Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
TISSOT seastar 1000
chronograph.
WATER RESISTANCE UP TO 30 BAR
(300 M / 1000 FT).
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Forráðamenn „RÚV“ hafa ekkisvarað með trúverðugum
hætti ásökunum um að þar hafi ver-
ið haft rangt við í stóra Namibíu-
málinu. Gunnar Rögnvaldsson
skrifar:
Eftir næstum fullan áratug afaðdróttunum og Bad-Cop
mafíulegum aðförum að starfsfólki
og eigendum Samherja H/F, ásamt
daglegri neikvæðni í garð íslensks
sjávarútvegs almennt, er loksins
komið að því að við fáum að sjá sýn-
ishorn af sannleikanum um
DDRÚV-samsteypuna og að því er
virðist tengdra aðila á ríkisjötunni.
Loksins fáum við að sjá brota-brot af sannleikanum um
DDRÚV-ríkisbubbabáknið sem
gúffar í sig skattfé almennings og
fyrirtækja í landinu, virðir fjár-
hagslegan aga að vettugi og er með
heilt net af hugmyndafræðilega
tengdum aðilum og að því er virðist
ættarveldum innan- sem utanborðs
sísoltinnar vinstrivambar þess, sem
aldrei fær nóg.
Í þrjá áratugi hefur þetta skrímslivinstrimanna hampað fyrst
banka-, stofu- og útrásargeira Sam-
fylkingarsamsteypunnar í 10 ár,
síðan Evrópusambandsbilun sömu
pólitísku samsteypu næstu 10 árin
þar á eftir, og nú hin síðustu 10 árin
ráðist gegn öllu því sem gerir það
að verkum að Ísland geti áfram
verið fullvalda og sjálfstætt þjóð-
ríki okkar Íslendinga.“
Svör útvarpsstjóra um mál, semkokkuð voru löngu fyrir hans
tíð í stofnuninni, voru fjarri því að
vera fullnægjandi. Hann verður að
gera betur.
Ófullnægjandi svör
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Spænska lögreglan, Guardia Civil, í
samvinnu við Landhelgisgæslu Ís-
lands handtók á dögunum fjóra
menn og gerði 936 kíló af hassi upp-
tæk á Gíbraltarsundi.
Fram kemur á vef Landhelgis-
gæslunnar að áhöfnin á TF-SIF, eft-
irlitsflugvél Landhelgisgæslunnar,
var við landamæraeftirlit á vestan-
verðu Miðjarðarhafi þegar hún kom
auga á hraðbát með torkennilegan
varning um borð.
Höfuðstöðvum spænsku lögregl-
unnar var gert viðvart og fylgdi TF-
SIF bátnum eftir inn á Gíbraltar-
sund í rúmlega tvo tíma þar til
spænska lögreglan mætti á hraðbáti,
handtók fjóra smyglara og gerði efn-
in upptæk.
Landhelgisgæslan birtir mynd-
skeið á vef sínum af hraðbátnum og
handtöku smyglaranna, sem voru frá
Marokkó, Belgíu og Frakklandi.
Áhöfnin á TF-SIF hefur frá júní-
mánuði haft aðsetur á Malaga á
Spáni og sinnt landamæraeftirliti á
Miðjarðarhafi á Frontex. Ferðin hef-
ur verið var árangursrík. Áhöfnin
hefur tekið þátt í 41 verkefni og
stuðlað að björgun 78 flóttamanna
og komið upp um fjölmarga smygl-
ara sem reynt hafa að flytja fíkniefni
til Spánar. TF-SIF lagði af stað til
Íslands frá Spáni í gær.
Þyrlumenn komu auga á smyglara
Teknir með tæpt tonn af hassi um
borð í hraðbáti á Gíbraltarsundi
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Smygl Skjáskot af smyglbátnum úr
myndskeiði sem Gæslan birti.
„Skilaboðin út í starf kirkjunnar
með þessari mynd eru alveg skýr. Í
samneyti við annað fólk eigum við að
nota grímur og vera á varðbergi.
Raunar hafa smitvarnir verið teknar
mjög alvarlega í starfi kirkjunnar al-
veg frá því veiran fór fyrst að láta á
sér kræla. COVID-19 hefur haft
mjög mikil áhrif í kirkjustarfi eins
og raunar öllu samfélaginu,“ segir
Pétur G. Markan, upplýsingafulltrúi
þjóðkirkjunnar, í samtali við Morg-
unblaðið.
Í gær birtist á vef þjóðkirkjunnar
mynd af Agnesi M. Sigurðardóttur
biskupi Íslands með sóttvarnagrímu
sem er merkt Lútherska heims-
sambandinu. Sambandið starfrækir
víðtæka hjálparstarfsemi meðal
fólks í fátækum heimshlutum, flótta-
mannabúðum og stríðshrjáðum
löndum. Þar getur reynst erfitt að
hefta útbreiðslu kórónuveirunnar –
en notkun á sóttvarnagrímum er
meðal ráða sem gefist hafa vel í
starfinu.
Ákveðið hefur verið á vettvangi
þjóðkirkjunnar að fermingar-
athafnir sem vera áttu sl. vor og var
frestað þá vegna kórónaveirunnar
verði á þeim dögum í haust sem áður
höfðu verið ákveðnir. Í kirkjunum
mun 100 manna reglan gilda og
sprengi fjöldi nánustu ættingja
fermingarbarnsins, það er fólksins
sem viðstatt má vera, þá tölu verður
athöfnum á deginum einfaldlega
fjölgað. Altarisgöngur og handsal í
fermingarathöfnum sem og almenn-
um messum falla niður.
Jarðarförum streymt
Um útfarir gildir líkt og við ferm-
ingar að fleiri en 100 mega ekki vera
viðstaddir, skv. skilaboðum biskups.
Því hefur mörgum jarðarförum ver-
ið sjónvarpað og streymt á netinu, til
dæmis á samfélagsmiðlum, og er
vefslóð á þær gjarnan birt með dán-
artilkynningum hér í Morgun-
blaðinu.
Agnes með grímu
Skilaboð frá bisk-
upi Íslands Ferm-
ingar á réttum tíma
Ljósmynd/Magnea Sverrisdóttir
Öryggi Agnes biskup með grímu
Lúherska heimssambandsins.