Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alls sóttu 25 fjölmiðlaveitur um sér-
stakan rekstrarstuðning til fjölmiða-
nefndar, en umsóknarfrestur rann
út sl. föstudag. Fjölmiðlarnir eru þó
talsvert fleiri, segir Elfa Ýr Gylfa-
dóttir, framkvæmdastjóri nefndar-
innar. Til úthlutunar verða 400 millj-
ónir króna.
Markmið hins sérstaka rekstrar-
stuðnings er að mæta efnahagsleg-
um áhrifum heimsfaraldurs kórón-
uveiru, segir í reglugerð um
úthlutunina. Heimilt er að veita
einkareknum fjölmiðlum sérstakan
rekstrarstuðning á árinu 2020 í ljósi
þess víðtæka rekstrarvanda sem að
þeim steðjar vegna tekjufalls í kjöl-
far heimsfaraldurs kórónuveiru.
Taka afstöðu til umsókna
Ekki er hægt á þessu stigi að gefa
upplýsingar um þær upphæðir sem
sótt er um, samkvæmt upplýsingum
Elfu. Ástæðan er sú að nefndin á eft-
ir að taka afstöðu til þess hvort allir
miðlarnir uppfylli þau skilyrði sem
fjallað er um 5. gr. reglugerðarinnar
um rekstrarstuðning, m.a. um fjöl-
breytt efni sem er ætlað fyrir al-
menning á Íslandi og að einungis sé
um að ræða stuðningshæfan rekstr-
arkostnað, en þar er um er að ræða
tæmandi upptalningu kostnaðarliða
sbr. 6. gr. reglugerðarinnar.
Hinn sérstaki rekstrarstuðningur
skal að hámarki vera 25% af stuðn-
ingshæfum rekstrarkostnaði um-
sækjanda og getur hæstur orðið 100
milljónir króna.
„Fjölmiðlanefnd er nú að fara yfir
umsóknir og fylgigögn til að kanna
hvort skilyrðin séu uppfyllt. Jafn-
framt þarf að meta hvort kalla þurfi
eftir frekari upplýsingum eða sund-
urliðun kostnaðarliða áður útreikn-
ingur hins sérstaka rekstrarstuðn-
ings getur farið fram,“ segir Elfa.
Í 9. gr. laga nr. 37/2020 er mennta-
málaráðherra veitt heimild til að
veita sérstakan rekstrarstuðning til
einkarekinna fjölmiðla. Í greininni
eru tilgreind nokkur skilyrði fyrir
rekstrarstuðningi og einnig getið
sérstakra atriða sem þurfa að koma
fram í umsókn. Þá segir í 2. mgr.:
„Við ákvörðun um fjárhæð sérstaks
rekstrarstuðnings skal m.a. litið til
launa, fjölda starfsmanna og verk-
takagreiðslna vegna miðlunar á
fréttum og fréttatengdu efni á rit-
stjórnum árið 2019, útgáfutíðni og
fjölbreytileika fjölmiðla. Endanlegt
hlutfall ræðst af fjölda umsókna og
skal setja hámark á stuðning til ein-
stakra fjölmiðla. Úthlutun sérstaks
rekstrarstuðnings til einkarekinna
fjölmiðla skal fara fram eigi síðar en
1. september 2020.“
Umsóknir um stuðning
frá 25 fjölmiðlaveitum
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamenn að störfum Halldór Benjamín Þorbergsson ræðir við fjölmiðla.
Fjölmiðlanefndin er að fara yfir umsóknir og fylgigögn
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta er langbesta sumarið fram til
þessa. Við erum búin að vera með
þetta í þrjú ár en aldrei hefur eins
mikið verið að gera,“ segir Halldór
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
afþreyingarfyrirtækisins Fairytale
At Sea (FAS). Fyrirtækið er stað-
sett á Ólafsfirði og býður upp á út-
sýnisferðir á sæþotum um fjörðinn.
Gefst gestum þar tækifæri til að
berja náttúruperlur undir Ólafs-
fjarðarmúla augum. Þá er sömuleið-
is siglt að hæsta strandbergi lands-
ins, Hvannadalabjargi.
Halldór hefur rekið fyrirtækið
ásamt eiginkonu sinni, en alls eru
þau með fjórar sæþotur á sínum
snærum. Mest komast sjö í einn túr,
en að meðaltali er farið í um tvær
ferðir á dag. „Við erum með þrjár
þotur þar sem tveir eru hámarkið og
einstaka sinnum er einn með mér á
þotu. Ég vil hins vegar helst hafa
hana lausa,“ segir Halldór sem tekur
fram að sjaldnast sé alveg fullt í
ferðirnar.
Að sögn Halldórs eru flestir gesta
FAS Íslendingar. Þannig hafi aflétt-
ing takmarkana á landamærunum
litlu breytt fyrir rekstur fyrir-
tækisins. „Frá því í vor hafa þetta
eiginlega bara verið innlendir gestir.
Landamæraopnunin breytti því
engu fyrir okkur, þó að það hafi eitt-
hvað örlítið af útlendingum komið
núna. Af sumrinu í heild eru þeir
kannski 5% gesta,“ segir Halldór og
bætir við að rekja megi það til tak-
markaðs sýnileika hjá ferðaskrif-
stofum. „Ég hef ekki verið að fara í
gegnum ferðaskrifstofur, sem taka
auðvitað hluta af greiðslunni. Þess í
stað hef ég aðeins auglýst á Trip-
Advisor,“ segir Halldór.
Sæþotuferðirnar vara í um tvær
klukkustundir en farið er eins víða
og tími gefst til. „Ég sigli yfirleitt
inn fyrir Ólafsfjarðarmúla og svo
næst stundum að fara að Hvanna-
dalabjargi. Á leiðinni höfum við
reynt að finna hvali og höfrunga,“
segir Halldór sem horfir fram á
þétta dagskrá næstu vikur. „Við er-
um í raun bara að reyna að anna eft-
irspurn. Ég hélt að þetta yrði búið
eftir verslunarmannahelgi en við er-
um að fá bókanir.“
Ljósmynd/Halldór
Sæþotur Í túrunum eru náttúruperlur skoðaðar auk þess sem reynt er að rekast á hvali eða höfrunga.
Hafa vart náð að anna
eftirspurn í sumar
Von er á fleiri hundruð farandverka-
mönnum til landsins í vinnu við haust-
slátrun. Mikilvægt er að tíðin gangi
vel fyrir sig þar sem slátrun verður
ekki frestað svo glatt. Sláturhús hafa
í nógu að snúast við að koma fólkinu
til landsins, tryggja sóttvarnir og
uppfæra áætlanir.
Sláturtíð hefst í lok mánaðarins og
stendur að jafnaði í tvo mánuði.
Ógerningur hefur verið undanfarin
ár að manna störfin með Íslendingum
og því hafa flest sláturhús þurft að
reiða sig á erlent vinnuafl. Ágúst
Andrésson, forstöðumaður kjöt-
afurðastöðva KS, segir að búið sé að
ráða í flestar stöður og að enginn
skortur sé á vinnuafli. KS á von á um
240 manns til starfa í sláturhúsunum
á Sauðarkróki og Hvammstanga, en
flestir koma frá Póllandi. Einnig hafa
vanið komur sínar sérfræðingar frá
Nýja-Sjálandi, en af því verður ekki í
ár vegna lokunar landamæra í þeirri
álfu, því verður að þjálfa nýtt fólk í
þær lykilstöður.
Ágúst segir áskorun dagsins vera
að koma fólkinu til landsins og
tryggja sóttvarnir til að koma í veg
fyrir smit kórónuveirunar meðal
starfsmanna. Slíkt gæti haft verulega
röskun í för með sér og frestað slát-
urtíð um 2-3 vikur. Hann segir að bú-
ið sé að bóka flug til landsins fyrir
flesta og ráðstafanir gerðar til að
hýsa mannskapinn m.a. með tilliti til
þeirra varna sem krafist er við kom-
una til landsins.
Slátrun ekki frestað
Ágúst leggur áherslu á að sláturtíð
verði ekki frestað og afar brýnt sé að
allt gangi vel fyrir sig. Vegna veður-
fars sé ætíð stefnt að því að ljúka tíð-
inni fyrir lok október, því stax í nóv-
ember sé allra veðra von og því ekki
raunhæft að draga ferlið að nokkru
marki. Það sé ekki síst vegna dýra-
verndunarsjónarmiða sem nauðsyn-
legt er að allt gangi upp. Að sögn
Ágústs eru viðbragðsáætlanir upp-
færðar nær daglega og vel fylgst með
öllum breytingum. Hann er þó bjart-
sýnn á að geta hafið vinnslu 24. þessa
mánaðar.
Sláturtíð mjög
háð erlendu
vinnuafli
Mikið í húfi að smit trufli ekki ferlið
Morgunblaðið/Skapti
Störf Erlent vinnuafl er undirstaða.