Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 193. tölublað 108. árgangur
STEFÁN ÞORLEIFS-
SON FAGNAR 104
ÁRA AFMÆLI
MENNING Í
ÓLÍKUM
MYNDUM
BÍLAR SEM
EINAR KÁRA
DREYMIR UM
LISTIR Í KÓFINU 29 8 SÍÐNA BÍLABLAÐ ELSTUR NÚLIFANDI KARLA 24
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Veðurguðirnir léku við íbúa höfuðborgarsvæð-
isins í gær og nýttu margir sér blíðuna til útiveru
og iðkunar ýmissa tómstunda. Þessi renndi fyrir
fisk í Reykjavíkurhöfn og dró meðal annars að
landi vænan kola. Áfram verður hlýtt í veðri í
dag en von er á rigningu síðar í vikunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veitt í soðið í sumarblíðu
Leigubílstjórar eru ekki ánægðir
með áform Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar samgönguráðherra um að
slaka á kröfum til handhafa svokall-
aðs ferðaþjónustuleyfis til aksturs.
Ráðherra hefur kynnt málið í sam-
ráðsgátt stjórnvalda og kemur þar
fram að ekki á lengur að krefjast al-
menns rekstrarleyfis í ferðaþjónustu
til að fá akstursleyfið.
Samtök leigubílstjóra benda á að
þetta muni fjölga þeim sem slíkan
akstur stunda og geti skaðað af-
komu þeirra sem hafa framfærslu af
venjulegum leigubílaakstri. Fram
kemur í umsögn þeirra í samráðs-
gáttinni að um 14% allra leyfa til
leigubílaaksturs hefur verið skilað
inn vegna samdráttarins sem fylgir
kórónuveirufaraldrinum. Segjast
bílstjórar berjast í bökkum við að
halda starfsemi sinni gangandi. »14
Gagnrýna að slaka
eigi á kröfunum
Morgunblaðið/Jim Smart
Erfiðleikar Leigubílstjórar eiga erfitt upp-
dráttar um þessar mundir.
Að óbreyttu má reikna með að
strandveiðum sumarsins ljúki í vik-
unni, en afli í þorski nálgast útgefið
aflahámark. Aldrei hafa aflaheimildir
og afli strandveiðibáta verið meiri en
í sumar og bátum fjölgaði talsvert frá
síðasta ári. Aflahæstu bátar hafa
komið með yfir 40 tonn að landi og
má áætla að aflaverðmæti þeirra sé
yfir 12 milljónir króna.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir ástandið í þjóðfélaginu vegna
kórónuveikinnar og bágt atvinnu-
ástand í kjölfarið einkum skýra fjölg-
un báta á strandveiðum í ár. Í því ljósi
hefði átt að finna leiðir til að leyfa
strandveiðar út september. »11
Aldrei meiri afli
á strandveiðum
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Um hundrað gististaðir hafa skráð sig
reiðubúna til að taka við gestum í
sóttkví þegar nýjar reglur, sem kveða
á um tvöfalda sýnatöku og sóttkví allra
sem koma til landsins, taka gildi á mið-
nætti í kvöld.
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður
Ferðamálastofu, segir ánægjulegt að
skráning hafi tekið við sér en hvetur
fleiri stór hótel til að skrá sig.
Meðal þess sem farið er fram á við
gististaði sem þjónusta gesti í sóttkví
er að starfsfólk fari aldrei inn á her-
bergi gesta, hringi á lögreglu telji það
að gestir brjóti sóttkví og liðsinni gest-
um við að panta tíma í aðra sýnatöku.
„Við erum búin að senda út á gististað-
ina og alla ferðaþjónustuaðila að þeir
sendi sínum viðskiptavinum tilmælin
frá landlækni. Þar kemur skýrt fram
hvað fólk á að gera,“ segir Elías í sam-
tali við mbl.is. Það sé skilvirkasta leiðin
til þess að koma upplýsingum til ferða-
manna sem hingað koma.
Nítján flugferðir eru á áætlun á
Keflavíkurflugvelli á morgun, en
þremur hefur verið aflýst. „Þetta er
væntanlega eitthvað sem kemur fram
þegar líður á. Þetta er ekki eitthvað
sem við finnum daginn eftir að þetta er
tilkynnt,“ er haft eftir Guðna Sigurðs-
syni, talsmanni Isavia, í Morg-
unblaðinu í dag.
100 vilja hýsa gesti í sóttkví
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóttkví Allir sem koma til landsins
frá og með miðnætti þurfa í sóttkví.
Nýjar reglur við landamærin taka gildi á miðnætti
Leiðbeiningar sendar öllum ferðaþjónustuaðilum
MNýr veruleiki ferðalanga »4
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórn Icelandair Group hefur fallið
frá áformum um að ráðast í hlutafjár-
útboð í ágústmánuði en áætlanir
gerðu ráð fyrir að í því útboði myndi
félagið safna allt að 200 milljónum
dollara, jafnvirði 27,5 milljarða
króna, í formi nýs hlutafjár.
Þess í stað mun stjórnin boða til
hluthafafundar þar sem þess verður
óskað að félagið fái framlengda heim-
ild til hlutafjáraukningar en núver-
andi frestur rennur út 1. september
næstkomandi.
Áskriftarréttindi fylgi með
Í tilkynningu frá félaginu sem send
var Kauphöll Íslands í gærkvöldi
kom fram að nú sé stefnt að því að
safna 20 milljörðum í nýju hlutafé að
nafnverði og að það verði selt á geng-
inu 1 króna á hlut sem er tæplega
40% lægra en skráð gengi bréfa fé-
lagsins í Kauphöll nú. Þá áskilur fé-
lagið sér rétt til að stækka útboðið
um allt að 3 milljarða króna ef um-
frameftirspurn reynist eftir hlutum í
félaginu.
Félagið hyggst auk þess leita
heimildar hluthafa til þess að láta
hinum nýútgefnu hlutum fylgja
áskriftarréttindi (e. warrant) sem
samsvari allt að 25% af nýju hlutafé.
Þannig verði þeim sem réttindin öðl-
ist gert kleift að nýta þau í einu lagi
eða skrefum til allt að tveggja ára frá
útgáfu hlutanna.
Samþykktir Icelandair Group gera
ráð fyrir að hluthafafundir séu boð-
aðir með minnst þriggja vikna fyrir-
vara. Því er ljóst að núverandi frestur
félagsins til að ráðast í útboð verður
fyrir nokkru liðinn þegar og ef nýrrar
heimildar verður aflað. Verði fundur-
inn boðaður í dag getur hann í fyrsta
lagi farið fram þann 8. september.
Í gærkvöldi tilkynnti Icelandair
Group einnig að viðræður við íslensk
stjórnvöld um lánalínu með ríkis-
ábyrgð, sem yrði í samvinnu við Ís-
landsbanka og Landsbankann, væru
á lokastigi. Segir félagið enn fremur
að það muni ekki birta fjárfestakynn-
ingu varðandi fyrirhugað útboð fyrr
en fyrir liggi samþykki stjórnvalda
fyrir lánalínunni.
Markaðsvirði Icelandair í Kaup-
höll var 8,9 milljarðar króna við lokun
markaða í gær en félagið lækkaði um
7,9% í afar takmörkuðum viðskiptum
í gær. Gengi bréfanna er 1,64 og út-
gefnir hlutir eru ríflega 5,4 milljarð-
ar.
Hyggst sækja allt að 23 milljarða
Icelandair Group frestar hlutafjárútboði fram í september Grunnútboðið 20 milljarðar króna
Möguleiki á stækkun um 3 milljarða Enn er unnið að útfærslu á risaláni með ábyrgð ríkissjóðs