Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points 28.990 kr. Nýjar vörur Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Rússar segjast hafa fullþróað fyrsta bóluefnið gegn kórónuveirunni og halda því fram að það veiti „viðvar- andi ónæmi“ gegn henni. Í gær fyllti fjöldi smitaðra á heimsvísu 20 millj- ónir manns. Vladímír Pútín forseti Rússlands sagði að ein af dætrum hans hefði tekið þátt í prófunum á bóluefninu, sem Rússar kalla „spút- ník V“ í höfuðið á fyrsta gervitungl- inu sem skotið var á loft á sjötta ára- tug síðustu aldar. Vestrænir vísindamenn höfðu lýst áhyggjum sínum af hraðskreiðri rússneskri lyfjaþróun. Þótti það benda til að þeir teldu Rússa stytta sér leiðir í þróunarferlinu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varaði við viðurkenningu á lyfinu og sagði það þurfa að undir- gangast strangnákvæma skoðun á gögnum er leiða yrðu í ljós öryggi þess og skilvirkni. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þýsk yfirvöld lýstu efasemdum um gæði og öryggi hins hraðfengna bóluefnis Rússa. „Öryggi sjúklinga er algjört for- gangsatriði,“ sagði talsmaður heil- brigðisráðuneytisins. „Það liggja engin gögn fyrir um gæði, skilvirkni og öryggi rússneska bóluefnisins,“ bætti hann við. „Ég veit að það er tiltölulega skil- virkt, að það veitir viðvarandi ónæmi,“ sagði Pútín er hann kynnti bóluefnið til sögunnar. Það var þróað í Gamaleja-rannsóknarstofnuninni í Moskvu í samstarfi við rússneska varnarmálaráðuneytið. Vonast er til að hefja megi fjölda- framleiðslu á bóluefninu spútník í næsta mánuði og um leið verður haf- in kerfisbundin bólusetning starfs- manna rússneska heilbrigðiskerfis- ins. Samkvæmt upplýsingum sérstaks þjóðarauðlegðarsjóðs, sem hjálpaði til við þróun bóluefnisins, hafa um 20 erlend ríki forpantað á annan millj- arð skammta af því. Aukin harka er hlaupin í keppnina um að verða fyrstir á markað með bóluefni gegn kórónuveirunni. Á sama tíma búa þjóðir um allan heim sig undir að veiran blossi upp aftur. Reynt er að bregðast við því til að efnahagslífið þurfi ekki að loka eins og í fyrstu holskeflu veirusmitsins. Að sögn rússneska heilbrigðisráð- herrans Míkhaíl Múrashko sagði að áfram yrði haldið klínískum tilraun- um með bóluefnið með þúsundum þátttakenda. Fleiri þróa Annars staðar í veröldinni berast fregnir af prófunum og sögðust yf- irvöld í Indónesíu í gær senn hefja „þriðja fasa“ tilrauna á mönnum með bóluefni kínverska lyfjafyrirtækisins Sinovac Biotech. Í því felast prófanir á miklum fjölda fólks og eru þær lokahnykkurinn í þróuninni og að- eins eftir að fá heimild til notkunar þess í læknismeðferð. Bóluefni Sino- vac heitir CaronaVac og er þegar í prófanaferli í Brasilíu sem 9.000 brasilískir heilbrigðisstarfsmenn taka þátt í. Samkvæmt upplýsingum frá WHO eru 165 mismunandi bóluefni gegn kórónuveirunni til þróunar um veröld víða. Hafa sex þeirra komist í fegnum fasa þrjú. Yfirmaður neyð- arþjónustu WHO, Michael Ryan, varar við of miklum væntingum og segir að bóluefni sé aðeins hluti af svarinu gegn kórónuveirunni. Bend- ir hann á mænusótt og mislinga sem sóttir sem ekki hefur tekist að upp- ræta með öllu með bóluefni. „Það verður að vera hægt að koma bólu- efninu til mannfjölda sem vill fá það og krefst bóluefnis,“ sagði Ryan. Útgöngubann Samkvæmt samantekt frönsku fréttaveitunnar AFP á opinberum gögnum höfðu 20,1 milljón manna um heim allan smitast klukkan 11 að íslenskum tíma í gær. Höfðu 737.000 einstaklingar látið lífið af völdum smits frá því veirunnar varð fyrst vart í desember sl. í Kína. Forstjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, bendir á Rúanda og Nýja-Sjáland sem lönd sem tekist hefði að kveða kórónuveiruna í kút- inn. Þeir síðarnefndu áforma að opna vírusfríar samgöngur við Cook-eyj- ar. Sagði Tedros þetta ljós í myrkr- inu en í gær var komið bakslag; yf- irvöld á Nýja-Sjálandi tilkynntu í gær um fyrsta sýkingartilfellið í rúma hundrað daga. Grikkir hafa ákveðið að loka öllum veitingahúsum og börum á helstu gistibæjum og -borgum túrista. Bregðast þeir við aukningu veiru- smits með útgöngubanni á næturn- ar. Verða veitingahúsin lokuð frá miðnætti til sjö að morgni, m.a. á Mykonos, Santorini, Korfú, Krít, Rhodes, Zakynthos og Kos. AFP Bóluefni Sérfræðingur í Gamaleja-rannsóknarstofnuninni í faraldursfræði og örverufræði í Moskvu með bóluefnið. Efins um ágæti bóluefnis  165 mismunandi bóluefni gegn kórónuveirunni eru til þróunar víða um heim  20 milljónir manna hafa smitast  Útgöngubann á grískum sólarströndum Evrópusambandið (ESB) lýsti því yfir í gærkvöldi að forsetakjörið í Hvíta-Rússlandi, sem lauk með sigri Alexanders Lúkasjenkó, hefði hvorki verið „frjálst né sann- gjarnt“. Í yfirlýsingu Joseps Bor- rell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, eru boð- aðar refsiaðgerðir gegn þeim sem stóðu fyrir ofbeldi er andstæðingar Lúkasjenkó hugðust mótmæla kjör- inu, handtökum af handahófi og fölsun kosningaúrslita. Helsti and- stæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tíkhanovskaja, flýði í fyrrinótt til Litháens. Hvítrússneskar kosningar ekki frjálsar EVRÓPUSAMBANDIÐ: Tónlistarmaður í héraðinu Kano í Nígeríu hefur verið dæmdur til dauða með hengingu fyrir guðlast. Dómstóll í héraðinu Hausawa Fil- in Hockey, sem kenndur er við strangtrúnað, dæmdi Yahaya Sha- rif-Aminu fyrir að hafa dreift lagi með guðlasti á samfélagsmiðlinum WhatsApp í mars sl. Hann hefur ekki neitað sakargiftum en getur áfrýjað til æðra dómstigs. Múslimar eru í meirihluta í norð- urríkjum Nígeríu og þar eru starf- andi bæði dómstólar sem dæma að ströngustu lögum múhameðstrúar, sjaría, og veraldlegir dómstólar. Aðeins einum dauðadómi hefur verið fullnægt frá því sjaríalög öðl- uðust aftur gildi í Nígeríu 1999. Sharif-Aminu er sem stendur í varðhaldi. Áður en dómur gekk kveiktu andstæðingar hans í húsi fjölskyldunnar fyrir sönginn. NÍGERÍA Dæmdur til dauða fyrir guðlast Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, hefur valið öldungadeildarþingmanninn Kamölu Harris frá Kaliforníu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosn- ingunum sem fram fara í nóv- ember. Harris var meðal þeirra sem börðust við Biden um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokks- ins, en hún dró framboð sitt til baka í desember. Hún er 56 ára lögfræð- ingur að mennt og gegndi embætti saksóknara í Kaliforníu frá árinu 2010 og þar til hún bauð sig fram til öldungadeildarinnar árið 2016. BANDARÍKIN AFP Fyrsta svarta konan Kamala Harris er fyrsta svarta konan í framboði til vara- forseta meðal stóru flokkanna tveggja. Kamala Harris vara- forsetaefni Bidens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.