Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaðurinn Guðni Bergsson er for-
maður Knattspyrnusambandsins.
Mótanefnd KSÍ fundaði á mánudag
varðandi þann möguleika að leyfi
fáist til að hefja keppni í mótum
sumarsins aftur föstudaginn 14.
ágúst. Nefndin ákvað, ef leyfi fæst,
að hefja keppni aftur samkvæmt
fyrirliggjandi dagskrá föstudaginn
14. ágúst í meistaraflokki, 2. flokki
og 3. flokki. Leikjum sem þegar
hefur verið frestað verður fundinn
nýr leiktími og það tilkynnt sér-
staklega. Var síðast leikinn keppn-
isfótbolti í meistaraflokki hér á
landi fimmtudaginn 30. júlí.
Ekki er hægt að útiloka að öðrum
leikjum í hlutaðeigandi mótum
verði breytt ef þess gerist þörf til
að koma fyrir frestuðum leikjum.
Verði leikið um helgina fara sam-
tals ellefu leikir fram í efstu deild-
um karla og kvenna. Tveir leikir
fara fram í Pepsi Max-deild karla á
föstudag, tveir á laugardag og tveir
á sunnudag. Þá er heil umferð á
dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna á
laugardag.
Verða strangar sóttvarnarreglur
í gildi meðan á leik stendur. Liðin
þurfa til að mynda að ganga út á
völlinn sitt í hvoru lagi, halda skal
tveggja metra regluna á
varamannabekk og annars staðar.
Þá er óheimilt að fagna mörkum
með snertingu. Bannað er að
hrækja á völlinn og markmönnum
bannað að hrækja í markmanns-
hanskana. Þá ber öllum nema leik-
mönnum, þjálfurum og dómurum
skylda til að vera með andlits-
grímur í hálfleik. Boltar skulu sótt-
hreinsaðir í hvert skipti sem þeir
fara úr leik.
Stefnt að því að byrja á föstudag
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
Los Angeles Lakers náði að rétta
aðeins úr kútnum þegar liðið vann
Denver Nuggets 124:121 í NBA-
deildinni í körfuknattleik. Lakers
hefur fyrir löngu tryggt sér topp-
sæti vesturdeildarinnar og sæti í úr-
slitakeppninni. Margir spá liðinu
meistaratitlinum en liðið hafði þó
tapað þremur leikjum í röð fyrir við-
ureignina gegn Denver.
LeBron James skoraði 29 stig og
gaf tólf stoðsendingar og liðsfélagi
hans Anthony Davis skoraði 27 stig
en frammistaða þessara leikmanna
síðasta vetur gefur stuðnings-
mönnum Lakers von um sigur í ár.
Loks sigur hjá Lakers
AFP
Troðsla Anthony Davis er drjúgur í
stigaskorun fyrir LA Lakers.
HLAUP
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Arnar Pétursson, úr Breiðabliki,
segist hafa verið í formi til að gera
atlögu að besta tíma Íslendings í
maraþoni í átta mánuði. Hann glímir
hins vegar við það vandamál að erfitt
er að finna maraþonhlaup til að
keppa í á tímum kórónuveirunnar.
Síðast í gær varð Arnar fyrir von-
brigðum þegar ákveðið var að aflýsa
maraþonhlaupi í Frankfurt sem
hann var með í sigtinu.
„Frankfurt-maraþoninu sem ég
ætlaði að taka þátt í var frestað í dag.
Enn ein tíðindin sem eru á annan veg
en maður óskaði sér. Haustmaraþon
Félags maraþonhlaupara er á dag-
skrá í Reykjavík 25. október. Mögu-
lega gæti það bara verið eina mara-
þonið sem er á dagskrá í heiminum.
Þá verður hlaupið frá Elliðaárdaln-
um, út eftir Ægisíðunni og snúið við
þar. Tvær slíkar ferðir,“ sagði Arnar
þegar Morgunblaðið hafði samband
við hann í gær. Svo gæti farið að
hann taki þátt í því hlaupi en ætlar
að vega og meta aðstæður í ljósi þess
að langt verður liðið á haustið.
„Ég stefni að því að vera með en ef
það verður frost yfir öllu eða leið-
indaveður þá ætla ég ekki að hlaupa
maraþon bara til þess að hlaupa
maraþon. Ekki er útlit fyrir aðra
möguleika á næstunni. London-
maraþonið mun fara fram fyrir
nokkra elítuhlaupara en ég setti ekki
stefnuna á það.“
Í hörkuformi á þessu ári
Arnar var vongóður um góðan ár-
angur á árinu eftir að hafa staðið sig
vel á síðasta ári.
„Í apríl þegar ég ætlaði að hlaupa
maraþon þá hafði ég hlaupið hálft
maraþon á klukkutíma og sex mín-
útum sem er næstbesti tími Íslend-
ings í greininni frá upphafi. Ég gerði
það í tíu metrum á sekúndum og því
ekki við skemmtilegar aðstæður. Gaf
það til kynna að maður myndi hlaupa
á bilinu 2:15 til 2:17 klukkustundum í
maraþoni. En svo fékk ég ekki að
gera það í apríl þar sem allt féll nið-
ur. Ég myndi segja að ég hafi verið í
Íslandsmetsformi í maraþoni í ein-
hverja átta til níu mánuði. En maður
fær ekki að taka það út. Eitt er að
vita að maður geti slegið Íslands-
metið sem er 2:17,12 klukkustundir,
en maður þarf að fá tækifæri til að
gera það. Þegar kemur að maraþoni
þá er það meira en að segja það.
Maður þarf að vera í réttum gír og fá
heppilegt veður og góða braut til að
ná góðum tíma.“
Ólympíulágmarkið í greininni er
orðið afar erfitt viðureignar. Íslend-
ingar hafa átt tvo fulltrúa í þessari
rótgrónu grein í gegnum tíðina,
Mörthu Ernstsdóttur í Sydney og
Kára Stein Karlsson í London. „Fólk
hefur tíma þar til í júní til að ná lág-
marki í maraþoni fyrir leikana í Jap-
an á næsta ári. Fyrir síðustu leika
var lágmarkið 2:19 klukkustundir en
nú er lágmarkið 2:11,30 sem er rosa-
lega mikil breyting. Miðað við minn
árangur í Reykjavíkurmaraþoni þá
var ég nokkuð nálægt lágmarkinu
fyrir leikana 2016.“
Æfði í Kenía
Eins og hjá svo mörgum öðrum
eru allar áætlanir í uppnámi hjá
Arnari. Hann hafði ætlað sér að æfa
erlendis um tíma næsta vetur eins og
hann hefur gert áður.
„Ég vildi fara alla leið sem hlaup-
ari og gera það sem mér finnst
skemmtilegast að gera. Fyrir vikið
hef ég síðustu tvö ár verið í tvo til
þrjá mánuði í 2.500 metra hæð í
Mammoth Lakes í Bandaríkjunum.
Þar hef ég æft með sumum af bestu
hlaupurunum í Bandaríkjunum. Þar
hef ég dvalið fyrir jól en farið til
Kenía eftir áramót og dvalið þar í sex
til átta vikur. Í Kenía var ég í Iten
sem er frekar lítill bær en þaðan
hafa komið margir heims- og ólymp-
íumeistarar. Fyrir vikið er skilti við
bæjarmörkin þar sem stendur:
Home of Champions. Það er lygilegt
að æfa með Keníubúunum. Stundum
voru 200-300 manns á æfingum og
allir með betri hlaupurum í heim-
inum. Það er mikil upplifun. Nánast
allir alvöru hlauparar í Kenía eru
betri en allir hlauparar í Evrópu.“
Sprenging síðasta vetur
Arnar þjálfar einnig samhliða því
að æfa sjálfur og keppa. Hann segir
að í vetur þegar glíman við kórónu-
veiruna stóð sem hæst hérlendis hafi
geysilega mikil aukning verið í
hlaupum hérlendis. Fólk hafi leitað
að hreyfingu sem hægt væri að
stunda auk þess sem margir höfðu
einfaldlega þörf fyrir að vera utan-
dyra eftir að eyða vinnudeginum á
heimilinu.
„Já, það var magnað að fá að vera í
hringiðunni á þeim tíma. Fólk leitaði
mikið til mín og ég fann mjög fyrir
ásókninni. Fólk óskaði eftir því að fá
áætlun eða greiningu svo eitthvað sé
nefnt. Ef fólk ætlar sér að byrja að
hlaupa þá er gott að búa til einhverja
áætlun. Eitthvað sem við getum kall-
að kort af leiðinni. Þetta er einfald-
asta íþrótt í heiminum og hún lifir
góðu lífi þegar fólk hefur ekki úr
mörgu að velja. Fólk þurfti að gera
eitthvað í stað þess að hanga bara
heima. Þá eru hlaup frábær kostur,“
sagði Arnar og hann hvetur þá
hlaupara sem ætluðu að taka þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu til að ljúka
hlaupinu þótt ekki verði það gert
með formlegum hætti. Þegar fólk
hafi undirbúið sig og æft fyrir keppni
þá sé mikilvægt að fá að setja punkt
fyrir aftan ferlið. Fólk ætti því að
hlaupa sína vegalengd um svipað
leyti og Reykjavíkurmaraþonið átti
að fara fram.
Fyrir áhugasama er hægt að
fylgjast með Arnari á Instagram
undir heitinu arnarpetur.
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Bliki Arnar Pétursson á fleygiferð en hann keppir fyrir Breiðablik.
Maraþonhlaupi í Frankfurt aflýst í gær Keppni sem Arnar Pétursson var
með í sigtinu Telur sig geta bætt besta tíma Íslendings fái hann tækifæri
Fátt í boði fyrir Arnar
Danski knattspyrnumaðurinn
Pierre-Emile Højbjerg er orðinn leik-
maður enska úrvalsdeildarfélagsins
Tottenham. Tottenham greiðir South-
ampton 15 milljónir punda fyrir leik-
manninn. Kyle Walker-Peters mun
fara í hina áttina en hann var að láni
hjá Southampton frá Tottenham síðari
hluta síðasta tímabils. Southampton
greiðir Tottenham 12 milljónir punda
fyrir enska varnarmanninn. Højbjerg
hefur verið fyrirliði Southampton,
undanfarin tvö tímabil, en hann gekk
til liðs við félagið frá Bayern München
árið 2016.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn
Fred er eftirsóttur af liðum í efstu
deild en hann er á þriðja tímabili með
Fram í 1. deildinni. Fylkir, FH, ÍA og Val-
ur hafa öll sýnt Fred áhuga samkvæmt
Fótbolta.net. Fred er 23 ára og hefur
skorað 8 mörk í 11 leikjum í sumar.
Knattspyrnumarkvörðurinn Clau-
dio Bravo verður seldur frá Manchest-
er City á Englandi til Real Betis á
Spáni á næstu dögum. Goal.com
greinir frá.
Bravo hefur verið hjá City í fjögur ár,
en hann hefur lítið fengið að spila síð-
ustu ár vegna góðrar frammistöðu
Brasilíumannsins Ederson. Mun Bravo
lækka töluvert í launum við félags-
skiptin. Manuel Pellegrini tók við Bet-
is á dögunum, en hann gerði einmitt
City að enskum meistara árið 2014.
Bravo var hins vegar keyptur til Man-
chester City af Pep Guardiola.
Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorláks-
höfn hefur gert tveggja ára samning
við Litháann Adomas Drungilas. Hann
er 203 sentimetrar og leikur sem
framherji. Hann hefur leikið víða í Evr-
ópu, síðast í Eistlandi með Tartu Ul-
likool. „Þórsarar binda vonir við að
Adomas muni þétta raðirnar í kringum
körfuna og vera leiðtogi innan liðsins
þar sem hann býr yfir töluverðri
reynslu úr atvinnumennsku,“ segir í
Hafnarfréttum.
Markvörðurinn ungi Elías Rafn
Ólafsson hefur gengið til liðs við FC
Fredericia að láni frá Midtjylland í
Danmörku. Hann mun því spila í
dönsku B-deildinni á næsta tímabili.
Elías var lánsmaður hjá Aarhus Fre-
mad í C-deildinni á síðustu leiktíð og
var meðal annars valinn besti mark-
vörður fyrri hluta tímabilsins af dag-
blaðinu Århus Stiftstidende sem er
gefið út í Árósum. Elías er tvítugur og
hefur hann spilað alls sjö landsleiki
fyrir yngri landslið Íslands en hann var
keyptur til Midtjylland frá Breiðabliki
fyrir tveimur árum.
Belgíski knattspyrnumaðurinn
Romelu Lukaku setti markamet á má-
nudager hann skoraði seinna mark
Inter í 2:1-sigri á Bayer Leverkusen í 8-
liða úrslitum Evrópudeildarinnar í
Þýskalandi, þar sem mótið fer fram.
Lukaku varð svo fyrsti leikmaðurinn í
sögu keppninnar til að
skora í níu leikjum í röð.
Enginn hefur áður gert
það, hvorki í UEFA-
bikarnum né Evr-
ópudeild-
inni eins
og keppn-
in er í dag kölluð.
Að vísu hefur aðdrag-
andi að þessu meti
verið langur, því
fyrstu fimm leikirnir
voru með Everton
tímabilið 2014-15.
Eitt
ogannað
Breiðablik hefur keypt miðjumann-
inn Atla Hrafn Andrason af Víkingi
úr Reykjavík en félagið greindi frá
þessu á heimasíðu sinni í gær. Hann
hefur skrifað undir langtímasamn-
ing við Kópavogsliðið.
Atli Hrafn er uppalinn KR-ingur
en gekk til liðs við Fulham á Eng-
landi árið 2017. Hafði hann þá spilað
sjö leiki fyrir KR-inga í deild og bik-
ar. Hann gekk svo til liðs við Víkinga
fyrir sumarið 2018 og hefur spilað
þar síðan, spilað alls 36 leiki í efstu
deild. Víkingur hefur á hinn bóginn
fengið hinn 22 ára gamla Adam Ægi
Pálsson frá Keflavík.
Atli Hrafn til Breiðabliks
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Félagaskipti Atli Hrafn Andrason
færði sig í Smárann.