gert því kleift að höndla verk-
efnið miklu betur og svo sannarlega
að taka við skimun á landamærum
þann 15. júní.“
Þórólfur telur aftur á móti að
sýkla- og veirufræðideild Landspít-
alans hafi gert ýmislegt til að auka
afkastagetu sýnatökunnar og segist
ekki vita til þess að hægt hefði verið
að panta tækin fyrr en gert var.
„Ég held að veirufræðideildin hafi
verið að gera ýmislegt til að auka
sína getu en það var þeim annmörk-
um háð að þau fengu þessi tæki ekki
nógu hratt. En hvort þau hefðu get-
að farið hraðar í þetta á öðrum svið-
um, það skal ég ekki segja til um,“
segir Þórólfur. „Þau voru að gera
allt sem þau gátu til að fá þessi tæki
eins fljótt og hægt var.“
Kári tók til varna
Tilefni greinar Kára eru skrif
Ólafs Haukssonar almannatengils
þar sem ýjað er að því að skap-
sveiflur Kára hafi valdið því að Ís-
lensk erfðagreining hætti að skima
á landamærunum með viku fyrir-
vara og það hafi orðið til þess að
Danmörku, Noregi, Finnlandi og
Þýskalandi var bætt á lista yfir
örugg lönd, hvaðan farþegar sleppa
við skimun. Afleiðingarnar hafi ver-
ið þær að fleiri smitaðir ferðamenn
hafi sloppið inn í landið og smitað út
frá sér.
Íslensk erfðagreining sá um
skimun á landamærunum fyrir ís-
lensk stjórnvöld þar til um miðjan
júlí, en þá hafði Kári viku áður boð-
að að fyrirtækið myndi draga sig úr
verkefninu, sem unnið var í sjálf-
boðavinnu, til að einblína á önnur
verkefni. Eftir að önnur bylgja far-
aldursins hófst á Íslandi tók Íslensk
erfðagreining að skima á ný.
Smitið ekki frá „öruggu“ landi
Í greininni segir Kári að fyrir-
tækið hafi haft frumkvæði að því að
skima fyrir veirunni, einmitt þar
sem heilbrigðiskerfið væri vanbúið
til þess. Þrátt fyrir að Íslensk erfða-
greining hafi vanrækt dagvinnu sína
í meira en þrjá mánuði hafi fyrir-
tækið engu að síður tekið að sér
landamæraskimun um tíma, hjálpað
Landspítalanum að taka við henni
og gefið „heimasmíðaðan hugbún-
að“ auk þess að þjálfa átján starfs-
menn.
Fyrirtækið hefur einnig raðgreint
veiruna hjá öllum sem greinst hafa
með hana, en Kári segir að slík
greining sé nauðsynleg til þess að
rekja smit og nefnir að þannig sé til
dæmis vitað að sá sem olli hópsmiti
á dögunum hafi ekki komið frá
„öruggu“ landi.
Allt gert til að auka afköst
Sóttvarnalæknir segir að veirufræðideild hafi gert ýmislegt til að auka afkastagetu sýnatöku Kári
Stefánsson segir heilbrigðiskerfið hafa verið vanbúið í mars og að ekkert hafi verið gert til að bæta úr því
Morgunblaðið/Íris
Landamæraskimun Íslensk erfðagreining sá um skimun á landamærum frá
15. júní og fram í miðjan júlí þegar sýkla- og veirufræðideild tók við.
Kári
Stefánsson
Þórólfur
Guðnason
Tveir karlmenn á fimmtugs- og sex-
tugsaldri hafa verið ákærðir af
embætti héraðssaksóknara fyrir
meiriháttar brot gegn skattalögum
og fyrir peningaþvætti í rekstri
einkahlutafélags sem nú er gjald-
þrota. Mönnunum er gefið að sök
að hafa ekki staðið skil á virðis-
aukaskattsskýrslum einkahluta-
félagsins á árunum 2016 og 2017,
samtals að fjárhæð 9,2 milljónir
króna. Þeim er einnig gefið að sök
að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á
staðgreiðslu opinberra gjalda.
Morgunblaðið/Golli
Peningar Mönnunum er gefið að sök að
hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum.
Tveir ákærðir fyrir
peningaþvætti