Morgunblaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
leg, hún var mjög greind og góð-
ur námsmaður, fróð, vel lesin og
orðheppin. Við áttum sameigin-
leg eftirlætisfög og eftirlætis-
kennara, þá Ólaf Hansson,
Gunnar Norland og Jón Guð-
mundsson.
Íslenskan stóð þó hjarta
hennar næst enda skrifaði hún
fallegan stíl og las einstaklega
skýrt og vel, eins og alþjóð fékk
síðar að kynnast. Ég hvatti hana
oft til að gerast rithöfundur, en
hún hafði allt eins hug á því að
verða dýralæknir, enda mikill
dýravinur.
En örlögin tóku í taumana og
stýrðu vinkonu okkar í aðra átt.
Vorið 1960 eignaðist Lilla eldri
son sinn, Pétur, og Eyþór kom
svo í heiminn haustið 1961.
Stuttu seinna hóf hún starf sem
útvarpsþulur. Lilla var ætíð mik-
il jafnréttiskona enda bættust
tvær dætur, þær Birna og Sól-
veig Anna, í hópinn síðar.
Hópur vinstúlkna stofnaði
klúbb sem enn lifir góðu lífi eftir
um það bil 60 ár. Löngum er
sagt að íslenskar konur haldi
uppi menningarlífi í landinu,
skoði flestar sýningar, kaupi
flestar bækur, sæki best leik-
húsin.
Þessi vinkvennahópur tilheyr-
ir þeim flokki auk þess að
ferðast saman og standa saman í
blíðu og stríðu.
Mannsævin er sérkennilegt
fyrirbæri. Þú lítur til baka og
þér finnst ekki nema örfá ár lið-
in síðan skellihlæjandi skóla-
stelpur þustu niður brekkuna í
frímínútunum. En tíminn líður
óstöðvandi með allri sinni gleði
og sorgum.
Svala Thorlacius.
Þegar Ríkisútvarpið skartaði
rödd Ragnheiðar Ástu Péturs-
dóttur gat maður trúað því að
útvarp hefði bæði sál og per-
sónuleika. Hún var lifandi sönn-
un þess að þulur í útvarpsstöð
gegnir lykilhlutverki; hvernig
röddinni er beitt, hver blæbrigð-
in eru hverju sinni og hvernig
þau eru löguð að aðstæðum,
hvort kímni er til staðar, gleði
eða sorg, hvernig er þagað,
þetta gerir út um það hver rís
undir því hlutverki. Góður þulur
þarf líka að búa yfir skilningi á
bæði líðandi stund og sögulegri
arfleifð, menningunni, og að
sjálfsögðu óbrigðulli máltilfinn-
ingu.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
hafði allt þetta til að bera.
Manni leið vel þegar hún talaði í
útvarp og hinir heyrnardaufu
töpuðu aldrei þræði þegar hún
las, svo skýrmælt var hún. Hún
var sannkallaður listamaður við
hljóðnema Ríkisútvarpsins um
áratugaskeið.
Ætli það hafi verið listamað-
urinn eða verkalýðssinninn
Ragnheiður Ásta sem við feng-
um til að stýra afmælishátíð
BSRB í Borgarleikhúsinu á
fimmtíu ára afmæli samtakanna
árið 1992? Sennilega hvort
tveggja. Við vissum að hún yrði
með okkur af hjarta og sannfær-
ingu og við vissum að enginn
myndi gera þetta betur en hún.
Þegar við hugsum til þessarar
menningarhátíðar okkar félag-
anna í BSRB í febrúar árið 1992
kemur fyrst upp í hugann Ragn-
heiður Ásta í miðju blómahafi á
gljáandi rauðum skóm í tilefni
dagsins. Hún er það eftirminni-
legasta úr hátíðardagskrá sem
margir sýta nú að skuli ekki
vera til á upptökubandi, svo frá-
bær þótti efnisskráin. Og það
var hún. Þó muna fæstir upp á
hvað var boðið nema náttúrlega
kynninn sem var heil dagskrá í
sjálfri sér. Sú minning hverfur
ekki.
Í þakklætisskyni sendum við
henni þrjátíu rauðar rósir. Við
vissum að henni þótti rauður lit-
ur róttækni vera við hæfi og í
orðsendingu sem fylgdi blómun-
um þökkuðum við henni fyrir að
fá að vera í samtökunum hennar.
Ragnheiður Ásta Pétursdótt-
ur er okkur öllum eftirminnileg
sem ein helsta og besta rödd
Ríkisútvarpsins. Sjálfur minnist
ég hennar sem samstarfskonu á
Ríkisútvarpinu og ég minnist
þess hve góður og traustur félagi
í verkalýðsbaráttunni hún ætíð
var. Um skeið var hún formaður
starfsmannafélags útvarpsins og
í starfi innan BSRB var alltaf á
hana að treysta enda var hún
verkalýðssinni af lífi og sál. Í
hennar huga hygg ég að farið
hafi saman barátta fyrir hag
launafólks og sósíalisma; að
þessi barátta ætti að vera sam-
tvinnuð.
Ragnheiðar Ástu minnist ég
fyrir allt þetta en ekki síst mun
ég minnast hennar sem góðs vin-
ar.
Við kveðjum Ragnheiði Ástu
Pétursdóttur með eftirsjá. Ég
færi fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Ögmundur Jónasson.
Hún var samferðamaður í
hálfa öld, fyrst sem skólafélagi í
menntaskóla, síðan sem rödd í
útvarpi allra landsmanna. Alla
tíð var hún dugmikil baráttukona
sem lét sér fátt mannlegt óvið-
komandi.
Ekki sízt var henni hugleikin
réttindabarátta þeirra sem
minna mega sín. Eftir því sem
árin liðu fórum við skólasystk-
inin að hittast oftar og þar var
ljóst að hún hélt áfram tryggð
við þau gildi sem hún hafði áður
tileinkað sér.
Þegar ég kynntist föður
Ragnheiðar Ástu varð mér ljóst
hvers konar veganesti hún fékk
með sér að heiman.
Pétur var vel kunnugur sögu
Reykjavíkur á tímum þar sem
lífsbaráttan var hörð og óvægin,
fátækt og aðstaða þeirra sem
minna höfðu nægði vart til að
draga fram lífið og barátta stétt-
anna var á tímum mjög hörð og
óvægin. Pétur hafði starfa sinna
vegna sem fréttamaður og þulur
við einu útvarpsstöð landsmanna
góðan aðgang að fólkinu í land-
inu og var mér ótæmandi upp-
spretta og fræðsla um lífið í
landinu milli heimsstyrjalda og
hvernig átökin í Evrópu höfðu
áhrif á skoðanamyndun ung-
menna á Íslandi og afstöðu til
hinna hrikalegu átaka innan og
milli stórþjóðanna. Greinilegt
var að dóttir hans hafði myndað
sér ákveðnar skoðanir á þjóð-
félagsmálum en hún var ekki
mikið að reyna að hafa áhrif á
skoðanir okkar skólasystkin-
anna. Hún stóð sig vel í námi
enda skarpgreind og hún var
valin til forystu af félögunum
auk þess sem hún var hrókur
alls fagnaðar þegar skólafélag-
arnir komu saman, ekki sízt í
Selsferðum.
Hún varð skotin í strák í skól-
anum, þau eignuðust dreng sem
seinna varð einn fremsti tónlist-
armaður og fyrirmynd á sviði
vandaðrar, léttrar tónlistar á Ís-
landi og síðan komu fleiri börn
sem einnig báru foreldrunum
fagurt vitni.
Þau Gunnar fóru síðar hvort
sína leið og Ragnheiður Ásta
fann annan lífsförunaut sem féll
vel bakgrunni hennar en Jón
Múli var einn þekktasti og vin-
sælasti útvarpsmaður á áður-
nefndri útvarpsstöð en þar fyrir
utan listrænn og töfrandi ein-
staklingur, tónlistarmaður, tón-
skáld og lífskúnstner. Ég hygg
að hjónaband þeirra hafi verið
báðum gjöfult og ekki er ósenni-
legt að þar hafi þjóðfélagsmál og
baráttu stéttanna borið á góma
og finnst sumum að dóttir þeirra
beri þeirri tilgátu vitni.
En umfram allt var Ragnheið-
ur Ásta góður skólafélagi og vin-
ur í hálfa öld og hennar söknum
við samstúdentar hennar úr MR
vorið 61 og þökkum henni allar
góðu stundirnar og einlæga vin-
áttu.
Börnum hennar votta ég sam-
úð og fjölskyldum þeirra. Megi
minningin um merka konu og
umhyggjusama móður verða
þeim huggun.
Sigurður Björnsson.
Kær skólasystir er látin. Í
huga okkar geymist mynd af
heimskonu sem hóf daginn með
því að líta í spegil og lita varir
sínar eldrauðar.
Margs er að minnast þegar
við bekkjarsystkinin kveðjum
Ragnheiði Ástu. Saman áttum
við árin 1957-1961 í MR og er-
um enn samrýndur hópur sem
hefur ómælda ánægju af því að
hittast og gleðjast.
Hún Lilla, en undir því nafni
gekk hún alltaf í skóla, lét ekki
sitt eftir liggja og var hrókur
alls fagnaðar. Hún var af-
bragðsnemandi, metnaðarfull og
framúrskarandi skemmtileg og
klár og gat fundið upp á furðu-
legustu uppátækjum og brell-
um. Lilla hafði sterkar skoðanir
og lá ekki á þeim, henni þótti
m.a. upplagt að afnema pen-
inga.
Hún átti létt með að setja
saman vísur og kvæði undir
ýmsum bragarháttum. Því mið-
ur hafa flestar háð- og kerskni-
vísur hennar glatast en öll
þekkjum við skemmtilegu text-
ana sem m.a. Borgardætur hafa
gert ódauðlega.
Að sögn skólasystur sem
henni var samferða frá upphafi
skólagöngu skar hún sig strax
úr í 7 ára bekk. Ekki aðeins
með því að vera höfðinu hærri
en aðrir í bekknum með dökkar
krullur sem römmuðu inn and-
litið með þessum stóru brúnu
augum, heldur var hún líka
óhrædd að spyrja og fljót til
svars. Ekki að undra að hún
nyti hylli kennara.
Hún var stálminnug á
skemmtilegar vísur og sögur og
engan annan vissum við sem gat
viðstöðulaust þulið þýskar end-
ursagnir úr skóla til æviloka.
Lilla var gæfumanneskja í lífi
og starfi. Íslenska og íslenskar
bókmenntir voru ávallt hennar
uppáhaldsnámsgreinar og er
óhætt að segja að landsmenn
allir hafi notið þess, fáir fóru
betur með íslenskt mál. Hún lét
engar ambögur frá sér fara. Á
25 ára stúdentsafmæli okkar
var Lilla ræðumaður við út-
skrift stúdenta í Háskólabíói.
Þótt nýstúdentar tækju líklega
ekkert eftir nafni hennar í
kynningu á ræðumanni heyrðist
lágvær kliður þegar hún hóf
mál sitt; þessa rödd þekktu all-
ir! Skólasystir sem dvaldist
langdvölum erlendis kom heim
og allt var breytt. Einn fastur
punktur var þó í tilverunni,
Ragnheiður Ásta að lesa til-
kynningar í útvarpi allra lands-
manna. Að hlýða á hana var
hrein unun.
Þegar Lilla eignaðist Pétur,
son sinn, í fimmta bekk áttum
við mörg hlut í honum og ávallt
síðan.
Við minnumst þess þegar
Fríða leikfimikennari hvíslaði að
Lillu í stúdentsprófum að hún
væri heppin að vera búin að
eignast hann Pétur, væri ekki
að standa í slíku núna, alls óvit-
andi um Eyþór sem von var á
innan skamms.
Svo kom Birna og að síðustu
Sólveig Anna sem hún átti með
seinni eiginmanni sínum, Jóni
Múla, þjóðkunnum útvarps- og
listamanni. Börnin ásamt mikl-
um fjölda afkomenda voru alltaf
hennar gleði og stolt.
Hennar mesta hamingja í líf-
inu var Jón Múli. Þar fóru sam-
an hugmyndaríkar og skemmti-
legar manneskjur og saknaði
hún hans mikið þegar hann lést.
Á kveðjustund þökkum við
skólasystkinin skemmtileg gef-
andi kynni og samvistir og vott-
um fólkinu hennar dýpstu sam-
úð.
Fyrir hönd samstúdenta úr
MR 1961,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Guðrún Hallgrímsdóttir,
Solveig Guðmundsdóttir.
✝ Rósa Árnadóttirfæddist 11. des-
ember 1929 í Æsu-
staðagerði í Saur-
bæjarhreppi, Eyja-
firði. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 31. júlí 2020.
Foreldrar hennar
voru Árni Friðriks-
son frá Brekku og
Elín Kristjánsdóttir
frá Jódísarstöðum.
Alsystkini Rósu eru tvíburarnir
Svanhildur Ólöf og Kristján (lát-
inn). Hálfsystkini hennar sam-
feðra eru Kolbrún, tvíburarnir
Friðrik og Ólöf (látin), Kári og
Einar. Foreldrar Rósu slitu sam-
vistir og frá 5 ára aldri ólst hún
upp með móður sinni og móð-
ursystkinum á Jódísarstöðum.
Eftir barnaskóla í sveitinni
gekk Rósa í gagnfræðaskóla á
Akureyri og þaðan í Húsmæðra-
skólann á Laugalandi. Að því
loknu tók hún íþróttakennara-
próf frá Íþróttakennaraskólan-
um á Laugarvatni 1950 og seinna
lauk hún kennaraprófi frá
handavinnudeild Kennaraskól-
ans 1953.
Rósa stundaði seinna nám við
Myndlista- og handíðaskólann í
Reykjavík, þegar hún var í
kennsluorlofi.
Strax eftir kennarapróf eða
frá árinu 1951 fór Rósa að sinna
sundkennslu á Norðausturlandi.
eru Sigríður Elísabet, Ingi Þór
og Atli Ágúst. d) Árni, f. 1959.
Maki hans er Hrefna Laufey Ing-
ólfsdóttir. Þeirra börn eru Axel
Ingi og Rósa. e) Ingólfur, f. 1965.
Maki hans er Bryndís Lúðvíks-
dóttir. f) Elín Kristbjörg, f. 1967.
Maki hennar er Hafþór Hreið-
arsson. Dætur þeirra eru Halla
Marín, Heiðdís og Lea Hrund. g)
Margrét, f. 1968. Maki hennar er
Helgi Þór Ingason. Börn hennar
eru Helga, Aron og Eiríkur Ant-
on. Sonur Helga Þórs er Andri
Snær. h) Pálína Stefanía, f. 1973.
Maki hennar er Freyr Aðalgeirs-
son. Þeirra börn eru Sara, Óðinn
Arnar og Kamilla.
Sigurður og Rósa hófu búskap
á Grund í Eyjafirði hjá for-
eldrum Sigurðar. Bústofn þeirra
voru 12 kýr og 25 gimbrar sem
voru brúðargjöf frá Snæbirni og
Pálínu, tengdaforeldrum Rósu.
Vorið 1956 fluttu þau að Jódís-
arstöðum í Öngulstaðahreppi og
fengu til ábúðar fjórðungshlut
jarðarinnar – hlut Elínar móður
Rósu. Þar byggðu þau nýbýlið
Höskuldsstaði og fluttu þangað
búferlum í júlí 1957.
Útför Rósu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 12. ágúst
2020, kl. 13.30. Vegna aðstæðna í
samfélaginu verða einungis nán-
ustu aðstandendur viðstaddir út-
förina, en athöfninni verður
streymt á Facebook-síðunni
„Jarðarfarir í Akureyrarkirkju“.
Boðið verður til erfidrykkju
síðar, þegar aðstæður leyfa.
Rósa verður jarðsett á Munka-
þverá.
Kennslan fór fram á
vorin og allan sinn
starfsaldur eða til
ársins 1999 ferðað-
ist hún á Raufar-
höfn, Þórshöfn,
Grímsey og Vopna-
fjörð til að kenna
sund. Að auki sinnti
hún sundkennslu á
Laugalandi.
Fyrstu starfsár-
in, eða á tímabilinu
1950-1960, kenndi Rósa leikfimi
á Akureyri og í Hrafnagils- og
Öngulstaðahreppi. Svo tók við
handavinnukennsla við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi frá
árinu 1960 til ársins 1972, með
hléum. Árið 1972 hóf hún kenn-
arastörf við yngri bekki Barna-
skólans á Laugalandi en síðar
kenndi hún við Hrafnagilsskóla,
eftir sameiningu hreppanna í
Eyjafjarðarsveit. Hún kenndi
einnig við Barnaskólann á
Bakkafirði í þrjá vetur.
Eiginmaður Rósu var Sig-
urður Snæbjörnsson, f. 23. apríl
1934. Þau giftust 1955 en Sig-
urður lést árið 2006. Börn þeirra
eru: a) Snjólaug, f. 1956. Maki
hennar er Benedikt Smári Ólafs-
son. Börn hennar eru Rósa og
Sigurður Stein. b) Rósa Sigríður,
f. 1957, d. 1957. c) Snæbjörn, f.
1958. Maki hans er Elva Sigurð-
ardóttir. Hans börn eru Kolbrún,
Steinunn og Sigurður. Börn Elvu
Nú hefur Rósa tengdamóðir
mín verið kölluð yfir í aðra veröld.
Að kynnast Rósu og hennar fjöl-
skyldu var mér mikil lukka. Fyrir
henni voru allir jafnir, allir vel-
komnir og hlýja hennar fór ekki
fram hjá neinum. Nærvera Rósu
gerði það að verkum að öllum leið
vel í kringum hana og sést það
best á hversu vina- og kunningja-
mörg hún var. Það var sama
hvaða tíma sólahrings gesti bar að
garði, allir fengu veitingar líkt og
um væri að ræða fimm stjörnu
stað og efast ég ekki um að margir
minnist Rósu á Höskuldsstöðum
þannig. Þegar við Snæbjörn og
börnin mín bjuggum í sumarbú-
staðnum á meðan við vorum að
byggja enduðu flest kvöld í kvöld-
kaffi með þeim eðalhjónum Sigga
og Rósu. Það var líka hefð hjá
Rósu að baka bollur á laugardags-
morgnum og vera með grjóna-
graut í hádeginu og komu þá þeir
sem vildu í graut. Rósu þótti af-
skaplega gaman að ferðast og
keyrði hún með öldungana eins og
hún kallaði þau skólasystkin, sem
saman voru í Íþróttaskólanum,
um land allt. Hún skipulagði ferð-
irnar og fór vel nestuð af stað því
ekki vildi hún borða á veitinga-
stöðum.
Árið 2007 fórum við Snæbjörn
ásamt Snjóku og Atla með Rósu
til Parísar og þar voru skoðuð söfn
og kirkjur. Þá eyddum við góðum
stundum í Normandi hjá Erik
sem var með okkur í skoðunar-
ferðum sem hún naut sín vel í.
Rósa var líka snillingur að baka
flatbrauð og bakaði hún það á
plötu, í seinni tíð var reykurinn
farinn að fara illa í augun á henni
en hún dó ekki ráðalaus heldur
setti upp sundgleraugu, já hún
tengdamóðir mín lét ekkert
stoppa sig.
Eftir að Rósa flutti á Hlíð og
maður spurði hvernig hún hefði
það var svarið oftar en ekki:
„Þetta er svo sem ágætt, ekkert
um að vera en það vasar ekkert
um mann. Er ekki alltaf nóg að
gera í sjoppunni hjá þér?“
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um minnist ég tengdamóður
minnar af mikilli virðingu og er ég
viss um að Siggi taki vel á móti
henni í draumalandinu á hvítum
hesti.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þín tengdadóttir
Elva.
Haustið 2012 var ég svo lán-
samur að verða hluti af stórri og
samhentri fjölskyldu sem kennd
er við Höskuldsstaði í Eyjafjarð-
arsveit. Höfuð ættarinnar var
Rósa Árnadóttir sem nú er fallin
frá á 91. aldursári. Í örfáum orð-
um vil ég þakka kynnin við þessa
ljúfu og brosmildu tengdamóður
mína. Margar stundir átti ég með
henni við eldhúsborðið á Hösk-
uldsstöðum, einkum að morgni
dags því Rósa var árrisul og gekk
snemma til ótal morgunverka. Ég
gleymi víst aldrei þegar ég mætti
henni með sundgleraugu í reykj-
arkófi niðri í gangi á Höskulds-
stöðum. Í ljós kom að hún var að
baka flatbrauð á hellu frammi í
holi og við settumst niður við eld-
húsborðið því hún var auðvitað
með hafragrautinn kláran og ég
þurfti líka að smakka nýbakað
flatbrauðið. Þetta var tiltölulega
stuttu eftir að ég kynntist Rósu og
mér datt í hug að slá svolítið um
mig og ég spurði hvort ég ætti að
fara með vísu um flatbrauð. Um
leið og hún jánkaði sá ég auðvitað
eftir þessu útspili, þegar ég mundi
að vísan er hin mesta níðvísa um
flatbrauð. En ég gat ekki vikist
undan og Rósu fannst vísan stór-
skemmtileg og spurði mig hver
hefði samið hana. Þessu gat ég
ekki svarað, en næst þegar ég
kom norður var Rósa reyndar bú-
in að fletta því upp.
Ég hef áttað mig á því að þessi
fyrstu kynni mín af Rósu voru á
margan hátt lýsandi fyrir hana.
Viljinn til að fræðast og kynnast
fólki, jafnaðargeðið og þessi ró-
lega, trausta og góða nærvera, já-
kvæð afstaða hennar til lífsins og
tilverunnar. Engum hef ég kynnst
sem var jafn-vel búinn undir dauð-
ann og hún var. Rósa talaði mjög
hversdagslega um þau tímamót,
eins og ekkert væri sjálfsagðara,
og ég lærði af henni að þetta er
rétta leiðin.
Áfram gæti ég haldið að telja
upp hvers ég mun minnast þegar
ég hugsa um þessa einstöku
tengdamóður mína; ég er ekki
einu sinni byrjaður að nefna alla
handavinnuna, prjónasokkana,
hekluðu teppin og tátiljurnar, og
svo auðvitað flatbrauðið, grautinn
á laugardögum og nýbökuðu ger-
bollurnar og heita kakóið á sunnu-
dagsmorgnum.
Þótt Rósa hefði gaman af vís-
unni um flatbrauðið forðum, þá
skammaðist ég mín alltaf fyrir að
hafa farið með svo óviðeigandi
kveðskap þegar ég gæddi mér á
nýbökuðu flatbrauðinu. Ég fékk
tækifæri til að gera iðrun og yf-
irbót þegar ég ávarpaði Rósu í ní-
ræðisafmælinu hennar í desember
2019. Ég votta fjölmennum hópi
afkomenda hennar samúð mína og
er af öllu hjarta þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast Rósu
Árnadóttur.
Við nægtaborðið nýt ég mín á
Höskuldsstöðum
að nærast þar ég fregnað hef menn biðu
í röðum.
Í framtíð munu flytja margir lof og prósa
um flatbrauðið þitt dásamlega, elsku
Rósa.
Helgi Þór Ingason.
Rósa Árnadóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar